Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 13
rÍMI N.N, fostudaginn 9. jmii 1361,. 13 Uppetdbmálaþing (Framhald aí 7. síðu). að láta þegar í sumar seuija frumvarp til laga um samnings rétt opinberra starfsmanna og vinna að því að fá pað flutt á næsta reglulega Alþingi. 2. Uppeldismálaþing S.Í.B. og L.S.FJK. ítrekar fyrri kröfur samtakanna um stúdentsrétt- indi kennara og þar með rétt- indi til háskólanáms. Enn fremur skorar þingið á nefnd þá, sem nú undirbýr laga frumvarp um menntun kenn- ara að hraða störfum eftir megni. 3. Uppeldismálaþingið skorar á íslenzk stjómarvöld að vinna nú þegar að því, að ísland verði aðili að Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóð anna, UNESCO. 4. Þingið skorar á menntamála- ráðherra að beita sér fyrir af- námi tolla af innfluttum kennslutækjum. í sambandi við þingið var opn uð sýning þýtzkra kennslutækja í Hagaskólanum. Á sýningunni, sem er opin almenningi, er margt vandaðra kennslutækja, sem mikill ávinningur væri fyrir íslenzka skóla að eignast. Eins og fyrr segir var þingið mjög fjölsótt. Gengu þingstörf greiðlega, og einhugur og sam- staða ríkti um afgreiðslu mála. ASalfundur KEA (Eramhaio ai 9. síðu.) tveggja ára. Sigurður Stefánsson, vígslubiskup, var endurkjörinn í Menningarsjóð KEA til 3ja áxa. Þessir voru kjörnir aðalmenn á aðaifund SÍS: Jónas Kristjánsson, Jakob Erímannsson, Ingimundur Ámason, Jón Jónsson, Brynjólfur Sveinsson, Helgi Símonarson, Bernh. Stefánsson, Björn Jóhanns- son, Eiður Guðmundsson, Ketill Guðjónsson, Torfi Guðlaugsson, Angantýr Jóhannsson, Hólmgeir * Þorsteinsson og Halldór Ásgeirs- son. Merkilegur sjóíur Menningarsjóður KEA var stofn aður 1934. Tekjur voru 25% af hagnaði af verzlun við utanfélags- menn. Á aðalfundi 1959 var sam- þykkt að allur ágóði af Efnagerð- inni Flóru skyldi renna til sjóðs- ins. Síðasta ár nam sú upphæð 137.332.17 kr. Þessi sjóður hefur lagt 400 þús. krónur til menningarmála í hérað- inu. Það mun fágætt að nokkur félagssamtök ákveði slíkan tekju- stofn til menmngarmála af eigin fé og er þetta eyfirzkum samvinnu ruönnum til mikils sóma. E.D. í tilefni af 75 ára afmæli félags- ins, samþykkti fundurinn að veita 50 þús. kr. til Zontaklúbbs Ak. vegna viðgerðar og lagfæringar á Nonnahúsi; til skíðaskálans í Hlíð- arfjalli 50 þús. króna og kr. 100 þús. til Byggðasafns Eyjafjarðar. Ennfremur voru veittar úr Menn- ingarsjóði félagsins þessar fjár- hæðir: Til heimavistarbamaskóla að Laugalandi í Glæsibæjarhreppi 30 þús. kr., Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri, vegna bamaheimilis 10 þús. kr., Ungmennasambands Eyjafjarðar 10 þús. kr., Flugbjörg- unarsveitar Akureyrar 10 þús. kr., K. F. U. M., Akureyri, 10 þús. kr. og Tónlistarskóla Akureyrar 10 þúsund krónur. Vorþing umdæmisstúkunn- ar mótmælir Ijdsmyndum af nvju brennivínsmiðunum Á VÍÐAVANGI .. (Framhald af 7. síðu). meg hverjum degi, sem verkföll in standa og hún reynir ekkert til að leysa þau, en lætur í þess stað blöð sín ausa svívirðingum yfir þá, sem vinna að skynsam- legri lausn þeirra og reyna að forða þjóðarheildinni frá stór- felldu tjóni. - Vorþing Umdæmisstúkunnar nr.l 1 var haldið í Reykjavík 27. maL 1961. Kjörbréf bárust frá 3 þing- stúkum, 6 barnastúkum og 1 ung-[ mennastúku, með 83 fulltrúa, en þingið sátu 68 fulltrúar. Umdæmistemplar lagði fram á þinginu fjölritaða skýrslu um starf1 semina á s. 1. ári, ásamt reikning-| um Umdæmisstúkunnar og barna- heimilisins að Skálatúni. Á i'ekstri barnaheimilisins að Skálatúni hefur orðið sú breyting, að samstarf hefur tekizt milli Um- dæmisstúkunnar nr. 1 og styrktar- félags vangefinna um rekstur barnaheimilisins. Hafa þegar haf- izt þar byggingar yfir starfsfólk, og vonir standa til að bygging nýs vistheimilis geti risið upp innan ekki mjög langs tíma. Á síðast liðnu sumri gekkst Um- dæmisstúkan fyrir móti bindindis- jmanna í Húsafellsskógi um verzl- unarmannahelgina. Þangað komu menn víðs vegar að af landinu og mótið mjög fjölsótt og þótti tak- ast með ágætum. Ákveðið er að hafa slíkt mót aftur á þessu sumri. Á þinginu voru rædd ýms hags- munamál Umdæmisstúkunnar og Góðtemplarareglunnar í heild. Sam þykktar voru eftirfarandi tillögur: 1. Umdæmisstúkan nr. 1 vottar alþingismönnum þakkir fyrir að þeir veittu ekki stuðning sinn frumvarpi Péturs alþm. Sigurðs- sonar um sterkan bjór. Einnig þakkar Umdæmisstúkan sérstak- lega þeim alþingismönnum, er beittu sér móti frumvarpinu í um- ræðum á alþingi, svo og öllum þeim, er með blaðaskrifum og um- ræðum lögðust á móti því að þess- um vágesti væri sleppt lausum í landinu, til viðbótar því áfengi, sem fyrir er lögleifð sala á. 2. Umdæmisstúkan nr. 1 lýsir ánægju sinni yfir því, live lögregl- an hefur gengið skelegglega fram í því að koma upp um leynivínsölu atvinnubílstjóra, og væntir þess að því verði ,fram haldið með fyllstu árvekni. 3. Umdæmisstúkan skorar á stjórn Reykjavíkurbæjar og ríkis- stjórn að leggja niður áfengisveit- ingar í opinberum veizlum. Það fordæmi er af því skapast mundi verða þungt á metunum í barátt- unni gegn áfengistízkunni. 4. Umdæmisstúkan nr. 1 beinir því til menntamálaráðherra eða viðkomandi stjórnarvalda, að gera strangar kröfur um bindindissemi til kennara og nemenda í þeim skólum, er hafa það hlutverk að undirbúa og útskrifa kennara og uppalendur fyrir æskuna. Umdæmisstúkan nr. 1 lítur svo á, að ríkisvaldið ætti að gera kröfu um fullkomna bindindissemi til þeirra, sem falið er að sjá um menntun æskunnar af hálfu ríkis- ins. 5. Umdæmisstúkan nr. 1 gcrir þá kröfu til viðkomandi stjórnar- valda að þau samkomuhús verði umsvifalaust svipt veitingaleyfi, er verða sönn að sök um að brjóta ákvæði áfengisiaganna. 6. Með tilliti til þess ákvæðis áfengislaganna í 5. kafla 16. grein, sem bannar áfengisauglýsingar, til þess að koma í veg fyrir óheilla- vænlegan áróður fyrir áfengis- neyzlu, átelur Umdæmisþingið, að gefnu tilefni, allan slíkan áróður í blöðum og útvarpi, svo sem þeg- ar blöðin birtu nýíega frásagnir með myndum, jafnvel á forsíðu, af hinum nýju flöskumiðum áfengis- verzlunarinnar, ræddu um hina gömlu með sárum söknuði, eða hengdu myndir af hinum nýju, sem auglýsingar, upp á blaðsölu- stöðum í Reykjavík o. e. t. v. víðar. 7. Til þess að reyna að bæta úr því ófremdarástandi, sem nú i rikir í áfengismálum þjóðarinnar telur Umdæmisþingið óhjákvæmi- legt að afnema með öllu áfengis- veitingaleyfi til einstakra félags-' samtaka, eða stjórna þeirra, sem nú eru heimilir samkvæmt 20. gr. áfengislaganna. Framkvæmdanefnd Umdæmis- stúkunnar var öll endur'kosin, en hana skipa: Umdæmistemplar: Hreiðar Jónsson, Umdæmiskanzl- ari: Kjartan Ólafsson, Umdæmis- varatemplar: Margrét Sigmunds- dóttir, Umdæmisritari: Sigurður Guðmundsson, Umdæmisgjaldkeri: Páll Kolbeins, Umdæmisgæzlumað- ur unglingastarfs: Hilmar Jónsson, Umdæmisgæzlumaður Löggjafar- starfs: Karl Karlsson, Umdæmis- fræðslustjóri: Jón Hjörtur Jóns- son, •Umdæmiskapelán: Kristjana Benediktsdóttir, Umdæmis fregn- ritari: Guðmundur Þórarinsson, Fyrrum Umdæmistemplar: Þórður Steindórsson. 640 bls. fyrir aöeins 65 kr. er kostaboð okkar þegar þér gerizt áskrifandi aS heimilisblaðinu SAMTÍÐIN sem flytur: ★ Bráðfyndnar skopsögur. ★ Spennandi smásögur og framhaldssögur. ★ Hina fjölbreyttu kvennaþætti Freyju. ★ Skákþætti GuSmundar Arnlaugssonar. ★ Bridgeþátt Árna M Jónssonar ★ Afmælisspádóma og draumaráSningar. ★ Úrvalsgreinar frumsamdar og þýddar. Svo að fátt eitt sé nefnt af hinu vmsæla efni blaðsins. 10 blöð á ári fyrir, aðeins 65 kr. og nýir áskrifendur fé einn árgana i kaupbæt' ef ár- gjaldið 1961 fylgir pöntun Pöstsendið i das eftirfarandi pöntunarseðil: Ég undirnt óska að eerast áskrifand) að SAMTÍÐ INNl og sendi hér með árgialdið 1961 65 kr. (Vinsam- legast sendíð bað i ábvrsðarbrét) eða póstívisunl Nafn ......................................... Heimili ...................................... Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN Pósthólt 47i?. Rvík Lögfræðiskrifstofa Laugaveg) 19 SKIPA OG BÁTASALA Tómas Arnason hdl VilhjáliT>u» Arnason nd) Simar 74635 oa 16307 Bíla- & búvélasalan Símar 2-31-36 & 15-0-14. Til sölu Willys Station ’53 í mjög góðu ástandi. Skipti á Rússa Jeppa í góðu ásigkomulagi, helzt með húsi, koma til "reina BÍLA & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11. Laxveiðitíminn er byrjaður Höfum fyrirliggjandi mikið og gott úrval af hvers konar laxveiðitækjum s. s.: 9 feta kasfsfengur úr holb, amerískum glasfíber, frá kr. 902.00. Ársábyrgð. Flugustengur 9—13 feta. Fluguhjól og kasthjól. Gladding kastlínur. Bretton spinnhjól á kúlu- legum. Kosta aðeins kr. 494.00. Veiðitækjakassar. Spúna- og flugubox. Vöðlur. Háfar frá kr. 85.00. Laxaflugur og spúnar 1 úrvali. PÓSTSENDUM. Sími 13508 Kjörgarði, Laugavegi 59 Austurstræti 1. BlaÖið sem iiúðin finnur ekki fyrir Raksturinn sannar það Clllette er skrásett vörumerkl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.