Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 14
T í MIN N, föstudaginn 9. jánf 1961,
m
artak nam hann staðar og
skipti örfáum orðum við aldr
aða konu með fjólublátt hár,
hún vakti á sér athygli vegna
demantshálsfesti sem ljómaði
og skein. Svo hélt hann á-
fram förinni og hvarf að síð
ustu út'um dyrnar.
Hvers vegna hafði hún ekki
talað við hann? spurði Shir-
ley sjálfa sig. Hafði það ver-
ið af feimni eða vegna grein
arinnar sem Paul Hurd hafði
1 hyggju að skrifa?
— Þér hljótið að vera
þreytt? sagði Paul. — Þetta
hefur verið erfiður dagur.
— Já, ég er úrvinda, sagði
hún.
En með sjálfri sér vissi
hún að hún var fremur á-
hyggjufull og örvingluð en
þreytt. Ekki aðeins vegna
þess sem hún hafði séð i
Trione, heldur líka vegna
kynlegs ótta sem hún vissi
ekki skil á. Hvað var John
Brown að gera í Trione, —
hvers vegna kallaði hann sig
Brown úr því hann hét
Jackman? .... Sama nafni
og stúlkan sem hafði beðið
bana í hinu hroð'alega hyl-
dýpi.
5. KAFLI.
Næsta morgun vaknaði
Shirley við símann. Hún
teygði sig eftir heyrnartæk-
inu og svaraði syfjulegri
rödd. |
— Ert það þú Shirley?
— Robert! hrópaði hún.
Hún var ekki í neinum vafa
um málróminn, enginn hafði
svona bjartan og fallegan
róm. Þessi rödd hafði áður
valdið því að hjarta hennar
sló hraðar, jafnvel eftir að
hann var farinn hafði hún
heyrt rödd hans bergmála í
húsinu í Sussex.
— Hvers vegna ertu svona
hissa? spurði hann. — Þú
máttir vita að ég myndi
hringja, úr því að ég vissi af
þér í grenndinni. Eg varð
mjög reiður við mömmu af
því hún kyrrsetti þig ekki í
gær. En þú verður að koma
hingað í dag, Shirley. Eg
sendi Gaston með bilinn eftir
þér.
Þegar Shirley hafði lagt!
tólið á, taldi hún sér trú um j
að það hefði verið dónaskap!
ur og heimska ef hún hefði|
ekki þegið boðið. Robert var;
auðheyrilega áfjáður að sjá!
hana. Og það var ekki hans
sök hvernig greifynjan hafði
tekið á móti henni. Hann
Jennifer Ames:
Grtmuklædd
hjörtu
8.
hafði verið hjá lækninum í
Cannes. Hann hafði sjálfsagt
verið hjá lækninum áður en
hann fór í spilavítið. Og jafn
vel þótt hann hefði spilað
hátt, þá kom henni það ekki
við. Skýringin gæti veriö sú
að hanp vildi dreifa þungum
hug eða víkja burt sársauka.
Hvers vegna hafði hann ekki
kvænzt? Kona hefði orðið
honum stoð og stytta. Vita-
skuld hafði hann móöur sína
en eftir því sem Shirley hafði
séð til gömlu konunnar, virt-
ist hún ekki þess megnug að
blása honum í brjóst miklum
lífsþrótti.
— Ef til vill get ég hjálp-
að honum, hugsaði hún, —
það hef ég áður gert. Hann
hefur oftlega sagt að hann
hefði aldrei þolað þessar^
raunir ef ég hefði ekki stytt
honum stundir.
Henr.i létti í skapi við til-
hugsunina. Frá því Walter
hafði slitið trúlofun þeirra,
hafði henni fundizt sér of-
aukið í heiminum.
Þegar hún var ferðbúin
hringdi síminn aftur.
— Eg vildi ekki hringja
fyrr því ég hélt að yður veitti
ekki af að sofa, sagöi Paul.
Hún hló • — Eg var að enda
við að pakka niður. Eg ætla
að skreppa til Trione.
— Eruð þér að fara aftur
til Trione?
— Eg verð þar um helgina.
Robert vat rétt að hxingja og
bjóða mér.
— Viö sjáumst sem sagt
ekki í nokkra daga?
— Ekki nema þér látið
bjóða yður líka, sagði hún
hlæjandi, það er ekki mikið
um að vera í því eyðibæli.
— Það er næstum eins og
þér séuð að gefa mér í skyn
að elta yður ekki, Er réttilega
tilgetið?
— Það er vegna þessarar
greinar. Reveneau-fólkinu
þætti leiðinlegt ef farið væri
að rifja upp þær raunir.
— Þér verðið að muna, að
ég er fyrst og fremst blaða-
maður og þar að auki til
reynslu.
— Þér verðið að finna yður
annað efni, sagði Shirley á-
kveðin. — í gær sá ég gamla
konu með fjólublátt hár og
demanta á stærð við kartöflu
dinglandi um hálsinn.
— Já, það var frú Nestor.
Maðurinn hennar er olíukóng
ur.
— Getið þér ekki skrifaö
eitthvað um hana?
— Það get ég að vísu. En
vandinn er bara sá að það
hefur ekkert gerzt í kringum
hana eða demantana. Aftur
á móti hefur verið margt um
aö vera í höllinni.
— Eg get i öllu falli ekki
haft yður með í farangrinum.
Hins vegar skulum við rabba
saman á mánudaginn.
— Það er ákveðið?
— Ef þér lofið mér þvi að
koma ekki til Trione.
— Allt í lagi. En ef þér
skylduð sjá John Brown, þá
bið ég að heilsa honum, sagði
Paul.
— Já, en ég býst ekki við
að hitta hann.
— Líst yður ekkert á hann?
Hún svaraði engu. Eftir
samtalið við Robert hafði
hún næstum gleymt John
Brown. Þar að auki hét hann
ekki Brown, heldur Jackman,
og unga stúlkan hafði áreið-
anlega verið systir hans. En
því ferðaðist hann til Trione
undir fölsku nafni? Jafnvel
þótt systir hans hefði farizt
af slysförum, var eðlilegt að
hann heimsækti staðinn og
hefði tal af fólkinu án allrar
launungar. Nú virtist hann
fara þangaö sem ótíndur |
njósnari og það var óhugn-
anlegt.......
Ætti hún að segja Robert
allt af létta eða láta sem ekk
ert heföi í skorizt. Hún á-
kvað að bíða átekta þar til
hún hefði hitt hann að máli.
Hún hafði steingleymt
Paul Hurd í símanum og
hrökk í kút þegar hann sagöi:
— Verið þér sælar að sinni
og gætifi nú að yður að detta
hvergi fram af.
Hvað kom honum til að
bera fram þessa athugasemd?
Hún vissi ekki hvort hann j
hefði sagt þetta sem fyndni
eða var það alvara hans?j
Hún hafði misst allan áhuga
á að fara. Jafnvel löngunin
til að sjá Robert aftur, gat
ekki freistað hennar lengur.
Hún hafði gengið frá far-
angrinum og ákvað að biða
niðri. Hún fann þörf til að
sjá fólk í kringum sig. Þegar
hún kom fram á ganginn,
tók hún eftir því að dyrnar
að næsta herbergi voru opnar
og þar inni var fullt af ferða
töskum.
— Viljið þér bera töskurn
ar mínar niður, sagði hún
við vikapilt sem var þar inni.
— Sjálfsagt, ég verð bara
fyrst að ganga frá farangri
frú Nestor, svaraði hann.
— Van Nestor? spurði hún
undrandi.
— Já, þér þekkið hana
kannski? Hún er alltaf vön
að koma á kjötkvt%juhátíð-
ina.
Það var furðulegt að frú
Nestor skyldi verða nábúi
hennar rétt eftir að Paul
hafð'i nefnt hana á nafn, en
þannig var allt fullt af undar
legum tilviljunum.
Það leið ekki á löngu áður
en Gaston var kominn á biln
um, þetta var langur og renni
legur sportbíll. Ljóminn sem
lék um bílinn var mótsögn
við allt tal greifynjunnar um
bágan fjárhag. En ef til vill
voru fjárhagsörðugleikarnir
ein af grillum hennar. Á hinn
þóginn minntist Shirley þess
að Robert hafði oftlega
minnst á hvað hann og móð
ir hans væru illa á vegi stödd.
Þau voru fljót í förum til
Trione í,dag. Og jafnvel þorp
ið virtist vingjarnlegra en
daginn áður. Þegar þau óku
um torgið gaut hún augunum
að Hotel de la Poste. Bjó
John Brown, eða réttar sagt
John Jackman þar ennþá?
Eða hafði hann horfið á
braut í leit að þægilegri stað?
Bíllinn sveigði inn um hlið
ið að hallargarðinum og stað
næmdist með rykk rétt við
gjárbarminn. Shirley tók and
köf af ótta en bílstjórinn
glotti við tönn.
— Þér skuluð ekki óttast
neitt, ungfrú. hemlarnir eru
góðir.
— Það var eins gott, að öðr
um kosti væri hvorugt okkar
hér, sagði hún og hló óstyrk-
um hlátri þegar hún sté út úr
bílnum. Aðaldyrnar voru opn
aðar upp á gátt og þar stóð
Pierre gamli grindhoraður og
deplaði augunum framan 1
sólarljósið.
— Velkomin, ungfrú. Greif
ynjan bíður yðar.
Hún fór inn í forsalinn og
gekk á hæla Pierre eins og
fyrri daginn.
— Shirley, elsku bezta Shir
ley. Rödd Roberts var hlý og
björt. — Þú getur ekki ímynd
að þér hve vænt mér þykir að
Föstudagur 9. |únl:
8.00 Morgunútvarp
8.30 Fréttir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
10.10 Veðurfregnir.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Kórsöngur: Æskulýðskóí' út-
varpsins í Leipzig syngur;
Hans Sandig stjórnar.
20.15 Efst á baugi (Tómas Karlsson
og Björgvin Guðmundsson).
20.45 Tónleikar: „Stenka Rasin",
sinfónískt Ijóð op. 13 eftir
Glaznov.
21.00 Uplestur: Ljóð eftir Sigurð
Sigurðsson f.rá Amarholti
(Baldur Pálmason).
21.10 íslenzkir pianóleiiarar kynna
sónötur Mozarts; XII: Ketill
Ingólfsson leikur sónötu í F-
dúr (K332).
21.30 Útvarpssagan: „Vítahringur"
eftir Sigurd Hoel; IX. (Am-
heiður Sigurðardóttir).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hatt-
urinn" eftir Antonio de Al-
arcón; II. (Eyvindur Erlends-
son).
2230 f léttum tón: íslenzk dægur-
lög.
23.00 Dagskrárlok,
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Hvíti
hrafninn
108
Um leið og Morkar kom auga á
Eirík, tók hann að öskra og kalla.
— Drepið hann, drepið hann, en
her'mennirnir hikuðu. Þeir vissu
ekki, hvort þeir áttu að hlýða her-
toganum eða prinsessunni. Um
leið tók sú gamla að blanda sér í
málin, og þá sá Eiríkur sér leik á
borði með að stinga af. Áður en
nokkurn varði, hafði Eiríkur dreg-
ið sverð sitt úr slíðrum og ruddi
sér braut, meðan einn eftir annan
féll fyrir vopni hans. Þegar hann
lcomst til dyra, reif hann með
snöggu handbragði hið þunga for-
hengi ofan, svo það lagðist yfir
mennina. Síðan rak hann upp
gleðióp og stökk út um gluggann.
En þá dó gleðiópið á vörum hans,
því nokkra metra í burtu stóð
kastalavörðurinn og var tilbúinn
til árásar.