Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 9
Brynjólfur Sveinsson minntist þess ræðu, að Jakob Frímanns- son hefði undirritað efnahags- reikninga Kaupfélags Eyfirðinga 1938 í fyrsta sinn og ætíð síðan. Mai'gt hefði breytzt á þessum tíma. KEA hefði aukið starfsemi sína gífurlega og væri nú fjölþætt- asta fyrirtæki landsins. Einsdæmi taldi hann, að jafn mikið og fjöl- þætt framkvæmdastarf hvíldi á eins manns herðum, eins og hér væri. Þakkaði hann störf Jakobs Frímann&sonar sérstaklega, svo og öðru staffsfólki Kaupfélags Eyfirð inga fyrir góð störf á liðnu ári. Heilla skeyti bárust frá ííSrarni Eldjárn, framkvæmdastjórn SÍS og Sigurði Kristinssyni og frú. Spurningar og svör Miklar hmræður urðu um skýrslu framkvæmdastjóra og al- menn félagsmá! KEA. Skiptust á spumingar og svör. Fulltrúarnir lögðu fram spurningar. Fram- kvæmdastjórinn svaraði þeim öll- u»i og verða þær og svörin, ekki rakin hér. Form. félagsstjórnar minntist þess, að 40 ár eru liðin síðan Bern harð Stefánsson var kosinn í stjórn kaupfélagsins. Sagðist hann engan mann þekkja sann-íslenzk- ari. Bernharð þakkaði vinsemd í sinn garð. FramtíÖarverkefni Til viðbótar þeirri framkvæmda- átætlun, sem að framan getur,j ræddi framkvæmdastjórinn um' fleiri verkefni, er úrlausnar biðu. Meðal þeirra byggingu nýrrar mjólkurstöðvar, flutning Pylsu- Fulltrúar hlýða á mál fundarstjórans á aðalfundinum. gerðarinnar í húsnæði það er Val- björk hafði á leigu á Oddeyri. Minnismerki H. Kr. Áskell Snorrason flutti tillögu um að nefnd yrði jtosin til að hefja söfnun fyrir minnismerki Hallgríms Kristinssonar. Nokkrir ræðumenn bentu þá á, að aðal- fundur hefði áður falið stjórn fé- lagsins framkvæmdina. Dró flutn- ingsmaður þá tillögu sína til baka en hún var að því leyti þörf, að hún kom af stað umræðum um mál, sem lítið miðar áleiðis, en margir hafa þó mikinn áhuga á að komist til framkvæmda. Vinnudeilan Jón Melstað rakti minningar frá aðalfundum 1910—1912 og kom víða við. Eiður Guðmundsson flutti tillögu þess efnis að óskaj þess að stjórn KEA ynni að lausnj vinnudeilunnar og gera allt, sem í hennar valdi stæði til að svo mætti verða. Meðflutningsmaður var Guðmundur Snorrason. Tillag- an var samþylýkt samhijóða. SkemmtiatriÖi Fulltrúar á aðalfundinum ( snæddu að Hótel KEA í boði fé- ) lagsins. Þeir hlýddu á Karlakór / fr’á Dalvík, er söng að kveldi fyrri ) fundarins undir stjórn Gests Hjör- ) leifssonar og sáu „Bláu kápuna“ ) í meðferð Leikfélags Akureyrar ) síðari daginn. ) Kosningar ) Sigurður O. Björnsson var kos- inn í stjórn KEA í stað Eiðs Guð- ) mundssonar. Varamaður er Krist- ) inn Sigmundsson. Jón Jóns- ) son, sem ásamt Eiði átti að ganga úr stjórn, var endur- ) kjörinn. Kosið er til þriggja ára. ) Guðmundur Skaftason var endur- ) kjörinn endurskoðandi til 2ja ára, varaendurskoðendur í stað Garð- ) ars heitins Halldórssonar var Guð- ) mundur Eiðsson og Steingrímur ) Bemharðsson endurkosinn til ) 'Framhald á 13 síðu.i STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga skipa: Brynjólfur Sveins- son, formaður, Jón Jónsson, varfaformaður, Bemharð Stefáns- son, Björn Jóhannsson og Sigurður O. Bjömsson. Fulltrúi er Ingimundur Árnason. Endurskoðendur: Guð’- mundur Skaftason og Ármann Helgason. Kaupféiag Eyfirðinga hefur verzlanir og ýmsar starfsgrein- ar, lóðir og húseignir á 63 stöðum á Akureyri. Utan Akureyrar hefur félagið útibú á Dalvík, Hrísey, Grímsey, Grenivík og Hauganesi. Félagsmenn voru 177 árið 1906 en eru nú 5309. Fastráðið starfsfólk hefur aukizt úr 2 árið 1906, í 422 nú. Launagreiðtelur Kaupfélagsins á Akureyri voru um 28.2 milljónir árið 1960, auk þess á Dalvík og í Hrísey 6,4 millj. Allar launagreiðslur fastráðins fólks og annars var samanlagt 34,6 milljónir eða sem svarar til 670 verkamannalauna með kaup- taxta þeim er gilti þegar aðalfundurinn var haldinn. KEA greiddi í arð og uppbætur til félagsmanna sinna árið 1960 af innlendum vörum, og í arð af ágóðaskyldum vörum 19,3 milljónir króna. Stofnsjóður féiagsins er 16,8 milljónir og stofnsjóður Mjólk- ursamlagsins er 6,9 milljónir króna. í innlánsdeildinni era 34 milljónir króna. Lífeyrissjóður starfsmanna var stofnaður 1938 með 2500.00 króna stofngjöf Vilhjálms Þór. Sjóðurinn er nú 11,3 millj. EndurskoÖun Guðmundur Skaftason, aðalend- urskoðanid KEA, rakti á fundin- um ýmsa þætti reikninganna út frá sjónarmiði endurskoðanda. Taldi hann eignir félagsins og vörubir'gðir varlega metnar og úti- standandi skuldir sæmilega tryggð ar. Reksturinn taldi hann vel við- unandi, miðað við önnur kaupfé- iög. Reikningamir voru samþykkt- ir samhljóða. Á eins manns herÖum f l<fk ræðu sinnar og hinum 1 tölulegu upplýsingum um hag og rekstur hinna einstöku deilda, vék ■framkvæmdastjórinn að ýmsum öðrum málum, svo sem að þeim ráðstöfunum r'íkisstjórnarinnar j sem mjög þrengja hag kaupfélaga í landinu. Hann þakkaði fulltrú- um samstarfið, svo og stjórn kaup- félagsins og starfsfólki öllu fyrir ósérplægni og góða samvinnu. Húsfreyjan fær ekki laun, get- ur ekki unnið sig upp í betri stöðu, eiginmanninum finnst sjálf sagt að hún sinni starfinu (og hann sér sjaldnast neitt af þeim störfum, sem hún leysir af hendi) og hann metur hana ekki eftir störfum hennar, heldur eftir allt öðrum eiginleikum. Auðvitað á þetta ekki við þær konur, sem eru svo vel efnum búnar, að þær geti átt falleg hús, glæsilega garða og orðið öfundar efni allra sinna nágranna, en þær konur eru tiltölulega fáar. Fjöld- anum tekst ekki að gera heimilis störf jafn fullnægjandi og önnur störf verða karlmönnum og þeim konum, sem hafa sjálfstæða at- vinnu. En jafnvel það eitt að drepa tímann og hafa framalöngun í sam bandi við starfið nægir til þess, að sá, sem vinnur þrautleiðinlegt starf verður að jafnaði hatningju- samari en sá, sem 'ekkert vinnur. Tvennt gerir starf ánægjulegt: að neyta hæfileika sinna og sjá árangur starfs síns. Allir, sem einhverja hæfileika hafa, njóta þess að beita þeim þar til starfið verður vani, eða leikni hans eykst ekki lengur. Þetta kemur í ljós strax í æsku. Drengur, sem getur staðið á höfði vill síður standa á fótunum. Margs konar störf veita sams konar ánægju og leikir. Starf stjórnmálamanns eða lögfræðings hlýtur að veita að verulegu leyti sams konar ánægju og bridgespil. Þar er ekki aðeins um að ræða eigin leikni, heldur líka fögnuð- inn yfir að sigra andstæðing. * Jafnvel þó samkeppnin komi ekki til greina, þá er alltaf skemmtun að því að leysa af hendi erfitt starf. Fiugmaður, sem getur leikið listir í.flugvél hefur af því svo mikla skemmtun, afi hann er al- búinn að leggja lí? "tt í hættu. Mér þykir líklegt, : ‘ v- skurð læknir hafi veru!: ,gjii af starfi sínu, þrátt fyrir ömurlegt tilefni. Svipaða gleði má hafa af ýmsum minniháttar störfum. Eg hef meira að segja heyrt sagt af rörlagningamönnum, sem höfðu ánægju af starfi sínu, þó að ég hafi ekki verið svo lánssamur að kynnast þeim. Sem betur fer kalla mörg störf á aukna leikni við nýjar aðstæð- ur og mönnum getur haldið á- fram að fara fram í leikni, a.m.k. frarn á miðjan aldur. f sumum störfum, sem krefj- ast leikni ,svo sem í stjórnmál- um, virðast menn upp á sitt bezta milli sextugs og sjötugs, því í þeim störfum er mannþekking svo mikilvæg. Þess vegna eru sjötugir stjórnmálamenn ham- ingjusamastir manna á þeim aldri. Forstjórar stórfyrirtækja eru þeir einu, sem eru jafn ánægðir um sjötugt. í hinum ágætustu störfum er i þó enn meiri fögnuður af að sjá árangur verka sinna. Naumast mun til fullkomnari starfsgleði en að byggja upp stór framkvæmdafyrirtæki, en því miður þarf helzt afburðamenn til þeirra hluta. Ekkert getur svift mann ánægjuna að vel unnu starfi annað en það, að í Ijós komi að starf hans hafi orðið til ills. Mörg störf geta veitt þessa hamingju. Maður, sem stendur fyrir áveitu, sem breytir örreyti í aldingarð nýtur næstum áþreyf- anlegrar gleði. Skipulagning fyrir tækis getur verið stórmerkt starf. Miklir lista- og vísindamenn vinna störf, sem í sjálfum sér eru dásamleg. Meðan þeir inna starf sitt af hendi hljóta þeir að- dáun og virðingu allra, sem bezt vita og þar fá þeir hið djúpstæð- asta áhrifavald — valdið yfir hug um manna og tilfinningum. Slík aðstaða ætti að vera trygg ing fyrir hamingju. En_ ekki er það svo. Michaelangelo var ógæfumaður og hélt því fram (en ég trúi hon um ekki) að hann hefði ekki lagt á sig að vinna listaverk, ef hann hefði ekki orðið að greiða skuld- ir ráðlausra ættmenna. Snilligáfa er oft, en ekki alltaf, samfara lánlausu skaplyndi á svo háu stigi, að ef listamaðurinn nyti ekki sköpunargleðinnar, fremdi hann sjálfsmorð. Við getum því ekki fullyrt að hin beztu verk veiti manninum hamingju, en þau hljóta að deyfa vansæld hans. Vísindamenn eru sjaldnar van- sælir í skapi en listamenn og alla jafnan eru þeir, sem langt ná í vísindastörfum, hamingjusamir af verkum sínum. Fögnuður yfir árangursríkum störfum gefst mörgum. Að keppa sífellt að ákveðnu marki starfs- lega veitir ekki lífshamingju eitt út af fyrir sig, en það er næstum ómissandi þáttur í lífshamingj- una. Vinnan ein skapar markið, sem alltaf er hægt að keppa að. _ar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.