Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 7
^TÍMINN, föstudaginn 9. júni 1961. 7 Frá uppeldismálaþinginu: Launa- og starfskjör kennara eru óviðunandi Uppeldismálaþingi Sambands íslenzkra barnakenn- ara og Landsambands framhalds- skólakennara lauk að kvöldi sunnudagsins 4. júní í Hagaskól- anum í Reykjavík. Hafði það þá staðið í 2 daga. Þingið sóttu töluvert á 3. hundr að kennara auk margra boðsgesta, og er það fjölmennasta uppeldis- málaþing, sem hér' hefur verið haldið. Höfuðmál þingsins voru: I. Launamál kennara. II. Kennsla og skólavist tornæmra barna og unglinga. Helztu ályktanir og tillögur, sem samþykktar voru á þinginu, eru þessar: Uppeldismálaþing, haldið í I. Reykjavík 3. og 4. júní 1961 á vegum Sambands íslenzkra barna kennara og Landssambands fram haldsskólakennara, telur, að höf- uðvandamál íslenzkrar kennara- stéttar sé nú, og hafi verið um skeið ófullnægjandi launa- og starfskjör. Þingið lítur svo á, að í slíkum launa- og starfskjörum, felist hættulegt vanmat á störf- um stéttarinnar, enda er nú kenn araskortur oíðinn mjög mikill ogi fer hraðvaxandi. Sú staðreynd, að kennarar þurfa að afla sér auka tekna í sívaxandi mæli sér til framfærslu, hlýtur óhjákvæmilega ag gera þeim torveldara að rækja skyldustarfið en skyldi. Það er því tvímælalaus skylda ríkisvalds ins að vinna að skjótum úrbótum í þessum efnum. Eins og oft hefur verið bent á, eru byrjunarlaun barnakenn- ara lægri en daglaunamanns. Það er fyrst á þriðja starfsári, sem þau verða jöfn. Nokkuð svipuðu máli gegnir um gagnfræðakenn- ara. Að vísu eru þeir einum launa flokki hærri, en samt verður nið urstaðan áþekk, þar sem lög gera ráð fyrir allmiklu lengri náms- tíma. Þetta er svo mikið vanmat á starfi, sem krefst 5—8 eða 9 ára undirbúningsnáms, að hlið- stæður mun örðugt að finna. Önnur kjör en föst laun eru einnig fjarri því að vera ákjósan- leg. Réttmætt er að líta á það, að 5—6 tima daglegur kennslu- tírni dreifist tíðum á 10—12 stund ir eða meira, þótt ótalin séu þau verkefni, sem óhjákvæmilega fylgja kennslustarfi, en verða oft eigi unnin í skólanum sökum hús næðisskorts. Þá ber þess einnig að geta, að aukakennsla er að- eins greidd með 80% af föstuj kaupi og eftirvinna aldrei greidd sérstaklega, hvort sem unnið erj í matmálstíma, að kvöldinu eða eftir kl. 12 á laugardögum. Allt gerir þetta kennslustarfið ófýsilegra og örjðugra en efni standa til, ekki sízt þegar launin eru svo lág, að alls konar auka- störf verða þrautalendingin. Með aukavinnunni er kennurum oft þröngvað inn á starfssvið annarra starfshópa ,og á því eru margir varasamir annmarkar. Eins og eðlilegt er, fylgir mjög í ’kill kennaraskortur í kjölfar slíkra launakjara. Einkenni hans eru miög skýr: 1. Aðsókn að kennaranámi er orð in mjög lítil. 2. Réttindalausir menn eru ráðn- ir og jafnvel skipaðir í kenn- arastöður. 3. Borið hefur á viðleitni löggjaf ans til að slaka á kröfum um 1 kennararéttindi. i Umræður um launamál á lokafundi uppeldlsmálaþingsins. Skýrslur fræðslumálastj órnar-1 innar bera með sér, að kennara- skortur er mjög mikill. Því sem næst 10% fastra kennara á barna fræðslustigi eru án réttinda eg 71% í farskólum. Á gagnfræða- stigi eru rúmlega 22% án rétt- inda, og samt teljast þar allir hafa full réttindi ,sem samkvæmt lögum hafa leyfi til að kenna • á unglingastigi. Enn þá alvarlegra er þó hitt, að kennaraskorturinn fer hrað- vaxandi. Síðast liðin sex ár hefur kennurum við fasta skóla á barna fræðslustigi fjölgað um 216 alls. Þar af er fjölgun réttindalausra 60 alls eða 28%%. Á sama tíma er heildarfjölgun kennara á gagn fræðastigi 146 manns. Af þeim eru án réttinda 47 eða rúmlega 32%, og í farskólum hækkar hundraðstala réttindalausra á þessu tímabili úr 53 í 71. Afleiðingar þessa alls eru orðn ar mjög ljósar. Sé litið á heild- ina, er ekki unnt að halda uppi óskertri, almennri fræðslu í land inu, þó er hér, eins og alls staðar mjög mikil þörf fyrir aukna og bætta atvinnumenntun, svo að dæmi sé nefnt. Fjölmenntuð og dugmikil kennarastétt hættir að vera til, séu kjörin auðmýkjandi og hrakleg til lengdar. Þess vegna varar uppeldismála þingið við afleiðingum þess, að| ekkert sé gert til að bæta iauna-: og starfskjör kennara. Það teluri algerlega óviðunandi og mótmæl ir harðlega, að reynt sé ag leysa vandann með því að ráða til starfa réttindalausa menn, enda þarf þegar mikið átak til að vinna bug á þeirri öfugþróun, sem ríkt hefur að þessu leyti um skeið. — Skjótra aðgerða er þörf. Þingið ítrekar stuðning kenn- arastéttarinnar við launa- og kjarakröfur þær, sem samþykktar hafa verið á síðustu þingum SÍB og LSFK. Enn . fremur tekur þingið ein- dregið undir þaer launa -og kjara kröfur, sem stjórn B.S.R.B. setti fram í bréfi til ríkisstjórnarinn- ar 15. febr. s.l. Jafnframt fól þingið stjórnum beggja sambandanna að vinna sam eiginlega að ýmsum leiðréttingum og samræmingu á launakjörum kennara. Að lokum segir í álykt- uninni: Fáist engar viðunandi úrbætur á jaunakjörum kennara fyrir næsta skólaár, felur þingið stjórn um sambandanna að kanna til hvaða ráða skuli gripið. II. Tólfta ’uppeldismálaþing Sam- bands íslenzkra barnakennara og Landssambands framhaldsskóla- kennara telur allmikið skorta á, að aðbúð tornæmra barna og ung linga í skólum landsins sé með þeirn hætti sem æskilegt er, og bendir á nauðsyn þess, að sköl- unum séu sköpuð þau skilyrði, að hver einstaklingur fái sem bezt notið sín og þroskað þá hæfi leika, sem hann býr yfir. Þingið fagnar því, að í Reykja- vík hefur verið sett á stofn sál- fræðideild skóla og geðvarnar- deild við Heilsuevrndarstöð Reykjavíkur. Þingið treystir því, að nægir starfskraftar verði fengn ir til að sinna því mikilvæga hlut- verki, er þessum stofnunum er ætlað að rækja í þágu skólastarfs ins. Jafnframt lýsir þingig stuðningi sínum við þá ákvörðun Barna- verndarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurbæjar að reisa lækn- ingahæli fyrir taugaveikluð börn. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim undirbúningi að hagnýt- ingu skólaþroskaprófa, sem fram hefur farið ag tilhlutan Fræðslu skrifstofu Reykjavíkur, og þakkar forvígismönnum ötult starf. Jafn framt væntir þingið þess, að skólaþroskaprófin verði hið fyrsta tekin í notkun, þar sem ástæður leyfa. Þingið telur, að með öllu þessu sé lagður traustur grundvöllur að framhaldandi þróun þessara mála og skorar á fræðslumála- stjórnina að vinna að því, að hlið- stæð þjónusla verði tekin upp utan Reykjavikur. Þingið fagnar því ,að hafin er undirbúningur að stofnun skóla í Reykjavík fyrir böm, sem að dómi sérfróðra manna skortir hæfileika til að stunda nám i al- mennum skóla ,eins og gert er ráð fyrir í lögum um fræðslu barna og lögum um gagnfræða- nám. Jafnframt bendir þingið á nauð syn þess, að nú þegar fari fram gagngerð athugun á því, á hvern hátt verði bezt séð fyrir uppeldi og fræðslu barna og unglinga, sem að dómi hlutaðeigandi kenn ara og skólastjóra spilla góðri regiu í skólanum og eru miður heppilegt fordæmi öðrum börn- um. I Þingið telur einnig tímabært að" athugaðir verði möguleikar á stofnun síðdegis- eða kvöldskóla, þar sem hinum tornæmu ungling um yrði að loknu skyldunámi gef inn kostur á frekari fræðslu sam hliða atvinnu. Þá felur þingið stjórnum S.Í.B. og L.S.F.K. að vinna að þvi við hlutaðeigandi yfirvöld, að eftir- farandi úrbætur verði gerðar varð andi kennslu og skólavist tor-| næmra barna og unglinga: 1. í bekkjum fyrir tornæm börnj við barna- og unglingaskóla! verði ekki fleiri nemendur en 12—15. 2. Samin verði sérstök námsáætl un fyrir tornæmu börnin og daglegur kennslutími þeirra lengdur. 3. Ráðnir verði valdir kennarar til þess að annast kennsluna og verði kennsluskylda þeirra 4/5 hlutar af kennsluskyldu' kennara viðkomandi skólastigs. Yfirvöld fræðslumála sjái þess um lcennurum fyrir möguleik- um á sérmenntun í kennslu og uppeldj tornæmra barna og unglinga. 4. Menntamálaráðherra skipi eftir tilnefningu S.Í.B. og L.S.F.K. 5 manna nefnd sérfróðra nianna til þess að útvega og láta gera sérhæfð kennslugögn fyrir tornæmu börnin. Þingið leggur áherzlu á, að reynt verði að koma þessum til- lögum í framkvæmd, svo víða sem unnt er, í byrjun næsta skólaárs. Eftirfarandi samþykktir voru enn fremur gerðar á þinginu: 1. Uppeldismálaþing, haldig í Reykjavík dagana 3. og 4. júní 1961, skorar á stjórn B.S.R.B. (Framhald 3 i3. siöu.) r * A víðavangi 400 krónur Stjórnarblöðin hamast enn gegn norðlenzku lausninni á verkföllunum. Þau telja þjóð- félagig vera að liðast í sundur - vegna þess a'ð samvinnumenn áttu hlut að því að semja um 400 kr. hækkun á mánaðarlaun- um verkamanna. Jafnframt við- urkenna þessi blöð með þögn- inni, að fjölskyldumaður getur ekki lifað af 4000.00 krónum á mánuði. Sumarið 1958, er kaup- máttur launa var 15—20% hærri en hann er nú, töldu Sjálfstæð- isinenn og kratar hins vegar að kaupmátturinn væri of lítill og sprengdu upp kaupið með verk- föllum og með því að láta „hina • ábyrgu“ atvinnurckéndur bjóða fram kauphækkanir. Meðan þeir berjast gegn kjarabótum nú, segja þeir í hinu orðinu að við- reisnin hafi heppnazt. HundruíJ milljóna Stjórnarflokkarnir segja að þjóðfélagið hafi ekki efni á því að grei'ða verkamönnum 400 kr. meira kaup á mánuði, en hins vegar verður ekki á þeim annað skilið, en þjóðfélagið hafi ráð á því að minnka þjóð- artekjurnar um möng hundru'ð milljónir króna með löngu verk- falli. Það er ekki úr vegi að spyrja stjórnarflokkana, hvernig þeir hugðust leysa vinnudeilurn ar, þegar báðir aðilar voru bún- ir að fella mi'ðlunartillöguna. Getur það verið, að það hafi ver ið stefna Alþfl. að brjóta nauð- vörn alþýðunnar á bak aftur í margra mánaða verkfalli, sem hefði orðið öllum til tjóns. Það er krafa almennings, að ríkis- stjórnin snúi sér að því ag leysa verkföllin í stað þess að standa í vegi fyrir lausn þeirra og kasta fúkyrðum að þeim, sem hafa átt þátt í því að bjarga frá þjóðar- voða me'ð því að koma til móts við sanngirniskröfur verka- manna. — Það er almenn skoð un manna að ríkisstjórnin cigi að vera þakklát samvinnumönn- um fyrir að gera það, sem ríkis- stjórninni bar sjálfri að gera. Samvinnumenn hafa beitt sér fyrir hóflegri og sanngjarnri lausn á vinnudeilum, sem ríkis- stjórnin hefur sjálf kallað fram með allri þeirri fásinnu, sem hún hefur gert í efnahagsmál- unum og með þeirri óbilgimi, sem hún hefur sýnt gagnvart verkalýð'ssamtökunum. Ábirgðin livílir öll hjá ríkisstjórninni, því a'ð verkalýðsfélögin höfðu reynt allt sem þau máttu mánuðum saman til að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um óhjákvæmileg ar leiðréttingar án kauphækkun ar. Það var ríkisstjórnin sjálf sem vahli kauphækkunarleið- ina og almenningur krefst þess að hún sýni ábirgð og raunsæi, er hún tekur afleiðingum gerða sinna. Var unnt a<$ ganga skemmra? Afstaða ríkisstjórnarinnar til samninga á Norðurlandi nær ekki nokkurri átt, — er botnlaus vitleysa. Það er gersamlega úti- lokað með öllu að ná samnimg- um við verkalýðsfélögin með því að ganga skemmra til móts við kröfur verkamanna. AUir sann- gjarnir menn, hvar í flokki sem þeir standa, telja norðlenzku lausnina hóflega og farsæla. Með lengra verkfalli getur ekkert imn izt, en tjón þjóðarheildarinnar yrði óbætanlegt, ef verkfall hefði staðið vikum eða mánað- um saman. Samvinnusamtökin hafa vaxið af norðlenzku lausn- inni, en ríkisstjórnin minnkar (Framhald á 13. slöu.j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.