Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 8
TÍMINN, föstudaginn 9. júní 1961, Frá 75. aðalfundi KEA Sjötugasti og fimmti aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri dagana 31. maí og 1. júní s. I. Þar var þess minnzt með ræðum og ávörpum að félagið er 75 ára á þessu ári. Enn fremur kom út mjög vandað hefti Félagstíðinda, sem kaupfélagið hefur gefið út mörg síðustu ár. Á aðalfundinum höfðu 189 manns úr 24 fé- lagsdeildum fulltrúarétt. Fundinn sátu auk þess, stjórn, fram kvæmdastjóri, endurskoðendur, margir starfsmenn og aðrir gestir. Brynjólfur Sveinsson form. fé- lagsstjórnar setti fundinn með stuttu ávarpi. Fundarstjórar voru Jónas Kristjánsson og Guðmundur Eiðsson og fundarritarar Kristinn Sigmundsson og Sæmundur Guð- mundsson. Fortmaður kvaddi sér hljóðs ut- an dagskrár og minntist látinna fé lagsmanna, einkum þeirra Garðars Halldórssonar alþingismanns og Sigtryggs Þorsteinssonar deildar- stjóra, fór um þá viðurkenningar- og þakkar orðum en fundarmenn risu úr sætum. Enn fremur flutti formaðurinn ávarp það, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. KEA. Þakkaði hann langt og á- nægjulegt samstarf og óskaði sam- vinnustefnunni allrar giftu. f ræðu sinni benti hann á, að landkostir' í héraðinu væru ekki miklir frá náttúrunnar hendi eða sveitir bú- sældarlegar, en eyfirzkir bændur hefðu gert þær að einhverri blóm- legustu byggð iandsins. Brynjólf- ur Sveinsson þakkaði Eiði langt og farsælt starf fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Eiður Guðmundsson hefur setið aðalfundi KEA frá 1919 og lengst af verið í stjórn félagsins á þessu tímabili. Skýrsla stjórnar Brynjólfur Sveinsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Helztu fram kvæmdir á árinu 1960 voru þessar: Síðasti hluti frystihússins á Odd ekki lengur kosningu í stjórn eyri gerður fokheldur. Stærsta ný- Hverfur úr stjórn Eiður Guðmundsson lýsti því yfir, í merkri ræðu, að hann tæki bygging á árinu var frystihúsið á Dalvík. Það var gert fokhelt fyrir áramót. Byggð var vörugeymsla á Gleráreyrum, keypt útgerðarstöð Guðmundar Jörundssonar, hús og lóðir. Nýja verzlunarhúsið í Gler- árhverfi var. í smíðum og verður tekið í notkun i sumar og byggðar voru tvær hæðir ofan á Ráðhús- torg 3. Þar er m.a. fyrirhuguð skjalageymsla. Hólmgeir Þorsteins son hefur unnið ötullega að söfn- un pi'entaðra heimilda um íslenzk samvinnumál frá fyrstu tíð til þessa dags og var þess sérstaklega minnzt. Fjárfesting KEA varð um 7 milljónir króna á árinu 1960. Væntanlegar fram- kvæmdir Framundan eru ótal verkefni, sem félagið þarf að leysa og kall- ar margt að í einu. Ljúka þarf hraðfrystihússbyggingunni á Dal- vík, ákveðið mun að hefja bygg- ingu verzlunarhúss fyrir bygginga- vörur við Glerárgotu, þá ráðgerir félagið að byggja verzlunarhús í Grenivík og útibú á Suður-brekk- unni og gera endurbætur á Vefn- aðarvörudeildinni. HHB Brynjólfur Sveinsson setur 75. aðalfund KEA. Til vinstri er Jakob Frimannsson og Guðmundur Eiðsson til hægri á myndinnl. Samkomuhúsið var blómum skreytt. Skýrsla framkvæmda- stjóra Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri flutti skýrslu um hag og rekstur félagsins á liðnu ári og hinna einstöku deilda og fyrirtækja. Menn ganga út frá því sem gefnu, að framkvæmdastjór- inn flytji greinargóða yfirlits- skýrslu um þessi mál árlega. Hitt hugleiða líklega færri, hvert feikna starf liggur þar að baki. Framkvæmdastjórinn talaði blað- iaust að öðru leyti en því, sem reikningamir sögðu til um. Slíka ræðu hefði þurft að varðveita. Kaupfélagið greiddi framleið- endum fullt verð fyrir landbúnað- arafurðir og nokkru betur fyrir mjólk. Dilkar reyndust fremur léttir til frálags. Mjólkurfram- leiðslan jókst um 9%. Framleiðsla sjávarafurða var svipuð og árið 1959 og ársframleiðslan var nær öll seld fýrir árslok. Veðurfar var milt og spretta góð. Sala afurða úr landi varð 26 milljónum meiri en árið áður. Fiskur meiri en kjöt aðeins fyrir 3 milljónir. Heildarsala félagsins, þar með talin sala afurða innanlands og utan, ásamt sölu verksmiðja og annarra fyrirtækja, nam á árinu 357 milljónum króna eða nær 15% meira en árið áður. Hér ber þess þó atí geta, að 37 milljónir eru á þessum reikningum tvítald- ar, þar sem ein deild selur ann- arri. Svo er t. d. um mjólk og mjólkurvörur, kjöt, ýmsar iðnaðar vörur o. fl. Sala erlendra vara hefur þó, i þrátt fyrir geysilega verðhækkun, ekki aukizt nema um 8% og er því verulega minni en áður að magni til. Sala iðnfyrirtækja og verzlana jókst um rúm 15%. Sala innlendra vara á innlendum markaði jókst um 20% og sala ýmissa hlutafé- laga álíka mikið. Þessi aukning gaf félaginu töluverðar tekjur til uppbóta á lélega afkomu verzlun- ardeildanna. Rekstursafgangur nemur lítil- lega hærri uphæð en 1959 og varð fyrir árið 1960 rúmlega 1,4 mill- jónir króna. Nægir sú upphæð til að endurgreiða 3% af ágóða- skyldri vöru. Framkvæmdastjórinn sagði, að þrátt fyrir allar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar 1960 til að þrengja kost kaupfélaga, hefði tekizt að forða félaginu frá taprekstri þetta ár. Hagnaður varð á flestum rekst- ursdeildum félagsins nema Hótel KEA, Brauðgerð, Frystihúsi, Kola- Jakob Frimannsson flytur yfirlits- skýrplu um hag og rekstur KEA. sölu og Gróðurhúsum, en halli á þessum deildum var samanlagður um 730 þús. kr. Meðalkostnaður varð 13,94% af vörusölu. Kostnaður við rekstur félagsins hafði ekki tekið miklum breytingum, nema veltuútsvar og söluskattur, sem nam 2,2 milljón- um króna og eru þetta mestu nýir útgjaldaliðir. Vaxtagjöld urðu og mun hærri en áður. Opinber gjöld hækkuðu úr 0,88% árið 1959 upp í 1,8% árið 1960. Hin auknu út- gjöld, sem hér hafa verið talin, stafa eingöngu af ráðstöfunum hins opinbera. Sameignarfyrirtæki SÍS og KEA gáfu félaginu öll arð. Nokkur hlutafélög sem KEA á hluta í, voru rekin með halla, mis- munandi miklum, svo sem samein- uðu verkstæðin Marz, Vélsmj. Oddi, Útgerðarfélag KEA, Njörð- ur og Grána. Hallinn á þessum fyrirtækjum nam um fjórðung úr milljón. Eiður Guðmundsson í ræðustól. Bertrand Russel: Vinnið - annars sálist þið úr leiðindum Vinna getur verið með ýmsu móti, allt frá eyðufyllingu til hreinnar nautnar og fer það eftir eðli starfsins og hæfileikum hins vinnandi manns. Megnið af þeim störfum, sem flest fólk vinnur eru ekki skemmti leg í sjálfu sér, en jafnvel slík störf hafa til síns ágætis nokkuð. Fyrst og fremst dvelja þau fyrir mönnum mikinn hluta dags án þess að menn þurfi að taka sjálf stæða ákvörðun um hvað gera skuli. Flestir ríkir iðjuleysingjar kveljast af ofboðslegum leiðind- um og eru þau gjaldið, sem þeir greiða fyrir að vera lausir undan oki brauðstritsins. Við og við lina þeir þrautir sínar með því að skjóta villidýr í Afríku, eða fljúga í kring um hnöttinn, en eftir að menn eru af æskuskeiði er slíkt ekki skemmtun til lengd ar. Þess vegna er það, að gáfaðir auðmenn vinna næstum því eins mikið og ef þeir væru fátækir og flestar rfkar konur eyða tfma ) sínum í ótal smámuni, sem þær ) telja sér trú um að séu stórmerk ) ir á heimsmælikvarða. ) Vinna er því fyrst og fremst ) æskileg sem vörn gegn leiðind- ) um, því að sá leiði, sem sækir ) að manni við óskemmtileg störf, ) er ekkert í samanburði við það ) angur, sem að honum sækir þeg- ) BERTRANO RUSSEL (Brezki heimspekingurinn Bertrand Russel er orðinn 88 ára gamall, en virðist enn halda andlegum kröftum og hefur ótrauður staðið í fylk- mgarbrjósti í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. — Fyrir skömmu birtist eftir hann greinarflokkur í Daily Herald. áin greinanna birtist hér i þýð- ingu og fleiri ef til vill síðar. . S.Th. ar hann hefur ekkert við tím- 1 ann að gera. Vinnu fylgir líka annar kostur, sá, að þá verða fríin svo skemmti- leg þegar þau fást. Neyðist maður ekki til þess að ganga fram af sér við störf, þá eru allar líkur til þess að hann skemmti sér miklu betur í frí- stundum sínum en iðjuleysing- inn. Annar kostur við flest launuð störf og sum ólaunug líka, er að með þeim má vinna sér frama. Hversu leiðinleg sem vinnan er, þá verður hún bærileg, ef hún veitir manni frama, hvort heldur í manns þrönga verkahring eða á víðara sviði. Að eiga sér markmig að stefna að er eitt meginskilyrði fyrir lífs- hamingju og markmið flestra manna er frami í starfi. Að þessu leyti standa þær konur verr að vígi, sem vinna á heimilum held ur en karlmennirnir og konur, sem starfa utan heimila.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.