Tíminn - 02.07.1961, Síða 2
/
TÍI.IINN, sunnudaginn 2. júli 1961.
íslenzkur stóll
Framhald af 3. síðu.
Bæjaralands. Af 30 gullverðlaun-
uim, sem veitt voru á sýningunni,
voru aðeins tvenn veitt fyrir hús-
gögn, og hlaut ísland önnur og
Ítalía hin.
Sýningin vakti óskipta athygli,
og kom bersýnilega fram mikill
áhugi á íslenzkum iðnaðarvörum.
Ljósmyndari TÍMANS brá sér í alþingishúsið í gær eftir hádegið,
þegar hnútar verkfallsins voru um það bil aS rakna. Sumir aðilar
höfðu þegar undirritaS samningana, en aSelns biSu þess, aS þeir
gætu tekiS sér pennann í hönd. Og meS því aS menn höfðu haft
þarna langa vist, voru sumir að raka sig, áður en þelr færu út á
götuna. Á stærri myndinni er hópur fulltrúa iðnaSarmanna og
meistara, sem bíða eftir lyktum samningsgerðarinnar, en hér til
hllSar sést Óskar Hallgrímsson, formaður rafvirkjafélagsins, í óða-
önn að raka sig.
Yegirnir verða lengi
að ná sér
Aðalakvegirnir kringum
Reykjavík hafa farið mjög illa
út úr verkfallinu, sem kom í
veg fyrir, að nokkuð væri
dyttað að þeim í nærri mánuð.
Máttu sumir þeirra heita ófær-
ir og stórhættulegir flestum
veikgerðari farartækjum, því
að holurnar voru orðnar bæði
stórar, djúpar og margar.
Undir eins, sömu nóttina oig
lausn fannst á verkfallinu, fóru
heflar vegagerðarinnar af stað, og
LeiSrétting
í grein eftir Svein Sveinsson frá
Fossi, í blaðinu í gær, misritaðist
nafn Bjama Jenssonar læknis, og
var Ijann kallaður Bjarni Jónsson.
Er beiðzt velvirðingar á þessu.
í gær var búið að hefla alla helztu
'vegi í niágrenni bæjarins, sem
verst voru leiknir, en það voru
Reykjanesbraut suður fyrir
Straum, austurleiðin upp að
sýslumörkunum fyrir ofan Sand-
skeið' og Mosfellssveitarvegurinn
upp að Álafossi. Aninars þarf hér
meiri muna við, að því er vega-
málastjóri tjáði blaðinu í gær.
Vegirnir eru svo il'la farnir, að
það tekur nokkurn tíma að koma
þeim í amt lag með smáviðgerð-
urn hér og þar. Steypiregnið, sem
koim í nót.t, kom sér illa og gerir
viðgerðarstarfið erfiðara. i
Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi
Framsóknarmenn á Austurlandi halda sína árlegu héraðshátíð í
Aflavík um næstu helgi (8. og 9. júlí).
Laugardagskvöldið kl. 9 hefst dansleikur. Fyrir dansinum leikur
H.S.-sextettlnn frá Neskaupstað.
Á sunnudaginn hefst svo aðal samkoman kl. 2. Meðal dagskrárliða
verður: Ræður: Eysteinn Jónsson, alþm. og Helgi Bergs, verkfr.
Árnl Jónsson, óperusöngvari, syngur, Ómar Ragnarsson fer með
gamanvísur og Ævar R. Kvaran leikari flytur sjálfvalið efni. Síðan
verður dansað.
Mótatimbur * smíöatimbur
Fyrirliggjandi ýmsar breiddir ois: hvkktir
af furu.
BYGGINGAVÖRUSALA S.I.S.
við Grandaveg. Símar 17080 og 22648.
Sýruker
NÝ BÓK.
NÝ BÓK.
Sagnaþættir
Benjamíns Sigvaldasonar, 3. hefti, kemur út á
morgun. Þar sem upplagið er afar lítið, verður hún
aÖeins seld hjá útgefanda. ' \
FORNBÓKAV. KR. KRISTJÁNSSONAR,
Hverfisgötu 26. Sími 14179.
(Framhald at 1 síðu)
bóndann þar um svaladrykk. Fór
bóndi heim eftir drykknum, en
jötunninn varpaði af sér byrðinni
og kiappaði holu í móbergið með
staf sínum á meðan hann beið.
Sagði hann síðan bónda, að hann
skyldi geyma sýru í keri því, er
hann hafði gert þessa stund, og
myndi hún hvorki frjósa né bland
ast vatni, en hundraðsmissir yrði
í búi haos, ef hanm vildi ekki nota
kerið.
í raun og veru hefiur sýra verið
geymd í kerinu um langan aldur.
Er gert yfir það og er um litiar
dyr inn að fara. Sjálft er kerið
kringlótt og hálfkúlulaga, og sjást
í því för eftir járn það, sem not-
að hefur verið til að höggva mó-
bergið. Þótt vatn komist í það,
situr það ofan á sýrunni, en bland
ast henni ekki.
Það er.ein af reglunum um um-
gengni við þetta dulmagnaða ker,
að skipta verður árlega um sýru
í þyí, ef ekki á illt að hljótast af.
Á Bergsstöðum býr aldraður
bóndi, Sigurfinnur Sveinsson, og
hefur hann oftast nær séð svo upi,
að þetta væri gert. Þó hef.ur þhð
farizt fyrix þremur sinnum, og
segir dr. Haraldur í árbókinni, að
í öll skiptin hafi hlotnazt af stór
óhöpp. í eit.t skiptið missti Bergs-
staðabóndi 150 fjár, í annað fjöru-
tíu kindur o>g siðastliðið ár allar
kýr sínar.
AtJfarir refsins
(Framhald af L síðu).
aði, að halda tóunni niðri og jafn
vel útrýma henni alveg. Sama gild j
ir um miinkinn, segir Tryggvi, i
nema varla muni gerlegt að'
losna alveg við hann. En fækka
megi' stofninum s.vo, að ekki þyrfti
að verða stórtjón af homum. Það
tefur ofit mjög fyrir grenjaleit,
þegar lítt eða óæfðir sportveið'i- j
m©nn æðá um oig skjóta á báðar
hendu.r. Þeir hafa ekki þá þekk-
ingu né þolinmæði, sem þarf til
að fást við hinn slaegvitra ref. Það
rnun kosta um 3Ö þúsund krónur
að koima sér upp þeirn tækjum,
sem til grenjaleitar þarf, fyrir ut-
an hunda, sem Tryggvi nú í
seinni tíð notar við refaveiðar,
ekki síður en minkaleit. Oft fyl'gir
þessu vosbúð og harðræði.
Einar, sonur Tryggva, skaut sinn
fyrsta ref, þegar hann var 14 ára.
Síða.n hefur hann fellt marga og
aldrei geigað skot.
Við Tryggvi höfum gleymt okk-
ur við frásagnir hans af ótrúleg-
um ævintýrum á fjöllum íslands
með byssu eða stöng á langri vgiði
mannsæfi.
Hvellt hróp Ei.nars hinum meg
in við ána vekur okkur til veru-
leikans á ný. Við lítum upp. Það
syngur í hjólinu, þegar línan renn
ur út. f vatnsskorpunni glitrar á
ugga, og nú lyftir fiskurinn sér,
silfurgljáandi og stæltur. Það
bregður eitt andartak fyrir stoltu
Miki í auga Try.ggva, þegar hann
sér handtök sonar síns, síðan var-
fæmi hins vana veiðimanns. En
pilturinn veit hvað á að gera.
Stundarkorni síðar dregur hann
að landi níu punda hæng. Fýrsti
lax sumarsins. A.Þ.
Rússar
(Framhald aj 1. síðu).
utanríkisráSherra Sovétríkj-
anna, tilkynnti brezka sendi-
herranum í Moskvu strax í
marzmánuði, að sovézka stjórn
in hefði í hyggju að segja
samningnum upp.
Samninguri'nn, s©m gerður var
1956, tók gildi þann 12. marz 1957.
Fól hann í sér leyfi fyrir brezka
togara til þess að mega stunda
fis'kveiðar allt inn að þriggja
milna landhelgi, en fiskveiðilög-
saga Sovétríkjanna er 12 mílur,
eins- og kumnugt er.
Ákvæði voru í samningnum um
það, að hvort ríki um sig mætti
segja upp samningnum einu ári
áður en gildistími hans væri út-
runninn, en hann var 5 ár. Brezka
stjórnin hefur þegar látið þá ósk
sína í ljós,4 að nýjar samninga-;
viðræður hefjist milli hennar og
Sovétríkjanna, og fullyrt er i Lon
don, að Sovétríkin séu fús til þess
að hefja samningaviðræður, en
engin opinber tilkynning hefur
enn verið gefin út þess efnis í
Moskvu.
Það er mál manna í London,
að þessi uppsögn Sovétríkjanna á
fiskveiðisanmingnum standi í nánu
sambandi við viðurkenningu Breta
á 12 mílnal fiskveiðilögsögu ís-
lendinga, sem kemst í framkvæmd
eftir nokkur ár, eins og sagt er
orðrétt í þessari frétt frá NTB.
Vökunætur
(Framhald aí 16. síðu).
Þorkell virðist enn vera í fullu
fjöri, þótt hann sé orðinn 82 ára,
a.m.k. lét hann ekki sitt eftir
liiggja í smalainennskuinni. Hann
segir að flest sé þetta fé frá Litla-
Botni, en þar voru á 3. hundrað
ær á fóðrum í vetur. Eimnig er
hér allmargt frá Stóra-Botni, enda
eru menn þaðan í smöluninni hér.
Einn maður er hér líka frá Þyrli.
Þar var rúið í gær, og eru nokkr
ar ær þaðan komnar hér í hópinn.
Bændur um þess!ar slóðir hafa
samvinniu um rúninginn, hjálpa
hver öðrum við smölun og rýja
allt fó, sem kemur í þeirra rétt.
Smalafólkið heldur heim ti.l hæj
ar. Það er orðið mál að fá sér
matarbita. Smölunin hófst um há-
degi, og nú er dagur að kvöldi
kominn. Ekki verður byrjað að
rýja fyrr en eftir góða stund.
Lömbin eru öll ómörkuð og verð'a
því að fá tíma til að finna mæður
sínar, svo hægt sé að marka þau
réttu marki.
— Áður fyrr, segir Þorkell, var
alltaf rekið saman og mar'kað, áð-
ur en smalað var til rúnings. Þá
var heldur engin öninur viinna en
við skepnurnar. Nú er ómögulegt
að fá mann til Reins. Þess vegna
eru nú flestir horfnir að því ráði
að hafa girðingu við réttiina, eins
og hér er, geyma féð þar, meðan
lömbin eru að finna mæður sín-
ar, reka að í smáhópum, og marka
síðan um leið og rúi.ð er.
Meðan fólk borðar og drekkur
í bænum, styttir upp að mestu.
Brátt verður tekið til við rúning-
inn. Honum verður ekki lokið fyrr
én einhvern tíma á morgun, þótt
unnið verði í alla nótt. Það eru
nokkur handtök við að rýja 200
ær og marka emn fleiri lömb. Lík
lega verður þetta smáa vinnufólk,
sem hér er, sofnað áður en morgn
ar. En enn er það fuilt eftirvænt
ingar.
Bændurnir reka hóp inn í rétt
ina, draga eina ána inn f krók tiTr'
þess að rýja hana. Einn heldur
í hana, annar er handfljótur að
klippa af henni reyfið. Lambið,
s'em elt hefur móð'ur sína, fylgist
undrandi með þeirri breytingu,
som skyndilega verður á henni.
Hún, sem áður var svo stór og
lagðsíð, er mú allt í einu orðin eit.t
hvað undarleg, mjóslegin og höf.uð
stór. Og ekki tekur betra við,
þegar lambið er gripi.ð og klippt
úr eyra þfcss, svo að blóð remnur
niður kjammana. Það hristir haus
inn og kann ekki almennilega við
þetta. Svo nasar það af þessari
nýju og undarlegu móður. Eitt-
hvað kannast það við lyktina, og
þegar það er komið á spenann og
sýgur volga móðurmjólkina, er
enginn vafi á því lemgur, að allt
er eins og það á að vera.
Ullarreyfinu er fleygt á réttar-
vegginn. Þar hlaðast þau upp, ,
verða siðan sett í poka og send
í kaupstaðinn. Þar verða þau veg-
in og unnin, og þar eiga þau eftir
að breytast í alls konar vefnað.
Það er ekki gott að segja.
En blaðamenn og ljósmyndarar
mega ekki vera að því að rýja fé
í alla nótt, þótt það gæti svo sem
verið nógu gaman. Þess vegna
kveðja þeir fólk og fé og halda
burt frá réttinni.
Jarmur fénaðarins og kli.ðurinn
frá réttinni fylgir þeirn á leið og
ómar í eyrum þeirra, þótt hann
í reynd sé langt að baki. Á ein-
hvern dularfullan hátt flytur
hann blaðamanninum löngu liðinn
rúningsdag, þegar hann var sjálf
ur barn og átti í réttinni heims- ,
i.ns fallegasta lamb.
Það lamb er víst löngu horfið,
og slíkir rúningsdagar koma aldrei
aftur. En í minningunni verða
þeir alltaf til og vitja manns á
einhverjum öðrum rúningsdegi í
einhverri annarri rétt, eða jafn-
vel aðeins við hljóm hinna gömlu
töfraorða: Einu sinni var.....
— Rún.