Tíminn - 12.08.1961, Qupperneq 2

Tíminn - 12.08.1961, Qupperneq 2
2 TÍMINN, laugardaginn 12. ágúst 196: Stökk í fallhlíf út úr geimfarinu NTB—Moskvu, 11. ágúst. Hermann Títoff majór sagði í dag blaðamönnum frá hinni merku geimför sinni á blaða- mannafundi, sem haldinn var í hátíðasal Lomonossoff-há- skólans í Moskvu. Voru þar blaðamenn, ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og sjón- varpsmenn, svo að skipti þús- undum- víðs vegar að. Sjón- varpað var frá fundinum, meira að segja til Bretlands. Títoff sagði, að ekki myndi Thoroddsen vitnar í ritninguna Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, vitnar í biblíuna í grein sinni í Vísi í fyrradag gengisfellingu sinni til stuðn- ings. Gunnar segir: „Þegar vanda ber að höndum í — svo mikinn, að velferð heill- ar þjóðar er í veði — þá verð- ur sá ríkisstjórn, sem heldur um stjórnvölinn, að bera gæfu til að taka ákvörðun — og það strax. Það, sem þú gjörir, það gjörðu fljótt, sagði postulinn Páll“. Svo mörg eru þau orð, en þótt skjótræði sé gott, getur það orðið fljótræði til miska, herra fjármálaráðherra. Það var víst ekki Páll postuli, sem mælti þessi orð, heldur sjálfur Jesús Kristur við Júdas, er hann vissi um, hvað hann hafði í huga. f Jóhannesarguðspjalli 13. kap. 26.—27. versi stendur skrif að: „Þá gvaraði Jesú: Það, sem þú gjörir, það gjör þú skjótt“. En það er alveg rétt hjá Gunnari, að tilvitnunin er í sínu fulla gildi, þótt hún sé rang- feðruð — á jafnvel enn þá bet- ur við. — Og satt er það, að rikisstjómin gerði þetta skjott — eins og Júdas. Flæktist í spil í gærmorgun varð það slys í ^ nýja búnaðarfélagshúsinu, að ung-: ur maður, Tryggvi Eyvindsson, I Eskihlíð 20, flæktist með vinstri | hendi í spili, sem er notað til að | lyfta sementspokum, og meiddist hann verulega. Spilið er rafknúið og stendur á jörð, en sementspokarnir liggja á palli, sem er festur í taugina, sem leikur í spilkoppnum. Verið var að lyfta tveimur pokum af sem- enti upp á áttundu ht'ð, en Tryggvi stóð við spilið og beið þess að pallurinn væri losaður. Maður, sem stóð við hlið hans, vissi ekki fyrr til en Tryggvi var kominn með hendina í spilið, milli koppsins og kaðalsins. Hann var þegar losaður og fluttur á Landakotsspítala, en búizt var við að hann hefði handleggsbrotnað. Eigandi spilsins segist hafa not- að það í 11 ár, án þess að slys kæmi fyrir, og vinnufélagar Tryggva tblja hann mjög gætinn.! líða á löngu áður en menn settu upp geimstöðar og færu frá þeim vítt út um geiminn. Títoff var öruggur í framgöngu og hress í bragði, er hann tók sér sæti frammi fyrir fréttamönnun- um, sem brunnu í skinninu ■ að heyra hann sjáSían segja frá hinni sögulegu og viðburðaríku ferð sinni 17 sinnum umhverfis jörð- ina. Vel fyrir kallaður „Eg var svo vel fyrir kallaður, að ég tók þann kostinn að stökkva út og lenda í fallhlíf, þrátt fyrir að ég hefði getað verið kyrr í geimfarinu og lent því örugglega á jörðu niðri“, sagði Títoff ákaf- ur í skapi, er hann sagði frá. Hann sagðist hafa mátt velja um, hvom háttinn hann hefði á í lending- unni. Um þyngdarleysið sagði hann, að hann hefði ekki orðið var við neina breytingu á líðan sinni vegna þess. „Þegar ég komst fyrst í þyngdarlaust ástand, var bók- staflega eins og ég hefi fæturna uppíloft, en þetta breyttist fljtt. Jafnvel þegar ég kom aftur inn í þyngdarsvið jarðar, varð ég ekki var við neina skyndilega breyt- ingu“. j Talsamband allan tímann Geimfarinn skýrði annars frá; því, að hann hefði allan tímann haft radíósamband við jörðu, jafn vel þegar hann var lengst frá henni, í yfir 250 km, fjarlægð. Kotelnikov prófessor sagði við þetta tækifæri, að menn hefðu nú vissu fyrir því, að geimfarar framtíðarinnar myndu geta haft talsamband við jörðina á ferðum sínum til annarra reikistjarna, auk sjónvarpsins. Svaf yfir sig og fór í leikfimi „Eg gat sjálfur stýrt geimfar- inu, sagði Títoff, og ég fann, að þag lét að stjórn minni. Eg gat alltaf séð til jarðarinnar, og ég átti ekki í neinum örðugleikum með að greina ræktað land frá órækt. Máninn leit út nákvæm- lega eins og séður úr ökutæki á ferg á jörðunni um bjarta nótt. Títoff borðaðj tvisvar á ferð sinni, en sagðist ekki hafa verið svangur vegna þyngdarleysisins. Fyrst í stað átti hann einnig ofur lítið örðugt með svefn, en þegar hann hafði vanizt aðstæðunum, svaf hann vært, „og ég svaf líka yfir mig“, bætti hann við. Á leið inni kringum jörðina gerði hannj nokkrum sinnum leikfimiæfingar, j eins og ákveðið hafði verið fyrir-l fram. Á síðustu ferðinni settil hann bremsumar á og fór ag búa sig undir lendinguna. Þá birti mjög upp kringum geimfarið vegna loftmótstöðunnar, er farið kom inn í gufuhvolfið. Títoff kaus eins og fyrr segir, að nota útbún- aðinn til að skjóta sér út úr geim farinu áður en það lenti, og sveif síðan sjálfur niður í fallhlíf. Hann hefði alveg eins getað lent í geimfarinu sjálfu. Utanríkisráðherrar leggja drög að friðarsamningunum Reynt að hef ta f lóttamannastrauminn NTB—Berlín 11. ágúst. — Seint í haust munu utanríkis- ráðherrar Varsjárbandalags- ríkjanna koma saman til fund ar til nánara undirbúnings friðarsamningum Ráðstjórnar innar við Austur-Þýzkaland. Austur-þýzka þingið sam- þykkti í dag ráðstafanir til þess að hindra hinn gífur- Yfir 100 þús. mál til bræðslu á Yopnafirði Vopnafirði, 10.8. — Búið er að taka á móti yfir 100 þús- und málum síldar til bræðslu hér á Vopnafirði. Söltun fer enn fram, en mest af aðkomufólkinu, sem unnið hef- ur að söltuninni, er nú farið. Salt- að hefur veríð á þremur plönum. Nokkuð af síld hefur farið í fryst- ingu. Um verzlunarmannahelgina var haldin skemmtun hér í kauptún- inu og fór hún vel og friðsamlega fram. Kiljanskvöld var hér á þriðjudaginn og létu menn vel yfir. Þurrkflæsur hafa komið hér undanfama daga og hefur þá bjargast mikið af heyjum, en þau lágu víða undir skemmdum eftir undanfarandi votviðri. Góð huraarvertíð Þorlákshöfn 11. ágúst. — Hum- arvertíðinni er nú að ljúka, og má segja að aflinn í heild hafi verið góður. Þó hefur hann verið heldur lélegur nú undir lokin. Talsvert mikið hefur verið um byggingar hér í sumar. Hefur verið byrjað á 8 íbúðarhúsum, og bygging tveggja í viðbót verður væntanlega hafin innan skamms. j Einnig er áformað að reisa nýja fiskverkunarstöð, og er nýlega byrjað á því verki. Flestir bátar munu fara á drag nót nú að lokinni humarvertíð- inni, en einhverjir verða með fiskitroll. Ef sætmilega veiðist, verður hér næg atvinna við vinnslu aflans. Á.B. lega straum flóttamanna til V-Þýzkalands. Austur-þýzka þingið samþykkti í dag einróma ályktunartillögu, sem gefur stjórn Ulbrichts vald til þess að hefja framkvæmd ályktana þeirra, sem Varsjárbandalagsfund- urinn, er haldinn var nýlega í Moskvu, gerði um Berlínarmálin og Þýzkaland. Aukið eftirlit Þingið lagði einnig blessun sína yfir yfirlýsingu frá Lothar Bolz, utanríkisráðheira, og ráðstafanir þær, sem stjórnin hefur gert til þess að stöðva þá svokölluðu mannaverzlun og höfðaveiðar, sém rekmar eru af Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín. Á þetta við ráð- stafanir til þess að reyna að stöðva-. fólksflóttann. Fyrirskipunum fylgt í yfirlýsingu sinni sagði Lothar Bolz, að fundur meðiimaríkja Var- sjárbandalagsins hefði mælt svo fyrir, að gerðar skyldu allar nauð- synlegar stjórnmálalegar og efna- hagslegar ráðstafanir til undirbún- ings friðarsáttmála við Þýzkaland. Einnig yrði að sjá um, að ákvæð- um friðarsáttmála yrði fylgt, og gilti þetta einnig um ákvarðanir um, að Berlín skuli verða óher- vædd, frjáls borg. Bolz skýrði samtímis frá því, að utanríkisráðherrar Varsjár- bandaiagsins myndu koma sam- an með haustinu til þess að at- huga, hvernig þetta undirbún- ingsstarf hefði gengið. Undirbún ingurinn er þegar hafinn, sagði hann, einkum í efnahagsmálun- um, og hans eru þegar farin að sjást merki út á við. Sovézkir vísindamenn skýrðu frá því á fundinum, að rannsókn arefnið frá ferð þcssari yrði alit birt svo skjótt sem unnið hefði verið úr því, og fengju vísinda menn allra landa aðganig að því. Forseti rússncsku akademiunn- ar kvað erlenda fréttamenn myndu fá að vera viðstadda, er| Sovétríkin sk.ytu á Ioft geim- fari cinhvern tíma áður en langt um liði. i Síldin (Framhald ai 1 siðu.; Þeir bátar, sem fengu síld í nótt, dreifu aflanum á Austfjarða hafnirnar. Til Neskaupstaðar komu þessi skip með síld: Ófeig- ur VE 600 mál, Akurey SF 700, Vrðir SU 1100, Steinunn 850, Sig- urfari AK 500, Einar Þveræing- ur 500, Muninn 550 og Hafaldan NK með 250 tunnur í salt. V.S. Seyðisfirði 11. ágúst. — Mikil síld barst hingað í gærkvöldi, sennilega um 10—12 þúsund mál frá 10—12 bátum. Síldarflutninga skipin Thalis og Aska eru að lesta síld, sem fer til Hjalteyrar en Jolita er á leið til Siglufjarðar meg síld. Veiðihorfur eru góðar, Veður gott, en dálítil þoka sums stað'ar á miðunum. L.H. 5 héraðsmót Framsóknar- manna um þessa helgi V estur-Skaf taf ellssýsla Héraðsmótið verður að Kirkjubæjarklaustri n. k. laugardag og hefst það kl. 9 s.d. Mótið setur Jón Helgason, Seglbúðum. Ræður flytja Ágúst Þorvaldsson, alþm. og Helgi Bergs, verkfr. Árni Jónsson, óperusöngvari, syngur með undirleik Skúlg Halldórssonar, tónskálds. Ómar Ragnarsson fer með gaman- vísur. Þá verður dansað. Norður-Þingeyjarsýsla Mótið verður haldið að Skúlagarði í Kelduhverfi n. k. laugar- dag og hefst kl. 8.30 s. d. Ræður flytja alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Karl Kristjánsson. Fluttir verða söngvar úr óperettum. Söngvarar Björg Bald- vinsdóttir og Jóhann Ögmundsson. Að lokum verður dansað. Skagafjarðarsýsla Héraðsmótið verður að Sauðárkróki n. k. sunnudag og hefst kl. 8 s. d. Ræður flytja alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Skúli Guðmundsson. Hinn vinsæli Smárakvartett frá Akureyri syngur og Ævar R. Kvaran leikari skemmtir. Síðan verður dansað. Eyjafjarðarsýsla Mótið verður að Laugaborg í Eyjafirði n. k. sunnudag og hefst kl. 8.30 s. d. Ræður flytja alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Karl Kristjánsson. Einsöng syngur Erlingur Vigfússon. H.H.-kvintettinn leikur fyrir dansi. r Arnessýsla Framsóknarmenn i Arnessýslu halda hina árlegu héraðshátíð sína að Aratungu. Biskupstungum, sunnudaginn 13. ágúst n.k. og hefst hún kl. 9,30 e. m. Að vanda verður þessi héraðshátíð fjölbreytt. Verða þar fluttar ræður, Árni Jónsson óperusöngvari syngur með undir- leik Skúla Halldórssonar tónskálds. Ómar Ragnarsson fer með sínar vinsælu gamanvisur. Enn fremur .yerður dansað. Nánar ver?ur sagt frá dagskránni í blaðinu eftir helgina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.