Tíminn - 01.09.1961, Qupperneq 2
15 ÁRA STARFSEMI
SAMVINNUTRYGGINGA
Aukin spenna í
alþjóðamálum
Fyrirtækió gefur fimmtíu þúsund krónur til
blmdraheimilis í Reykjavík
Samvinnutryggingar hófu
starfserrvi sína 1. september
1946 og eru því 15 ára í dag.
Samband ísl. samvinnufélaga,
undir forstjórn Vilhjálms Þór,
hafði forgöngu um stofnun
þ’eirra og lagði fram fyrsta
starfsfé.
í samþykktum Samvinnutrygg-
inga segir svo: „Eige-ndur stofnun
arinnar eru þeir, sem á hverjum
tíma tryggja hjá henni.“ Af þessu
grundvallarákvæði leiðir eðlilega
að öll starfsemi miðast við hags-
muni hinna tryggðu. Lýðræðisleg
hlutdeild þeirra er m.a. tryggð'
með 15 manna fulltrúaráði, kosnu
úr ýmsum stéttum og frá öllum
landshlutum. Það kemur saman
a.m.k. einu sinni á ári. Auk þessa
fulltrúaráðs ræður fyrirtækinu 5
manna stjórn, manna úr öllum
stjórnmálaflokkum, og frá árs-
byrjun 1955 sérstök 3ja manna
framkvæmdastjórn. Þá má og
geta þess í beinu áframhaldi varð
andi fhlutunarrétt eigenda, að
sérhverjum tryggingartaka hjá
Samvinnutryggmgum, er heimilt
að leggja tillögur sínar fyrir aðal-
fund.
Fólkið x landinu hefur tekið
starfsemi Samvinnutrygginga og
f jölmörgum nýmælum í sambandi
við hana eindæma vel. Þegar eftir
5 ár voru Samvinnutryggingar
orðnar annað stærsta trygginga-
félag landsmanna, og eftir 10 ára
starfsemi það stærsta og hafa ver
ið það síðan. Síðustu megintölur,
fyrir árið 1960, gefa nokkra hug-
mynd um afgang starfseminnar.
Það' ár námu iðgjaldatekjur,nar
84.8 milljónum kr. Nálega 60
millj. kr. voru greiddar í tjónbæt
ur, um liy2 millj. kr. lagðar í ið-
gjaldasjóði og ca. 7.4 millj. kr.
voru beinlínis endurgreiddar til
tryggingartaka á því eina ári,
auk bónusgreiðslna, og er það
mesta iðgjaldaendurgreiðsla, sem
verið hefur á einu ári, en samtals
nema beinar iðgjaldaendurgreiðsl
ur á liðnum starfstíma um 30
millj kr.
Samvinnutryggingar hafa innleitt
fjölmörg nýmæli í tryggingarstarf
semi landsmanna til hagsbóta hin
um tryggðu ýmist beint eða ó-
beint, enda viðskiptamenn hinna
| tryggingarfélaganna einnig notið
þeirra í ríkum mæli. Samvinnu-
tryggingar uiðu fyrstar til þess
að veita farsælum ökumönnum,
' sem ekki valda tjóni, raunhæfa
viðurkenningu í verki með hag-
1 kvæmari tryggingakjörum. Er
iðgjaldaafsláttur (bónus) til þess-
I aði erlendis og jafnframt taka sí-
j aukinn þátt í endurtryggingum
! fyrir útlend tryggingafélög og
j gera þannig þau viðskipti sem hag-
stæðust íslendingum.
f árslok 1960 námu iðgjalda- og
tjónasjóðir Samvinnutrygginga
109,9 millj. kr. Vegna þessara heil-
brigðu og nauðsynlegu sjóðsmynd-
ana hefir fyrirtækinu m. a. verið
kleift að lána allmikið fjármagn
til einstaklinga og fyrirtækja víðs
vegar á landinu. Námu þau útlán
(Framhald af 1. síðu.)
verið rekinn löðrungur, sem vinna
vilja að tryggingu friðar, og auk-
in alþjóðaspenna sé fyrirsjáanleg.
í blóra við samþykkt S. Þ.
í höfuðstöðvum SÞ hélt Adlei
Stevenson, fulltrúi Bandaríkjanna
fund meg nánustu samstarfsmönn
um sínum, ’og hjá þjóðasamtök-
unum , New York vilja menn ekki
útiloka þann möguleika, að grípi
til einhverra ráðstafana í sam-
bandi við ákvörðun Rússa. Bent
er á, að hún er í blóra við sam-
þykktir SÞ. í desember í fyrra
var samþykkt á allsherjarþinginu
hvatning til kjarnorkuveldanna að
halda áfram stöðvun tilrauna af
eigin hvöt, og greiddu Sovétríkin
atkvæði með þessu. Bandaríkin og
Bretland hafa þegar lagt málið
að á sunnudaginn myndu þeir
gangast fyrir mótmælagöngu að
. sovéska sendiráðinu í London. f
''kvöld ætlaði John Collins, form.
félagsskaparins, að afhenda í
sendiráðinu bréf til Krustjoffs með
beiðni um að taka ákvörðunina
um sprengingar til nýrrar yfir-
vegunar.
Kennedy bíö-
ur um sinn
Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvlnnutrygginga.
Erlendur Einarsson, fyrsti fram
kvæmdastjóri Samvinnutrygginga.
ara ökumanna nú 30% eftir eitt
tjónalaust ár. Bónuskerfi þetta,
sem í fyrstu mætti harðri mót-
spymu, hefur síðan verið viður-
kennt af öllum og önnur trygg-
ingafélög tekið það upp. Auk þess
var bifreiðatryggjendum endur-
greiddur 10% tekjuafgangur vegna
sl. árs. Geta fyrirtækisins í þessu
efni fer að sjálfsögðu eftir tjóna-
bótum frá ári til árs.
Þá hafa Samvinnutryggingar |
unnið að því að losa um gamla
tryggingarfjötra, eins og t. d.
brunatryggingar á fasteignum sem,
áður voru í einkarétti eins félags,
og hafði það í för með sér stór-
fellda lækkun brunatryggingaið-
gjalda á húsum utan Reykjavikur,
en höfuðstaðarbúum var mei-nað
að njóta slíkrar lækkunar eins og
efni gátu staðið til. Samvinnutrygg
ingar hafa einnig beitt sér fyrir
og haft forgöngu um fjölbreytni
og nýmæli á tryggingasviðinu til
samræmis við það, sem bezt gerist
erlendis. Má þar nefna til dæmis
heimilistryggingar. sem eru mjög
n'ðtækar, jafnframt því að vera
ódýrar, enda vinna þær hylli al-
^ennings í æ ríkara mæli.
Öryggismál hafa Samvinnutrygg
ingar létið mjög tii sín taka, t.d.
með útgáfu tímarits og bæklinga,
brunavarnaeftirliti, verðlaunaveit-
ingu fyrir tillögur um meira ör-
yggi í umferð o. s. frv.
Eitt af því, sem Samvinnutrygg-
ingar hafa unnið markvisst að, er
að draga úi^ endurtryggingakostn
á sama tíma 62,4 millj. kr.
Frá upphafi hefur verið lögð
stund á hagkvæmt starfsskipulag,
tækniþróun og hagsýni í rekstri.
Hefur-þessi viðleitni borið sýni-
legan árangur, þegar borið er sam-
an við reksturskostnað hliðstæðra
fyrirtækja — einnig erlendra.
Stjórn Samvinnutrygginga hefur
verið þannig skipuð frá upphafi:
Vilhjálmur Þór, bankastjóri, var
fyrsti stjórnarformaður: frá 1946—
1954. Síðan hefur Erlendur Ein-
arsson, forstjóri, verið formaður
stjórnarinnar. Aðrir stjórnarmenn
hafa verið óslitið frá upphafi:
Jakob Frimannsson, kaupfélags-
stjóri, Akureyri, ísleifur Högna-
son, forstjóri, Reykjavík, Karvel
Ögmundsson, útgerðarmaður, Ytri-
Njarðvík, og Kjartan Ólafsson frá
Hafnarfirði.
Framkvæmdastjórar Samvinnu-
trygginga hafa verið þrír:
Erlendur Einarsson frá 1946 til
ársloka 1954, þá Jón Ólafsson hrl.
til 1. ágúst 1958, en síðan Ásgeir
Magnússon, cand jur. Auk hans
eru í framkvæmdastjórn deildar-
stjórarnir Björn Vilmundarson frá
brunadeild og Jón Rafn Guðmunds
son frá sjódeild. Aðrir deildar-
stjórar eru: Ólafur Kristjánsson
fyrir b'freiðadeild og Valur Arn-
þórsson t'yrir endurtryggingadeild.
í tilefni af 15 ára afmæli Sam-
vinnutrygginga hefur stjórn þeirra
ákveðið xð gefa kr 50.000,00 til
Blindraheimilisins í Reykjavík.
Kennedy Bandaríkjaforseti
sendi í dag út aðra yfirlýsingu
sína á einu dægri vegna ákvörð-
unar Ráðstjórnarinnar. Hann
sagðist þar sannfærður um, að
bandarísk kjamorkuvopn væru
bæði í stærð og styrkleik full-
nægjandi til að tryggja frelsi
Bandaríkjanna og liins frjálsa
heims. í yfirlýsingu þessari var
ákvörðun Rússa túlkuð sem eins'
konar atóm-kúgun, ógnanir í stað
röksemda til þess að hafa sitt
mál fram.
Ilann ráðgaðist í dag við helztu
ráðgjafa sína, þeirra á meðal
Rusk utanríkisráðherra. Ekkert
hefur verið sagt um það af hálfu1
Bandaríkjastjórnar, hvort hún
taki upp tilraunir sínar að nýju,
en umæli Rusks, er hann kom af
fundi með Kennedy, eru túlkuð
á þann veg, að Bandaríkin muni
bíða með slíkt eins lengi og
Kennedy þyki stætt á gagnvart
bandalagsþjóðum sínum, en úr
ýmsum áttum koma fram kröfur
um slíkt. Af áróðursástæð'um þyk
ir Bandaríkjamönnum betra að
láta Rússa eina um andúð friðar-
sinna fyrst um sinn.
Genfarráðstefnan
Framhald af 3. síðu.
: Home utanríkisráðherra", sagði
j hann. Þessi ákvörðun Rússa sagði
| hann að væri tekin á þeirri stundu
\ er vesturveldin legðu sig fram við
nýjar tilraunir til samkomulags
um bann við öllum kjarnorkutil
j raunum. Dean sagði við brottför
: sína, að Bandaríkin legðu enn á
það mikla áherzlu að komast að
samkomulagi og hefðu ekki gefið
upp alla von um, að Genfarviðræð
umar yrðu teknar upp að nýju.
Hann neitaði því, að samningavið-
ræðurnar væru rofnar fyrir fullt
og allt. Fulltrúi sinn, Charles
Stelle yrði um kyrrt í Genf.
Verkfræðingar
(Framhald af 3. síðu)
inga og lyfjafræðinga í launamál-
um, og lyfjafræðingar hafa enn
ekki boðað til vinnustöðvunar.
Að dómi verkfræðingafélagsins
hafa atvinnurekendur ekki enn
gert félaginu raunhæft tilboð
Sáttasemjari hefur deiluna til með
ferðar, en viðræðufundir hafa ver
ið fáir. Ekki hafði verið boðað til
nýs fundar í deilunni í gærkvöldi,
er blaið aflaði sér þessara upplýs-
inga hjá framkvst. Stéttarfélags
verkfræðinga. — Framkvæmda-
stjórinn gat þess, að verkfræð-
ingar hafi gert sér Ijóst, er þeir
hófu verkfallið, að deilan myndi
verða langvinn og erfið.
Sjövik
fram á lista allsherjarþingsins, er
kemur saman 19. sept. Vísinda-
nefnd allsherjarþingsins kom í dag
saman til lokaðs fundar, og var
þvi engin ummæli að hafa úr
þeirri átt. Um umræðuefnið leik
ur varla vafi.
Kínverska fréttastofan sendi í
dag út yfirlýsingu, þar sem lýst
j var fullum stuðningi við ákvörð-
un Ráðstjórngrinnar. Austur- þ.
stjórnin gerði »hið sama Nehru,
forsætisrh. Indlands, sem nú er
í Belgrad, kvað Indverja hins veg
ar fullkomna andstæðinga allra
kjarnorkuvopnatilrauna, hverjir.
sem gerðu þær. og talsmaður ut-
anríkisráðuneytis Indlands í New
Delhi tók í sama streng.
Mótmæli í Lorríon
Forystumenn brezku hreyfing-
arinnar, sem berst f'yrir kjarnorku
afvopnun, skýrðu í dag frá því
(Framhald af 1. síðu.)
nauðsynlegt að halda skipinu vel
stöðugu, og var hásetinn við stýrið
með allan hugann við stýrið og
hafði augu á áttavitanum.
Varð ekki forðað
Miðunin tók um tíu mínútur.
Allt í einu sáu skipverjar norska
skipið örskammt framundan, og
var þá stýrið lagt hart á stjórn-
borð og olíugjöf tekin af vélinni.
En þá var það um seinan, því að
áreksturinn varð í sömu andrá.
Norðmennirnir sáu aftur á móti
til Seleyjarinnar, en héldu, að á-
höfnin ætlaði aðeins að hyggja að
aflanum. Á síðustu stundu settu
svo Norðmennirnir vélina á fulla
ferð áfram, en áreksturinn varð,
þegar hún var í þann veginn að
taka við sér. Höggið mun þó hafa
komið aftar á skipið en ella vegna
þessa.
Báðir aðilar herma, að skipið
hafi verið sokkið að fullu eftir
fimmtán mínútur.
Skyggnið
Um skyggnið ber aðilum ekki
fyllilega saman, og er það rangt,
sem áður hefur verið sagt, að það
hafi verið ágætt eða eins og bezt
var á kosið. Loft var þokufullt.
Báðir aðilar telja, að skyggnið
I hafi ‘verið breytilegt. Seleyjan
sigldi fram hjá þremur bátum
nokkurri stundu áður en árekst-
urinn varð, og telur stýrimaður-
inn, að skyggni hafi þá verið 3—
500 metrar, en vélstjórinn ætlar
það 300—400 metra, litlu áður
en áreksturínn varð.