Tíminn - 01.09.1961, Síða 13
T f MIN N, föstudaginn 1. september 1961.
13
HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS
B
tftir rúmar þrjár vikur veríur dregitS' í fyrsta skipti í happ-
drættinu.
Aðaivinninguriltra þá er 16 daga orlofsfer'S til Kanarieyja og Vest-
ur-Afríku fyrir tvo. VertJmæti 32 þúsund krónur.
Óvitijafnanleg ferí me<S íslenzkum fararstjóra frá Sunnu.
^ Geymið miðana vel, því aís aftur veríur dregitS 3. nóvember um
fer'ðalög. M.a. fertS til Mallorca fyrir tvo ásamt vikudvöl.
n
Geymið miáana enn betur< Á þorláksmessunni, 23. desember,
verftur svo dregtö um íbú'ðina, eina utanlandsfertS og tvær fertSir
innanlands.
® Og þó kostar miðínn aðeins 25 krónur.
AHsherjargo'Öinn
Framhald at 8. síðu
sameiginltíga á haga, og það þarf
örugga vörzlu á öllu stóðinu, svo
að menn verði ekki strandaglópar
á þinginu vegna týndra hesta.
Það þarf eldivið við matseld, er
þingheimur hefur síðan aðgang
að. Þetta er fiamkvæmd, sem verð
ur að ganga á undan hverju þing-
haldi, og á nútímavísu dettur
manni í hug framkvæmdastjóri og
í sambandi við það allsherjargoð-
inn, því að auðvitað er það, að
ekki kemur til mála, að fyrir þessu
standi ekki einhver goðorðsmaður.
En því sagði Ari fróði ekkert frá
allsherjargoðanum í íslendinga-
bók? í Landnámu er hans getið,
og í síðari ritum er á hann minnzt.
Það er þekkt, að helzt segja
menn eki-.i frá því, sem sjálfsagt
er. Daglegt líf þykir ekki frásagn-
arvert, og það er svo sjálfsagt. að
þinghaldið sé undirbúið ár hvert,
að það er ekki frásagnarvert, þntt
til þess sé kjörinn maður, og sá
maður, sem á hægast með að fram
kvæma petta, og því sjálfkjörinn
með nokkrum hætti í starfið. Ari
fróði segir frá Alþingissetningu,
lögunum. sem Úlfljótur færði út
frá Noregi og samdi með ráði
spakra manna, með tilliti til þess
hvað 'nfði íslendingum í þeirra
einstaka landi og þeim einstöku
háttum í þessu landi. og síðan sög-
ura af byí, hvers vegna bingið
'' spt.t á Þingvöllum. Hann minnt
ist aðeins á hin landsháttarlegu
skilyrði til þjnghalds. sem staður
inn bió yfir Fyrst, að landið var
allsherjarfé, sökum þess að eig-
ar.di missti það vegna sektar og
,,Af því er þar almenning að ríða
til Alþingis í skógum“. Og annað,
s.ð á heiðum var hagi til hrossa-
p'*mta. Alþingi þurfti eldivið og
á þessum stað var eldiviðurinn
frjáls til afnota þeim, sem þingið
sóttu, eða þeim, sem þjónuðu
þinginu með matseld o. fl. Þetta
virðist þó hafa verið eitthvað
breytt öndverðlega á 11. öld, er
Þórhallur á Þórhallsstöðum átjti
skóg, en sex goðar annan, svo sem
segir í Öikofraþætti. Þetta gefur
strax vitneskju um það, að fyrir
þinghaldinu þufti að sjá á ytri
hliðina. Legsögumaður og lögrétta
og fjórðungsdómar hefðu orðið
litilfjörleg án þessa ytri búnaðar
Og nú kemur heimild í Ölkofra
þætti um það, að einn maður hit
ar öl á þinginu, en það hefur ef
laust verið ein af hinum ytri
h--•Cfun Alh:-"'s sem trauðla
hefur mátt niður falla, því að
þrátt fyrir kalt land, eru íslend-
ingar jafnan þorstlátir. Ari fróði
segir lika frá Grími geitskör, sem
fór um landið allt til að velja
þingstaðinn og valdi völluna við
Öxará. Það liggur að því, að seinni
mönnum hafi fundizt, að Grímur
hafi ekki þurft að hafa annað
sjónarmið í huga um þingstaðinn
en fegurðina, og dásama smekk
hans í þvi efni og telja, að hann
hafi valið fegursta staðinn í land-
unu fyrir þinghaldið. Trúlegast er,
að Grími hafi þótt hálfljótt á Þing-
völlum, eins og mér, og að feg-
:urðarsjónarmið á þingstaðnum
hafi verið honúm fjarri, og; hann
hafi vitað, að eldiviður og hesta-
beit voru meiri þingstaðarkostir en
fegurð, enda tekur Ari fróði fram
þessa kosti staðarins. En því sagði
Ari fróði ekki frá því, að þarna
er stærsta veiðivatn landsins til
matfanga og silfurtær á rennur um
Þingvellina. Ari fróði segir frá
Alþingissetningu í mjög stuttu
máli, svo að það er ekki furða,
þótt það sé hraflkennt. sem hann
segir í þessu efni og þurfi athug-
unar við. T. d. segir Hænsna-
Þóris saga frá því_, að þingið var
fyrst háð undir Ármannsfelli og
hefur þá sennilega mátt tala um
„völluna ‘ þar, þótt nú verði ekki
komizt svo að orði um þann stað.
Þar hélt Þórður gellir sína löngu
ræðu um nauðsyn þess að skipta
landinu í fjórðunga og hefja fjórð-
ungaþing. sem síðan var upptekið.
Óþarft virðist að rengja þetta.
Ekki getur heldur þess, hver um-
merkja voru þessa almennings,
sem lagður var til Alþingisneyzlu,
að sögn Ara fróða, og má ótrúlegt
þykja, að það hafi verið allt það
land, sem við köllum Þingvalla-
sveit nú á dögum og löngum áður.
, Þórhallsstaðir og eign Þórhalls á
þeim skógi, sem hann notaði við
| ölhituna, gætu bent á það, að það
| hefði verið takmarkað land í Þing-
jvallasveit, sem lagt var til Al-
. þingisneyzlunnar, og Þórhallur
Iþurfi að nota sinn skóg til ölhit-
junar, af því að skógur í almenn-
ingi sé til þurrðar genginn, en um
það leyti, sem saga Þórhalls öl-
kofra gerist, mun þinghald á Þing-
völlum hafa staðið fram undir
100 ár — 90—95 ár. Með tilliti
til alls þessa, vatns, matfanga,
beitar og eldiviðs, velur Grímur
þingstaðinn. og er ljóst. að stað-
urinn var vel valinn og jafnvel,
að enginn staður í iandinu bjó
yfir meiri kostum til þinghaldsins
á ytri hlið en einmitt vellirnir
við Öxará Þar að auki ?r Almanna
gjá, sem heitir sjálfsagt Almenn-
ingsgjá að upphafi, tilvalin hrossa-
rétt, en fyrir slíkum stað þarf ætíð
að sjá, þar sem margir hestar
koma saman og hestamenn stunda
prang m. m. Um leið blasir það
við, að það er mikið mál, þessi
ytri hlið þinghaldsins, og hún
þaif sína stjórn og framkvæmd,
eigi síður en lagahliðin, sem
gleypir allt orðið þing, og engin
furða, þótt sá sé kallaður allsherj-
argoði, sem á þennan hátt stendur
fyrir öllum ytri þörfum manna á
þinginu, ekki ósvipað því sem for-
setar Aiþingis gera nú á dögum
í framkvæmd Alþingis utanhúss.
Allsheijargoðinn þarf að sjá um
ræstingu á þingstaðnum fyrir
hvert þinghald, skipa mönnum
tjaldstæði, þeim, sem ekki hafa
það að hefð, semja við menn um
veiðiskap til matfanga og öflun
annarra matfanga, harðfisks,
smjörs, hapgikjöts, skyrs og mjólk
ur, en af öllu þessu þarf mikið á
fjölmennu þingi. Ekki má gleyma
ölhituninni og ef til vill almenn-
ings eldamennsku, og eldiviðar
þarf að afla í tæka' tíð, svo að
liann sé þurr, þótt skógviður einn
sé. Svo þaif hann að ráða hrossa-
strákana, sem sitja dag og nótt
yfir fríðustu hrossahjörð. sem gef-
ur að líta í landinu, um alla Mos-
fellsheiði og nærbyggjandi haga.
Ef til vill þarf hann að láta rifa
upp firnin öll af mosa á heiðum
uppi og þurrka hann eða afla
hálms, því að ekki liggja höfðingj-
arnir, sumir lúnir og gamlir — á
! beru moldargólfi í búðum sínum
né trébálkum. Má hann sanna það,
! sem Sighvatur sagði, að margs
þarf búið við. Auk þess þarf hann
að sjá um reglur allar og hætti á
þinginu, setja upp vébönd um lög-
réttu og fjórðungsdóma, og hver
1 veit', hvað hann þarf að hafa á
sinni könnu. Tæpast hefur þetta
verið með öllu ólaunað starf, og
þegar kemur fram á 17. öld, er
sett upp konunglegt embætti, sem
í er skipaður „landskrifari” og rit-
ar gjörðabók þingsins. Hann hefur
eflaust átt að sjá um þinghaldið
á ytri hliðina, annars gat þetta
ekki verið embætti. Allsherjargoð-
inn kemur líka ögn við hina innri
hlið þingsins. Hann setur hvert
þing og helgar það. Síðan taka lög-
sögumenn og lögin við og lögþing
ið er hafið Þetta skýrir það enn
betur, hvílíkur allsherjargoði hann
er. En hví segir Ari fróði ekki
neitt frá þeim .mönnum, sem slíkt
hafa á hendi, í íslendingabók?
Hann hefur þó þekkt slíka menn,
því að þeir eru ekki neitt stundar-
fyrirbæii í þjóðlífinu. Fyrir hans
daga er getið um Þormóð, er alls-
herjargoði var, er kristnin kom á
ísland. Þá hefur reynt á allsherjar
goðann, þótt ekki sé frá sagt. Og
eftir hans daga er getið Magnúsar
allsherjargoða Guðmundssonar
gríss á Þingvöllum. Það er undar-
legt, að heimildir skuli þegja svo
til yfir svona starfi og metorðum
í þjóðfélaginu, svona þýðingar-
miklum manni í þjóðlífinu. Og við
hvaða heimildir er þá að styðjast?
Frá því segir í Landnámu, hvem
ig menn helguðu þing — öll þing
— og þessu er skotið inn í bókina,
stuttu eftir að farið er að segja
frá landnámi í Austfirðingafjórð-
ungi. Auðséð er það, að þetta er
tekið úr meira máli, bók, þar sem
sagt hefur verið frá ýmsu í hinum
ytri háttum manna, siðferði, við
að taka land af hafi, draga hring
á hönd sér við þingsetningu, ráð-
stöfun goða o. þ. 1. Það er merki-
legt, að þetta skuli tekið inn í
Landnámu og stingur algerlega í
stúf við efni hennar og sett innan
í sviga, enda kemur það á daginn,
að hinar ýmsu gerðir Landnámu
hafa tekið mismunandi mikið upp
af þessu efni. Eina gerð af Land-
námu, sem svo er kallað, gerði
Þórður prestur Jónsson í Hítardal,
dárnn 1670. Hann var talinn merk-
astur presta í Skálholtsstifti um
sína daga. Þessi bók Þórðar er
kölluð „merk uppskrift" af Land-
námu, af P.E.Ól. Þórðarbók er
fyllri í uppskriftinni af þessum
formála eða bókarkafla en önnur
handrit Landnámu. í Landnámu út
gáfu gaf Einar Arnórsson pr'ófessor
út þennan kafla úr Þórðarbók, aft-
an við hina eiginlegu Landnáma-
bók, ásamt fleiru. í útgáfu dr.
Guðna Jónssonar er þessu sleppt,
sem Þórðarbók hefur í þessu efni
framar en önnur Landnámahand-
rit. Endar útgáfan á Guðnaútgáfu
á orðunum — „þau er undir mig
koma, meðan ég er á þessu þingi“.
Á eftir þessu hefur Þórðarbók —
„sem ég veit sannast og réttast og
helzt að lögum“. Svo sagði vitur
maður, Þormóður, er allsherjar-
goði var á íslandi, að með þessum
orðum og þingmörkum helguðu
langfeðgar hans Alþingi".
Enginn efi er á því, að fyiir
þessu hefur Þórður prestur fulla
heimild, sem meðal annars sést á
því, að þetta er haft eftir manni,
sem hefur þetta eftir Þormóði,
sem allsherjargoði var um ár 1000.
Þessi tilvitnuðu orð, og það er síð-
ar segir, virðast vera fullkomlega
brennimerkt Ara fróða og hefur
verið til rit frá hans hendi um Al-
þingi o. fl. í siðháttum og stjórn-
háttum, sem nú er glatað. Sá, sem
gat sagt Ara fróða eftir Þormóði,
var Hallur fóstri hans í Haukadal,
sem er 6 áia gamall, þegar Þormóð
ur er allsherjargoði á þingi árið
1000. Munu hér hinar traustustu
heimildir fyrir hendi. Þórður prest
ur segir enn fremur í framhaldi af
þessu í bók sinni: „Þorsteinn Ing-
ólfsson lét setja fyrstur manna
þing á Kjalarnesi, áður Alþingi var
sett, við ráð Helga bjólu og Örlygs
á Esjubergi og annarra vitra
manna“ (Ari auðþekktur) og fylg-
ir þar enn sökum þess goðorði Al-
þingishelgun. Þórðarbók segir enn
skemmtilega: „Þormóður var son
Þorkels, er þá var allsherjargoði,
er kristni kom á ísland. Þorgeir
Ljósvetningagoði var þá lögsögu-
maður. (Ari enn) Hér er talað
jafnstætt virðulega um allsherjar-
goðann og lögsögumanninn og var
eðlilegt, að Ari gerði það. Nú ber
þessu saman. Þormóður segir, að
langfeðgar sínir hafi helgað Al-
þingi, en Þormóður var sonur Þor-
kels mána (lögsögumanns í 15 ár,
seinast 984 eða 85), því að áður
höfðu þeir sín 20 árin hvor, Hrafn
Hængsson og Þórarinn Ragabróðir.
Þorkell máni var sonur Þorsteins
Ingólfssonar, sem setti Kjalarnes-
þing, svo að þessir langfeðgar Þor
móðs eru því Þorkell og Þorsteinn,
sem allir helga Alþingi og halda
Kjalarnessgoðorð, en búa í Reykja
vík. Allsherjargoðorðið fylgir
Reykjavíkurgoðorði. ættinni frá
Ingólfi landnámsmanni í Reykja-
vík. Það er eðlilegt. að þessir
menn komi helzt við sögu í fram-
kvæmd Alþingis. Þeir áttu stutt
á Albir.? — kannske allra goða
•'vrt vfirsjónar með staðnum
• Framhald a 12. siðu)
Þórhallur Bjarnarson
Framhald aí 7 siðu
vottaði fyrir heilablæðingu, sem
mörgum hefur riðið að fullu. En
þrátt fyrir þetta reis Þórhallux
úr rekkju og lifði enn mörg ár.
Hann náði á þessu ári áttræðis
aldri, tók þann dag á móti vinum
sínum, með heiða og bjarta svip-
inn sinn, en ekki mun hann hafa
haft teljandi ferlivist eftir að
hann komst á níræðisaldurinn. En
lengi mun bjarti heiði svipurinn,
sem Þórhallur bar á ásjónu sinni
þennan dag, verða minnisstæður
vinum hans er þá sóttu hann
b.eim.
Þórhallur lézt hinn 27. ágúst.
En hann hefi ég vitað einna
vammlausastan allra þeirra
mörgu góðu drengja sém ég hefi
átt að samferðamönnum.
Guðbrandur Magnússon.
Þórhallur lézt að heimili sínu
hinn 27. ágúst 1961, og verður
jarðsunginn í Fossvogskirkjugarði
föstud. 1. okt.
Hann var fæddur í Hléskógum
í Höfðahverfi 21.7. 1881, móðir
hans var Sigurleif Þormóðsdóttir,
en faðir hans Bjöm Einarsson,
og voiu þeir Bjarni og Þórhallur
Bjarnarson biskup systkinasynir,
enda bar Þórhallur reisn þeirrar
ættar til æviloka, og svipaði um
fleira til þeirra frænda.
Eftirlifandi kona Þórhalls heitir
Jónína Guðmundsdóttir og börn
áttu þau fjögur, Sigurleifu, konu
Aðalsteins Sigurðssbnar bókbands-
verkstjóra, Guðmund bókbindara,
kvæntan Björk Guðmundsdóttur,
Guðrúnu kennara og Sveinbjörn
flugvélavirkja, kvæntan Híelenu,
öll búsett í Reykjavík.
Þórhallur var sérstæður maður
fyrir margra hluta sakir og hans
aðall var, hversu óskiptur hann
gekk að hverju verki, er honum
var hjartfólgið. Ef hann tók ást-
fóstri við mál eða menn, vann
hann þessu hvoru tveggja allt og
oft meira af kappi en forsjá og
vildi í bardaga sjást lítt fyrir.
Hann var einn af fyrstu stofn-
endum U.M.F.Í., og er nú einn
af þeim brautryðjendum á lífi. Átti
sá félagsskapur hug hans allan,
allt til æviloka. Lýsir það ef til
vill betur en margt annað, hvaða
mann Þórhallur geymdi, að þegar
ungmennafélagar „stigu á stokk“
og strengdu heit sín 1906, þá var
heitstrenging Þórhalls sú, að hann
vildi vinna allt sem hann mætti,
til þess að íslendingar yrðu þess
umkomnir að geta tekið þátt í
Ólympíuleikjum, landi voru og
keppendum til sóma. Ef til..Mill
hefur enginn, sem á hlýddi. skilið,
hvað Þórhallur Bjarnason sagði,
þó vann hann næstu árin á ýmsan
hátt að þessu hugðarefni sínu,
fyrstur manna á íslandi og bar
það fram til sigurs. Þannig var
það oftar að hann vann í verki
það, sem öðrum nægði í orði.
Þórhallur var skapstór maður,
greindur vel og traustur vinum
sínum og glaður i góðum vinahóp,
en oft átti hann til að sýna þeim
óbilgirni og segja þeim til synd-
anna. Hann kom svo daginn eftir
og spjallaði við þá um daginn og
veginn, og þeir fundu að þeir áttu
betri vin eftir en áður Þórhallur
var mest virtur af þeim. er þekktu
hann bezt.
Nú er Þórhallur allur Við. sem
höfum þekkt hann og notið þeirr-
ar hamingju að deila geði með
honum, þökkum slíkar stundir.
Guð mun blessa minningu slíkra
manna, og færi ég konu hans og
niðjum mina innilegustu hluttekn-
ingu í sorg þeirra iafnframi ósk
um að hið góða fræ er Þörhallur
hefur sáð. beri ríluilegan ávöxt
Ég veit. að margur tekur undir
kveðju mína.
Ég minnist þín sem míns bezta
vinar.
Jón G. Ólafsson