Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 9
T f MIN V, fimmtudaginn 7. september 196i. 9 Slgurleifur mokar I skrímslið. gera. Hér upp frá sögum við þá, slípum þá og göngum alveg frá þeim, og svo er leturgerð á Grett- isgötunni. — Sendið þið legsteina út um allt land? — Já, bæði legsteina og annað. — Hvað er lengi verið að saga einn stein í sundur? — Það er misjafnt, eftir þvi hvað steinninn er stór. Við vorum mánuð með einn um daginn, en hann var líka mjög stór. Maðurinn við sögina er hættur að moka ofan í hana og horfir á okkur rannsakandi augum. Senni- lega er hann löngu orðinn heyrn- arlaus af hávaðanum. Við göngum að honum, ljósmyndarinn öðrum megin og ég hinum megin óg öskr- um af öllum mætti í sitt hvort eyrað: Hann lítur á okkur stein- þegjandi, tekur svo skófluna og byrjar að moka ofan í skrímslið móbrúnni leðju. — Hvaða drulla er þetta? öskra ég öðrum megin við hausinn á hon- um. Hann snýr sér við og réttir mér hitt eyrað. Ég öskra af öllum lífs og sálarkröftum í það líka og horfi vongóður á hann: Hann hall- ÞaS tók Björn hálfa mínútu að saga plötuna sundur. „Ég á eftir að gera legstein yfir þig góði“ Grjót vitS grjót, grjót ofan á grjóti — Full bak- lóí af grjóti. Þetta eru engir smásteinar, stórir hnullungar — risar. Þeir eru har'ðir og láta ekki mola sig. — Þa$ á aí saga þá, nísta þá í sund- ur og gera úr þeim leg- steina. Legsteina og fleira. Við gægjumst inn í verksmiðj- una. Sögin er við dyrnar. Hún er skrímsli, urrar og gargar. Hún er að bíta stóran stein í sundur með tíu tönnum, og það er maður að mata þana. Hann mokar einhverju ofan í hana með skóflu og hún öskrqr, svo að hausinn á manni ætlar að springa. Við læðumst fram hjá herini inn í salinn. Þar hittum við mann. sem heitir Björn Kjartansson. — Eiga allir þessir steinar fyrir utan að verða legsteinar? — Sumir, ekki allir. Við smíðum ýmislegt úr steinum. Þetta er steinsmiðja — Hvað smíðið þið? — Til dæmis sólbekki i glugga- kistur og alls konar plötur innan- húss — Hvað heitir fyrirtækið? — Steiniðjan. Þetta er eina fyr- irtækið af þessu tagi á landinu. — Hvar fáið þið grjótið? Full baklóS af grjóti. — (Ljósm.: TÍMINN — GE) — Úr grjotnámu við Múlakamp. Það er nóg af grjótinu. Við smíð- um mest úr grágrýti. — Smíðiö þið ekkert.úr útlenzk- um steinum? — Jú, svolítið úr sænsku graníti. — Hvað vinna margir hérna? — Við vinnum þrír hénia upp frá núna, og það er alltaf nóg að ab undir flatt og skyndilega rekur hann upp öskur: — Hvað eruð þið að gera hérna? — Hvaða drulla er þetta? öskra ég. — Drulla? Sagðirðu drulla? og það er hótunarhreimur í röddinni, þetta er sko engin drulla. Hvað eruð þið að gera hérna? — Hvað ertu lengi að saga þennan stein, sem er í henni? — Þetta er grunsamleg spurn- ing Þið eruð grunsamlegir náung- ar, öskrar hann. Hvað varðar ykk- ur um það? Hvað er hann að gera með maskínuna þarna? — Þetta er bara ljósmyndari. — Mér lízt ekki á hann. — Hvernig ferðu að því að saga stein með járni? — Sagarblöðin saga ekkert, þau eru slétt. Það er stálsandurinn, sem gerir það. Stálsandurinn? — Já, ég set hann í leðjuna, sem ég moka ofan í hana, svo urga blöðin kornunum ofan í steininn. Það tekur langan tíma að saga einn stein í sundur. Þessi stálkorn eru frá Englandi, — rándýr f jandi. — Hvað ertu búinn að vinna lengi við þetta? •— Tólf ár. — Þú ert orðinn gamalmenni. — Nei, ég byrjaði svo ungur við þetta. Sérðu ekki, hvað ég er ung- legur? — Ég hélt þú værir gamall og værir að smíða þinn eigin legstein. — Ertu vitlaus, maður. Ég ætla mér sko að lifa lengi. — Hvenær byrjaðir þú að saga þennan stein? — Á föstudaginn. Það eru tíu blöð i vélinni, þetta gengur ekkert. Það gengur betur. þegar þau em færri. — Hvað heitirðu? — Nú er farið að sjóða á sög- inni, af því að þið eruð að tefja mig. Hún fer bráðum að gjósa. Ég má ekki vera sð þessu kjaftæði, sögin verður vitlaus. — Hvað heitirðu? — Ég heyri ekkert. það er svo mikill hávaði. — Það er allt í lagi, ég spyr bara hina um það. — Þeir vita ekkert um það, hvað ég heiti. — Ertu búinn að fá heyrnina? — Heldurðu, að þeir viti ekki, hvað maður heitir, sem hefur ver- ið hér í tólf ár? — Þeir vilja ekki láta vita af því, að ég vinn með þeim. — Skammast þeir sín fyrir þig? — Jæja, fjandinn hafi það. Sig- urleifur Guðjónsson. Ég á eftir að gera.Iegstein yfir þig, góði .... Birgír. og litazt um, var setzt að borði þar sem veitt var af rausn og myndar- skap. I Þorsteinn Sigurðsson bauð gesti velkomna að borði og sagði, að ekki væri hægt að bjóða í Torfa- staðakirkju, því að hún væri und ir viðgerð. Lýsti hann ánægju Tungnamanna að taka á móti söng flokk frá Vestmannaeyjum. Sung- in voru sálmavers. Safnaðarfull- trúi Vestmannaeyja. Steingrímur Benediktsson, hafði orð fyrir gest unum. Þakkaði góðar móttökur og óskaði, að Vestmannaeyjar mættu eiga von á söngflokk úr Biskups- tungum áður en langt um liði og var vel tekið undir það. Að loknu borðhaldi var haldið að Skálholti til messu. Ekki er nýja dómkirkjan þar messufær, enn þá, en hlýlega og heillandi heilsuðu hinar hljómfögru klukk- ur hennar þeim, sem að komu. f kjallara embætisbústaðarins í Skálholti, hefur verið gerð all rúmgóð og vistleg kapella, sem notuð er til messugerðar. Nú var hún þéttsetin og messa fór fram að venjulegum hætti Sóknarprest urinn prédikaði og söngkór Vest mannaeyja söng undir stjórn org anleikarans Hauks Þorgilssonar. Áttu menn þarna mjög ánægju- lega stund Eftir messu var kirkjan skoð- uð, sem er í smíðum og nokkuð umhverfi staðarins. Veður var I gott og allir voru ánægðir, þótt lítt sæi til sólar og þoka byrgði fjöll þau er fjarri voru Enn er setzt í bílinn og lagt af stað yfir Brúará, enn þá einu sini Svo yfir Grímsnesið Stanzað við Kerið litla stund Yfir Sogsbrú um Ölfus að Hveragerði. Þar var drukkið kaffi. Einhverjir gengu í blómalund og dvöldu þar um stund. Svo var farið sem leið liggur til höfuðborgarinnar Þar var stanzað við férðaskrifstofuna. Og nú kveðjast ferðafélagarnir, því hér er félagsferðmni lokið og menn fara í ýmsar áttir og heim eftir mislangan tíma. Bifreiðar- stjórinn er kvaddur með einróma þökk fyrir sitt ágséta starf. Eg dvaldi í Reykjavík næsta dag. Heimsótti ættingja og vini, og seint um kvöldið mánudaginn 14. ágúst, bar Glófaxi mig og nokkra aðra félaga til Eyjanna. Gott er að koma heim og eiga svo hugljúfar minningar um ágætt ferðalag. Að síðustu þakka ég kærlega að mér gafst kostur á að fara þessa ferð Eg þakka félögunum skemmtilega samveru og ég þakka góðar móttökur þar sem við kom um Og um fram allt. þökk sé Guði að götur voru greiðar og án slysa og óhappa gekk ferðin öll. Einar Sigurfinnsson. Veturliði sýnir Húsavík, 4. september. | Veturliði Gunnan-sson, listmál- ; ari, hélt málverkasýningu hér á Húsavík s.l. laugardag og sunnu- dag. Sýndi hann þar margar | myndir og seldust 11 þeirra. Sýn- í ingin var mjög vel sótt. Einnig sýndi Veturliði skugga- myndir af ýmsum verkum er- ! lendra og innlendra málara. Kjar í vals og fleiri. Eru sýningar sem þessar góð skemmtun og tilbreyting, auk þess sem þær eru til mikils menningar- anVn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.