Tíminn - 12.10.1961, Side 7

Tíminn - 12.10.1961, Side 7
T f M I N N, fimintudaginn 12. október 1961. 7 í gær var lagt fram á Al* þingi frumvarp um breyting á lögum um síldarútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu markaða o. fl. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Ey- steinn Jónsson og Halldór Ás- grímsson, Frumvarpið er svo- hljóðandi: Á eftir 11. gr. laganna komi ný grein, svohljóðandi: Ákvæði þesara laiga skulu taka til stórsíldar, saltsUdar í tunnur (outsíldar), sykursaltaðrar í tunn ur og kryddsaltaðrar í tunnur. Ráðherra setur með reglugerð eða auglýsmgu nánari ákvæði um, hvað teljast skuli stórsáld samkv. lögum þessum. Verkun og sala allrar annarrar síldar svo og stórsáldar, sem pökk uð er eða verkug á annan hátt en greinir í 1. imálegr., skai vera frjáis. Ákvæði 2. gr. lagarana um heirn ild til þess að leggja á alit að 2% gjald í sérstakan sjóð, sfeulu taka til allrar útfluttrar síldar. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gödi. í greinargerð' með frumvarpinu segir: Fáir munu draga í efa núorðið, að löggjöfin frá 1934 uim ákipu- lag á verkun og sölu saltsíidar hafi komið að stórfeMu gagni. Áður en þau lög komu til, fór venjulega svo, þegar síldveiði varð sæmileg, að allt of mikið var salt að af síld og hver bauð svo verðið niðúr í feapp við annan. Af þessu var geigvænlegt tjóin fyrir ein- staklingana og þjóðarbúið. Sid- veiðin nýttist því alls ekki. Síðan farið var að hafa fasta stjórn á þessutn málum, hefur verið komig í veg fyrir undirboð og þar af leiðandi verðfall og mikl trm verðlmætom verið bjaigað með því móti. Þróunin hefur orðið sú, að einkasala hefur verið upp tekin á allri sfld. Þetta var á sinum tíma gert af ríkri nauðisyn til að ráða bót á því upplausnarástandi, secn ríkti. Eigi að síður virðist flm. þessa frumvarps nú brýna nauð syn bera til að endurskoða þetta skipulag og breyta því nokkuð. Verkun og sala á smærri síld veríi gefin frjáls Það er skoðun flm., að sfldar- einkasala geti náð beztum árangri Dagskrá alþingis DAGSKRÁ sameinaSs Alþingls 1. Kosning í fastanefndir a. fjárveitinganefnd, b. utanríkismálanefnd, c. allsherja'rnefnd. 2. Kosning þingfararkaupsnefndar. DAGSKRÁ efri deildar Kosning í fastanefndir: 1. Fjárhagsnefnd, 2. samgöngumál'anefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmálanefnd, 7. menntamálanefnd, 8 allsherjarnefnd. DAGSKRÁ neðri deildar Kosning í fastanefndir: 1 Fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3 landbúnaðarnefnd, 4 sjávarútvegsnefnd, 5 iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmálanefnd. 7. allsherjarnefnd. Anka þarf frelsi tii að verka og selja síld Frumvarp fjeirra Eysteins Jónssonar og Halldórs Asgrímssonar vig sölu á tiltölulega fáum tegund um sfldar, einkum þegar um er að ræða stóra sölusamninga. Það er því tillaga flm., að áfram skuli gilda ákvæði síldarútvegsnefndar- laganna um hinar helztu teguud- ir síldar, sem framleidd er til sölu í tunnum (þar með talin síldarflök) og yfirleitt er seld í stórsölum. Á hinn bóginn leggja fim. til, að verkun og sala 'á allri smærri síld sé gefin frjáls og sömuleiðis verkun og sala á allri stórsfld, sem verkuð er eða útflutt öðruvísi en söltuð í tunnur. Það þarf ekki lengi að kynnast síldveiðum, síldarverkun, síldar- sölu né sfldaroeyzlu í öðrum lönd um til þess- að sjá, hve geysilega margbrotin verkúnm og sölustarf ið þarf að vera til þess að allir möguleikar nýtist til fulls. Hráefni'ð illa nýtt Þegar þess er sto gætt, að nær ekkert af íslenzkri síld er flutt út í neytendapakkningum, hvað þá frekar unnið, þá sést, hve langt hlýtor ag vera frá því, að allir möguleikar nýtiisL Langmest af sfldinni er selt í tunnum, saltað í ákvæðisvinnu í sfldarhrotunum. í öðrum löndum er sfldin svo tekin úr þessum tonn um, flokkuð nákvæmlega og pökk uð með ýmsu móti og verkuð á margvíslegan hátt. Fullnaðarverkun innan- lands Ef vel væri þyrfti mest áf því, sem nú er unnig við síldina í öðr- um, löndum, að vinnast hér á landi: flokfeun og pöfekun með margvíslegu móti, að ógleymdri niðurlagningu og niðursuðu, sem þó er ekki fjallað um í þessu frv. Á söltonarstöðunum þyrfti fram- vegis að starfa meira að sfldinni en gert hefur verið til þessa, flokka sumt af henni að minnsta kosti í ró og næði utan mesta annatímans og pakka henni með fjölbreyttara móti í neytendaum- búðir, eftir því sem vig á. En til þess að svo megi verða, þurfa þeir, sem verka síld, að fá frjálsari hendur en nú hefur ver ið um sinn að dómi flm. Það sýn- ist eina leiðin til að skapa al- mennan áhuga fyrir þvi að fá meiri fjölbreyttni í framleiðsluna. Menn afla sér tæpast þeirrar þekk ingar, sem þarf, á neyzluvemjum og öllum öðrum atriðum, sem til greina korna, nema þeir hafi frjálsar hendur til að útvega sér nauðsynleg sambönd erlendis. Leysa þarf ný öfl úr læðingi Það er ómögulegt ag ætlast til þess, að örfáir menn á vegum síldarútflutningsnefndar geti kom ið því í verk að hafa hér alla milli göngu, þegar um jafnmikla fjöl- breytni er að ræða og hér þarf að koma til greina. Hér þarf því ag leysa úr læð- ingi ný öfl, en gæta þess jafn- framt, að stofna ekki til þeirra vandræða, sem gerðu síldarútvegn um mest tjón, áður en sfldarút- vegsnefndarlögin voru sett. Þessu marki vflja flm. ná með því að gefa frjálsa verkun og sölu á allri síld annarri en stórsfld í tunnum. Það er skoðun flm., að með því að gera þessa tilraun sé allt að vinna, en engu að tapa. Það er trú okkar og von, að verði þetta gert, muni af því leiða mjög aukna fjölbreytni í síldveiðum og síldarverkun og fjöldi manna muni beina huga sínum að því að verka sfld með nýjum hætti og ag sölu síldar í öðrum löndum. Þessi mynd var tekin í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu seint í gærdag. Hún sýnir þá Halldór E. Sigurösson, Ágúst Þorvaldsson, Eystein Jónsson og Jón Skaftason skoða frumvörp og ræSa saman um þingmál. Forsetar voru kjörnir 1 gær Launakjör kennara með öllu óviðunandi Aldur Jóns Pálmasonar fékkst ekki viÖurkennd- ur fyrr en í neíri deild Er fundur var settur í Sþ. í gær lýsti Gísli Jónsson, er gegndi störf- um aldursforseta, því yfir, að hann áliti rangt að skipta um aldurs- forseta. Hann viki ekki fyrir Jóni Pálmasyni, þótt Jón væri eldri en hann. Skúli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og óskaði eftir því, að farið yrði að réttum lögum og þingsköp- um og elzti þingmaðurinn tæki við störfum aldursforseta og ef Gísli Jónsson viidi ekki víkja úr forseta- stóli — að hann leitaði þá úr- skurðar þingsins um málið. Gísli gerði það ekki og bar Skúli þá fram tillögu um að Jón Pálmason tæki við störfum aldursforseta þar sem hann væri elzti maður þings- ins. Tillaga Skúla var felld með 31 atkv. gegn 18 Jón Pálmason greiddi ekki alkvæði. en Gisli Jónsson sagði nei. Þá fór fram kjör forseta sam- einaðs þings Kjörinn var Friðjón Skarphéðinsson með 32 atkv., Karl Kristjánsson hlaut 16 og Hanmbal Valdemarsson 8. 1. varaforseti var 1 kjörinn Sigurður Ágústsson og 2. varaforseti Birgir Finnsson. Ritar- ar í Sameinuðu þingi voru kjörnir Skúli Guðmundsson og Ólafur Björnsson. f kjörbréfanefnd voru kjörnir Einar Ingimundarson,' Alfreð Gíslason (Keflavík), Eggert G. Þorsteinsson, Ólafur Jóhannesson og Alfreð Gíslason, læknir. Að loknum fundi í Sþ. hófust deildarfundir. Aldursforsetar Karl Kristjánsson í ed og Jón Pálma- son í nd. stýrðu fundum. Forseti nd. var kjörinn Ragnhildur Helga- dóttir, 1. varaforseti Benedikt Gröndal og 2. varaforseti Jónas Rafnar. í efri deild var Sigurður Óli Ólafsson kjörinn forseti, 1. varaforseti Eggert G. Þorsteinsson og 2. varaforseti Kjartan J. Jó- hannsson Skrifarar neðri deildar voru kjörnir þeir Björn Fr. Björns- son og Pétur Sigurðsson og skrif arar í efri deild Karl Kristjánsson og Bjart.mar Guðmundsson. í dag verður kosið í fastanefndir 1 þingsins. Samþykktir kennarafundar úr Norfturlands- kjördæmi vestra. Fimmtudaginn 28. sept. var háldinn í Barnaskóla Siglufjarðar fundur kennara úr Norðurlands- kjördæmi vestra. Fundarstjóii var Hlöðver Sigurðsson skólastjóri. Siglufirði, og fundarritarar Bene- dikt Sigurðsson og Jóhann Þor- valdsson. Fundinn sóttu, auk kenn ara og skólastjóra úr kjördæminu. námsstjórarnir Stefán Jónsson, Arnheiður Jónsdóttir, Páll Aðal- steinsson og Aðalsteinn Eiríksson. Rædd voru skólamál og skólastarf almennt og kjaramál kennarastétt- arinnar. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: „Fundur kennara úr Norður- landskjördspmi vestra, haldinn á Siglufirði fimmtudáginn 28 sept- ember 1961, telur launakjör kenn- ara með öllu óviðunandi og til vansæmdai fyrir þjóðfélagið. Fundurinn telur. að það sé hættulegt fyrir menmngu þjóðar- innar. ef haldið verður óbreyttri stefnu í þessu efni Gæti það ekki leitt til annars en fullkomins vand- ræðaástands í fræðslu- og uppeld- ismálum þjóðarinnar. Telur funduiinn, að kennara- stéttin verði fljótlega að taka á- kvörðun um. hvort hún á að starfa lengur við núverandi skilyrði Fundurinn telur því. að yfir- stjórn menntamálanna beri að taka alvarlega í taumana. áður en íslenzkir skólar komast í algera niðurlægingu." Almennur fundur kennara í Norðurlandskjördæmi vestra bein- ir þeim tilmælum til menntamála- ráðuneytisins. að það hlutist til um. að kennarar sem settir éru eða skipaðir í starf. komist strax á full laun sbr þá réttarbót. sem sóknarprestar hafa nýlega fengið og tíðkazt hefur við ráðningu lög- lærðra fulltrúa við embætti sýslu manna og bæjarfógeta “ Um kvöldið sátu fulltrúar boð hæjarstjórnar Siglufjarðar a? Hót e1 Hvanneyri. Sátu boðið auk þetrra, bæjarstjóri, forseti bæjar stjórnar og skólanefndarmenn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.