Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 1
ÁSfcriftoEsfmi Tfmans er 1-23 23 45- árgangur 1961. Eftir flokksþlngiS í Moskvu bls. 5. Laugardagur 11. nóvember 1961. Sjónvarps- stækkunar leyfi veitt Utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson skýrði frá því á alþingi í gær, að varnarliðinu hefði verið veitt leyfi til að stækka sjón- varpsstöð sína á Keflavíkurflug- velli talsvert, eða upp í 250 wött. Einnig verður leyft að senda í allar áttir, en hingað til hefur út- varpssvið hennar verið takmarkað við vissar áttir. Þar með er staðfesting fengin á frétt, sem birtist í Tímanum fyrir nokkru. Nær til alls Faxaflóasvæðisins Samfara stækkuninni verða tæki sjónvarpsstöðvarinnar endurnýjuð og eru nýju tækin komin til lands- ins. Eftir stækkunina ættu send- ingar sjónvarpsins að ná með góðu móti til Faxaflóasvæðisins, þar á meðal til Akraness, Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar. íslendingar með í ráðum Utanríkisráðherra skýrði jafn- framt frá því, að með stækkuninni mundu íslenzkir aðilar hafa hönd í bagga með sjónvarpsefni. Sjá nánar á 7. síðu. Ágreiningur um landamæri Reykjavíkur Um þessar mundir er verið að ganga frá uppdráttum með greinilegum mörkum Reykja* víkur og bæja þeirra eða hreppsfélaga, sem lönd eiga að Reykjavfk. Á fundi bæjarráðs á dögunum var lagður fram uppdráttur af mörkum Reykjavíkur og Séltjarn- arness, en þau mörk voru fremur skír fyrir, afmörkuð með skurð- um og girðingum. Hið eina, sem ekki mun alveg tvímælalaust í sam bandi við mörk Reykjavikur út á við, er á örfáum stöðum á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Þannig mun t. d. vera óákveðið um mörk á einhverju svæði í hrauninu við Lækjarbotna. Ástæð- an til þess er sú, að markstaðir týnast, eða öllu heldur að þeir deyja, sem þekkja ömefnin, sem miðað er við, þegar markalínan er dregin. Ekki mun þetta þó vera landamæraþræta í þess orðs skiln ingi, heldur einhvers konar ágrein ingur varðandi það, hvernig beri að skilja gamlar útskýringar á markalínunni. Fann hross sín dauð í haganum VitaS er, að byssumenn hafa verið þar á ferli Hríðarmugga Reykvíkingar hafa enn sem komið er ekki haft mikið af snjó að segja á þessum vetri, en Ak- ureyrl er þegar orSinn drifhvít- ur bær. Þessi mynd er tekin um daginn um hádegisbilið niðrl við höfn, Lögregluþjónninn stjórnar umferðinni á Kaupangstorgi og i hríðarmuggunni glittir í skip- in við höfnina. Fólkið, sem er á ferli, brettir upp kragana meðan það skýzt mllll húsa. Ekið á áttræðan mann og tveggja ára dreng Austur í Rangárvallahreppi hafa þau tíðindi gerzt á ein- um bænum, að 5 hross hafa fundizt dauð í haga síðan í fyrravor. Tíminn hafði í gær tal af bóndanum, Ágústi Guð- mundssyni á Stóra-Hofi, og frétti hann eftir þessu. Staðfesti hann það, að hann hefði misst fimm hross úr stóði sínu síðan síðast liðið vor. Fund- uzt hrossin látin í högunum, með nokkru millibili. Of langt um liðið Það er ekki oft farið um hagann, og í hvert skipti, sem dautt hross fannst, var svo langt um liðið frá dauða þess, að ekki var unnt að ákveða nokkuð um dauðaorsök. - Ekki höfðu hrossin farið ofan i, heldur fundust þau öll liggjandi á hliðinni, eins og hross liggja gjarnan, á sléttum blettum um mýrar og grundir. í gærkveldi útskrifuðust 14 nem ar úr Hjúkrunarkvennaskóla fs- lands. Við það tækifæri brá Ijós myndari Tímans, GE, sér í skólann og smellti þessari mynd af brosand: skaranum. Tíðindamaður Tímans bar það einnig undir Ágúst, hvort sannur væri sá orðrómur, að hestarnir hefðu verið skotnir fyrir honum. Kvaðst hann ekki geta sagt neitt um það, en vita til þess, að skytt- ur væru oft á þessum slóðum. Ekki hafa vopnamenn þó sézt, heldur aðeins merki eftir þá. Ekki vissi Ágúst til þess, að fleiri bændur þar í grennd hefðu fundið hross sín dauð í haga. „Öskjuveiki” Ferðalangar, sem hafa verið við Öskju, tala um uppköst og ógleði, sem grípi suma á staðnum, og nefna þeir það Öskjuveiki. Er haft fyrir satt, að talsverð dæmi séu þessarar veiki. Ekki þorum við að fullyrða, hvort hún muni þá stafa af eiturgufum, sem leggi af hraun- inu, eða hvort þetta er aðeins ógleði, sem sumir fá af bilferðum. Klukkan 17.50 í gær var ekið á 83 ára gamlan mann, Jónas Pál Arason, til heimilis að Vatnsstíg 9, þar sem hann var á gangi á Hverfisgötu móts við hús númer 29. Jónas var fluttur á læknavarð- stofuna til íannsóknar, og var þar um kyrrt i gærkvöldi. Hann var mjög þjáður, en meiðslin voru ekki fullkönnuð, þegar blaðið vissi síðast til. Um hádegisbilið í gær varð tveggja ára drengur fyrir bíl á Fálkagötu. Hann hljóp fram fyrir bíl, sem hafði staðnæmzt við gangstéttina og varð fyrir öðrum bíl, sem kom þar fast á eftúr. Drengurinn meiddist á andliti og hnakka, en ekki alvarlega. Miklar umræður á fundicL.Í.Ú. Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna hefur nú staðið yfir I tvo daga. Fundurinn hófst eftir hádegi á fimmtudaginn með ávarpi for- manns sambandsins, Sverris Júlí- nssonar. Síðan var kosin fundar- stjórn og skýrsla sambandsstjórn- ar lesin. Þá var kosið í nefndir og reikningar ragðir fram. Um kvöld- ið voru siðan umræður um skýrslu | stjórnarinnar. í gærmorgun störfuðu nefndir, en eftir hádegi hófst fundurinn með því, að Emil Jónsson sjávar- útvegsmálaráðherra ávarpaði fund- armenn. Eftir ræðu Emils tók dr. Jóhannes Nordal bankastjóri til máls og ræddi hinn nýja lánaflokk Stofnlánadeildar. Síðan héldu áfram umræður um skýrslu félagsstjórnar og voru þær allharðar. Enn fremur hófu nefnd- ir að skila álitum sínum. Nefnda- störf héldu síðan áfram um kvöldið. í morgun áttu að hefjast um- ræður um nefndaálit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.