Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 7
i X M I N N, laugardaginn 11. névembei* 1961. 7 Gengislækkunin í sumar var síður en svo nokkurt vináttubragð við S.I.S. 1. umr, um bráðabirgða- lögin um Seðlabankann var enn fram haldið í gær og er það fimmti dagurinn, sem um- ræðan stenduh. Eysteinn Jónsson benti á, að Bjarni Ben. hefði reynt að rök- styðja setningu bráðabirgðalag- anna uan að fela Seðlabankanum gengisskráningarvaldið með því, að rikisstjórnin hefði aðeins fært val'd, sem hún sjálf hefði og lét því eins og ríkisstjómin hefði ó- skorað löggjafarvaid. Ríkisstjórn- in hefur hins vegar aðeins skil- yrðisbundið vald til ag gefa út bráðabirgðalög. Það vald er heft með ákvæði í stjómarskránni meg því að brýna nauðsyn stouli ætíð bera til útgáfu bráðabirgðalaga. Þag er hins vegar ekki nokkur leið að rökstyðja það, að brýna nauðsyn hafi borið til þess að svipta Alþingi valdi með bráða- birgðaiögum. Ríkisstjórnin gat hins vegar gefið út bráðabirgða- iög um sj'álfa gengislækkunina, án þess að taka þetta vald af Alþingi. að með samningunum hefðu sam- vinnufélögin hjiálpa ríkisstjórn- inni tii að sitja áfram og vinna meira tjón fyrir þjóðina meg sam- dráttarstefnunni. — Eg sagð'i hins vegar við þessa menn, og ráðherr- ann hefur verið að reyna að snúa út úr því, ag samvinnufélögin hlytu að gera kjarasamninga með það fyrir augum, að það sé at- vinnurekstrinum og aimemningi í iandinu fyrir beztu. Því lögðu samvinnufélögin áherzlu á það, ag ná þessu ákvæði inn í samningana um að framfærslukostnaður mætti hækka allt að 5% á einu ári án þess, að samningunum yrði sagt upp, en þetta er mesti dýrtíðar- hemiM, sem nokkru sinni hefur verið settur í launasamninga á fs- landi. Bjarni Ben. sagði, að Jakob Frí- mannsson hefð'i sagt, að kauphækk anir myndu leiða til gengisiæklk unar. Jakob Frímannsson lét þau orð falla um kaupgjaldssamninga almennt áður en til samninganna bom, að miklar kauphækkanir gætu leitt til þess, að gengið yrði fellt, en hvar finnur ráðherrann, að Jakob Frímannsson hafi sagt þetta um þá samninga, sem end- anltega voru gerðir? Þá var þag talinn ósvífinn áróð- ur að benda á, að ekki væri hægt að lifa á 4000 krónum á mánuði, en það eru mánaðarlaun verka- manns fyrir átta stunda vinnu hvern virkan dag. Þetta var talið ósvífið af mér„ því að meðaltekj- ur verkamanna hefðu orðig mikl- um mun hærri en 48 þúsund á ár- inu 1960. Sagðist Eysteinn vilja spyrja ráðherrana, hvort þeir teldu það ósvífni, að krefjast þess, að verkamaður með meðalfjöl- skyldu gæti lifað af launum þeim, sem hann fær fyrir átta stunda vinnu á dag, hvern einasta virkan dag ársins. Bjarni Ben. sagði, að samning- arnir hefðu haft í för með sér yfirvofandi hættu og fjárhags- þröng þjóðarinnar. Munurinn á því sem samig var um og þess, sem ríkisstjórnin vildi fallast á og taldi að gætu orðið raunhæfar kjarabætur, er aðeins 160 krónur á mánuði á hvern verkamann, sem vinnur átta stunda vinnudag hvern virkan dag. Þessar 160 krónur, sem hver verkamaður fengi á mánuði eiga að hafa sett ofckur í yfirvofandi hættu og valdið fjár- hagsþröng landsins, og svo er 13% hækkun á erlendum gjaldeyri rök studd ’meg þessu? Svo er reiknað og reiknað á eina hlið og út er sagt að komi, að gjaldeyriseftir- spurn muni af þessu vaxa um 5— 600 miiljónir og síðan bætt við 300 milljónum vegna þeirra sem bætast við árlega í tölu vinnandi fólks, rétt eins og unga fólkið, sem hefur þátttöku í framleiðsl- unni á ári hverju vinni ekki fyrir neinurn verðmætum, en séu ómag- ar á þjóðinni. Þá rakti Eysteinn tillögur Fram- sóknarmanna í efnahagsmálunum og benti á, að ráðherrarnir hefðu ekki svarað þeim beMínis eða hrakið, heldur talið, að þær myndu aðeins gera illt verra. Eysteinn ræddi síðan nokkuð um SÍS og fullyrðinigar viðskipta- mjálaráðherra í fyrradag um að SÍS hefði ekki getað staðig undir kauphækkuninni og gengislækk- unin hefði m.a. verið til þess að Þá sagði Bjarni Ben., að Fram- sóknarmönnum færist ekki að vera að gagnrýna þessi bráðabirgðalög, 'þeir hefðu sett svo mörg bráða- bingðalög sjálfir. Þannig er mál- flutningurinn og rökstuðningur- inn. Bjarni spurði í ræðu sinni, hvort nokkrum dytti þag í þu>g að samvinnufélögin hafi farið að gera samninga til að gera ríkis- stjórninni auðveldara að sitja við völd. Menn ættu ag taka vel eftir þeim hugsunarhætti, sem kemur þarna fram hjá ráðherranum. Hann kemui’ reyndar ekki á óvart, því þetta minnir á það, sem gerð- ist sumarið 1958. Kaupgjald var þá 15% hærra en í sumar. Þá var nýbúið að I'ögbjóða þá kauphækk- un, sem efnahagskerfig og atvinnu rekendur þo'ldu. Þá fóru Sjálfstæð ismenn á stað með kaupkröfur og ef ekki komu nægilega miklar kau.okröfur fram hjá verkalýðs- félögunum, þá lét Sjálfstæðisflokk urinn þá atvinnurekendur, sem f'ekkurinn réði beinlínis, bjóða fram kauphækkanir. Þá var það þessi hussunarháttur, sem kem- ur fram hjá ráðherranum nú sem réði. Ráðherrann gerir ekki ráð; fvrir að annar hugsunarháttur sé til og stjórnarandstaðan reyni því allt sem hún má — einnig í kjara- j málum ag se"a ríkisstjórninni bölv un. En vill ráðherrann ekki hug- leiða það, að ólíklegt hefði verið i að lögg hefði verið í það margra j sólarhringa vinna af hálfu sam- j vinnufélaganna, að ná því ákvæði j inn í samningana, að kaup skyldi' standa óbreytt í eitt ár, þótt fram , færslukostnaður hækkaði allt að 5% Var þag ti.] að gera ríkis- stjórninni bölvun? Það er reynd- ar rétt, að það voru til menn. sem fundu að þessu ákvæði og töldu. Hetei Ber^s tekur :ÍÖ2 inlsr 319 Oíjgp fÍIi' rt-rö.t? á sjónvarpsrekstri hersins °-t.i $ Aipmgi Helgi Bergs, verkfræðingur, tók í gær sæti á Alþingi. Tekur hann sæti Bjöms Fr. Björnssonar, sýslu manns, sem nú situr þingmanna- f und Atlantshafsbandalagsins í París. I gær kvaddi Þórarinn Þór arinsson sér hljóðs utan dag skrár og beindi fyrirspurn til utanríkisráðherra varðandi sjónvarpsstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Sagði Þór arinn, að komið hefði fram blaðaskrifum að varnarliðið hyggðist reisa nýja sjónvarps- stöð og aflmeiri en þá, sem fyrir er. Stjórnarblöðin hefðu síðan sagt að búið væri að veita þetta leyfi og spurði Þór- arinn ráðherrann, hvort þetta væri rétt og ef svo væri hvaða ástæður lægju til slíkrar leyf-- iseltingar. Guðmundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðheTra, sagði það rétt vera að þetta leyfi hefði verið veitt. Sagði utanríkisráðherrann, að þegar leyfi hefði verið veitt fyrir núverandi sjónvarpsstöð hersi.ns í marz 1955 hefði utanrík- isráðuneytið sett ákveðin skilyrði þar ag lútandi um styrkleika stöðvarinnar og sjónvarpshring- inn. Þannig að ekki væri sjónvarp að í allar áttir — þ. e. ekki til Reykjavikur Herinn teldi nú þessa sjónvarpsstöð úr sér gengna og ekki nógu sterka og hefði farið fram á leyfi til að reisa nýja sjón varpsstöð. sterkari og með óskert um sjónvarpshring. Reynslan hefði sýnt að miklir tæknilegir örðugleikar eru á að takmarka eða sfcerða útvarpshringinn og raunin væri sú, að riú sæist sjón- varpið ekfcert verr í Reykjavík heldur en á Suðurnesjum. Póst- og símamálastjóri hefði haft samráð Herinn hefur fengið leyfi til að reisa nýja og aflmikla sjónvarpsstöð, er mun ná til alls Faxaflóasvæðisins vig Ríkisútvarpið og báðir aðilar mælt með að leyfið yrði veitt. Utanríkisráðuneytið hafði einnig tilkynnt póst- og símamálastjóra, að það hefði ekkert við það að athuga, að leyfið yrði veitt og féll frá fyrri skilyrðum, sem sett hefu verið fyrir sjónvarpsrekstri hersins, enda taldi ráðuneytið þau ástæðulaus. Þórarinn Þórarinssou benti á að þetta leyfi um aukinn styrk- leika sjónvarpsstöðvar hersins hefði aldrei komið fyrir útvarps- ráð, um það vissi hann gerla, þar sem hann sæti í útvarpsráði. Sagð ist Þórarinn vara mjög við því ag þetta leyfi yrði veitt. Eins og kunnugt er, er ekkert áróðurstæki eins öfhngt og sjónvarpið og það væri mjög hættulegt að veita er- lendum aðila einkaaðstöðu til að reka sjónvarp hér á landi, eftir- litslaust með öllu. — Ef ríkis- stjórnin hyggst standa fast við þessa leyfisveitingu, er það lág- markskrafa, að íslenzk stjórnar- völd hafi eftirlit með því sjónvarps efni sem flutt verður. Með hinni nýju sjónvarpsstöð myndi nást til alls Faxaflóasvæðisins og það væri með öllu óverjandi. ag láta erlendan aðila hafa slíka áróðurs- aðstöðu í landinu eftirlitslaust. Guðmundur í. sagði. að fullt samráð hefði verið haft við Vil- hjálm Þ. Gíslason útvarpsstjóra um þetta mál og hann mælt með því að leyfið yrði veitt. Sagði ráð- herrann, að það hefð’i ætíð vexið svo, að íslendingar hafi haft að- stöðu til ag fylgjast með og ráða að miklu leyti sjónvarpssending- unum, en það hefði ekki verið gert. Enn væri í þessum efnum opin leið og taldi ráðherrann sjálf sagt að nýta hana, er stöðin væri styrkt og meiningin væri ei.nmitt, að íslenzkir menn önnuðust rekst ur sjónvarpsstöðvarinnar. Einar Olgeirsson sagði, að það væri kominn tími til þess, að fram kvæmdastjórum vissra ríkisstofn- ana væri gert það ljóst. að þeir gætu ekki farið með þær eins og sína prívateign Taldi Einar mjög vafasamt, ag unnt væri að veita þetta leyfi til sjónvarpsreksturs án lagabreytingar, þar sem kveðið væri á um í lögum, að Ríkisútvarp ið hefði einkarétt á sjónvarps- rekstri. Sagði Einar að banna ætti bæði Keflavíkurútvarpið og sjón- varpið. Xatanga Framhald af 3 síðu nokkrir hermannanna hafi kom- ið flugleiðis til Albertville og lent á flugvelli þar, sem er á valdi S. Þ. Erlendir fréttaritarar í Eliza- bethville teija, að ríkisstjórnin í Katanga hafi nú misst yfirráð sín í Norður-Katanga, en sagt er, að setulið Katangamanna sé nú al- gjörlega einangrað í Balubahéraði hjá Kongóló. bjarga SÍS. Tölur þær sem ráð- herrann tilfærði hafa ekkert gildi. Tekjur og gjöld í svo margbrot'n- um rekstri eru sífelldum breyting- um háð frá ári til árs. Hagnaður- inn 1959 nam 5.8 milljónum og 1960 6 milljónum. Ráðherrainn sagði, að kaupgreiðslur SÍS myndu nema 50 milljónum króna og 15% á það væru 7.5 milljón og því væri fyrirsjáanlegt tap hjá SÍS, er það gerir samningana. Vaxtaút.gjöld SlS 1960 höfðu hækkað frá árinu áður um 8.4 milljónir aðallega vegna vaxta- hækkunarinnar. Vextir voru lækk aðir aftur uim ein>n fimmta í árs- byrjun 1961 og lækkaði það út- gjöld um milijónir á þessu ári. — Gengistap var rúmar 2 milljón- ir, sem kom á reksturinn 1960. ef skemmdarverkið hefði ekki ver ið unnið af rikisstjórninni með gengislækkuninni í sumar hefði ekkert gengistap orðig á þessu ári. Breytingin til hags á þessum tveim ur árum liðnum frá 1960—1961, hefði numið mörgum milljónum, ef gengislækkunin hefði ekki orð- ið í sumar. Iðnaður SÍS þurfti ekkert að hækka sínar vörur vegna kaup- hækkunarinnar frcmur en annar iðnrekstur í landmu eins_ óg stað- fést hefur verið: Hé’fðu vextir ver ið lækkaðir í það, sem þeir voru fyrir viðreisn eins og Framsókn- armenn lögðu til, þá hefði það enn létt samvinnufélögunum eins og öllum öðrum fyrirtækjum í landinu stórkostlega að standa und ir þessari óhjákvæmilegu og nauð synlegu hækkun á kaupinu Á þessu sést hvílík fjarstæðá á- lyktun ráðherrans er út frá rekstr arafkomu SÍS 1959—1960 Þegar moldviðrið hefur blásið frá, kem- ur í ljós enn ein sönnun fyrir því sorglega flani ríkisstjórnarinnar i með einn veigamesta þáttinn í efnahagslífinu — gengisskráning- una. — Fjöldi fyrirtækja þar á meðal SÍS stóðu ekkert betur en áður eftir gengislækkunina og sum án efa verr. Verulegt gengistap varð á vörulánum, sem ríkis- stjórnin hvatti fyrirtæki til að taka og auka Hafi þessi gengis- lækkun í sumar átt að vera sér- stakt vináttubragð við SÍS og til þess að bjarga því til lands — og bæta t.d. þannig fyrir misgerðir og ofsóknir í garð samvinnuhreyf- ingarinnar — þá hefur þag sorg- lega mistekizt — En hvað finnst mönnum um það viðskiptasiðferði ríkis'st.iórnarinnar . að fyrst eru menn hvattir tii að taka erlenfi vi'ðskiptalán og síðan eru þau hækkug um 13%. Næstur tók tii máls Jón Skafta- son. Hann gagnrýndi harðlega setningu bráðabirgðalagann.a og taldi hana ótvírætt stiórnarskrár- brot. Sagði hann rökstuðning Bjarna Ben fur-ðulegan, að telja að ríkisstjórnln hefði meg bráða birgðalögunum aðeins framseli í hendur Seðlabankans valdi sem hún sjálf hefði haft. í fyrsta lagi hefði ríkisst.iórnin ekki óskert lög gjafarvald og í öðru lagi væri kennt í lagadeiid Háskólans. að framsal opinbers valds sé óheini ilt og meg öllu brot á grundvall arreglum laga Ef rökstuðningur forsætisráðherra fengi staðizt gætu t.d hæstaréttardómarar al veg eins falið öðrum það vald sem stjórnarskráin mælir fyrir um að þeir skuli fara með.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.