Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, laugardaginn 11. nóvember 1961. ☆ Það er nú liSinn æðitími síðan ég hef stungið niður penna fyrir Tímann. Ástæðan til þess er sú, að ég hef und- anfarið verið á allmiklum ferðalögum, lengst um þver og endilöng Bandaríki Norð- ur-Ameríku í sérstöku boði þarlendra stjórnarvalda. Bandaríkjastjórn býður árlega álitlegum hópi stjórnmála- manna og menntamanna frá ýmsum löndum að ferðast um landið til kynningar og náms, og hafa margir íslendingar notið þessara boða, þ. á m. nokkrir Akureyringar. Menn- ingarsamskipti af þessu tagi tíðkast nú mjög milli þjóða, og má raunar telja til venju í alþjóðlegum samskiptum, eins og komið er. Þess er skemmst öll ríki Bandaríkjanna á fáum vik- um, og brá ég því á það ráð við undirbúning ferðaáætlunarinnar að koma því svo fyrir, að mér gæfist kostur á að líta alla landshluta miðað við höfuðáttir, og tókst mér þannig að hafa stutta viðdvöl í 8 ríkjum af 50, eða sem svarar tveimur ríkjum í hverjum landshluta að meðaltali. Ég -verð því að viðurkenna, að þrátt fyrir mikið ferðalag á ég margt óséð í þessu víðáttumikla landi, en læt samt huggast við þá hugsun, að dvalarstaðir mínir hafi verið nægi- lega vel valdir til þess að gefa sanna mynd af Bandaríkjunum og því fjölþætta þjóðlifi, sem þar er lifað. t Ég vil taka það fram, að eg reð ferðaáætluninni algerlega sjálfur og skrifstofa sú, sem sá um mót- töku og fyrirgreiðslu fyrir mig gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að auðvelda mér ferðalagið og greiða fyrir því, að ég næði þeim samböndum, sem ég helzt óskaði. í sjálfu sér var það ekki svo ýkjamargbrotið, því að ég hafði lagt áherzlu á að mega kynn- ast hinum almennu þjóðfélagshátt- um, atvinnuvegum og lífskjörum styrkur þeirra fólginn, og án þess væru Norður-Ameríkumenn varla aðrir eins valdamenn í veröldinni og þeir nú eru. Bandarískir stjórn- málamenn leggja ekki alltaf megin áherzlu á þetta atriði, þegar þeir tala til fólksins um mátt sinn og dýrð, heldur er þeim eins gjarnt að þakka hagkerfi sínu og vel- gengni. Og þó varð ég þess áþreif- anlega var í viðtölum mínum við fjölmarga Bandaríkjamenn, að þeim var ljós sú staðreynd, að stórveldisaðstöðu sína eiga þeir fyrst og fremst að þakka stjórnar- fyrirkomulagi sínu (ríkisheild- inni), landstærð og mannfjölda. Þess vegna slógu þeir oft fram nauðsyninni á því, að Evrópa sameinaðist í eitt bandaríki og bentu á sjálfa sig sem fyrirmynd, hve vel heppnaðist, ef heilli heimsálfu væri stjórnað með sam- eiginlegri stjórn. Þó að ég viður- kenndi, að Bandaríkjamenn væru gæfumenn að hafa ekki um langt skeið átt í landamæraþrætum og tollastyrjöldum á meginlandi sínu fyrir þá sök, að þeir hlíta alls- herjarstjórn, sem leysti af sjálfu sér slík vandamál, þá leizt mér illa á þá kenningu, að sameina ríki Evrópu að bandarískri fyrir- mynd, enda væri þar engu saman að jafna, saga Evrópu og ríkja- myndun hefði lotið allt öðrum lög- málum en í Ameríku, og því yrði ekki breytt. Að athuguðu máli viðurkenndu þeir þetta sjónarmið og gerðu sér grein fyrir, hve bandaríki Evrópu hljóta að vera fjarlæg staðreynd og a. m. k. alger lega ósamrýmanleg núverandi full- veldi smáríkja og varðveizlu þjóð- legra verðmæta. Hvað vita menn um ísland? Eftir að ég kom heim frá Banda ríkjunum, hafa margir spurt mig þeirrar spurningar, hvort Banda- ríkjamenn viti mikið um ísland. Reynsla mín er sú, að almenning- ur í Bandaríkjunum viti harla lítil deili á landi okkar, og þó höfðu flestir heyrt nafns þess getið, og einstöku mann rámaði í að hafa heyrt það nefnt í sambandi við herstöðvamál og deilur við Breta um fiskveiði. Að öðru leyti^ voru hugmyndir manna um fsland næsta óljósar, en eftir nafninu að dæma þótti þeim líklegt, að landið væri bæði mjög norðarlega á hnettinum og afar kalt. Er það út af fyrir sig ekki ógáfuleg álykt- un. Hins vegar var mjög auðvelt að vekja áhuga manna á landinu og því fólki, sem það byggir, og þurfti þá margs að spyrja. Eins og allir vita eru Bandaríkjamenn afar viðkvæmir fyrir þjóðerni og litarhætti og þar næst fyrir efna- legri afkomu og neyzlustigi. Fyrsta spurningin var því jafnan um það, af hvaða kynstofni fs- lendingar væru, svona upp og of- an. Til þess að gera málið sem einfaldast sagði ég, að við værum aðallega af norskum uppruna, og þó blandaðir írum, og það líkaði viðmælendum minum vel, því að bæði Norðmenn og írar eru í há- vegum hafðir í Ameríku. Síðan kom útskýring á hnattstöðunni og vegalengdum milli landa, og eftir að ég hafði einu sinni slysazt á að segja þeim^að það væri tveggja tíma flug frá íslandi til Bretlands, og fann hvílíka hrifningu það vakti, — og skiLning — þá notaði ég Bretland alltaf við viðmiðunar, og ég er sannfærður um, að ég hafði með því þokað landinu nokkrum breiddargráðum sunnar í hugum spyrjenda. Eftir það var ísland innan endimarka hins Ingvar Gíslason skrifar Akureyrarforéf um Ameríkuferð að minnast, að fyrir fáum ár- um buðu Rússar heilli sendi- nefnd íslenzkra þingmanna að heimsækja Sovétríkin, og sjálfir höfum við íslendingar reynt að tolla í þessari sömu tízku og boðið hingað til lands bæði stjórnmálamönnum og menntamönnum erlendum til kynningar- eða námsdvalar. Mun almennt litið svo á, að kynnisferðir af þessu tagi séu til þess fallnar að eyða tortryggni, sem meira en nóg er af, og greiða götu vinsamlegrar sambúðar og samskipta milli þjóða. Þetta er sú fróma ósk, sem liggur að baki þeim mikla kostnaði og tíma- eyðslu, sem fylgir ferðum sem þessum, og hafi gestir og gest- gjafar erindi sem erfiði þá er vel, en því miður er ekki upp fund- inn neinn öruggur mælir, sem seg- ir fyrir um almennt og víðtækt gildi slíkra menningarsamskipta. Þó ætti það ekki að vera til of mikils mælzt, að gestir sjálfir hafi öðlazt nokkra persónulega reynslu, aukið þekkingu sína á því landi, sem heimsótt var og kynnzt nánar en áður þeirri þjóð, sem fyrir boð- inu stóð. Og ég verð líka að álíta, að varla geti hjá því farið, að ferðir þessar séu fræðandi fyrir ferðalanginn persónulega, en hitt óttast ég, að sé alveg undir hælinn lagt, hvort hann sé fær um að veita svo mörgum öðrum hlut- deild í þekkingu sinni og reynslu, að það muni um framlag hans til þess að auka gagnkvæm kynni milli þjóða. Til þess þyrfti ferða- langur helzt að vera áhrifamaður og eiga þess kost að ná til fleiri en nánustu vina og samverka- manna meðal samlanda sinna, að ferð lokinni og hitta fleiri að máli en tilkvadda leiðsögumenn, á með- an á ferð stendur. Heimsókn í alla landshluta Það má nokkuð marka stærð Bandaríkjanna af því, að fjar- lægðin milli New York og San Fransisco er litlu minni en milli Reykjavíkur og New York. Og ekki mun fjarlægðin skemmri frá norðurlandamærum ríkjanna (svo að ekki sé miðað við Alaska) suð- ur á Flórida. Það er því ekki á nokkurs manns færi að heimsækja Bandaríkjamanna, auk þess sem ég óskaði sérstaklega að geta náð fundi íslendinga, sem búsettir eru í Bandaríkjunum, bæði þeirra, sem flutzt hafa að heiman og hinna, sem fæddir eru og uppaldir í landinu. Að sjálfsögðu leitaðist ég einnig við að koma á þá sögu- staði, sem á vegi mínum urðu og gildi hafa og Bandaríkjamenn eru hreyknir af að geta sýnt ferða- manni. Ég gat ekki betur fundið en að Bandaríkjamenn leggi mikla rækt við sögulega erfð sína, og öll þau þjóðminjasöfn, sem ég sótti, voru full af áhugasömu fólki á ýmsum aldri, og var áberandi, hve margir foreldrar sóttu þangað með börn sín, sem ljómuðu af ein- lægum á'huga á öllu því, sem fyrir augun bar. Þótt saga Bandaríkj- anna sé stutt, ef miðað er við tímalengd Evrópusögunnar, þá er hún þó svo viðburðarík, að hún hlýtur ávallt að verða skemmtilegt námsefni, og hefur það til síns ágætis að vera heilleg og órofin, og fyrir það miklu aðgengilegri til rannsókna en ella. Þá verður því varla móti mælt, að saga Banda- ríkjanna er einn merkilegasti kafli í sögu mannkynsins hinar síðari aldir, af þeirri ástæðu, að Banda- rrkin hafa smám saman þokazt í þá átt að verða eitt hið mesta stór- veldi, sem sögur greina frá, og eins af hinu, að hér er um að ræða lýðræðislegt sambandsríki, sem nær yfir meira en helming heillar heimsálfu. Skýringin á veldi Bandaríkj amanna liggur auð vitað helzt í því, hvernig ríkja- sambandinu er háttað. í því er Greinarhöfundur, Ingvar Gísla- son, alþm. frá Akureyrl, helm sóffi I Bandaríkjaför sinni ný- lenduhöfuSborgina Williamsburg í Virginiu, sem er einn frægasti sögustaður Bandaríkjanna. Borg- in hefur að verulegu leytl verið endurreist í upphaflegrl mynd og gefur góða hugmynd um bygg- ingarstfl, húsakost og llfnaðar hætti fólks í brezku nýlendunum í Ameríku á fyrri hluta 18. aldar Verðir og leiðsögumenn eru klæddir 18. aldar búningum, og hér sést greinarhöfundur á gangi fyrir framan vlndmyllu borgar Innar í fylgd með „malaranum" Mr. Maxton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.