Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 5
s TÍMINN, Iaugar-’'T>nn 11 'nj-e-v.bor 1961. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURlNN Framkvæmdastj6ri: Tómas Arnason Rit stjórar- Þórarinn Þórarinsson iáb 1 Andrés Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri: Egill Bjarnason - Skrifstofur t Edduhúsinu — Símar 1830(1—18305 Aug Ivsingasimi: 19523 Afgreiðslusímt 12323 - Prentsmiðian Edda h.i — Askriftargjald ki 55 00 á mán innanlands í lausasölu kr 3 00 eintakið Bjarni gegn Bjarna Eins og menn muna, rökstuddi Ólafur Jóhannesson það mjög glögglega í vantraustsumræðunum, að ríkis- stjórnin hefði brotið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. er hún gaf út bráðabirgðalögin um að svipta Alþingi gengisskráningarvaldinu og leggja það í hendur Seðla- bankans. Samkvæmt stjórnarskránni mætti ekki gefa út bráðabirgðalög, nema brýna nauðsyn bæri til. Engin slík nauðsyn hefði réttlætt þessa tilfærslu á gengisskrán- ingarvaldinu. í vantraustsumræðunum véku stjórnarsinnar sér alveg undan því að svara þessari gagnrýni Ólafs. Þó töl- uðu ekki færri en fjórir ráðherrar eftir að Ólafur hafði flutt ræðu sína. í stjórnarblöðunum var einnig reynt að þegja við þessari gagnrýni. Við nánari athugun komst stjórnin þó að raun um, að hún myndi ekki geta þagað alveg við þessari gagnrýni. Ákveðið var því að láta Bjarna Bene- diktsson svara þessari gagnrýni við umræðurnar um bráðabirgðalögin á Alþingi. Bjarni dró þó að gera það þangað til daginn áður en hann fór til útlanda. Hann vildi ekki þurfa að mæta þeim avörum, sem hann átti von á. Og nu ér komið í ljós, hvers vegna Bjarni vildi ekki bíða eftir svörunum. Því að sá, sem svaraði gleggst og afdráttarlausast Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra var Bjarni Benediktsson, fyrrv. prófessor í stjórnlaga- fræði við Háskóla íslands. Frá hendi Bjarna Benediktssonar prófessors liggur fyrir kennslubók, sem heitir „Ágrip af íslenzkri stiórn lagafræði“. Þessi bók, sem er notuð við kennslu i bá- skólanum, var síðast gefin út í handriti 1948. Þar segir svo á bls. 58: „í 28. grein stjórnarskrárinnar er það annaS höfuð- skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga, að brýn nauð- syn beri til hennar. Það er því ekki nóg, bótt löggjöf kynni að vera æskileg eða skynsamleg eða bótt nauð- syn sé til löggjafar, ef hún er ekki brýnni en svo, að vel má bíða reglulegs Alþingis." í þessu sama riti segir ennfremur: „Sýnu varhugaverðara er þó að gefa út bráða- birgðalög um efni, sem Albingi hefur nýlega tekið afstöðu til, einkum ef Ijóst er, að Albinai hefur eigi viljað fallast á þá lausn, sem bráðabiraðalögin velja." Greinilegar getur Biarni Benediktsson lagaprófessor ekki áréttað það, að útgáfa bráðabirgðalaganna um gengisskráningarvaldið var hreint stiórnarskrárbrot. í fyrsta lagi var þessi breyting ekki svo aðkallandi. að hún gæti ekki beðið næsta þings. því að stiórnin gat vel fellt gengið. án þess að grípa til hennar I öðru laei hefur bað hvað eftir annað legið fyrir, að Alþingi hefur ekki viljað fallast á þessa lausn. Öllu verri húðstrýkingu er því ekki hæfft að hugsa sér en þá, sem Bjarni forsætisráðherra fær hér hjá laga- prófessornum Bjarna Benediktssyni. Eins og í leppríki Það hefur lengj verið vilji ameríska varnarliðsins á KefI avíkurflugvelli að fá að reisa hér stóra sjónvarps- stöð og nota hana til að koma hér amerískum sjónar- miðum og áróðri á framfæri. Gegn þessu hefur verið staðið af íslenzkum stjórnar- ERLENT YFIRLIT ftir flokksþingiö í Moskvu Var ádeílan gegn Stalin raunverulega ativörun til Krustjoffs ? ENN er mikið rætt í erlend- um blöðum um flokksþing rússneskra kommúnista og þær ályktanir, sem megi draga aí því, sem gerðist þar. Enn fer fjarri því, að menn séu á sama máíi, en eftir því, sem frá líð ur, virðast þó flestir þeirra, sem kunnugastir eru taldir, komast að einni niðurstöðu. Hún er sú, að Krustjoff sé hvergi nærri eins öruggur í sessi og Stalin var, og hann verði að taka miklu meira tillit til samstarfsmanna sinna. Sum- ir þessara manna hallast að þvi, að það hafi alls ekki verið Krustjoff, sem átti frum- kvæðið að því, að ráðizt var jafn harkalega gegn Stalinism- anum og raun varð á, heldur hafi hanr, taíið hyggilegast að fylgjast með straumnum. Sjálf- ur muni Xrustjoff ekki telja hyggilegt. að farið verði að rifja upp „hreinsanir“ Stalins mjög ýtarlega, því áð böndin geti þá borizt að honum sjálf um, sem einum nánasta sam verkamanni Stalins. Af hálfu margra þeirra, sem ákveðnast beittu sér gegn Stalin og for- ingjadýrkuninni, hafi þessum ádeilum raunveruleea ekki ver- ið fyrst og fremst beint gegn beim. 'em dauður var. heldur ( hinum, sem nú er næstur því, ( að skipa sess Stalins, þ.e. gegn / Krustjoff^ sjálíum. Mejðal for- / ustumanna kommúnista sé mik- '/ iil uggur við það, ef nýr Stalin ) kæmi aftur til valda, er byrji á / hreinsunum“ í anda hans, þvi ) að enginn þeirra.gæti verið ör ) uggur eftir það. Þetta hafi ) Krustjoff líka skilið, því að ) rétt fyrir þinglokin sté hann ) óvænt í ræðustólinn og bann- aði mönnum að dýrka sig per sónulega og þakka sér einum bað. sem hefði áunnizt Þetta hafi Krustjoff gert eftir að hafa fundið á sér, hvað raun- verulega vakti fyrir mönnum. ISAAC DEUTSCHER, sem talinn er fylgjast manna bezt með innri málefnum Sovétríkj- anna, segir að þriggja megin- strauma hafi raunverulega gætt á flokksþinginu, og hafi ( þeir komið meira og minna ( fram á hinum lokuðu fundum. ( í einum flokknum hafi verið ( hinir gömlu Stalinistar, er ( vildu fylgja fram hinni hörðu ( og sveigjulausa stefnu Stalins. í ( öðru lagi hafi verið svo ifinir / eindregnu and-Stalinistar, er / vildu segja sem mest skilið við ) fortíð þá, sem kennd er við ) Stalin. í þriðja lagi hafi svo ) verið þeir, sem vilja fara bil / beggja, og þeim hópnum hafi ) Krustjoff og nánustu fylgis- KRUSTJOFF — var ádeilunum gegn Stalín og forlngjadýrkuninni raun verulega beint gegn hon- um persónulega, þvi að * flokksbræður hans vilji kom í veg fyrlr, að hann verði nýr Stalín? menn hans fylgt. Krustjoff bvggi völd sín á því, að hann reyni að synda hér á milli. Það kemur hins vegar fram i skrifum Deutschers og ýmissa annarra. sem um þessi mál rita, að and-Staliuistar hafi reynzt miklu sterkari en búizt hafði verið við. Einkum vöru það yngri mennirnir. sem létu þar taka til sín. Fyrir áhrif þeirra var það and-Stalinism- inn, sem setti meginsvip sinn á flokksþingið og varð þess vald- andi, að hin nýja stefnuskrá sem átti að marka upphaf Krustjoffismans, hvarf í skugg- ann. Krustjoff fann af brjóst- viti sínu, að hyggilegt væri að taka hér frumkvæðið. en jafn- framt mun hann vera nógu kænn til þess að gæta þess. að ekki verði farið að róta um of upp í réttarfarsmálum Stalins. Til þess hefur hann komið of mikið við sögu. Til þess að fullnægja and-Stalinistum var reynt að láta nægja brottflutn- inginn á líki Stalins úr graf- hýsi Stalins til óæðri staðar. völdum og leyfi varnarliðsins bundið við það, að stöðin næði sem allra skemmst út fyrir siálfan völlinn. Að undanförnu hefur varnarliðið sótt fastara á um þetta en áður og niðurstaðan að siálfsögðu orðið sú. að ríkisstiórnin hefur látið undan og leyft fimmfalda stækk- un sjónvarpsstöðvarinnar. Mun hún eftir það ná vel tii alls Faxaflóasvæðisins. Slík stækkun miðast að siálfsögðu ekki neitt við þörf siálfs varnarliðsins. heldur fyrst og fremst við áróður, sem á að reka á þennan hátt. Það þarf ekki að taka fram, að hvergi nema í lepp- ríkjum fá erlend ríki þannig ótakmarkaða aðstöðu til sjón- varpsreksturs. ÞAÐ virðist þannig vera álit margra þeirra, sem bezt fylgj- ast með, að flokksþingi.ð hafi borið merki þess, að hin yngri kynslóð, sem smám saman er að taka völdin í Sovétríkjun- um, sé andstæðari einræðis- hyggju og foringjadýrkun en gamla kynslóðin var og er. Hitt er hins vegar eftir að sjá, hvort sjónarsvið hinna ungu kemur til með að njóta sín. Uppbygg- mg komrrsúnistisks ríkis er þannig, að sterkir og ráðríkir menn geta auðveldlega hrifsað völdin líkt og Stalin gerði. Þetta fer að sjálfsögðu mikið eftir því lundarfari, sem sá maður hefur. er mestu ræður hverju sinni. Lenin var maður, sem vildi ræða málin og ráðg- ast við samstarfsmenn sína og Krustjoff er að þessu leyti likari honum en Stalin. En nýr- Stalin getur alltaf komið til sögu meðan kerfið er eins og það enn er. Meðal þeirra, sem telja flokksþingið heldur góðs vita en hið gagnstæða, er ung- verski rithöfundurinn Tibór Meray, sem nýlega hélt fyrir- lestur hér í Reykajvík á veg- um Frjálsrar menningar. Hann hefur látið í Ijós þá skoðun í viðtölum við erlend blöð, að flokksþingið hafi borið þess merki að meira hafi borið á frjálsum og sjálfstæðum skoð- unum en áður oa sama sé nú einnig uppi á teningnum í ýms um kommúnistaflokkum lepp- ríkjanna. Menn megi að vísu ekki búast við of miklu af þessu, en eigi að síður vísi þetta i rétta átt. Athyglisverð- ast sé bó bað, að ágreiningur- inn milli Kína og Sovétríki- anna hafi í fyrsta sinn komið opinberlegá í ljós á flnkksþing- inu og það geti átt eftir að hafa hin örlagarikustu áhrif Tibor Merav telur, að það geti vel orðið til þess, að Sovét- ríkin eigi eftir að nálgast vest- urveldin meira Þá segir Mer- ay. að hann trúi því ekki. að Krustioff óski stvrialdar. en vegna samkeppninnar við Kína telii b-nn tn'ns ve.va-- nnnðsvn- legt að bera sig vígalega og hrópa hátt. ÞÓTT margir þeirra, sem kunnugir eru. telji þannig, að vmislegt hafi gerzt á flokks- þinginu. sem bendi til aukins friálslvndis og skoðanamunar hjá kommúnistum i Sovértíkj- umim. er ekki rétt að bvsgia á því vonir um s'kyndilegan bata í sambúð austurs og vesturs Ef innri átök auka=t af þessum ástæðum í Sovétríkjunum. get- ur það alveg eins haft óheppi- lee áhrif ag hepnileg á sam- búðina við önnur ríki Valdhaf- arnir kunna bá að revna að bæta hlut sinn inn á við, með sckn og ósáttfvsi út á við. Hið gagnstæða getur líka gerzt. Þess vegna er rétt að menn reyni að fylejast með þróun- inni í Sovétríkjunum bæði með skilningi og aðgætni. Og von manna verður að vera sú, að hin nvja kvnslóð. sem er að taka við völdum í Sovétríkjun- um ifti á vmsan hátt öðru vísi og öfgalansara á málin en gömlu byltingarforingjaniir. Þ.Þ. / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / 't '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ i '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.