Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 9
T.i MIN N, laugardaginn 11. névember 1961. 1 byggilega heims og leikur einn að fá hvaða efasemdarmann, sem var, til þess að trúa því, að á íslandi væir bæði stundaður blómlegur landbúnaður og fjölbreyttur iðn- aður og að við byggjum við raf- imagn, síma og útvarp. Úr því fór varla að taka því að nefna smá- muni eins og það, að íslendingar ækju í bifreiðum um landið þvert og endilangt og geystust á eigin flugvélum heimsálfanna á milli, að ekki sé minnzt á svo sjálfsagð- an hlut sem þann, að þessi merki- legi norsk-írski þjóðblendingur hefði yfir að ráða álitlegum kaup- skipaflota. Síðan var hægt að færa sig upp á skaftið og geta þess, að íslendingar hefðu stofnað lýðveldi og komið sér upp löggjafarþingi fyrir meira en þúsund árum, skrif- að skáldsögur og sagnfræðirit, sem væru aðalheimildin um menn- ingu og aldarfar hins norðlæga heims um margar aldir, sem ella væru myrkri huldar að mestu, og síðast, en ekki sízt, að koma því að, að íslendingar hefðu sannan- lega siglt til Ameríku 500 árum á undan Kólumbusi. Menn skyldu ætla, að Bandaríkjamenn könnuð- ust almennt við söguna af Leifi Eirfkssyni, og ég held ég megi fullyrða, að flestir þekki nafn hins fræga sæfara. Hins vegar eru það ekki nema Vestur-íslendingar einir, sem hirða um að halda því á loft, að hann var fæddur íslend- ingur. Norðmenn ganga ötullega fram í því að setja norskan stimpil á Leif, en venjulegur Ameríkani igerir sér enga rellu út af ná- kvæmu þjóðerni mannsins, því að í hans augum er hann tæplega annað en þjóðsagnapersóna af víkingakyni. Já, Bandaríkjamenn eru að sjálfsögðu heldur fáfróðir um ís- land. En þeir eru ekki einir um það. Ég hef dálitla reynslu af því, hvaða hugmyndir Englendingar gera sér um landið, og ekki vita þeir meira en frændur þeirra í Ameríku. Og sjálfsagt yrði sama uppi á teningnum, ef gerð yrði „stikkprufa" á íslandsþekkingu Rússa og Kínverja. Hins vegar virtist mér sem Bandaríkjamenn kynnu allgóð skil á öðrum Norður- löndum og Evrópulöndum yfir- leitt. íslenzk tunga á undanhaldi Þrátt fyrir það.að almenningur í Bandaríkjunum hafi litlar spurn- ir af íslendingum, eins og almenn- ingur í öllum öðrum löndum, þá má það ekki gleymast, að fjöl- margir einstaklingar í Bandaríkj unum eru vel kunnugir íslandi og hafa tekið við það ástfóstri. Sumir þessara manna hafa kynnzt landi okkar í sambandi við nám sitt, svo sem sagnfræðingar og mál fræðingar, aðrir hafa dvalizt hér á landi af ýmsu tilefni, aðallega sem hermenn á styrjaldarárunum og svo er allur sá mikli fjöldi Bandaríkjamanna, sem á ættir að rekja til íslands og rækir vel upp- runa sinn. Mörgum hér heima leik ur forvitni á að vita, hvort íslenzk tunga sé enn mælt mál meðal Vestur-fslendinga, og því vildi ég svara þannig, að íslenzkan eigi í vök að verjast og sé smám saman að deyja út sem lifandi mál á vör- um manna af íslenzkum ættum. Skilyrði til viðhalds íslenzkri tungu í Vesturheimi eru tæplega fyrir hendi. fslenzku frumbyggj- arnir, sem að verulegu leyti héldu hópinn og bjuggu saman í hverf- um og þorpum, eru nú allir komn- ir undir græna torfu, önnur kyn- slóðin, sem ýmist fluttist ómálga til Ameríku eða er fædd þar vestra, er þegar komin á grafar- bakkann, og með henni hverfur megnið af því íslenzka máli, sem enn er talað vestra, nokkuð af hinni þriðju kynslóð var íslenzku- mælandi í bernsku, en er nú orðið stirt um tungutak, þótt enn eimi eftir hjá mörgum. Fjórða og fimmta kynslóðin eru þegar að vaxa upp, og hjá þeim bendir fátt til íslenzks upp- runa annað en nöfnin, meira og minna afbökuð til aðlögunar amerískri tungu. Enn flytjast all- margir íslendingar vestur um haf og setjast að í Bandaríkjunum ýmist til ævilangrar dvalar eða skemmri tíma. Þessir ný-innfluttu íslendingar tefja um sinn fyrir því, að íslenzkan verði aldauða á næstu árum, bæði með því að halda við málinu innan fjöl- skyldna sinna og með því að gefa Vestur-íslendingum tækifæri til þess að beita kunnáttu sinni í íslenzku máli. Því má heldur ekki gleyma í þessu sambandi, að Þjóð- ræknisfélag Vestur-ísiendinga og önnur íslendingafélög vinna merkilegt starf til viðhalds tungu og erfðatengslum, þótt hér sé mjög við ramman reip að draga í viðnáminu gegn útþurrkun ís- lenzkunnar sem lifandi tungumáls. Ég varð þess var hjá greinargóðu fólki, að það telur geymslu tung- unnar algerlega vonlausa og ekki sé til neins að eyða kröftum ís- lendingasamtakanna um of í slíka baráttu, enda sé það til þess eins fallið að hrekja unga fólkið, sem ekkert kann í íslenzku, út úr sam- tökunum. Hitt töldu flestir, sem ég talaði við, meira virði að kynna íslenzka menningu að fornu og nýju, glæða skilning á sögu og bókmenntum þjóðarinnar og vekja með því áhuga unga fólksins á uppruna sínum og ættarerfð. Þetta töldu flestir auðveldast að gera rneð því að stuðla að því, að íslenzkar bókmenntir yrðu þýddar á ensku og blöð Vestur-íslendinga skrifuð að meira eða minna leyti á þá tungu. Engan dóm vil ég leggja á þetta álit, en efa ekki, að þeir, sem þessa skoðun hafa, hafi mikið til síns máls. Una vel hag sínum Þeir íslenzku innflytjendur, sem ég hitti í Bandaríkjunum, virtust yfirleitt una hag sínum vel og höfðu að jafnaði komizt vel áfram. Þeir töldu mikla atvinnumögu- leika í landinu og kaupgjald svo miklu betra en á íslandi, að það þyldi engan samanburð. Að lögum er lágmarkskaup nú $ 1.25 ($ = kr. 43.06) um klukkustund, en þorri manna mun hafa tvöfalda eða þrefalda þá upphæð, svo sem iðnlærðir og sérmenntaðir menn. íslenzkur vélvirki, sem ég hitti vestur á Kyrrahafsströnd, hafði rúma 4 dollara (4,20) og þegar ég var staddur i Seattle voru gler- blásarar (hvað, sem það nú er!) í verkfalli og kröfðust rúmlega fjögurra dollara tímakaups, sem að lokum var samið um. Að sjálf- sögðu er verðlag í Bandaríkjunum í samræmi við hið háa kaupgjald, og margar nauðsynjavörur virtust mér afar dýrar, svo sem matvör- ur, en hins vegar var kostnaður af eigin húsnæði hagstæður miðað við það, sem nú er hér á landi. Maður í góðri og öruggri vinnu á tiltölulega auðvelt með að eign- ast íbúð, jafnvel einbýlishús, sem flestir sækjast eftir, og gott innbú með allhagstæðum afborganakjör- um, en hitt hafði ég fyrir satt, að margir reistu sór hurðarás um öxl um aðföng veraldargæða, svo að hver eyrir, sem unnið væri fyrir, færi viðstöðulaust upp í af- borganir af íbúð, húsgögnum, út- varps- og sjónvarpstækjum, heim- ilisvélum, bílum og jafnvel mat- vörum, sem einnig má fá með af- borgunum, að ógleymdum öllum hinum margvíslegu tryggingaið- gjöldum, sem eru legíó. Hafi mað- ur næga og örugga vinnu og haldi heilsu, er hann nokkurn veginn viss um að geta búið við góðar efnalegar ástæður og heimilis- hætti eftir því, en mér virtust allir samdóma um það, að ef út af brygði um vinnu og heilsuhreysti, færi gamanið af. Læknaþjónusta og viðunanlegar sjúkraaðgerðir kosta svimandi fjárhæðir, og kunn ugir menn létu sér það um munn fara, að „allir skárri læknar og sjúkrahús vinni það aðeins fyrir peninga að bjarga mannslífi.“ Á hinn bóginn eru til opinber sjúkra hús, sem gegna hlutverki hins miskunnsama Samverja gagnvart fátæklingunum, en þau eru á allan hátt miður búin að tækjum og stanfskröftum og geta því ekki veitt þá þjónustu, sem bandarísk læknavísindi eru vissulega fær um. Gegn slíkri mismunun eftir efnahag á þessu sviði og fleirum, kunna Ameríkanar eitt öruggt ráð, sem bæði reynsla og litprentaðar auglýsingar hafa kennt þeim, en það eru „frjálsar tryggingar“. í stað víðtækra almannatrygginga og opinberra sjúkrasamlaga hafa Bandaríkjamenn mjög fjöruga og fjölbreytta tryggingarstarfsemi einkafyrirtækja, og hver maður, sem hefur einhverja sinnu og sæmilegan efnahag, kaupir sér margvíslega tryggingu gegn hugs- anlegum skakkaföllum. Án slíkrar fyrirhyggju getur hann átt það á hættu að hrapa úr v.irðulegum sessi góðborgarans niður í eymd þess manns, sem verður að þiggja af náð góðgerðarfélaganna. Trygg ingastarfsemin í Bandarikjunum | er ein hin mesta gróðalind, enda 1 mun það til, að fólk eyði 10% af tekjum sínum í tryggingariðgjöld.! Dugmikil þjóð Opinberar heimildir bera þess vitni, að talsvert atvinnuleysi er í Bandaríkjunum, þótt ekki séu allir á einu máli um, hversu túlka beri þær tölur, sem fyrir liggja um það mál, og telja ýmsir, að taka beri með varúð hinum háu tölum. Bent er á, að nokkuð sé um árs- tíðabundna atvinnustarfsemi, þar sem menn afli sér mikilla tekna á stuttum tíma og auk þess sé alltaf um að ræða tilflutning á verkafólki milli vinnustöðva og at- vinnugreina, og geti af þessum sökum myndazt atvinnuleysi um lengri eða skemmri tíma, án þess að það þurfi endile'ga að vera sönnun fyrir „afkomu“-leysi við- komandi verkamanna þann tíma, sem þeir eru vinnulausir. Þó get- ur ekki hjá því farið, að mest af hinu skráða atvinnuleysi stafi beinlínis af samdrætti í atvinnu- rekstri, sem óneitanlega hefur sett svip sinn á bandarískt efnahagslíf í mörgum greinum undanfarin ár. En hvað sem allri „statistik“ líð- ur, þá verður ferðamaður á skjótri ferð um Bandaríkin síður en svo var við kyrrstöðu eða atvinnuleysi, því að yfirleitt sýnist manni at- hafnalífið auðugt og vinnuhraði j mikill. Skildist mér, að mjög ríktj væri gengið eftir því, að menn; skiluðu fullum vinnuafköstum og; engin miskunn sýnd, ef upp kæm-| ist um hangs og vinnusvik. Gildir þá einu ,hvort menn eru hátt eða lágt settir. Yfirleitt sýndust mér Bandaríkjamenn dugmikið og framtakssamt fólk, hispurslaust í framgöngu og vingjamlegt, eins og raunar er títt um menn, sem eru ánægðir með hlutskipti sitt. Held ég, að aldrei hvarfli neinn efi að nokkrum Bandaríkjamanni um það, að þeirra land sé auð- ugasta, bezta og frjálsasta land f heimi, — þrátt fyrir allt. Ég mætti alls staðar stakri gest- risni og greiðasemi, hvort sem ég átti skipti við háa eða lága og hver sem litarháttur manna var. Allir voru fúsir til viðræðna um hvað eina og létu álit sitt á mönnum og málefnum hispurslaust í ljós. Bandarikjamenn reyndust póli- tískari en ég hafði búizt við og var að jafnaði gjarnt að fitja upp á stjórnmálaumræðum. Ég hitti fáa, sem lýstu sig með öllu skoð- analausa á helztu stórmálum, sem uppi eru með þjóðinni um þessar mundir og furðaði mig stundum á þeim skoðanamun, sem fram kom á ýmsum málum, sem við hér á fslandi ímyndum okkur oft, að allir Bandaríkjamenn séu alger- Iega sammála um. Fyrir mig var þessi ferð öll hin lærdómsríkasta, og ég er þakklátur þeim aðiljum, sem stuðluðu að því, að mér var veitt þetta tækifæri til þess að kynna mér þjóðlíf og menningu n 1 Dag skal að kveldi lofa 25. bók Elinborgar Lárusdóttur Á morgun, á 70 ára afmæli frú Elinborgar Lárusdóttur, skáld- konu, sendir hún frá sér 25. bók- ina, sem er seinna bindi af ættar sögu hennar, Horfnar kynslóðir. — Nefnist þetta bindi Dag skal að kveldi lofa — og er 290 blaðsíð- ur að stærð. Prentverk Odds Bjömssonar hefur annazt prent- un. ELINBORG LÁRUSDÓTTIR Eins og kunnugt er, er þetta ættarsaga úr Skagafirði og gerist á 18. öld. Sagan fjallar u-m ætt- feður Djúpadalsættar, en af þeirri ætt er skáldkonan. Sagan gerist að verulegu leyti í Dal, og eru sögupersónur flestar þær sömu og f fyrra bindinu. Bn það er Hákon í Dal, Þuríður kona han-s og Stefán, einkasonur hans, og seinna Sólveig kona Stefáns. — Fjöldi annarra manna, karla og kvenna, kemur þama auk þess við sögu. En þessar höfuðpersónur bera verkig uppi. Við skildum síðast við Dals- fjölskylduna, þar sem hún sterd- ur á háti.ndi lífsins og allt leikur í lyndi á þessu höfðingjaheimili. Eitt er það þó, sem skyggir á. Einkasonurinn Stefán, sem á að taka við höfuðbólinu á sínum trma, er enn ókvæntur. Hann hafði leitað ráðahags við prests- dóttur norður í Eyjafirði, en fékk synjun. Síðan eru liðin nokkur ár. Sólveig, prestsdóttirin á Máná, sem hafði hafnað Stefáni á sin- um tíma, hafði fest ást á ómerk- ingi einum, eyfirzkum, eignazt með honum tvö börn, en sleit síðan öllu sambandi við hann, erj hún sá, hvert lítilmenni hann! var Nú ber svo við einn dag, aðj Stefán í Dal fær bréf frá Sol-! veigu, stutt og kuldalegt, þar sem; hún býðst til að verða eiginkona \ hans, ef hann vilji sig nú. Stefán ber enn ástarhug til Sól veigar, þrátt fyrir allt, og eftir langa umhugsun skrifar hann henni aftur, segist taka boði henn ar og vitja hennar með haustinu. Stefán var einþykkur maður og ráðgaðist lítt við aðra um sín einkamál. og ekki einu sinni for- eldra sína. Hann vissi, að móðir hans myndi aldrei gefa samþykki sitt tH þessa ráðahags, en faðir hans mun hafa fengið að vita það, og tók þessu af drengskap og Bandaríkjamanna, og ef að líkum lætur mun ég segja lesendum Tímans eitthvað fleira á víð og dreif um ferðina og kynni mín af landi og þjóð. Ingvar Gíslason. skilningi, eins og öðru. Tekur Stefán nú að byggja nýja stofu, búr og eldhús og sér þá Þuríður, að brátt muni von á annarri hús- freyju að Dal. þótt hún gen-gi þess lengi dulin, hver hún var. Nú ríða þeir feðgar í annað sinn norður í Eyjafjörð ,og er þar efnt til mikillar brúðkaupsveizlu, sem þeir feðgar kosta, því að þá voru flestir íslendingar fátækir og ekki sízt prestar. Sólveig er köld og tómlát. Hún unni ekki Stefáni. Var það kannske til of mikils mælzt, að Þuríður í Dal, hin stórláta og stolta kona, tæki með vinsemd á móti þessari tengdadóttur sinni. eftir allt það, sem á undan var gengið, enda andaði kalt um hana, þegar hún kom að Dal. Sólveig hafði með sér lítinn dreng, sem hún átti, og hét Benjamín: Þuríður festi brátt mikla ást á þessum dreng, án þess að hún vissi af. Hann var eina brúin á milli Sólveigar og Þuríð- ar. Svo kemur að því, að stórvið- burður gerist í fjölskyldunni. Sól- veig fæðir Stefáni son, sem skírð- ur var Hákon. Hún lætur ekki sýna Þuríði soninn og hún kemur heldur ekki á fund Sólveigar til að fagna þessum nýja erfmgja að auð þeirra Djúpdælinga: Enn var óbrúandi djúp £ milli þessara stlotu kvenna. Og þegar þær mæt- ast, ganga þær aUtaf þegjandi hvor fram hjá annarri. Sólveig hefur þó aflað sér margra vina í Dal. Tíminn líður. Heimilislífið I Dal er óvenjulega kuldalegt. Stefán og Sólveig hafa nú reist nýjan og stóran bæ, en eldri hjónin búa enn í gamla bænum. Benjamín er nú kominn n-okkuð yfir ferm- ingu og er alltaf augasteinn Þur- íðar. Nú vill hún kosta hann í skóla og leggur það á sig að fylgja honum sjálf suður í Skálholt á fund biskups og leggur honum til allan farareyri, en nú er Sólveigu farið að verða það ljóst, að hún á Þuríði mikið að þakka, þrátt fyrir allt og finnur, að hún hefur ekki alltaf komið réttilega fram við hana. Þetta síðasta dren-gskap arbragð Þuriðar, að kosta Benja- mín í skóla, ríður þó baggamun- inn, og nú ákveður hún að verða fyrri til að leita sætta. Hún klæð ist sínum beztu klæðum og geng- ur á fund Þuríðar, þótt óárenni- legt sé. Þuríður er í fyrstu ís- köld og vísar sáttatilboði Sólveig ar á bug; en loksins tekur margra ára ís að bráðna frá hjarta henni. „Þú tókst drenginn minn frá mér — nú á ég drenginn þinn“, segir Þuríður, er Sólveig þakkar henni fyrir Benjamín ,og að lokum fall- ast þessar tvær stórlátu konur í faðma. Þetta er hátindur sögunnar og er snilldarbragð á þessum þætti frá hendi skáldkonunnar. Að þess um lokum hefur allt verkið hnigið. Nú bar engan skugga framar á Dalsheimilið, því að góðar ástir höfðu tekizt með þeim Sólveigu og Stefáni. Þau hjón höfðu eignazt tvo syni, Hákon og Símon. Þegar þeir komust upp, gengu þeir báðir menntaveginn og urðu báðir prest ar. í raunveruleikanum voru þetta þeir bræðumir séra Hannes Bjarnason á Ríp og séra Eiríkur Bjarnason á Staðarbakka í Mið- firði, og eru komnar frá þeim miklar ættir. (Frarah. á 13. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.