Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 6
T IIVII N M. laugardaginn 11. november 1961. I 6 SJÖTIJGUR: Sigurður Þorfinnsson Skeggsstöðum Nýlega varð sjötugur góðvinur minn og sveitungi, Sigurður Þor- finnsson, bóndi á Skeggstöðum í Svartárdal, og langar mig til þess að minnast hans með nokkurum orðum, þó að nokkuð sé liðið frá afmælisdegi. Sigurður Þorfinnsson er faéddur Skagafjarðarsýslu 6. okt. 1891. Þar bjuggu þá foreldrar hans: Þóra Jónsdóttir og Þorfinnur Þor- finnsson, bæði vel gefin, en efna- lítil, enda var þá nýlega afstaðinn mesti harðindakafli 19. aldar. Þeg- ar Sigurður fæddist, áttu foreldr- ar hans tvö börn fyrir: Guðrúnu, sem lengi var ráðskona hjá Jósa- fat Jónssyni á Brandsstöðum í Blöndudal, og Jón, er varð eigin- maður skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum, meðan föðurins naut við, en þau hjón vorni við búskap enn um nokkur ár. Vorið 1899 brugðu þau hjón búi og voru í hús- mennsku eftir það, fyrst í sveit skammt frá Sauðárkróki, en í þorp ið fluttu þau vorið 1902. Stundaði Þorfinnur þar almenna verka- mannavinnu, eftir því sem hana var að fá, en mun þó jafnframt hafa sótt vinnu í sveitina, og lézt hann í starfi utan heimilis síns (í Vík) úr luragnabólgu 7. apr. 1904, þá talinn 62 ára Að lokinni fermingu lágu leiðir Sigurðar til Húnavatnssýslu, flutt- ist hann að Botnastöðuim í Svart- árdal til Sigfúsar bónda Eyjólfs- sonar. Var Sigurður 12 næstu árin í vinnumennsku á ýmsum stöðum í Bólstaðahlíðarhreppi, lengst hjá Sigfúsi Eyjólfssyni. Sigurður er tvíkvæntur. Fyrri konuna, Sigríði Bergsdóttur (bónda á Mánaskál Sveinssonar) missti hann 18. júní 1921 eftir tæplega þriggja ára sambúð. Bjuggu þau 1 ár á Kirkjuskarði á Laxár'dal, en fluttu þá að Fjósum í Svartárdal. Voru nú bágar ástæð ur: 2 ungbörn og lítil efni. Þess var að sjálfsögðu enginn kostur að ha'lda heimilimu saman. Yngra barnið (Ósk) tók Guðrún, systir Sigurðar, til fósturs, en hún var þá orðin ráðskona á búi Jósafats á Brandsstöðum, en eldra barnið (Þóri) hafði faðirinn með sér í vist að Skeggsstöðum í Svartárdal, og hefur Sigurður ekki skipt um heimili síðan. Húsbændurnir á Skeggsstöðum voru hin kunnu merkishjón: Sigvaldi Bjömsson (bróður'sonur sr. Arnljóts Ólafs- sonar á Bægisá) og kona hans, Hólmfríður Bjarnadóttir frá Stafni. Dvaldi Sigurður í vinnu- mennsku og húsmennsku á Skeggs stöðum til vorsins 1933, er hann hóf þar sjálfur búskap og kvænt- Eiginmaður minn, . Guðmundur Jónasson, Reynimel 36, andaðist i Bæiarspítalanum aS kvöldi 9. þessa mánaSar. Jóhanna Helgadóttir. Elskuleg móðlr okkar og fósturmóðlr, Rannveig Lund, andaðist 9. þ. m. að heimili sínu, Meðalholti 5, Reykjavík. Mlnnlngarathöfn auglýst síðar. Lúðvika Lund Árnl P. Lund Grímur Lund María Anna Lund Halldóra Óladóttir Alúðar þakkir færum við öllum þelm, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengda- föður, Kristjáns Guðmundssonar, frá Merklsteinl, Eyrarbakka. Börn og tengdabörn. ist Kristínu Sigvaldadóttur, yngstu dóttur þeirra Skeggsstaðahjqna, gáfaðri konu eins og hún á kyn til. Hefur Kristín tekið mikinn þátt í félagsmálum sinnar sveitar og er nú formaður kvenfélags hreppsins. Þau Sigurður og Kristín eign- uðust einungis 1 son bama, Pétur að nafni, sem nú um nokkur ár hefur rekið búskap á Skeggsstöð- um í samvinnu við foreldr'a sína. Sama sagan hefur verið að ger- ast á Skeggsstöðum undanfarna áratugina og á meiri hluta bænda- býlanna. Þar hefur verið byggt og ræktað, ræktað og byggt. Það, sem sérstaklega hefur einkennt búskap Sigurðar á Skeggsstöðum, er for- sjálnin og gætnin. Þess hefur jafn an verið gætt að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Sókninni hefur þvi verið hagað eftir máltækinu: „Sígandi lukka er bezt“. Stór átök hafa ekki verið gerg í einu, en þess gætt, að láta þráðinn aldrei slitna. Umbæturnar hafa því að mestu verið unnar af eigin hönd- um húsbændanna, en til þess hef- ur þurft að nýta sem bezt hverja stund, sem gefizt hefur frá venju- legum bústörfum. Það þarf því engan að undra, þó að Sigurður hafi ekki gert víðreist um dagana, enda heimakær og góður heimilis- faðir. Sigurður Þorfinnsson er með greindari mönnum og prýðilega hagmæltur, manna athugulastur, tillögugóður og þéttur fyrir, ef á reynir. Hann hefur sjkki sótzt eftir mannaforráðum, en uþó ekkj kom- izt undan opinber'um störfum. Nú, sjötugur að árum, er Sigurður enn í sveitarstjórn, í stjórn búnaðar- félags hreppsins og jafnan fulltrúi á aðalfundum samvinnufélaga hér- aðsins, og hefur hann þótt hinn nýtasti maður í hverju starfi. Að síðustu þakka ég Sigurði fyrir samstarf og vináttu á undan- förnum áratugum og vona, að við fáum að njóta starfskrafta hans um árabil, því að enn eru elli- mörkin ekki áberandi. Staddur í Reykjavík 25. okt 1961 Bjarni Jónasson. Heimilishjálp Tek gardínur og dúka í strekkmgu — einnig nælon- gardínur. Upplýsingar í síma 17045. ■ Barnsskírn í Ghana Eftir Ellu Griffin Jafnskjótt og barnið gefur frá sér fyrsta hljóðið, berst fregniu um allt þorpið. „Adowa er búin að eignast dóttur.“ „Það eru góðar fréttir. Guði sé lof — segið henni að hún sé velkomin. Við munum koma til að heilsa henni.“ Og þau koma, frændur, vinir og grannar, ekki aðeins með blessunarorð, heldur einnig með gjafir. Táknrænar gjafir — hvítar perlur, hagnýtar gjaf- ir — egg og hnetur í súpu, svo að móðirin fái mjólk í brjóstin. Jamsrætur, svamp og sápu, ilm- efni, sem mýkja húðina. Barnsfæðing er stórviðburður hjá hverri fjölskyldu í Ghana. Allir snúast um móðurina og barnið. En faðirinn? Hugsazt getur, að hann hafi verið viðstaddur fæðinguna, en samkvæmt venju verður þó að tilkynna honum það opinberlega. Því er gerður út sendiboði og hann mætir Barima Kobema, sem hefur sér til fylgdar einhvern ættmenna sinna. Sendiboðinn segir: „Ættarhöfuð fjölskyldu Adow? Daakowahafa sent mig til að segja þér, að Adowa Daakowa hefur alið dóttur.“ Honum er falið að flytja aftur þessi boð. „Það eru góðar frétt- ir. Segðu ættarhöfðingjunum að við höfum heyrt það. Við munum koma og bjóða telpuna velkomna. Á viðeigandi tíma munum við koma og gera það. sem venjan býður.“ Venjan er, að á áttunda degi frá fæðingu skuli barnið borið undir bert loft og faðirinn gef- ur þvi nafn í votta viðurvist. í dögun áttunda daginn laug- ar móðirin sig. Hún fleygir föt- unum, sem hún hefur verið í meðan hún var einangruð og klæðist hreinum, hvítum klæð- um. Hvítt táknar hátíð, hrein- leika og sigur. Hún ber hvíta skartgripi i eyrunum, um háls- inn og um handleggi. Barnið er líka hvítklætt. Þennan dag er það opinberlega tekið í ættina og tengt forfeðrum sínum. Þennan dag heiðrar faðirinn móðurina með því að nefna barnið i vitna viðurvist. Réttur er búinn tii úr jams- rótum, blönduðum ólívenolíu og skreyttur harðsoðnum eggj- um. Móðirin borðar fyrst af honum, síðan tekur kona af hennar ætt við fatinu og stráir af réttinum í hvern krók og kima til að biðja anda forfeðr- anna að blessa húsið. Móðir og barn koma út á hlaðið og barn- ið er kynnt fyrir öllum við- stöddum. Fjölskyldan safnast saman, allir eru hvítklæddir. Þau setj- ast og þrír karlmenn fram- kvæma athöfnina: ættarhöfð- ingi konunnar, faðir barnsins og aðstoðarmaður hans. Fyrir framan þá er bakki með vatns- glasi og glasi fullu af einhverju sterku áfengi. Móðirin kemur með barnið og fær það ættar- höfðingjanum. „Ættin óskar þér góðs,“ segir hann. „Vegr.i þér vel,“ svarar fólkið. Ættarhöfðinginn segir: „Ef við höfum komið hér saman í dag, þá er það eingöngu til að gefa þessu barni nafn, sem ég held í fangi mínu." „Góðar fregnir eru það,“ anzar fólkið. Svo framkvæma ættarhöfðing- inn og aðstoð^rmaðurinn skírn- ina. Þeir fara með bæn til guða sinna og forfeðranna og biðja barninu og foreldrum þess blessunar. Þeir setjast á ný og ættar- höfðinginn spyr: „Hvaða nafn eigum við að gefa þessu barni?“ Faðirinn svarar. „Nafn hennar á að vera Esi Amonoowa." „Gott,“ svarar höfðinginn, lítur á barnið og segir „Es». Amon- oowa,“ um leið og hann dýfir fingri sinum í vatnið. „Þegar þú nefnir vatn, þá skaltu meina vatn.“ Þetta segir hann þrisvar og leggur fingurinn í hvert sinn á tungu barnsins. Næst dýfir hann fingrinum í áfengið „Esi Amonoowa, þegar þú nefnir áfengi skaltu meina áfengi." Þetta táknar, að barnið er beðið að verða sannsögult. Þá er skírninni lokið og veizlan hefst. Allir viðstaddir eiga að drekka áfengið, sem skírt var úr. Allar konurnar keppast um að leggja barnið á brjóst og vagga því í svefn. Þær syngja vögguljóð. álíka og þetta: Litla barn í fangi mér, hver á þig? Dóttir Adowa Daakowa, hvert á ég að bera þig? Ekki þangað sem þyrnar stinga, Hvert skal ég bera þig? Ekki þangað sem greinar brotna, og meiða lítið barn. meiða lítið barn. Sussu og ró ró, sussu og ró ró. ‘.WbWW.VdVdV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VVAW.V.V.V.VdV.V.V^W.V.*.W.V.V.V.V.\VW.V.V.V.V.V.V.V.W.W.V.W.V. I FORD SÝNING .w.v.v.v.v. í FORD jj ER ií GÓÐUR \FÖRUNAUTUR í dag og á morgun sýnum við glæsilegar nýjungar frá FORD, bifreiðir og vélar, þ. á m. verður hinn glæsti CONSUL CAPRI sem hér er sýndur í fyrsta sinn og dieselvélar af mörgum stærðum og gerðum fyrir bíla og báta. Sýningin er innanhúss að Laugavegi 105 og opin í dag laugar- dag og á morgun sunnudag frá kl. 10—22. ASgangur ókeypis. FORD ER GÓÐUR FÖRUNAUTUR Íj FORDUMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. V W-VtV//iW>V.V.WBB.VaV/.V.V.V.V.V.V.V.^^1%WW.VA,.V.WAV.VJ%,.,VSiV.VAWAW.W/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.Wn^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.