Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardagimn 11. nóvember 1961. Erfitt skólahald í Selási í Árbæjarskóla, sem starf- ræktur er í húsi Framfarafé- lags Seléss og Árbæjarbletta, er nú kennt 78 börnum, 7 iíl 10 ára, fjórum aldursflokkum í einni kennslustofu. Staðið hefur til að byggja hér skólahús, svo að hægt yrði að kenna þar öllum aldursflokkum á barnaskólastigi. Bæjarráð mun hafa ætlað fé til þessarar fram- kvæmdar fjTir um tveim árum síð- an. En ekkert hefur málinu þokað áfram, að því er séð verður. Miðvikudaginn 1. nóv. s.l. var haldinn almennur foreldrafundur um málið að tilhlutan stjórnar Framfaraféíagsins. Kom þar fram mikil óánægja með ástandið í skólamálum hverfisins. Bæði það, að núverandi skólahúsnæði er of setið af þeim börnum, sem nú er kennt þar og sömuleiðis hitt, að 11 og 12 ára börnin varða að sækja skóla niður í bæ og þurfa svo að hanga þar tímum saman vegna mjög strjálla strætisvagna- ferða hingað. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri mætti á fundinum eftir tilmælum stjórnar félagsins. Sýndi hann fundarmönnum teikningar af skóla- húsi, sem hann kvað fyrirhugað að byggja hér, en bæjarráð ætti eftir að staðfesta hana með samþykki sínu. Eftirfarandi tillaga var samþ. af öllum fundarmönnum: „Almennur foreldrafundur í Árbæjarskólahverfi, haldinn að til- hlutan Framfarafélags Seláss- og Árbæjarblelta, miðvikudaginn 1. nóv. 1961 gjörir eftirfarandi álykt- un: Þar sem núverandi skólahús- næði er nú þegar of lítið og ófull- nægjandi fyrir þau börn, 7 til 10 ára, sem nú njóta þar kennslu og mjög er óvíst um, hvernig skipast um með kennara við skólann á næsta skólaári að óbreyttu ástandi í skólamálum; beinir fundurinn þeim eindregnu tilmælum til hátt- virts bæjarráðs og fræðslustjóra, að nú þegar verði hafizt handa um byggingu barnaskólahúss í Árbæj- arskólahverfi með a. m. k. þrem kennslustofum er verði að fullu lokið fyrir 1. sept. 1962, svo að öll börn á umræddu svæði fái þar not- ið fullkominnar kennslu. Um leið fagnar fundurinn þeim áfanga sem náðst hefur í skólamál- um vorum, þar sem búið er að gjöra teikningu að barnaskóla- húsi. Væntir fundurinn þess að verkið verði boðið út hið fyrsta. Jafnframl beinir fundurinn þeim eindregnu tilmælum til Rafmagns- veitu Reykjavíkur og háttvirts bæjarráðs, að Suðurlandsvegur þar sem hann iiggur um Selás og Ár- bæjarbletti verði raflýstur, vegna þeirrar miklu umferðarhættu sem börnin eru í, þegar þau fara í og úr skóla.“ Kvikmynd eftir sögu Thomas Mann Einn þekktasti rithöfundur Þjóðverja á þessari öld er án efa Thomas Manm, er hlaut á sínum tíma Nóbelsverðlaunin fyrir verk sín og nú er látinn fyrir fáum ár- um. Eru skál'dsögur hans víðfræg ar og mikis lesnar víða um heim enn í dag. Ein hinna þekktari er Bekenntnisse des Hohcstapiers Fel ix Krull (Jlátningar fjáriglæfra- mannsins Felix Krull), og hefur nýlega verið gerð kvikmynd eftir henni.. Hefur félagið Germanía fengið kvikmynd þossa til umráða til einnar sýningar og þykir mik- ill fengur í því að geta með kvik- mynd þessari kynnt verk Thom- asar Mann lítiTlega hér í bæ. Kvikmyndasýningin verður í Nýja bíói á morgun, laugardag, og hefst kl. 2 síðd. Öllum er heim ill ókeypis aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Sýnishorn af kærum til rannsóknarlög- reglunnar í gær kærði birgðavörður Land- símans fyrir rannsóknarlögregl- unni þjófnað á líkani af sveitabæ, sem stóð á svokölluðum Sölfhól, fyrir norðan bílastæði SÍS. Líkan- inu var stolið í september. Grunn- flötur þess er 160x80 cm. Það er gert úr timbri, þakið járnklætt, veggir grænmálaðir, en stafnþil hvit með gulum listum. Burstirn- ar eru þrjár. Líkanið stóð á tré- fleka og vegur um 40 kíló. Sparisjóður vélstjóra f dag opnar Vélstjórafélag ís- lands Sparisjóð vélstjóra að Báru- götu^ 11 í Reykjavík. Vélstjórafé- lag íslands var stofnað árið 1909 af átta mönnum, og er þetta ekki fyrsta verkefni félagsins á löngum starfsferli þess, en þó hið stærsta. Á Bárugötu 11 eru einnig aðset- ur og félagsheimili Farmanna- og fiskimannasambands íslands, en Vélstjórafélagið er eitt af 16 fé- lögum í því sambandi. Þetta er 52. starfsár Vélstjóra- félags íslands, og hefur margt bor ið á góma meðal félagsmanna þessi ár. Árið 1915 var stofnaður styrktar sjóður fyrir vélstjóra, árið 1923 var stofnaður sjóður til framfærslu barna, svokallaður Barnasjóður Vélstjórafélags íslands, 1925 var stofnaður Valdimarssjóður til styrktar ekkjum félagsmanna, 1926 var byggt hús fyrir ættingja fallinna félaga, sem þó var selt aftur 1929, og árið 1028 var stofn aður lífeyrissjóður Félags íslenzkra botnvörpueigenda. Auk þess var Vélskólinn stofnaður árið 1915 að tilhlutan Vélstjórafélagsins, og hef ur það aldrei síðan sleppt af hon- um höndunum. Á kreppuárunum milli 1930 og 40 lánaði Vélstjórafélag íslands fátækum heimilum vélstjóra fé til stutts tíma og var sú starfsemi einkar vinsæl, þar til batnaði í ári árið 1940. -r- Þetta var upphafið að stofnun þessa sparisjóðs og á öndverðu ári 1959 kom fram til- laga um stofnun hans, og 10. júlí sama ár var samþykkt að fela Lár- usi Jóhannessyni að semja reglu- gerð fyrir sjóðinn, sem fjármála- ráðherra síðan staðfesti. Stjórn sjóðsins skipa Gísli Jóns son formaður, Jónína Loftsdóttir, frú, og Hallgrímur Jónsson vél- stjóri. Sparisjóður vélstjóra er staðsett ur í mjög vistlegum húsakynnum og er Tómas Guðjónsson vélstjóri féhirðir hans. ,Páskar‘ í * Olafsvík Leikfélag Ólafsvíkur frumsýndi leikritið Páska eftir Strindberg sl. laugardag. Leikstjóri var Er- lingur Halldórsson frá Reykjavíik. Aðalhlutverk léku Bárður Jensson frá Ólafsvík, en aðrir leikendur voru Kristján Jensson, Hrefna Bjarnadóttir, Sigurgeir Bjarnason Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Sonja Guðlaugsdóttir. Leikrit þetta er aTvarlegs eðlis. Var það sérstaklega vel upp fært og leikendum, leikistjóra og leik- félaginu til mikils sóma. Mun þaff verða sýnt í Grafarnesi næst kom andi laugardag, en mikill sam- gangur er núna á milli þorpanna sfðan vegurinn fyrir Búlandshöfða var opnaður. Leikfélagið hélt kvöldvöku síð- astliðinn sunnudag og minntist 5 ára starfsafmæliis síns. Hefur leik starfsemi verið með miklum mynd arbrag í Ólafsvík, þrátt fyrir lé- legt húsnæði til þeirra hluta. A.S. Menntaskólafólk fyrir hálfvirði Listamaðurinn Helgi M. S. Berg mann, sem undanfarið hefur sýnt skopteikningar sínar og málverk í Bankastræti 7, tók nú í vikunni upp þá nýbreytni að bjóða skóla- fólki að sjá sýningu sína við niður settu verði. Bauð hann nemendum Menntaskólans í Reykjavík að sjá sýninguna fyrir hálfvirði, nema þriðjubekkingum ókeypis. Þekkt- ust nemendur þetta boð og fjöl- menntu á sýningu Helga, sem hef- ur hlotið mjög góða dóma þeirra, sem séð hafa. — Sýningin hefur nú staðið hátt á þriðju viku, og mun henni Ijúka annað kvöld — sunnudagskvöld. Mikil óánægja barnakennara Aðalfundur félags barnakennara í Keflavík var haldinn 3. þ. m.. Mikil óánægja ríkir meðal félags- manna, vegna lélegra launakjara stéttarinnar. Var samþykkt að skora á stjórn S. f. B. að vinna af alefli að því að eftirfarandi úrbætur fáist hið bráðasta: 1. Að barnakennarar fái auka- greiðslu fyrir allar stundir, sem þeir kenna fram yfir 36 á viku, (og þurfi eigi að bæta upp sept- emberkennslu eða annað). 2. Að yfirvinna kennara greiðist með sama álagi og yfirvinna ann- arra starfsmanna ríkisins. 3. Að óheimilt sé, að ráða rétt- indalausa menn í kennarastöður. 4. Að kennaralaun hækki nú þeg ar um minnst þriðjung. 5. Að kennarar fái full laun þeg ar á fyrsta kennsluári sínu. Stjórnarkjör fór svo, að formað ur var endurkosinn Eyjólfur Þór Jónsson, Ingvar Guðmundsson rit ari og Þorsteinn Kristinsson gjald keri. Happdrætti háskólans Föstudaginn 10. nóv. var dregið í 11. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1.300 vinn- ingar að fjárhæð 2.500.000 krónur: Hæsti vinningurinn, 200.000 kr. komu á fjórðungsmiða númer 13,784. Voiru þrír fjórðungaimir seldir í umboði Guðrúnar Ólafs- dóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, en einn fjórðungur- inn á Akureyri. 100.000 krónur komu á fjórð- ungsmiða númer 18.050. Einn fjórð ungurinn var seldur á Akureyri, annar hjá Jóni St. Arnórssyni, Bankastræti 11, sá þriðji á Vopna- firði og sá fjórði í Vestmannaeyj- um. 10.000 krónur hlutu: 1090 2253 2626 2935 3422 5437 5498 6678 7875 13783 13785 14348 14878 15410 19323 19594 20131 21822 22907 23269 25452 25974 27054 28549 29896 30013 32088 33792 35380 37462 38728 39657 45458 46910 48904 49403 51594 55761 Birt án ábyrgðar. Hemlaískur......... íFramhald aí 16 siðu) Færeyska þingið með umræðum Kaupmannahöfn, 10. nóv. Færeyska lögþingið samþykkti í gær með miklum meirihluta til- lögu landsstjórnarinnar um, að við ræður hefjist um upptöku í Efna- hagsbandalag Evrópu. Hlaut tillag- an fylgi 22 þingmanna af 30. — Aðils. „Gríma“ (Framhald af 16 síðu). ur frumsýnt á mánudaginn, er langur einþáttungur. Flutningur tekur um hálfa aðra klukkustund. Með kynningu verða það nálega tveir klukkutímar. Þuríður Kvaran og Vigdis Finnbogadóttir þýddu leikritið, sem talið er góð kynn- ing á verundarstefnunni, heim- speki Sartre. FÉLAGSMÁLA SKÓLI FRAM SÓKNAR FL0KKSINS FræSsIumyndasafnsins og verður Fundur verður í Ilánuð skólum hér í bæ og úti á Félagsmálaskól- landi. anum í EDDU Ag lokum má geta þess, að stór- HÚSINU n. fyrirtæki hér í bæ vilja leggja fé mánudagskvöld • * í kviikmyndir um ýmiss konar iðn- og hefst hann kl.|^ að, fiskvinnslu og fleira, sem 8,30 stundvíslega. :.f nota máetti við kennslu í skólum, EINAR ÁGÚSTS- mun Fræðslumyndasaf'nið annast SON, lögfræðing- alla fyrirgreiðslu varðandi kvik- ur flytur erindi ^ myndatökuna. R. um verkalýðsmál.®BÍiÍÍÉÍÍÍ®Í ALMENNUR FUNDUR Almennur fundur í Framsóknarfélagi Reykja víkur verður haldinn miðvikudaginn 15. nóv. ki. 8.30 í Framsóknarhúsinu. Kristján Friðriksson heldur framsöguerindi um FRAMTÍÐARUPPBYGGINGU ATVINNU- VEGANNA. Frjálsar umræður verða á eftir. Framsóknarmenn og aðrir, sem áhuga hafa á þessum málum eru velkomnir á fundinn. Stjórnin. Stjórnmálafundir í Suóurlandskjördæmi Kjördæmasamband Framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi efnlr til stjórnmálafunda, sem hér segir: SUNNUDAGINN 19. NÓV.: Hveragerðl, Brautarholti Skeiðum og Vík í Mýrdat. SUNNUDAGINN 26. NÓV.: Aratungu Biskupstungum og Sel- fossi. Allir fundirnir hefjast klukkan 2 eftir hádegi. Nánar verður sagt frá fundunum síðar. KÓPAVOGUR Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember i Barnaskóla Kópavogs við Digranes veg og hefst hann klukkan 8.30 eftir hádegi. — Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ræða. Helgi Bergs, verkfræðingur ræðir um Efnahags- bandalagið. 3) Önnur mál. Stjórnin. Vesfur-Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftfell- nga verður haldinn að Hrífunesi n.k sunnudag, 12. nóvember, og hefst hann klukkan 2 eftir há- degl. Dagskrá: 1 Venjuleg aðalfundarstörf. 1 Ræða: Helgi Bergs, verkfræðingur. Ræðir hann um stjórnmálaviðhorfið. i Almennar umræður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.