Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.11.1961, Blaðsíða 16
Leikurinn Læstar dyr eftir Jan Paul Sartre verður frum- sýndur í Tjarnarbíói á mánu- daginn klukkan 8,30. Leifeflokkurinn „Gríma“ hefur nú fengi.g inni í Tjarnarbíói, u.m stundarsakir, en húsinu hefur enn ekki verið' ráðstafað. „Grímu“-fé-! iagar sögðu fréttamönnum í gær,' að þeir vonuðust eftir að fá að starfa þar áfram. Flokkurinn samanstendur af þessu fóiki: Vigdís Finnhogadóttir,! Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gísla- son, Þorvarður Helgason, Magnús Pálsson og Guðmundur Steinsson. Þetta áhugasama fólk hefur verið á hrakhólum hvað snertir hús- nœði' til leiksýmnga í tvö ár. | Vigdís Fiimhogadóttir hafði orð: fyrir þeim félögum, er,þau töluðu | við fréttamenn í gær. Hún sagði, að filolkkurinn hefði fengið húsið til afnota um stundarsakir, fyrir velvild horgarstjóra. Þar hafa fé- lagamir unnig’ í hálfau mánuð,' að því að hyggja leiksvið og und- Irbúa væutanlega sýnihgu á verki ISartre. Þorvarður Heigason stjórnar feiknum. Með hlutverk fara Har- íldur Bjömsson, Kristbjörg Kjeld, Helga Löve og Erlingur Gíslason, Magnús FálsSon gerir leiktjöld- in. Áður en leikurinn hefst, mun Þorsteinn Ö. Steþhensen, ásamt leikendum, flytja kynningu á verkurn Jean Paul Sartre. Þjóðleikhússtjóri hefur lánað' leiikmuni og vei.tt Kristbjörgu Kjeld orlof til að koma fram í Tjamarbíói, en hún er á föstum samningi hjá Þjóðleikhúsinu. Starfsemi leikflokksins í vetur mun fara eftir því, hvort hann fær að halda húsnæðinu, en flokk uriinn hefur ýmislegt á prjónun- um, meðal annars að lesa verk ís- lenzkra ieikritahöfunda af sviði, til að þeir eigi auðveidara með að i koma auga á galla verkanna. Gert er ráð fyrir að húsið standi þá opin hverjum sem viM hlýða: á fiutninginn. Talið er, að Æskulýðsráð standi \ næst af þeim aðilum, sem sækjast I eftir afnotum af Tjarnarhíói, en j leikfiiokkurinn hefur, ásamt fleiri j fólögum, boðið Æskulýðsráði sam vinnu. Ef hún mætti takast, er gert ráð fyrir, að samstarf ungl- ingadeilda við kvikmynda-, leik- listar- og bóikmenntafélög, hefjist í Tjarnarbíói. Leikritið Læstar dyr, sem verð- (Framh.-drl a ‘i sKu Ford consul capri — nýi bíilinn, sem ekki er kominn á markaSinn í Eng-| landi. (Ljósmynd: TÍMINN, GE.) I Reynir Oddsson kvlkmyndar sjúklinginn á börunum. Á myndinni sést einnig starfsfólk Landakotsspítaians og aðstoSarmean Reynls, Sigurður Oddgeirsson og Sigurjón Jóhannsson. (Ljósmynd: TÍMINN, GE.) Hemlaískur og si- renur á kvikmynd Það ískrar í hemlum — örvænt ingaróp gellúr við — síðan verð- ur allt hljótt. En sú þögn varir ekki lengi — innan stundar hef- ur matmgrúi safnazt saman — hef ur en,n þá einu sinni orðið slys, segir einhver, og sú er raunin á. Það heyrist í sýrenum langar ieiðir og þetta geigvænlega hljóð smýgur gegnum merg og bein og vekur ugg í brjósti manns. Sjúkra- bíll og lögreglubíM kprna þiójaníji og litlu telpunni, sem varg fyrir bílnum, er lyft á sjúkrabörurnar. Það er slysavika á Landakoti og hvíti bíllinin með rauða kross- inum ekur þangað hratt og ör- Viltu dísil í gamia bílinn? í gær opnaði Ford umboðið Sveinn Egilsson h.f. bíla- og vélasýningu að Laugavegi 105. Eru þar sýndir tveir nýir, enskir Fordbílar, en aðalléga mun þó sýningin eiga að kynna íslendingum dísilvélar af Ford gerð, sem fáanlegar | eru í flestar gerðir bifreiða. Vélar þessar eru af ýmsum | stærðum, fáanlegar í alla bíla frá! jeppum og öðrum smábílum upp í stóra vöru- og fólksflutningabíla. \ Á sýningunni eru m. a. leigubíll, tegund Chevrolet ’57 með Ford dieselvél, Dodge Weapon bíll og Ford vörubíll, sinn með hverri stærð Ford dieselvélar. Vélarnar eru að vísu dýrar í innkaupi, en ekki ólíklegt, að þær geti borgað sig samt, því að þær eyða færri lítrum af eldsneyti en benzínvélar og endast þar að auki lengur. Eig- andi Weapons bílsins taldi, að hans bifreið eyddi nú 8 lítrum af hráolíu á hverja 100 km í stað 20 ’ílra af benzíni áður. — EinnU r á sýningunni Ford dieselvé’ Muð í bát. Tveir Ford bílar eru sýndir, Con ;1 315 og Consul Capri. Capri er nýtt sportmódel með „hardtop ", svo nýtt, að það er ekki eiriu sinni komið á markaðinn í framleiðslu- landinu ennþá. ugglega — þetta er ekki fyrsta ferðin þeirra í dag. Og aftur ískrar í hemlum, en í þetta skipti heyrist ekki örvænt- ingaróp, heldur nokkrar sundur- lausar setningar *— er ekki lækn- ir á vakt, það hefur orðig bílslys. Litla, lífvana likamanum er lyft úr bMnum og borinn inn á sjúkra- húsið, áfram upp stigann og upp á aðra hæð, þar sem hjúkrunar- lið tekur vig henni. Stanzið, við þurfum að taka þetta atriði aftur, segir kvikmynda tökumaðurinn og hringsnýst. Hvað, segir ef til viM annar, er þetta allt saman tilbúningur? Já, í þetta skipti er aðeins um kvikmynd að ræða, en það er lífca verið að kvikmynda atvik, sem því miður kemur næstum daglega fyrir í umferðinni. Vi-ð erum stödd við upptöku kvikmyndar, sem Slysavarnarfé- lag íslands hefur veit-t fé til að láta gera. Myndina á að nota við umferðakennsiu í skólum. Umferðakennslá var fyrir skömmu lögboðin námsgrein í skólum og hefur Jón Oddgeir Jóns son verið skipaðúr námsstjóri í umferðakennslu, en hlutverk hans er aðallega að sjá um framkvæmd kennslunnar og að þjálfa kenn- arana. Áður hafði Ólafur Guðúi,- son lögregluþjónn kennt umferða- reglur í skódum á vegum lögregl- unnar. Reynir Oddsson stjórnandi kvik myndafyrirtækisins Borgfilm hef- ur samið handrit þessarar kvik- myndar og annazt kvikmyndatök- una, en Fræðslumyndasafn fræðslu miálastjórnarinnar sér um rekstur og annast alla nauðsynlega fyrir- greiðslu í sambandi við kvikmynd- ina. Einnig hafa lögregla, slökkvi- lið og starfsfólk Landakotsspítala vei-tt góða aðstoð. Myndin er um tvær litlar telp- ur, sem leggja af stað í ferðalag á hjólunum sínum, glaðar og á- nægðar. En ferðalag þeirra end- ar með slysi, og sést aðdragandi þess og afleiðingar greinilega Myndin er einkum ætluð til að hafa þannig áhrif á bömin, að þau gefi umferðakennslunni meiri gaum, er þau hafa ség hana. Þetta er þriðja fræðslukvik- myndin, ætluð til notkunar við kennslu, sem tekin er hér á landi. Þessi mynd er þó langfullkomn- ust, er um 15—20 mínútna löng og verður bæði með tali og tón. Kvikmyndatakan hófst seint í október, og er jafnvel gert ráð fyrir, að hún verði tilbúin um ný- ár, Myndin verður síðan á vegum (Framhalr) a -iðu Á myndinni sést, er Reynir Oddsson kvikmyndar slökkviliðsmenn, sem flytja sjúklinginn inn á sjúkrahúsið. (Ljósmynd: TÍMINN, GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.