Tíminn - 08.12.1961, Side 3

Tíminn - 08.12.1961, Side 3
T í M I N N, föstudaginn 8. desember 1961. 3 Bardagarnir verða stðð- ugt harðari í Katanga NTB—Elisabethville, 7. des. Bardagar voru harðir í gær milli herliðs Sameinuðu þjóð- anna og Katangaherliðsins í Elisabethville, en vígstaðan hefur ekkert breytzt þar enn, svo vitað sé. Samtímis héldu flugvélar Sameinuðu þjóðanna uppi loftárásum á samgöngu- æðar og aðra hernaðarlega mikilvæga staði. Bardagar hafa líka orðið við Manono í Norður-Katanga og við Kam- ina og hefur herlið Sameinuðu þjóðanna á þessum stöðum hrundið árásum Katanga- manna þar. Tsjombe er kom- inn til Katanga. Bardagar héldu áfram í dag í Elisabethville. Er þetta þriðji dag- urinn í röð, sem þar er barizt. Það var sérstaklega í úthverfunum, sem baráttan stóð og var barizt þar með byssum og sprengjum. Nyrðri hluti borgarinnar var um kvöldið orðinn alveg einangraður og var fraið að bera á matarskorti þar. Launsátur Herlið Sameinuðu þjóðanna not- aði brynvarða bíla til að verja stöðvar sínar í nágrenni borgarinn- ar. Það hefur gefið út aðvörun til borgaralegra Evrópumanna, og seg mir þar, að ráðizt verði á þá, ef þeir hætti ekki að vega að herliði S. Þ. úr launsátri. Loftbrúin lögð niður Skotið var úr borginni á banda- rísku flutningaflugvélarnar, sem fluttu herliði S. Þ. gögn og vistir. Skemmdist ein þeirra og varð hún að lenda. Seinna lét bandaríska ut- anríkisráðuneytið leggja niður loft brúna frá Leopoldville til Elisabeth ville o.g Kamina vegna árásar þess- arar. Kveikt í flugskýli Meðan barizf" var í Elisabeth- ville héldu sænskar og indversk- ar orrustuþotur uppi stöðugum loftárásum á hernaðarlega mikil- væga staði, flugvelli og samgöngu- æðar. Orrustuþoturnar hafa bæki- stöðvar sínar i. Kamina. Þær kveiktu í flugskýli, þar sem ein Katanga-orrustuþota var geymd. Þær héldu einnig uppi skothríð á brúna yfir Elva Lufira, en vegur- NTB — Osló, 7. desemerb. — Mín regla er, að ekki megi beita valdi. Andstaðan gegn kyn- þáttakúguninni verður að vera í mynd óvirkrar afstöðu. Það ríkir ekki fríður nú sem stendur í Suð- ur-Afríku. Hvenær sem þjóð er kúguð, ríkir ekki friður, fyrr en okinu er aflétt. Friður er hlutur, sem rikir í brjósti manna. Þetta sagði Lutuli, firðarverðlaunamaður inn frá Suður-Afríku, þegar hann steig út úr flugvélinni á flugvellin um við Osló í dag. Lutuli kom rétt fyrir klukkan inn yfir hana tengir Elisabethville og Jadotville. Náðst hefur samband við 15 fanga úr herliði Sameinuðu þjóð- anna, sem Katangamenn tóku hönd um í síðastliðinni viku. Eru þeir við góða heilsu. Drepið þá alla! Ríkisstjórnin í Katanga hefur skorað á landsmenn að hefja al- gert stríð gegn S. Þ.. Upplýsinga- málaráðherra stjórnarinnar, Albert Nyembo, las upp ávarp þar að lút- andi í Katanga-útvarpið, og var á- varpið síðan endurtekið í útvarp- inu á stundarfjórðungs fresti all- an daginn. í ávarpinu var skorað á svarta og hvíta að grípa til vopna og drepa alla hermenn Sameinuðu þjóðanna, hvar sem þeir sæju þá. Stríðinu væri ekki lokið, fyrr en síðasti hermaður S. Þ. yfirgæfi landið eða dæi. Fallhlífalið Allar verzlanir og skrifstofur í Elisabethville voru lokaðar um daginn, en að öðru leyti gekk borg arlííið sinn vanagang, þrátt fyrir bardagana. Fallhlífalið Katanga- manna er bakhjarl Katanga-herliðs ins. Þeir munu vera orðnir þreytt- ir en óbugaðir. Þeir grafa nú sem óðast vígstöðvar við veginn út á flugvöllinn. Um 7000 Evrópumenn eru nú í 'Elisabethville. Flestir þeiira halda sig innan dyra, en sumir halda stöðugt uppi skothrið á herlið S. Þ. úr launsátri. NTB—London, 7. desember. Macmillan forsætisráðherra sagði í dag í brezka þinginu, að Bretland og Bandaríkin væru næstum einu ríkin, sem styddu aðgerðir Sameinuðu sjö um kvöldið á Fornebu-flugvöll. Kona hans, Nokukanya, var í fylgd með honum. Hann hafði fengið 10 daga brottfararleyfi til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nob els af norska stórþinginu. Mikið fjölmenni hyllti hann á flugvellin- um. — Eg nnin aldrei hætta barátt- unni fyrir mannréttindum þjóðar minnar. Við munum skipuleggja verkföll og sýna alla mögulega and stöðu, án þess að beita- valdi, sagði Lutuli blaðamönnum á flugvellin- um. Indverskir herflokkar hafa hrundið árás Katangamanna á Man ono í Norður-Katanga. Þar urðu snarpir bardagar og hafa einhverj ir fallið, en ekki er vitað, hve marg ir þeir eru. Um kvöldið urðu átökin í Elisa bethville enn harðari. Var mikil skot- og sprengjuhríð á báða bóga. Tsjombe er nú kominn til Kat- anga og er nú á leið til Elisa- bethville frá landamærum Rhod- esiu. Aðalfulltrúi Sameinuðu þjóð- anna i Kongó, Sture Linner, gaf í dag skýrslu til aðalstöðvanna í New York, þar sem hann segir, að Katangaher hafi áætlað alls- herjar áhlaup gegn herflokkum samtakanna, en gagnáhlaup her- flokka S. Þ. hefði komið í tæka tíð. Hann sagði einnig, að lið S. Þ. hefði sýnt ítrustu' þolinmæði í Katanga, en með áframhaldandi biðlund hefði líf starfsmannanna verið í mikilli hættu. Síðustu fréttir U Thant upplýsti um kvöldið, að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði ákveðið að halda áfram flutn ingum fyrir herlið Sameinuðu þjóðanna í Elisabethviile, þrátt fyr ir skaðann, sem varð á einni flug- vélinni, þegar skotið var á hana. Um kvöldið gerðu S.Þ.-orrustu- þotur árás á flugvöllinn í Jadot- ville og eyðilögðu fjórar Katanga- fiugvélar„sem þar voru. þjóðanna í Kongó, og sýndi það afstöðu brezku stjórnar- innar til þeirra mála. Macmillan sagði, að enginn verulegur munur væri á afstöðu Breta og Bandarikjamanna í Kongódeilunni. Hann sagði einn- ig, að hann og Kennedy myndu ræða Kongómálið á Bermuda- fundinum. Trygging S.Þ. Home lvarður, utanríkisráðherra Breta, sagði í dag í lávarðadeild- inni, að framkvæmdastjórn Sam- einuðu þjóðanna hefði fullvissað brezku ríkisstjórnina um. að að- gerðir samtakanna í Katanga hafi aðeins ferðafrelsi og öryggi starfs manna samtakanna þar að mark- miði. 1 Home lávarður sagði, að ástæða væri til að óttast, að Kongódeil- an gæti leitt til baráttu, sem gæti spilt lfyrir Sameinuðu þjóðunum Herlifs samtakanna ætti að tak- marka sig við að halda ættbálk- unum og flokkunum hverjum frá öðrum og halda þannig uppi reglu. Mjög æskilegt væri, að Tsjombe Katangaforseti og Adouia forsæt- 'isráðherra Kongó kæmu saman til fundar. Luthuli kom inn til Oslo Bretar styðja SÞ í Katanga - sagði Macmillan í þinginu í gær Samþykktar sam- eiginlegar varnir NTB—Kaupmannahöfn, 7. desember. Danska þjóðþingið sam- þykkti í dag með miklum meiri hluta þátttöku Dan- merkur í sameiginlegum vörn- um með Vestur-Þýzkalandi. Voru 149 með en 13 á móti. Þeir, sem voru á móti, voru 11 þingmenn flokks Aksel Larsen og tveir aðrir þingmenn. í sameiginlegum vörnum felst það, að í stríði og í NATO-heræf- ingum verða danskar og vestur- þýzkgr hersveitir undir sameigin- legri yfirstjórn. Óró Talsverg óró var á svölum þings ins, þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Varð lögreglan að fjarlægja menn, sem vörpuðu dreifimiðum með mótmælum gegn frumvarp- Óeirðir í Salisbury NTB-Salisbury, 7. desember — Lögreglan í Salisbury notaði kylfur og táragassprengjur til að derifa hóp Afríkumanna, sem söfn uðust saman fyrir framan lögreglu stöðina til að mótmæla nýju stjórn arskránni. Lögreglan skaut yfir höfuð mannfjöldans. Einn maður lézt í átökunum. Lögreglan hefur handtekið næst um 500 konur, sem gerðu uppþot ápamt börnum sínum við brezka sendiráðið. Stjójmarskráin gekk í gildi í gær. I henni er gert rág fyrir, að Afríkumenn fái 15 af 65 þing- sætum. Hörð gagnrýni á áætlanirnar NTB-Moskva, 7. desember — Samgöngumálaráðherra Sovét- ríkjanna, N.D. Psurtsev, sagði í dag’ á fundi í æðsta ráðinu, að útvarps- og sjónvarpskerfi í Sovét rikjunum væru mjög léleg á með an Sovétríkin senda sem óðast menn og geimskip umhverfis jörð ina. Sagði hann, að þetta virtist mótsagnarkennt, en sannleikurinn væri sá, að um 60 af hundraði sjónvarpstækja kæmi gallað úr verksmiðjunum. Forstjóri Sovétlýðveldisins Az- erbaidsjan, Verizov, gagnrýndi harðlega áætlanaskrifstofu ríkis- ins fyrir ruglingslegar áætlanir. Oft hefur verið hætt við næstum fullgerðar framkvæmdir og byrj- að á öðrum. Hann sagði einnig. að íbúðabyggingaáætlun Azerbaid sjan stæðist aðeins 44% og að 200 af 700 verksmiðjum þar hefðu ekki uppfyllt áætlun síðastliðins árs. í æðsta ráðinu er nú verig að ræða áætlun næsta árs og eru menn ósparir á gagnrýni eins og fram kemur í ræðum þessara tveggja manna. inu. Eftir þingfund var haldinn mótmælafundur, en þar kom ekki til neinna óeirða. Aksel Lars-en sagði, að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en sú tillaga hlaut engan byr. Svaraði Sovétríkjunum Krag utanríkisráðherra sagði á þingfundinum,, að fullyrðingar Sovétstjórnarinnar um, að landið væri verkfæri í höndum vestur- þýzkra afturhaldssinna, væri fár- ánleg. Danmörk hefði jafnt sem Sovétríkin, rétt til að gæta örygg is síns Attlee fékk hjartaslag NTB — London, 7. desember. Attle lávarður, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands fékk í dag hjartaslag og liggur hann nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Tal- ið er, að hjartaslagið stafi af maga sjúkdóm, sem Attle hafði fengið. Síðustu fréttir herma, að líðan hans sé farin að skána. \ Bók um Schweitzer Setberg hefur gefið út bók um Albert Schweitzer eftir Titt Fasmer Dahl í bóka- flokknum Frægir menn. Hefur Freysteinn Gunnarsson skóia- stjóri annazt ritstjórn bókar- innar og þýtt hana. Albert Schweitzer er svo alkunn- ur, að ekki þarf að segja lesendum grein á honum, enda talinn einn hinn merkasti samtímamðaur okk- ar, sem nú iifum. Þégar hann hafði á ungum aldri náð tindi mik- illar frægðar, sneri hann sér að læknisfræði og helgaði síðan alla krafta sína svörtum þjóðum í Afríku. Meðal þeirra hefur hann starfað í nálega fimmtíu ár við sí- vaxandi orðstír og hlotið að laun- um vináttu þessa fólks. Færðin lít- ið betri Færðin á vegum ínnanlands var í gær lítið betri en í fyrradag. 12 bílar fóru i lest yfir Holtavörðu- heiði, og voru um klukkan sjö í gærkvöldi komnir í Fornahvamm. Þar á meðal var Norðurleiðarútan frá Blönduós, sú sem fór norður í fyrradag. Ferðin niður Norðurár- dal gekk seinlega, þar sem snjór varorðinn þungur á veginum. Kominn til Bruxelles NTB — Brussel, 7. desember. Edward Heath, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, kom í dag til Brussel til að taka þátt í ráðherra- fundum Sammarkaðsríkjanna. — Hann hóf þegar fundi með brezku sendinefndinni á staðnum til þess að undirbúa afstöðu brezku nefnd- arinnar á fundunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.