Tíminn - 14.01.1962, Síða 9
Grænar bæjarrústir eyðibýl-
anna víðs vegar í dölum landsins
hafa sín sérstöku áhrif á ferða-
manninn, sem athugar þær. Þær
leita á hugann, og ferðamaðurinn
fer að velta því fyrir sér, hvernig
það mannlíf hafi verið, sem þar
var lifað. En rústirnar eru þögul-
ar yfir gleði og sorgum, ást og
hatri liðinna kynslóða. Hvaða
fólk bjó í þessum bæ? Var það
hamingjusamt? Hver var reynsla
þess? Allar þessar spurningar
leita á hugann.
Sennilega hefur fólk eyðibýl-
anna átt margar ánægjustundir,
þrátt fyrir einangrun og erfið-
leika vetiarins. En á sumrum hef-
ur það notið fegurðar fjalldal-
anna og lifað í nánu sambandi
við náttúruna. Þá hefur samband
þess við liúsdýrin gert líf þess
fyllra og auðugra í einangrun-
inni.
f íslenzkum þjóðsögum er sagt
móðir Guðný Jónsdóttir frá
Kelduskógum. Hann missti föður
sinn ungur og ólst upp með móð-
ur sinni.
Sigfús var frábær röskleika-
maður og því við brugðið, hve
fljótur hann var á fæti. Talið var,
að hann hafi stokkið léttilega
yfir söðlaðan hest, og honum var
það leikur einn að taka stekk-
lamb á spretti. Guðjón Brynjólfs-
son segir eftirfarandi sögu um
hvatleik Sigfúsar:
„Dánarbú séra Markúsar Gísla-
sonar á Stafafelli var selt við op-
inbert uppboð vorið 1891. Vetur-
inn áður var hinn bezti og kvik-
fénaður því í afbragðs ástandi.
Gemlingarnir, sem þar voru seld-
ir, voiu ágætlega framgengnir
og urðu óþægir í snúningum, þeg-
seldfrifast1* Af uppboðsþTnginu Sér lnn eftir F'^austaSada! úr ÁlftaflrSi, allt til Jökulgllstlnda, en handan
var fjöldi manns, Og þar á meðal Þeirra og þó nokkru norSar, er Víðidalur milli Hofsjckuls og Vatnajökuls,
Sigfús og Jón, sonur hans. Þeg- Þar var býllð Grund, sem frá greinir í þessum þætti.
bók og Pétursbók. Þá voru Pass-
íusálmar allir sungnir á föstunni.
Helztu rímur, sem kveðnar voru,
eru þessar:
Svoldarrlmur, Númarímur,
Bernódusarrímur og rímur af
Reimari og Fal. Svoldarrímur
voru handritaðar. Þá voru til
kvæðabækur Jóns Þorlákssonar
og Stefáns Ólafssonar. Þær Ragn-
hildur og Helga kunnu mikið af
andlegum kvæðum: Veroniku-
kvæði, Agnesarkvæði, Ellefu þús-
und meyja kvæði og fleira. Þeir
Sigfús, Jón og Bjarni, bróðir
Helgu, en hann var lengi í Víði-
dal, kváðu allir rímur og fólkið
tók undir það, sem það kunni.
Bjarni átti harmoniku og lék oft
á hana og var þá sungið með
harmonikunni.
Af þessn má sjá, að oft hefur
verið glatt í Víðidalsbaðstofu,
þótt, langt væri til byggða.
Stundum var spilað á spil og
Utílegumannadalur milli
frá útilegumannadölum inni á
milli jökla. Þar var gróðurinn
meiri, sauðféð vænna og menn-
irnir stærri og sterkari en í
byggðinni. Sá dalur, sem hér
verður gerður að umtalsefni, lík-
ist útilegumannadölunum. Það er
Víðidalur í Lóni. í þessu greinar-
korni verður ekki sögð saga Víði-
dals, en aðeins drepið á nokkur
atriði úr reynslu síðustu ábúend-
anna þriggja, sem bjuggu þar á
nítjándu öldinni.
Sumarið 1882 fór Þorvaldur
Thoroddsen í Víðidal í rannsókn-
arferð sinni um landið. Fylgdar-
maður hans var Sigfús Jónsson,
sem þá bjó á Hvannavöllum í
Múladal, dalabýli, sem hefur ver-
ið í eyði, frá því að Sigfús flutti
þaðan. Sigfús var bráðröskur
ferðamaður og kunnugur á þess-
um slóðum.
Þegar þeir Þorvaldur og Sig-
fús komu í dalinn, var hann vaf-
inn í grasi og víðikjarri. Leizt
Sigfúsi svo vel á þennan fagra
dal, að þegar bóndinn á Múla
sagði honum upp ábúðinni á
Hvannavöllum síðar um sumarið,
ákvað hann að flytja í Víðidal.
Hafði hann þá búið í 17 ár á
Hvannavöllum.
Víðidalur liggur á hálendinu
milli Vatnajökuls og Hofsjökuls
eystri bak við Geithellna- og Hofs
dal. Dalurinn liggur frá suð-
austri til norð-vesturs og er á að
gizka 15—18 kílómetrar á lengd,
en botn hans er talinn 439 metra
yfir sjávarmáli. Hann er mjög
grasi vaxinn, og í hlíðum hans er
birkikjarr, en eftir honum renn-
ur Víðidalsá og á grundunum
meðfram henni eru víðirunnar á
víð og dreif. Þarna er sumarfag-
urt, en á vetrum er dalbotninn
oftast undir gaddi.
Áður en Sigfús flutti í Víðidal
höfðu tveir ábúendur búið þar,
en báðir stuttan tíma. Stefán Ól-
afsson hinn sterki frá Húsavík
eystri byggði þar fyrstur, en á
eftir honum bjó þar eitt ár Þor-
steinn Hinriksson frá Hafursá,
en hann fórst þar í snjóflóði, sem
féll á bæinn. Er það önnur saga,
sem ekki verður sögð hér.
Vorið 1883 flutti Sigfús Jóns-
son frá Hvannavöllum í Víðidal.
Með honum var Ragnhildur Jóns-
dóttir, kona hans, ættuð úr Suð-
ursveit og Jón sonur þeirra, þá
19 ára að aldri. Öll voru þau sam-
taka um að flytja í Víðidal og
Voru þar aðeins þrjú fyrsta árið.
Faðir Sigfúsar var Jón Guð-
mundsson frá Vaði í Skriðdal, en
Brot úr sögu byggðar í Víðidal í Lóni á nítjándu öld,
Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, skráði.
ar reka átti gemlingana í rétt,
sluppu tveir þeirra og voru eltir,
en þeir voru miklu meira í lofti
en á jörðu. Sigfús stóð og horfði
á þóf þetta, en er honum tók að
leiðast, fleygði hann frá sér treyj
unni og tók á sprett á eftir geml-
ingunum. Greip hann þegar ann-
an þeirra og afhenti þeim, er
næstur var, en síðan gerði hann
hinum s'ömu skil. Horfðu menn
undrandi á þetta, og það töldu
allir víst, að á jafnsléttu mundi
hann hlaupa uppi tófu. — Er
þetta eitt dæmi af mörgum um
snarræði og fimi Sigfúsar. Jón
sonur hans, líktist mjög föður
sínum um allt atgervi, en mun þó
tæplega hafa verið jafnoki föður
síns.“
En Sigfúsi var fleira til lista
lagt. Hann var einnig ágætur
söngmaður. Telja margir, að þeir
hafi aldrei heyrt eins fagra söng-
rödd, og hann mundi hafa orðið
víðfrægur, hefði hann lært söng.
Var Sigfús óspar að skemmta
fólki með söng, þegar hann var
hreifur af víni.
Tveir menn eru nú á lífi, sem
ólust upp í Víðidal. Annar þeirra
er Sigfús, sonur Jóns. Hann er
fæddur í Víðidal. Hann er nú
á Bragðavöllum í Hamarsdal um
sjötugt. Hinn maðurinn, sem
einnig á æskuminningar úr Víði-
dal, er Helgi Einarsson fyrrv.
hreppstjóii á Melrakkanesi í
Álftafirði. Hann var í Víðidal í
6 ár frá 6—12 ára aldurs. Man
hann því búskaparhætti og heim-
ilisbrag allan á þessum afskekkt-
asta bæ á íslandi, þar sem dag-
leið var til byggða og tveggja
daga ferð i kaupstað, þegar farið
var til Djúpavogs.
Helgi hefur sagt mér ýmislegt
af því, sem hér fer á eftir.
Frá Hvannavöllum í Víðidal er
um 6 klukkustunda lestaferð.
Byrjað var að flytja um fardaga-
leytið, þegar snjóa leysti, og
fluttir alls 80 hestburðir í Víðidal
um sumarið, búslóð og byggingar-
Þetta er mynd af lltlum hluta f5!a--:-’:or'ts. Sést au-t j'horn ’/atnajökuls
og Hofsiökuls eystrl, en þv á —ilidalur, og stóð býliö Grund þar
í miðjum dal þar sem kross er gerður.
efni. Bjó fólkið fyrst um sig í
gömlu húsatóftunum og bjó í
þeim fyrsta veturinn. En árið eft-
ir byggðu þeir íbúðarhús innar á
grundinni, þar sem snjóflóða-
hættan var minni og kölluðu bæ
sinn Grund. En gripahús voru
byggð um sumarið jafnframt
flutningum og heyskap. Eigi hafa
þeir feðgar þurft að kvarta um
atvinnuleysi það sumar.
Fjáreignin var ekki mikil eftir
harða veturinn 1881. Alls áttu
þeir feðgar 60 ær, 15 sauði og 15
gemlinga. Fært var frá 40 ám
þetta fyrsta sumar í Víðidal og
fleiri síðar. Úr sauðamjólkinni
var unnið smjör, skyr og ostar
og tryggði það fólkinu gott fæði.
Túnið var allt víði vaxið og
slægjur engar. Var erfitt verk að
hreinsa víðinn úr túninu. Sláttur
byrjaði ekki fyrr en í 17 viku
sumars fyista árið. Þá var slegið
í kringum bæinn og Hvannastóð-
in og fengust þar 30 hestar. Alls
varð heyfengur aðeins 64 hest-
burðir þetta fyrsta sumar.
Alls bjuggu þeir Sigfús og Jón
félagsbúi í 14 ár í Víðidal. Þeir
fluttu þaðan að Bragðavöllum í
Hamarsdal 1897.
í Víðidal kvæntist Jón Helgu
Þorsteinsdóttur og þar fæddust
þrír drengirnir þeirra. Fólkinu
fjölgaði brátt á bænum, og voru
flest árin um 10 manns í heimili.
Hagar voiu litlir fyrir fé í Víði-
dal á vetrum, og var það því oft-
ast haft úti í Kollumúla, nema
lömbin voru heima. Hagsæld var
góð í Kollumúla. Engin fjárhús
voru þar, og þurfti því stundum
að gefa því þar á gaddinn, þegar
hagleysur voru.
Ekki var útvarpið til skemmt-
unar í Víðidal og enginn sími til
að tala við nágrannana. Þar varð
fólkið að skemmta sér sjálft. Og
til þess voru ýmsar leiðir.
A vetrarkvöldum var helzta
skemmtunin að lesa upphátt fyr-
ir fólkið og kveða rímur, meðan
það sat við vinnu sína. Lásu þeir
feffgar til skiptis. Helztu bækur,
sem lesið var úr, voru þessar:
íslendingasögur, Noregskonunga-
sögur, Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
/Riddarasögur og blaffið Austri.
Auk þess voru lesnir húslestrar
á hverju kvöldi og helgum dög-
um, úr Strums-hugvekjum, Jóns-
þá oftast alkort, nema á hátíðum
var spilað púkk eða marjas. Þó
var aldrei spilað á stórhátíðisdög-
um.
En fólkið gerði fleira á kvöldin
en að lesa, kveða og syngja. Á
veturna var unnin ull til vaðmála
og í öll nærföt og sokkaplögg.
Ekkert var keypt úr kaupstað.
Menn gengu eingöngu í heima-
unnum fötum.
Gerðist ekki eitthvað af dular-
fullum fyrirbrigffum þarna í þess
um afdal? Það er ekki ólíklegt,
að lesandinn spyrji svo. En
hvorki hafa þeir Jón á Bragða-
völlum eða Helgi á Melrakkanesi
talið, að þeir myndu nema eitt
atvik slíkt frá verunni í Víðidal.
Og hér kemur sagan:
Eitt sinn meðan þeir Jón og
Sigfús bjuggu i Víðidal lagði mik
ið hjarn í Kollumúla, en fé
þeirra Viðidalsmanna gekk þar
þá úti sem oftar. En þá var fénu
talin hætta búin þar af brattlend
inu, ef þess væri ekki gætt með-
an hjarnið væri. Það varð því að
ráði, að þeir Jón og Bjarni færu
þangaff að gæta fjáiins. í Kollu-
múlanum var göngukofi í svoköll-
uðu Stórahnausnesi, skammt frá
Jökulsánni. Þar er landslagi þann
veg háttað, að ytra megin *við kof
ann er hóll víði vaxinn, en
skammt fyrir framan hólinn
myndast hryggur. í kofanum
voru hlóðir er þeir elduðu sér
mat á, til eldiviðar var mest við-
ur, er tekinn var þar í kring og
mest á hólnum.
Eina nótt dreymir Jón, að hann
sé úti fyrir kofanum, og þeir báð
ir Bjarni og hann. Hann þykist
vita í draumnum, að þeir séu suð
ur í Kollumúla að gæta fjár. —
Hann man einnig, að þeir eiga
von á Einari Jónssyni í Smiðju-
nesi til að sækja kindur, sem
voru „úti á milli fluga“ en sá
staður er yzt í Múlanpm.
Þegar þeir eru þar úti staddir,
þykist.Jón sjá, að maður kemur
gangandi utan fyrir hólinn inn
ölduhrygginn og stefnir til þeirra.
Hann þykist þá segja við Bjarna,
að þarna komi nú Einar að
sækja kindumar. En þegar mað-
urinn nálgast, sér hann að þetta
er hærri maður en Einar. Þeir
bíða svo þarna, unz hann kem-
ur. Þegar hann er lcominn nær
alveg að þeim, lítur hann til
þeiiTa og segir: „Ætlið þið að
rífa allt þakið af kofanum mín-
um?“
Lengri varð draumurinn ekki,
(Framh. á 13. síðu
TÍMINN, sunnudaginn 14. janúar 1962.
9