Tíminn - 16.02.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 16.02.1962, Qupperneq 2
esu um fleir biöja hendur? hinum stærri atburðum ræður forsjónin, en yfir hinum smærri ert þú sjálfur herra. Ef til vill hlærð þú, þegar þú heyrir um alls konar smáhluti og atvik, sem gleðja sumt fólk, sem það hlakkar til dögum sam- an. En gáðu vel í eigin barm, þegar þú hefur lesið þetta grein arkorn og íhugaðu hvort þú gæt- ir ekki kannske fundið gleði og tilhlökkun í því sama og hér verður nefnt. Tökum sem dæmi mann nokkurn. Við nefnum ekk ert nafn, hann gæti heitið hvaða nafni sem er. Nú sem stendur á hann von á nokkrum hreinum skyrtum af þvottahúsinu, og hann hlakkar mikið til þess. Hann er nýbúinn að kaupa sér kaffikvörn og hengja hana upp í oldhúsinu og ætlar að vígja hana í fyrramálið. Hann hlakkar sannarlega til þess, því að nýmalað kaffi er þó alveg dýrðlegt. Hann hlakkar einnig mikið til að fá verkfæra kassann, sem hann pantaði fyrir nokkrum dögum, hann á von á honum á hverri stundu, og þá ætlar hann að reyna hvert ein- asta áhald, og það er margt, sem lagfæra þarf í ibúðinni. Svo á hann von á bréfi frá vini í Kaliforníu, sem hann veit, að muni hafa miklar fréttir að færa. Eínnig á hann von á bréfi frá Englending, sem hann hefur nokkur viðskipti við. Og reyndar á hann von á fleiri bréfum, svo að hann er alltaf mjög eftirvænt ingarfullur, þegar hann lítur í póstkassann. Eftirvæntingin er mjög sterkur þáttur í lífi þessa manns. Hún getur jafnvel rekið hann á fætur snemma á morgn ana til þess að gá í póstkassann. ekki af því að bréfin séu endi- lega svo þýðingarmikil, heldur aðeins af því að þau taka öll þátt í því að gera lífið skemmtilegt. Og það má ekki gleyma því mikilvægasta. Kunningjar ‘ hans uppi í sveit eiga hryssu, sem er fylfull, hún ætti eiginlega að vera búin að kasta, en hann hef ur ekkert heyrt um það enn þá. Bráðum kemur svo vorið, hann ætlar að kaupa bróðum litla flösku af sérstaklega góðri fernis olíu til að bera- á fiskistöngina. Hann vonast til að veiða á hana vænan fisk einn góðan veðurdag. Annars skiptir fiskurinn ekki svo miklu máli, heldur aðallega veiðitúrinn og veran úti i nátt- úrunni. Þessi maður reynir alltaf að finna sér eitthvað nálægt, sem hann getur hlakkað til. Eða með öðrum orðum, hann beinlínis lif- ir á tilhlökkuninni. Fyrir kemur þó, að áhyggjur hversdagslífsins fá yfirhöndina og ýta smáatrið- unum til hliðar. Þá er ekki mikið til þess að hlakka til, og þá er hann heldur ekki nærri því eins hamingjusamur eins og þegar hann er líka að vekja með sér nýja tilhlökkun og draga hana fram í dagsljósið. Jæja, lesandi góður, littu nú í eigin barm og íhugaðu, hvort þú er!t ekki ef til vill sammála greinarhöfundi um eitthvað það, sem hér hefur verið minnzt á. Ný tamningastöð Nokkrir áhugamenn í Hesta- mannafélaginu Herði í Kjósar- sýslu hafa í hyggju að starfrækja tamningastöð næstu mánuðina, og verður hún að Laugabóli í Mos- fellssveit. Húsakynni eru þar á- gæt og allur aðbúnaður hestanna hinn bezti. Félagsmenn í Herði ganga fyr- ir um að koma hestum í tamningu og geta menn snúið sér til Hreins Ólafssonar á Laugabóli og Sigurð- ar Jakobssonar í Reykjadal þessu viðvíkjandi. arnar sínar, eitt af öðru. Yfir einní þeirra varð hún furðu sleg in. Hún kom frá vanræktum, inn hverfum dreng, sem alltaf var með raunasvip á litla andlitinu og fylgdi henni eftir í frímínút- unum eins og hann væri skugg- inn hennar. Hann hafði teiknað hönd. Teikningin var greinileg. En hvaða hönd var þetta? Allur bekkurinn tók þátt í því að reyna að geta sér til um, hvaða hönd þetta væri. — Fröken, heldurðu ekki, að þetta eigi að vera höndin á jóla sveininum? spurði eitt barnanna. — Ég hugsa, að þetta sé hönd in á guði, gat annað sér til. — Það gæti einnig verið hönd á lögregluþjóni, af því að hann gætir þess að við verðum ekki fyrir slysi í umferðinni, bætti einn verðandi guðleysingi við. •— Ég hugsa, að þetta séu allar þær hendur í heiminum, sem hjálpa okkur, sagði mesti spek- ingurinn í bekknum, en það 'Var bara ekki rúm fyrir nema eina hönd á pappírnum. Kennslukonan hafði næstum gleymt drengraum sjálfum í gleði sinni yfir áhuga bekkjarins á þessu vandamáli. En þegar hún hafði fengið börnunum nýtt verk efni í hendur, fór hún til hans og spurði hann að því í hljóði, hvaða hönd þetta hefði verið, sem hann teiknaði á blaðið. — Það var höndin þín, hvísl- aði drengurinn feiminn. Þegar kennslukonan var setzt aftur, fór hún að hugsa um, að hún hafði ef til vill við og við tekið um hönd drengsins, en það gerði hún við öll börnin. Og að það mundi hafa svo mikla þýð- ingu fyrir hann . . . Ef til vill var þetta hlutur, sem hún ætti að vera þakklát fyrir. Ef til vill var allur leyndardómurinn fólg- inn í þessu: að vera þakklátur ekki aðeins fyrir dýrmætar gjaf- ir, heldur yfir hverjum þeim möguleika, sem mönnum veitist til þess að gefa öðrum eitthvað. Það eru ekki hinir stærri at- burðir, sem gefa lífinu gildi, heldur hinir minni. Því að yfir Nýlega var haldinn konunglogur dansleikur í Kaupmannahöfn. Dönsku konungshjónln, Friðrik og Ingiriður, tóku á móti gestum með mikilli viðhöfn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, er konungur ekki sem glaðlegastur á svlplnn. Það stafar þó ekki af því að hann kvíði fyrlr danslelknum, heldur er orsakarlnnar að leita til þess, að flibbinn er ein- um of þröngurl INNHEIMTA útvarpsafnotag jalda verður alltaf melra og melra vandamál, og þeim viðtækjum fjölgar æ melra I landlnu, sem ið- gjöld eru ekki greidd af. Það verð ur æ meiri nauðsyn, að forráða- menn útvarpsmála skilji þetta og breyti um til hins betra og hverfl frá vlllu þess vegar, sem leiðir til æ meira ranglætis og enn meiri vandræða og tekjumissls fyrir út. varpið sjálft. HEIMILT er nú samkvæmt reglu- gerð að elga fleiri en eitt útvarps- tæki á heimili, þótt iðgjald sé að- eins greitt af elnu. Þær reglur eru og í gildl, — að minnsta kosti til skamms tíma — að skyldugt var að tilkynna sölu vlðtækis, svo að útvarpsyfirvöld gætu fylgzt með því, hvert tækin færu og snúlð innhelmtu þangað. Þetta er farið út í veður og vlnd fyrir löngu, og útvarpstækin ganga manna á milli, án þess að útvarpið hafi um það skímu. Elnnig er skyldugt að greiða afnotagjald af útvarpstæki, sem fast er í bifreið manna, jafn vel þó að menn greiði annað Ið- gjald af tækinu í stofunnl hjá sér. Eigi máður hins vegar lítil ferða- tæki og beri þau úr stofu sinni út í bíl og noti þar, er ekki unnt að fylgajst með því eða heimta gjald af. Þess hefur heldur ekki orðlð vart, að útvarpið heimti gjöld af þeim, sem ganga með vasa tæki í vasa sínum eða smátækl I spennu um haus sér daginn út og lnn — jafnt inni sem úti. Það er ekki óalgengt, að maður heyrl allt í einu músik, þegar maður mætir mannl á götu — ekki sízt táning- unum svonefndu — og stafar það frá útvarpstæki, sem haft er í úlpu vasa, á úlnlið eða á höfði. í Banda ríkjunum er þetta enn algengara og einnig í Þýzkalandi t.d. og vafa laust víðar. Hér á landi færlst þetta sífelit í vöxt. ÚTVARPSTÆKI er ekki lengur mubla í stofu, heldur persónuleg- ur smágripur, sem maður ber eins og úrlð sitt og stillir helzt aðeins mátulega hátt fyrir sjálfan slg. Þetta er hin hraðfara þróun. Það verður ekkl lengur streltzt gegn þvi að breyta útvarpsgjald- inu. Annaðhvort verður að inn- heimta það sem álag á sölu við- tækja eða — sem betra er — að innheimta það sem nefskatt eins og kirkjugarðsgjald eða eitthvað þess háttar. Notkun útvarpsefnislns — en fyrir hana er gjaldið — fer ekkl lengur eftir því, hvort mað- urinn á tæki eða ekki, eða hve mörg tækl hann á, heldur eftlr því, hvort hann hlustar. Og það er nú staðreynd, að öll þjóðfn hlustar á útvarp núorðið. — Hárbarður. Kennslukonan hafði verið að reyna að skýra ofurlítið fyrir bekknum hugtakið iþakklæti. Nú bað hún þau, hvert um sig að _ teikna eitthvað, sem væri þess vert að þakka fyrir það. Meðan þrjátíu lítil höfuð beygðu sig yf- ir blöðin sín, hugsaði kennslu- konan um, hversu lítið þessi börn frá ömurlegu, þéttbýlu stór borgarhverfi hefðu til þess að vera þakklát fyrir. Hún vissi, að flestar teikningarnar mundu sýna stórar kökur, jólatré og stórkost leg leikföng. En svo komu þau með teikning EBE og stjórnarskráin XJmræðurnar um hugsanlega aðilrl íslands að Efnahags- bandalagi Evrópu halda áfram, og er þar margt að athuga. Er það mikilsvert, að umræður þessar haldi áfram, svo að mál ið liggi eins ljóst fyrir og unnt er á hverju stigi, og ekki verði hlaupið til vanhugsaðra ákvarð- ana. Eitt atriði, sem um cr rætt — og ekki hið veigaminnsta, hvort íslendingar geti yfirleitt gerzt aðilar í nokkurri mynd, nema að brcyta stjórnar- skránni. Um þetta mál ritaði Ólafur Jóhannesson, prófessor, stutta en glögga grein hér í blaðið í fyrradag. Hann segir m.a.: „Margir hafa spurt: Getur ísland gerzt aðili að Efnahags bandalaginu án þess að stjórn- arskránni sé breytt? Aðrir liafa sagt: Ekki telja Danir sig þurfa að breyta stjórnarskránni, þó að þeir gerist þátttakendur í Efnahagsbandalaginu, og hví skyldum við þá fremur þurfa að gera það? Þeir, sem þannig mæla, halda, að ákvæði dönsku grundvallarlaganna og ís- lenzku stjórnarskrárinnar séu nokkurn veginn samhljóða, að því er varðar samningsgerð rík is og önnur skipti þess út á við. En það er misskilningur að svo sé. í dönsku stjórnar- skránni frá 1953 er sérstakt ákvæði, 20. gr., er lýtur að þátt töku Danmerkur í alþjóðasam- starfi og alþjóðastofnunum. — Hliðstætt ákvæði er ekki í»ís- Icnzku stjórnarskránni. Áður höfð’u svipuð ákvæði og 20. gr. dönsku stjórnarskrár innar verið tekin upp í stjórn arskrám Frakklands, V.-Þýzka- Iands, Ítalíu, Hollands og e.t. v. fleiri ríkja.“ Breyfing virðist óhjákvæmileg Og enn segir Ólafur: „f 20. gr. dönsku stjórnar- skrárinnar segir, að í lögum sé heimilt að afsala innan þar nánar tiltekinna takmarka ivaldi, sem stjórnarskráin felur handhöfum ríkisvaldsins, og fá það í hendur alþjóðastofnun- um, er með gagnkVæmum milli ríkjasamningum hefur veriö fengið það hlutverk að efla al- þjóðasamstarf og alþjóðlega réttarskipun. Slík framsalslög eru því að- eins löglega samþykkt, að fimm sjöttu hlutar þjóðþingsfulltrú- anna gjaldi þeim jákvæði. Bráðabirgðalög koma þar því aldrei að haldi. Nái slíkt lagafrumvarp eigi tilskildum meirihluta í þjóð- þinginu, en sé þó samþykkt þar samkvæmt þeim reglum, er gilda um venjuleg lagafrum- vörp, getur ríkisstjórnin borið frumvarpið undir þjóðarat- kvæði, og fær það þá lagagildi, nema meirihluti þeirra kjós- enda er þátt taka í atkvæða- greiðslunni, hafni því, enda séu mótatkvæffin a.m.k. 30% allra atkvæðisbærra manna. Hér verður ekki farið út í nánari skýringu á þessu stjórn arskrárákvæði. En það er sam- kvæmt þessari heimihl og mcð þeim hætti, er þar greinir, sem Danmörk getur gerzt fullgildur aðili að Efnahagsbandalaginu, án þess að nokkra stjórnarskrár breytingu þurfi að gera. Ef þetta ákvæði væri ekki fyrir hendi er líklegt, að grundvall arlagabreyting hefði verið tal- in óhjákvæmilegt skilyrði fyrir fullri aðild Danmerkur. Það er því ljóst, að þó að (Framh á 13. síðu > 2 T f M IN N, föstudagur 16. febrúar 1962.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.