Tíminn - 16.02.1962, Page 14

Tíminn - 16.02.1962, Page 14
SS.XESroTE: Carl Shannon: ORLAGASPOR L hætti fljótlega við það. Eg skrúfaði tappann á flöskuna aftur, í hægðum mínum. Leif arnar af þessu víni varð ég að fara með heim, til þess að Jeff Craig gæti efnagreint það. Eg verð að biðja yður af- sökunar," sagði ég. „Mig lang ar að útbúa drykk handa okkur, en það er viskýið sem er eitrað." Forvitnin hljóp með mig í gönur. „Jana, hvers vegna var það svona áríðandi að ná mér í nótt?“ Hún fól andliti'ð orðalaust í höndum sér, og stundarkorn hefði mátt heyra saumnál detta í kofanum. Þegar hún leit upp, stóðu tár í augum hennar. „Gefið mér vindling Mikki,“ sagði hún. Eg kveikti í fyrir hana og hún saug fast að sér. „Pabbi og Nella lentu í hræðilegri rimmu í kvöld. Pabbi sakaði Nellu um að vera völd að dauða Follets. Hann sagðist ekki vita hvern ig hún hefði gert það, en sá er gætir lyfjabúðar sjúkra- hússins, hefði sagt sér að hún hefði tekið þar eitur. Pabbi sagði að Follett hefði dáið af eitri, en ekki verið skotinn." „Ó, andartak," greip ég fram í. „Hvernig gafst yður tækifæri að hJ.usta á þetta?1^ Jana fleygði vindlingsstúfn um á leirgólfið og steig ofan^ á hann. „Þau héldu að égí væri yfir í hinu húsinu, að spila við þá Jeff og Bonner' lækni.“ Hún var sjáanlega ag gefast af þreytu, svo ég lagði hand- legginn utan um hana. Hún færði sig fastar að mér. „Þökk, Mikki,“ sagði hún brosandi. „Það veitir víst ekki af þessu.“ Hún hallaði sér snöggvast upp að mér og hélt svo áfram: „Pabbi sagði að böndin bærust ag sér, og því, hefði hann játað fyrir herra: Harmon, að það væri hann sem hefði framið morðið.: Hann sagði Nellu, að svo kynni að fara,að hann slyppi við hegningu, vegna áleitni Follets við hana.“ Nú brast hún í grát. Eg tók um höfuð hennar og lét það hvíla upp við öxl mína. Síðan náði ég í vasaklút minn og þerraði augu hennar. „Gráttu, barn. Það róar,“ sagði ég. „Ó, Mikki, það er hræði- legt. Eg hefði aldrei getag trúað því,i|að pabbi minn segði slíkt' og þvílíkt Og eyðileggja stöðu sína og framtíð, fyrir annan eins kvenmann." „Þér megið ekki álasa föð ur yðar fyrir það,“ sagði ég. „Það er nú sannað mál, að Nella hefur verig ástmey Foll etts. Faðir yðar hefði haft gilda ástæðu til að verða viti sínu fjær af reiði. Eg geri ráð fyrir að þetta sé fyrsta skipti sem Nella hefur verið föður yðar ótrú, síðan þau giftust. Annars skil ég ekki hvers vegna hann hefði farið að taka út yfir hana.“ „Það held ég líka. Hún er góð við pabba, Mikki. Og ég veit að pabbi elskar hana — eða gerði það.“ „Hann elskar hana enn,“ sagði ég. „Annars væri hann 16 ekki að vernda hana þannig.“ Eg gaf Jönu annan vindling. Þá hefur hann ekki látið taka líkið og fleygja því í fljótið?" Það kom furðusvipur á fall ega andlitið hennar, sem var orðið mér svo mikils virði. „Sagðist hann hafa gert það?“ „Já það sagði hann í játn ingu sinni við Harmon í kvöld svaraði ég. „Eg fékk bréf hr. Harmons í kvöld.“ „En í rimmuni við Nellu kvaðst hann ekki vita, hver stolið hefði líkinu. Ef það á annað borð fyndist gæti það orðið afdrifaríkt fyrir hana.“ „Hvað sagði Nella við öllu þessu?“ „O, hún tók því með ró, til að byrja með Fyrst sagði hún alls ekkert, en svo kannaðist hún vig ástamök sín með Follett En hún sór þess dýran eið, að hún hefði ekki drepið hann.“ „Til hvers sagðist hún þá hafa tekig arsenikið?" Jana reyndi að hlæja, en það heppnaðist ekki vel. Hún kvaðst ætla að nota það til að útrýma rottum.“ „Það var töluvert einkenni leg tilviljun," sagði ég hæðnis lega. „Já, en Mikki,“ mælti hún. „Eg held að það sé mikið til i því. Sökin er sú, að hún hef ur eytt ótal rottum að undan förnu.“ „Já, já, getur verið,“ anzaði ég. „En hvað gerðist meira?“ „Nella sagðist ætla að fara til herra Harmons og segja honum upp alla söguna. Hún sagðist ekki eiga sök á morð inu. og ekki vilja láta þag við gangast, að maður hennar tæki í sig hegningu fyrir það, sem hvorugt þeirra hefði gert Svo - svo.“ Hún þagnaði andartak. í næturkyrrðinni heyrðum við trumbudyninn og tryllingsóp dansaranna. „Hvað svo?“ spurði ég vin gjarnlega. „Svo varð hún ævareið. Hún sagði: Hver veit nema þú sért morðinginn þegar allt kemur til aíls, og svo ætlarðu að telja mér trú um, að þú sért einhver hetja.“ Aftur brast hún í grát. í þetta sinn tók ég utan um hana með báöum höndum og þrýsti henni að mér. Eg fann mjúka, dökka hárið hennar bylgjast um vanga minn, og nam daufa ilmvatnsangan. Himnaríki í hreysi. Eg átti fullt í fangi með að stilla mig Mér hefði verið unun að sitja svona alla nóttina. „Er það meira, sem þú vilt segja mér, Jana?“ „Nei ekki til muna, Mikki,“ svaraði hún og brosti til mín gegnum tárin, af því ég hafði þúað hana. „Pabbi fór út í sjúkrahúsið, en ég skipti um föt og einsetti mér að reyna að leita þig uppi.“ „En hvers vegna?“ Mér var nauðsynlegt að fá að vita það. „Mikki, þú mátt ekki koma aftur án þess ag hafa fundið lík Folletts. Það hlýtur að vera einhvers staðar í frum skóginum. Eg ætla að sanna að faðir minn sé ekki morð inginn. Mér er sama um Nellu Hafi hún ekki gert það, hlýt ur hún að geta fært sönnur á það. En pabbi — Mikki — honum verð ég ag hjálpa.“ „Eg skal gera það sem ég get gert, Jana. Hver fylgdi þér hingað?" „Eg vissi hvert þú ætlaðir Piltarnir tveir sem hjálpa okkur eru báðir frá Salata. Eg gerði þeim boð og það var ekki langrar stundar verk að telja þá á að koma með mér. Svo fékk ég bílstjóra sjúkra hússins til að aka mér til landamerkjanna í vagni Jeff Craigs.“ „Veit ekki einhver hvert þú fórst?“ „Eg sagði Jeff ekki til hvers ég ætlaði að nota vagninn, en ég skrifaði pabba fáeinar línur. Hann hlýtur að vita núna hvar ég er niðurkomin. Eg bað hann að óttast ekki um mig, og kvaðst mundi koma i fyrramálið." „Og svo gekkst þú gegnum skóginn ag nóttu til,“ sagði ég og horfði á hana með að- dáun. Það þyrðu ekki margir af þeim nýkomnu. Mér líkar við konur sem kunna ekki að hræðast." „Þaö var ævintýri líkast, Mikki,“ svaraði hún. Piltar- nir voru með ljósker og þessi risavöxnu tré voru dásamleg í bjarmanum." „Já, og hlébarðamenn allt í kringum ykkur,“ bætti ég við. Hún yppti öxlum: „Hvað eigum við nú að gera, Mikki?“ „Þú átt að sofna í súminu mínu,“ sagði ég og benti á f®6r njótið vaxandi álits þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöð Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Þó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöít aðeins Kr. 20.50. Gillette ® er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vörumerkl. 14 T í M IN N, föstudagur 16. febrúar 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.