Tíminn - 13.03.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 13.03.1962, Qupperneq 8
Minmngarorð: Jóhanna Friðriksdóttir fyrrv. yfirljósmóðir t gær var til graxar borin frk. Jóhanna Friðriks- dóttir, fyrrver. yfirljósmóðir Fgeðingarc|eildar Landspítala íslands. Hún andaðist 5. marz á Landspítalanum 72 ára að aldri. Fröken Jóhanna, eins og hún var alltaf nefnd, var fædd að Galmarsstöðum í Arn arneshreppi í Eyjafirði 28. ág [ úst 1889. Foreldrar hennar voru Jakobína Sveinsdóttir ljósmóðir og Friðrik Jóhanns son bóndi, og kann ég ekki ætt hennar lengra að rekja. Munu aðrir, sem sjálfsagt eru ætt hennar kunnugri, gera það. Tíu daga gömul var hún tekin í fóstur til föðursystur sinnar, Helgu Jóhannsdóttur og Sigurðar Gíslasonar á Kú- gili í Þorvaldsdal og þar dvaldi hún til 12 ára aldurs, er hún flutti aftur til foreldra sinna. Haustið 1913 innritaðist hún í Ljósmæðraskólann. Þá var aðalkennari Guðm. Björnsson landlæknir og var henni æ síð an minnisstæð hin ágæta kennsla hans. Að námi loknu aðstoðaði hún móður sína, sem var ljósmóðir í Arnarnes hreppi 1 eitt ár, en þá var um dæminu skipt og gegndi hún öðru umdæminu í næstum átta ár. Haustið 1921 réðst hún í það að fara til Kaup- mannahafnar í i^-nska ljós- mæðraskólann og lauk þaðan prófi í september 1922. Hef- ur það þótt mikið í ráðizt í þá daga fyrir efnalitla ljós- móður, en ætíð síðan minnt- ist hún dvalar sinnar þar með mikilli þökk fyrir þá fræðslu sem henni hlotnaðist þar. Er heim kom, fór hún tíl Bolung arvíkur og dvaldi þar í tvö og hálft ár. Var það mjög erfitt Ijósmóðurhérað og þar reyndi mikið á dugnað hennar og þrek, sem hún var gædd í rík um mæli. Árið 1925 fluttist frk. Jóhanna til Reykjavíkur og hefur ávallt átt þar heima síðan. Þegar Fæðingardeild Landsspítalans tók til starfa var hún ráðin yfirljósmóðir þar. Fór hún þá fyrst til Þýzkalands og vann þar á tveimur fæðingarspítölum í Berlín.. Á heimleiðinni brá hún sér til Svíþjóðar og vann um tíma í Gautaborg. Stofnun fæðingardeildarinn ar var geysilegt brautryðj- endastarf, og vita engir nema sem til þekkja, hve mikla vinnu og erfiði hún lagði þar af mörkum. Ljósmæðraskóli íslands var einnig til húsa þar, og var hún að sjálfsögðu forstöðukona hans og kenn- ari. Á Landsspítalanum vann frk. Jóhanna til ársins 1949 er hún lét af störfum. Frk. Jóhanna var kona óvenjuleg- um gáfum gædd, hagmælt vel ritfær og hafði þvílíkt starfs- þrek, að undrun sætti. Vak- andi og sofandi bar hún vel- ferð nema sinna fyrir brjóstl, að ég tali ekki iim sængur- konurnar og börnin er hún hafði undir höndum. Eru það sjálfsagt margar konurnar, sem minnast hennar með hlý hug og þakklæti. Ljósmóður- starfið leit hún á sem köllun, en launagreiðslur i peningum lét hún sig litlu skipta. — Fáar ijósmæður hafa unnið jafn mikig fyrir ljósmæður og ljósmæðrafélagið, þótt marg- ar hafi vel gert. Kom það því af sjálfu sér, að henni voru fljótt falin mörg trún- aðarstörf fyrir Ljósmæðrafé- lag íslands. Ritari félagsins var hún frá 1929 til 1949, að hún var kjörin formaður, og var hún það til 1959 er hún lét af, því vegna vanheilsu. Einnig sá hún um útgáfu Ljósmæðrablaðsins frá því ag hún varð ritari félagsins, þar til á síðasta hausti. Með frk. Jóhönnu er fallin i valinn ein af duglegustu og fjölhæfustu ljósmæðrum þessa lands, og mun verka hennar lengi minnzt meðal þeirra sem nutu umsjár henn ar og handleiðslu. Frk. Jóhanna var mann- kosta kona, heilsteypt í hugs un, dugleg og fylgin sér. Þessir eiginleikar hennar komu í mörgu fram og þó helzt þegar mest á reyndi, en það var oft, því að enginn barf ag halda að lífsferill hennar hafi alltaf verið auð- ’/eldur og greiðfær. — Kona í hennar stöðu hlaut oft að þurfa að ráða fram úr ýmiss konar vandamálum, sem þeir, er utan við standa, vita ýmist ekkert nm, eða- skortir skiln- ing á réttu mati. Frk. Jóhanna hefur lokið löngu og giftudrjúgu starfi. sem lengi verðu.r munað. Ljós mæðrafélag íslands sendir henni kæra bökk fyrir henn- ar miklu störf og mun ætið minnast hennar með mikilli virðingu og bökk. Ég persónu- lega þakka frk. Jóhönnu fyrir alla vináttu og hjálpsemi í minn garð frá okkar fyrstu kynnum. Valgerður Guðmundsdóttir. Opið bréf tit póst- meistarans í Reykjavík Skömmu fyrir síðustu jól sendi póstmeistarinn í Reykjavík frá sér leiðbeiningapésa í flest eða öll hús bæjarins. Þar segir hann m. a.: „Póstmannastéttin, sem hefur með höndum póstreksturinn í land- inu, vill ekki láta sitt eftir liggja við að framkvæma þá þjónustu sem henni ber. Stéttinni er það ljóst, að þá fyrst má vænta veru- lega góðs árangurs af starfi, að vel- vild og góöur skilningur ríki á milli þeirra sem verkin vinna og þeirra sem unnið er fyrir.“ Því miður virðist mér, að hér skorti stundum mikið á, að fram- kvæmd af hendi póststjórnarinnar sé í samræmi við tilvísun póst- meistara i fyrrnefndum pésa. Það sem veldur því að ég rita þetta opna bréf til póstmeistara, er það, að síðast liðinn laugardags- morgun (10. þ.m.) póstlagði ég 65 ,bréf, sem ég lét í bæjarbréfapóst- kassa póstfiússins fyrir kl. - 8. Eg gerði að vísu ekki ráð fyrir að þau yrðu borin út fyrrihluta laug- ardags, en taldi víst'að þau yrðu flutt til viðtakenda síðdegis sama dag, en hef nú komizt að raun um, að ekkert bréfanna var borið út á laugardag. Öll voru bréfin frí- merkt, með greinilegri utanáskrift og heimilisfangi, en ekki ætlazt til að þau yrðu sett I pósthólf. Enn fremur skal tekið fram að ég merkti ekki bréfin með stöfunum N., NV. o. s. frv., enda tel ég það aukaatriði í ekki stærri bæ en Reykjavík er, enda finnst mér tals- verður vafi leiki á um átta-skamm- stöfun á kortinu yfir Reykjavík, sem birt er í símaskránni. Ef mið- að er við Austurstræti sem mið- depil (eða pósthúsið sjálft) virðist all-einkennilegt, að bréf sem t. d. eiga að berast á Laufásveg, Fjólu- götu og Smáragötu, skuli öll eiga að merkjast með stafnum N., því vissulega eru þessar götur ekki í norður, jafnvel þótt reiknað væri frá Tjörninni sem miðdepli. Annars vil ég taka fram, að ég hef um 39 ára skeið búið í Vestur- bænum, og get borið sérstakt lof á alla póstútburðarmenn, sém flutt hafa bréf til mín á Framnesveginn öll þessi ár. Sá er borið hefur þar út bréf nú síðustu árin, er Skúli Bjarnason. Virðist hann leggja sig mjög fram um að annazt sitt starf með sem mestri prýði og samvizku- semi. Vil ég hér með færa honum beztu þakkir fyrir kurteisa og sam- vizkusamlega framkomu. Sömu sögu hef ég einnig að segja af ein- stökum mönnum innan pósthús- veggjanna. Meðal þeirra, sem voru viðtak- endur bréfanna, eru tveir menn, sem starfa í sjálfu pósthúsinu. Af hreinni tilviljun mun öðrum þeirra hafa verið afhent sitt bréf síðdegis á laugardag, hinn hafði ekki feng- ið bréfið um ellefuleytið á sunnu- HIRÐING Að máltíð lokinni þarf að hreinsa burt matarleifar, sem enn sitja á tönnunum. Það verður bezt gert með tann- bursta. Tannbursti á að vera nægilega lítill, til þess að auð- velt sé að koma honum að öllum flötum tannanna að ut an og innan. Tennur skal bursta upp og niður, en tygg ingarfleti fram og aftur. Þess skal gætt við burstun jaxla að utan, að munnurinn sé hálflokaður. Þá slaknar á endingarbetri verður fylling- in. Af þessu er ljóst, að nauð- synlegt sé, að gert sé við all ar skemmdir sem fyrst. Því er það góð regla að láta skoða tennurnar og gera við þær skemmdir, sem finnast, reglu lega tvisvar á ári. Ef ekki líð ur lengri tími milli viðgerða, er ósennilegt, að skemmdirn ar nái að verða svo stórar, að tönnin sé í hættu. kinnum, og auðvelt er að beita burstanum rétt. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa þá og láta þá þorna vel milli notkunar. Ef tannbursti er ekki við hendina, þegar máltíð er lokið, er þó mikil hjálp i að skola munninn vel með vatni. Aldrei má þó gleymast að bursta tennur vandlega, áður en farið er að sofa. í nágrannalöndum okkar er algengt, að bætt sé efni, sem kallast flúor, í drykkjarvatn, og er talið, að það minnki tannskemmdir um helming. Þetta hefur ekki verið gert enn þá hér á landi. Þó er al- gengt, að þetta efni sé borið á tennur með góðum árangri. Þótt neytt sé hollrar fæðu, tennur burstaðar reglulega og flúor borið á þær, má samt búast við tannskemmdum. í sumum tilfellum geta bakter- íur komizt inn um lítið skarð í glerungunum og valdið stórri skemmd í tannbeininu, án þess að við verðum þess vör, og smærri holurnar er erfitt að sjá. Því minni sem skemmdin er, því sársauka- minni verður viðgerðin, og því Svona fer þótt ekki tapist nema ein tönn. Þarna hefur vinstri sexárajaxlinn í neðri góm verið tekinn. Allir jaxl- ar þeim megin í munninum skekkjast, bæði að ofan og neðan. Meiri hætta er á aukn um tannskemmdum. Hér er framhald listans yf- ir nokkur þeirra verðlauna, sem veitt verða fyrir góðar ritgerðir: Þórir Þrastason (Bókagerð- in Lilja), Tataratelpan (ísa- foldarprentsm. h.f.), Árni og Berit I,II,III, (ísafoldarprent- smiðja h.f.), Vinir frelsisins (Bókagerðin Lilja), Sleipnir (Norðri), Skriðuföll og snjó- flóð (Norðri), Stakir steinar (Norðri), Annika (Bókagerð- in Lilja), ísland í máli og myndum (Helgafell) Tungl- flaugin (ísafoldarprentsm ) Haldið fræðslugreinunum saman. Klippið þær úr blöð- unum. Geymið þær Fyrsta greinin birtist á laug ardag 17. febrúar. Næsta gr. og hin síðasta verður birt laug ardag 17. marz. Frá fræðslun Tann- læknafélags Islands. dag, enda munu bréf ekki vera borin út á sunnudögum nema ef vera skyldi að um „express“-bréf væri að ræða, enda kostar talsvert meira undir þau bréf. Á undanförnu IV2 árs tímabili hef ég átt talsverð viðskipti við pósthúsið með bréfasendingar til útlanda (og einnig böggla). Þau viðskipti virðast að öllum jafnaði hafa verið sómasamlega af hendi leyst í Reykjavík, en hins vegar hef ég orðið að hætta að setja fá- gæt eða verðmikil frímerki á póst- böggla til Danmerkur, því þegar sendingarnar hafa komið til við- takanda hefur verið búið að hnupla verðmætustu frímerkjun- um af bögglunum. Ég hef því tekið þann hátt upp að hafa sem almenn- ust frímerki á bögglum til Dan- merkur. Danska sendiráðið í Reykjavík mætti, vegna sóma póst- þjónustunnar í Danmörku, gjarna koma. þessari kvörtun á framfæri til réttra hlutaðeigenda, eða öllu heldur íslenzka póststjórnin. Enda þótt einstakir menn innan póstþjónustunnar séu prýðilegir viðskiptis, eru því miður ekki allir jafn samvizkusamir og liprir. Hjá fulltrúa póstmeistara, Sveini G. Björnssyni hef ég þó mætt sér- stakri lipurð og réttsýni, eftir að hafa komizt að raun um, að ýmsir starfsmenn pósthússins vissu eigi til fullnustu hvað bæri að taka í gjald fyrir alveg sérstakar póst- sendingar. Nú vil ég ieggja eftirfarandi spumingar fyrir pðstmeistara: Hverjar eru orsakir þess, að bréf sem póstlögð eru fyrir kl. 8 á laug- ardagsmorgni eru ekki borin út samdægurs. enda þótt bréfaútburð- ur sé framkvæmdur tvisvar á laug- ardögum þennan tíma árs? Er óhætt að treysta því, að bréf sem lögð eru í póstkassa úti um (Framh. á 13 síðu.) T-í M I N N, þriðjudagur 13. marz 1962j

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.