Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson fáb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinssori Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Egil) Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán. 'innanl. í lauáasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Stefna Framsóknar- manna í sjónvarps- málinu Af hálfu stjórnarflokkanna er reynt að halda því fram, að sáralítill eða enginn munur sé á ieyfi því til stækkunar á sjónvarpsstöð varnarliðsins, sem ríkisstjórnin hefur veitt nýlega, og því bráðabirgðaleyfi, sem var veitt á árinu 1955. Þetta er algerlega rangt, eins og sést bezt á eftir- greindum samanburði: í fyrsta lagi verður sú sjónvarpsstöð, sem nú hefur verið leyfð, fimm sinnum sterkari en sú, sem var leyfð 1955. í öðru lagi fylgdu leyfinu 1955 ákveðin skilyrði um ýmsar tálmanir, sem torvelduðu að sjónvarp sæist að gagni utan Keflavíkurvallar. Nú eru ekki nein slík skil- yrði sett. í þriðja lagi var sett það meginskilyrði 1955, að leyfið yrði afturkallað, ef áðurnefndum tálmunum yrði ekki fullnægt eða ef þær reyndust ekki fullnægjandi. Því var skýrt tekið fram, að hér væri að ræða um bráðabirgðaleyfi, veitf í tilraunaskyni. Nú er ekki minnzt á neitt slíkt. Munurinn er því ekki minni en sá, að 1955 var veitt bráðabirgðaleyfi til sjónvarpsreksturs, sem var strang- lega bundið við umráðasvæði varnarliðsins, en nú fær það ótakmarkað leyfi til sjónvarps, sem nær til meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar. Þegar bráðabirgðaleyfið var veitt 1955, iýstu forvígis- menn varnarliðsins yfir því, að vei væri hægt að binda sjónvarp þeirra við Keflavíkurvöll einan. Þetta liggur skrif lega fyrir. Af tæknilegum ástæðum er þetta enn auð- veldara nú en 1955. Lokað sjónvarp eða þráðbundið sjón- varp tíðkast nú víða erlendis. Það er því mjög vel fram- kvæmanlegt að binda sjónvarp varnarliðsmanna við Keflavíkurvöll einan. Framsóknarmenn hafa lagt fram tillögu á Alþingi þess efnis, að sjónvarpsleyfið til varnarliðsmanna verði bundið sömu skilyrðum og sett voru 1954 og 1955, þ. e, að sjón- varp þetta verði bundið við umráöasvæði þeirra. Fram- sóknarmenn vilja ekki amast við því, að varnarliðsmenn hafi sitt eigið sjónvarp, ef þessum skilyrðum er fylgt. Fjölmargir aðilar hafa tekið undir þessa tillögu Fram- sóknarmanna. Margar samþykktir hafa borizt frá skóla- fólki, ungum menntamönnum og rithöfundum. Það er ánægjulegt að sjá, að það er ekki sizt æskan, sem er hér á verði. Jafnframt því að leggja þannig til, að vallarsjónvarpið verði innilokað, leggja Framsóknarmenn það til í tillögu sinni að hraðað verði undirbúningi að íslenzku sjónvarpi, er rekið verði á menningarlegan hátt. Þennan undirbún- ing þarf vitanlega að vanda vel og fara ekki of geyst i fyrstu, það þarf jöfnum höndum að gæta vandaðs efnis- vals og hóflegs kostnaðar. Tillaga Framsóknarmanna mun senn kóma til af- greiðslu á Alþingi. Þar mun fást úr því skorið, hvort ríkis- stjórnin og flokkar hennar fást til að halda fram íslenzku sjónarmiði í þessu máli, en af því má vel ráða um afstöðu þeirra til utanríkismála almennt. ® ÍM I N N, þriðjudagur 13, marz 1962 Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:. ..'s™aw***a Litlar vonir um samkomulag í Genf um kjarnorkumálin Bandaríkjamenn og Rússar siefna hvorir um sig aS vfirhurSum SÍÐAN um miðjan áratuginn sem leið, höfum við öll — þar á meðal Sovétríkin — álitið, að auðveldasta og einfaldasta leið- in til betii sambúðar þjóða vœri samningur um bann gegn kjarnorkutilraunum. Nú er þetta ekki lengur rétt. Nú má aftur á móti segja, að umræður um tilraunabann séu í fullkom- inni sjálfheldu og til þess að þær verði aftur mögulegar þarf eitthvað sérstakt að koma til, annaðhvort vísindalegs eða stjórnmálalegs eðiis. ÞAÐ ER erfitt að þurfa að játa þessari niðurstöðu. En deilan er komin á það stig, að samningur er því aðeins mögu- legur, að annar aðilinn vilji játa yfirburði hins í kjarnorku- málum og sætta sig við eigin vanmátt í þeim efnum. Ef Sovétríkin samþykktu þann samning, sem við krefjumst, yrðu þau að sætta sig við varan lega yfirburði Bandaríkjanna í kjarnorkumálunum, tryggða með eftirliti. Sovétríkin yrðu að gefast upp við að reyna að ná fram úr okkur. Ef við ættum að þiggja þann samning, sem Sovétríkin leggja til, yrðum við að eiga á hættu að þau gætu á laun búið sig undir að fara fram úr okkur, en við gætum ekki unnið að því að halda forustunni. Sjálfheldan stafar af þeirri staðreynd, að hvorug ríkis- stjórnin trúir hinni fyrir yfir- burðum í kjarnorkumálum. — Hvorug stjórnin telur sig ör- ugga nema hún hafi þessa yfir- burði. Samkomulagshorfur eiu engar vegna þess, að hvor stjórnin um sig gerir til hinnar þær kröfur, sem henni er ó- mögulegt að sætta sig við. ÞAR SEM það er ómögulegt fyrir báða aðila að hafa yfir- burði, væri því aðeins hægt að ræða samninga, að um væri að ræða jafnræði, sem báðir tryðu að væri raunverulegt og varan legt. Við erum staddir allfjarri þeim fræðilega möguleika. Kjarnorkuvísindin eru ung og ný, og framvindan er ekki ein- ungis óséð, heldur ófyr'irsjáan- leg. Þetta er meginorsök þess, að Sovétríkin hafa ekki aðeins framkvæmt sínar tilraunir eina eftir aðra, heldur vísa alveg frá hugmyndinni um þá samninga, sem við óskum eftir. Sovétríkin geta ekki vænzt þess, að fara fram úr Bandaríkjunum nema með tilraunum, en með þvi kynni þeim að takast að ná sýndarforustu, að minnsta kosti um stundar sakir. Við viljum aftur á móti ekki eiga það á hættu ,að fram úr okkur verði farið, og við förum fram á samninga, sem myndu í raun og veru stöðva framþró un kjarnorkuvísindanna, þar sem hún er í dag. Við förum fram á, að Sovétríkin geri ekki tilraunir meðan við crum á und an, og jafnframt, að þau geti ekki búið sig undir tilraunir i framtíðinni. Sovétríkin fara fram á það, fyrir sitt leyti, að við gerum ekki tilraunir fram ar, og enn fremur, að við leyf- um vísindamönnum okkar og tæknifræðingum að vinna, án þess að þeim sé heimilt að reyna árangur vinnu sinnar með tilraununum. í KJARNORKUKAPPHLAUP INU er keppt um svo háan vinning, að hvor aðilinn um sig er sannfærður um að hann verði að vinna. Verið getur, að 1958 hafi um stund staðið svo á, — við vitum það þó ekki fyrir víst — að Krustjoff hafi staðið svo vel að vígi í stjórn- málunum heima fyrir, að hann hefði getað gengið inn á samn inga um eitthvað eftirlit, sem hefði í veruleikanum viður- kennt forustu Bandarikjanna. Hafi þetta tækifæri verið nokk urn tíma fyrir hendi, þá slapp það fram hjá. Síðan vorið 1960, að U-2 komy upp um hina öruggu vitneskjú okkar um allar höfuðstöðvar Sovétríkjanna, hafa þau ekki viljað ganga inn á neina samn inga. Þau hafa einbeitt sér að því, að búa sig undir að ná af okkur forustunni í kjarnorku- málunum. Ákvörðun forsetans um að taka aftur upp tilraunir, er gerð til þess að fyrirbyggja að Sovétríkin nái forustunni. Hún er byggð á þeirri sannfæringu — sem einnig er sannfæring Sovétríkjanna — að ekki geti verið um að ræða neitt öryggi án yfirburða. Meðan þessi sann færing er ríkjandi getur ekkert samkomulag náðst um bann gegn kjarnorkutilraunum. KAPPHLAUPIÐ heldur' því áfram og við spyrjum sjálfa okk ur, hvoi't það muni nokkurn tírna taka enda. Leitin að svari við þeirri spurningu beinir okk ur inn á svið hugleiðinganna. Ef við segjum sem svo, að kapphlaupið taki enda þegar fullt jafnræði er í kjarnorku- málunum, sem báðir aðilar geti sætt sig við, þá gæti þetta á- stand orðið, ef báðir aðilar fyndu upp eða uppgötvuðu ör- uggar skotvarnir. Það er ríkj- andi skoðun meðal vísinda- manna, að þetta sé ólíklegt, ef ekki ómögulegt, og það væri auðvitað óvæntur, einstæður ár angur. Raunverulegt jafnræði gæti cinnig komizt á, ef hvor aðilinn um sig gæti komið upp óvinn- andi skemmdarverkakerfi, eða gagnárásarsveit, sem ekki yrði með nokkru móti brotið á bak aftur fyrirfram. Þá er það einnig hugsanlegt, að sá árangur næðist í stjóm- málunum einhvern tíma í fram líðinni, að full kyrrð kæmist á í Þýzkalandi og Evrópu allri, allt austur til Úralfjalla og jafn vel lengra. í dag eru ekki sjáan legar neinar líkur á slíku, en það væri þó rangt að telja það óhugsanlegt Við þekkjum það af sögunni, að hugsjóna- og trúarbragðastríð enda ekki að jafnaði í sigri og ósigri. heldu. í jafntefii, þegar móðurinn dvín ar og víman rennur af. Þetta gæti gerzt einu sinni enn. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.