Tíminn - 13.03.1962, Page 9

Tíminn - 13.03.1962, Page 9
TITUPRJONAR Það vita kannske ekki allir, að flest efni útvarpsins er flutt af segulbandi, en samt er það svo. Þégar hlustendum er sagt: Hér er hjá okkur í út- varpssal Guðmundur Guð- mundsson og ætlar að syngja fyrir okkur nokkur lög, er Guðmundur áreiðanlega með- al hlustenda og steinþegir, meðan rödd hans berst um Ijósvakann. Samt er ekki verið að skrökva að neinum, því þegar atriðið var fest á segulband, var Guðmundur Guðmundsson raunverulega í út- varpssal. Það var því satt, sem Gestur Þorgrkosson sagði í útvarp inu í fyrrakvöld: Hér er spurninga keppni skólanema í útvarpssal. Á- horfendur eru fleiri en ég get tal- ið . . . . o.s.frv. Og þó voru þessir áhorfendur komnir út um allar trissur, þegar orð Gests gullu um byggð lands- ins. Hann sagði þau nefnilega á laugardag- inn, og gat þá vart sannari orð talað. Þá var hinn síðasti þessara misvinsælu þátta tekinn upp á segulband að viðstöddum nokkrum tugum gesta, þar á meðal blaða- manni og Ijósmyndara Tímans. — Þar leiddu saman hesta sína stærsti og minnsti skólinn, sem þátt tóku í keppninni, Menntaskól inn í Reykjavík og Samvinnuskól- inn að Bifröst, og stjórnendur þáttarins voru sem fyrr, Guðni Guðmundsson og Gestur Þorgríms son. Þegar ég segi þessara misvin- sælu þátta, er ég ekki að sneiða að einum eða neinum eða gefa annað í skyn en orðið segir. Þátt- ur þessi hefur fengið mjög mis- jafna dóma. Margir telja hann minna virði en svo, að það taki því að hlusta á hann, aðrir telja hann ágætan, engir afburða góð- an. Mér fann-st hann alltaf skemmti legur og setti mig ekki úr færi til þess að heyra hann. Við skul um þar með hætta að tala um vinsældirnar og bregða okkur nið ið í útvarpssal og um leið fjóra daga aftur í tímann. Við komum nokkuin veginn á tilsettum tíma, en nokkuð er enn í land með að þátturinn geti haf- izt. Það er eitt og annað að undir- búa, en smám saman fyllist salur inn og gamanið hefst. Að þessu sinni eru bæði liðin spurð sömu spurninga, til þess að fá enn jafn hvorir eigi að byrja. Upp kemur hlutur Samvinnuskólans og Menntaskólinn marsérar út. Það er ekki ástæða til þess að rekja spurn ingamar né svörin, þau eru kunn úr sunnudagsútvarpinu. Keppend ur snúa bökum við áhorfendum, til þess að fyrirbyggja að þeir geti lesið svörin af vörum ákafra fél- aga sinna, því þótt í liðin hafi val- izt fróðir menn, getur alltaf hent sig, að þeir sem i salnum eru viti rétt svör einstakra spurninga þótt „snillingarnir“, eins og Gestur Þor grímsson segir, komi lausnunum ekki fyrir sig. í salnum eru skólasystkin kepp- enda og nokkrir útskrifaðir nem- endur keppnisskólanna. Spenna liggur í loftinu, enda talsvert í húfi. Eðlilegt væri ,að Menntaskól inn ynni, þar sem hann hefur úr stærri hópi nemenda keppendur að velja, hefur auk þess víðtækara Hér er hugsaS af miklum krafti. Keppendur sneru sér frá áhorfendum, og þessi mynd er tekin frá þeim. (Ljósmynd: Runólfur). anum og Verzlunarskólanum. Það er því ómögulegt að segja hvernig fer. Skáhallt fyrir framan mig sit- ari mælikvarða á almenna þekk- ingu ,og fer það liðið, sem ekki á að svara, út á meðan. Varpað er hlutkesti um það, Lið Samvinnuskólans að Bifröst námsefni og meira, en fram að þessu hafa keppendur minnsta skólans staðið sig með ágætum og unnið frægan sigur á Kennaraskól LIS Menntaskólans i Reykjavfk ur menntaskólanemi, stór maður vexti, gleraugum prýddur. Hann tekur mikinn þátt í því, sem fram fer, veit svör við mörgu sem um er spurt og tautar þau fyrir munni sér, þó aðeins meðan Menntaskólinn er spurður. Svari félagar hans engu eða röngu, þeim spurningum sem hann veit svör við, færist hann í aukana, tek ur bakföll og slær sér á lær. Allt er þó í fullri vinsemd, fylgjendur beggja klappa fyrir báðum og fagna því sem vel er gert, hlæja að mistökunum, hvor skólinn sem gerir þau. Bráðlega tekur að halla á lið Samvinnuskólans. Lið Menntaskól- ans svarar einum spurningaflokkn um svo að segja viðstöðulaust og rétt, þar er í flokki lágur piltur og ekki mikill að líkamsburðum að sjá, en hann svarar viðstöðu- laust fimm spurningum réttum í röð, þar sem Samvinnuskólamenn geta ekki svarað nema einni. Úrslit in eru auðsæ. Það tekur að færast kattar'kæti yfir suma útskrifaða Samvinnuskólamenn, allt í góðu gamni þó. Guðni leggur eina spurn inguna enn fyrir liðin: Blökku- mannaforinginn Púla Púla gengur á fund Verwoerds í Jóhannesar- borg og leggur fyrir hann skjal, undirritað 750 þús. blökkumönn- um, þar sem farið er fram á jafn- rétti hvítr’a manna og svartra. — Hvers vegna getur þessi frétt ekki verið rétt? Útskrifaður Samvinnu skólamaður heyrist tauta fyrir munni sér: Það eru ekki til svo margir skrifandi blökkumenn. Og enn spyr Guðni: — Til hvaða dýra fylkingar teljast sænálar'? Liðin hugsa, en útskrifaður Samvinnu- skólamaður hvíslar: — Til títu- prjóna, auðvitað! Og loks verða úrslitin kunn. Það virðist að vísu orka tvímælis, hvort Samvinnuskólinn hefur svarað 10 eða 11 spurningum rétt, en það skiptir tæpast máli, Menntaskól- inn hefur svarað 14 rétt og er þvr öruggur sigurvegari. Og útvarps- stjóri ávarpar samkomuna og al- þjóð, boðar framhald slikra þátta í öðru sniði, þakkar þátttakendum og veitir skólunum, sem til úrslita kepptu, hljómplötur í verðlaun. Fleira hefur verið gert í þess- um spurningaþáttum en spyrja og svara. Skólarnir, sem þátt tóku í keppninni, sáu einnig um skemmti atriði. Mest bar þar á söng og hljóðfæraleik, en að þessu sinni fluttu tveir nemendur Samvinnu- skólans mjög skemmtilegan og góðan frumsaminn gamanþátt, er þeir nefndu listamannahjal, og fór hjalið fram á veitingahúsinu Lauga vegi hálf ellefu. Og þegar við héldum burt úr út- varpssal eftir góða skemmtistund heyrðum við starfsmann ríkisút- varpsins segja, að þótt Samvinnu- skólinn hefði tapað spurningr- keppninni, hefði hann unnið í þeirri keppni, sem meðfram var háð, keppninni um skemmtiatrið- in. Sig Hr. T, þriðjudagur 13. marz 1962 s

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.