Tíminn - 13.03.1962, Qupperneq 13

Tíminn - 13.03.1962, Qupperneq 13
T f M I N N, þriðjudagur 13. marz 1962 Bréf ii! póstmeistarans Framhald af 8. síðu. b?e, séu tekin úr kössunum á aug- lýstum tímum? f þriðja lagi vil ég spyrja póst- meistara hvort hægt sé að treysta þvíj.að bréf sem eiga að fara flug- leiðis til utlanda og sett eru inn í pósthús fyrir kl. átta að kvöldi, muni verða send með flugvél næsta dag, ef annars er flogið þann dag? Ég hef undanfarið ár alloft póst- lagt bréf á þennan hátt, þegar aug- lýst hefur verið, að flogið yrði næsta dag. í svarbréfum hef ég æðioft orðið þess var, að óeðlilega langur tími hefur liðið þar til við- takandi hefur fengið bréfið. Svo ég hef orðið að grípa til þess ráðs, að senda bréfin „express", þótt kostað hafi átta krónum meira, ef mér hefur verið í mun að bréfin væru komin til viðtakanda fyrir ákveðinn tíma, enda virðast slík bréf sæta fljótri fyrirgreiðslu í Danmörku — og meira að segja öruggri fyrirgreiðslu. Svo mun og einnig hér vera. Ekki ber póstmeistara að skilja þetta opna bréf á þann veg, að ég sé að ráðast á hann persónulega út af þeim atriðum, sem hér hefur verið minnzt á, að öðru leyti en því, að hann muni ekki gæta þess sem skyldi, að undirsátar hans ræki störf sín sæmilega og rétti- lega af hendi. Ég vil að lokum taka það fram, að ég hygg að öll póstþjónusta landsins muni vera í betra lagi nú en hún var fyrir áratugum síðan. Skal ég í þvi sambandi minnast á atriði, sem átti sér stað fyrir 21 ári. — Þá sendi ég nokkur bréf til nákominna ættingja minna úti á landi. Á einu pósthúsi landsins höfðu bréfin verið lögð í kommóðu eða álíka húsgagn í póststofunni. Nú líða rösk þrjú ár. Enn eru bréf- in ókomin fram. Þá vill svo til að hreingerning fer fram í herbergi viðkomandi pósthúss. Þá finnast bréfin loks á bak við hið áður- nefnda húsgagn. Viðkomandi póst- afgreiðslumanni þótti þetta svo leitt og skömm fyrir afgreiðsluna, að hann var kominn á fremsta hlunn með að brenna bréfin og láta þau þar með hverfa að fullu. En þjónustustúlka, sem var við störf hjá póstafgreiðslumanninum lagðist algerlega á móti slíkri af- greiðslu bréfanna, ekki sízt vegna þess, að hún þekkti vel viðtakend- ur bréfanna. Þau voru því send áfram. Ég ætla ekki hér að láta uppi nafn viðkomandi póstaf- greiðslumanns, enda hefur hann nú látið af störfum, en sumir af viðtakendum bréfanna þegar horfn- ir af þessum heimi. Að þessu sinni koma bréfin, sem ég póstlagði fyrir kl. átta að morgni 10. þ.m. sennilega til skila á þriðja degi. — Þó mun ég fylgj- ast með hvort svo verður. Ef ég á í framtíðinni að mæta slíkri afgreiðslu hjá pósthúsinu í Reykjavík, sem raun hefur á orðið nú og fyrr, mun ég taka til at- hugunar framvegis hvort ekki muni heppilegra að leigja sérstak- an mann til að annast útburð þeirra bréfa, sem ég þarf að koma é framfæri (þar á meðal jólabréfa, sem undanfarin ár hafa venjulega verið 90—100). Það mundi ekki kosta mjög miklu meira en frí- merki á bréfin, en rrkissjóður íntmdi þá bíða tjón vegna minnk- andi frímerkjasölu. Ég óska eftir að fá svar póst- meistara á prenti en ekki í símtali. Að þessu sinni mun ég ekki draga fleirl dæmi fram í dagsljós- ið. Vil fyrst bíða og sjá hvernig svar póstmeistara verður við þess- um línum. Virðingarfyllst Jón Þórðarson prentari, Framnesv. 20A. Víðavangur Nýjung Rafmagnssmergel til sölu, sem tengja má við 12 volta rafgeymi. Tilboð sendist blaðinu merkt „Nýjung“. Á bifreiðaverkstæði lög- reglunnar við Síðumúla er til sýms og sölu yfirbyggð- ur Dodge, árgerð 1955. Tilboð óskast. Upplýsingar gefur Skúli Sveinsson. (Framhaid af 2. síðu) feigan, manna, sem skilja ekki eðli landbúnaðarstarfsemi og geta ekki gert sér grein fyrir því við hvaða erfiðleika er að etja. Aðrar framleið’slugreinar gefa skjótari arð en landbúuað- urinn og geta afskrifað fram- leiðslutækin fljótt. Bóndi, sem tekur fé að láni til jarðabóta og Iandnámsstarfsemi fær ekki skjótan arð af framkvæmdum sinum. Hann sker ekki upp full laun erfiðis síns. Það fellur í hlut síðári kynslóða. Það má því telja eðlilegt, að þjóðin i heild styðji hann nokkuð í land námsstarfsemi hans. Sú ríkis- stjórn, sem ætlar að þrengja kosti landbúnaðarins í þjóðfé- laginu skilur ekki hlutverk sitt. Sú ríkisstjórn fær slæm eftir- mæli. íþróttir Framhald af bls. 12. keppninni var einnig háð á laug ardaginn. Tottenham vann As- ton Villa 2—0, Burnley vann Sheff.Utd. 1—0. en jafntefli gerðu Fulham og Blackburn, og Preston og Manch. Utd. Þessi lið leika að nýju á morgun. Einnig var dregið í Enélandi um undanúrslitin. Tottenham leikur gegn Preston eða Manch. Utd. og verður leikurinn í Shef- field. Burnley leikur gegn sigur vegaranum úr leiknum Fulham —Blackburn, en staður er ekki ákveðinn. Enska útvarpið rseddi um það í gær, að úrslitaleikirnir gætu orðið „draumaleikir" milli Rangers og Celtic í Skotlandi og Tottenham og Burnley í Eng- landi. FERGUSON í FARARBRODDI Af hverjum fjórum dráttarvélum sem fluttar voru til landsins sl. ár, voru 3 af Ferguson og Massey-Ferguson gerð. TE-F-20 notuð, — viSgerð í Þýzkalandi: Þessar vinsælu 27 ha. diesel-dráttarvélar getum vér útvegað viðgerðar af árgerðunum 1955—1956. Vélarnar seljast með þrítengibeizli og öllum vökvalyftuútbúnaði, dekkjum 4.00x19 og 10.00x28. Verð um kr. 62.000.00 með sölusk. MF-25 ný. Þessi nýjasta gerð dráttarvéla frá Massey-Ferguson verk- smiðjunum hefur 25 ha. dieselvél, tvö aflúrtök og lokaðar vatnsþéttar diskabremsur á afturöxlum. Verð frá kr. 91.000 með sölusk. FE-35 notuS. Vér höfum möguleika á að útvega takmarkað magn af þess- um 37 ha. diesel dráttarvélum, óviðgerðum, en í góðu standi. Þær hafa allan hinn velþekkta útbún^ð Massey-Ferguson dráttarvélanna, sem nú tíðkast, dekk 10 eða 11x28 og 6.00x16. Verð kr. 64—66.000.00. MF-35 ný. Þetta er sú heimilisdráttarvélin, sem mest hefur selzt hér á landi undanfarin ár. Hefur 37 ha. Perkins dieselmótor, þrí- tengibeizli, vökvadælukerfi með sjálfvirkri átaksstillingu og fáanleg með vinnustundamæli, mismunadrifslás, sæti með hryggpúða o. s. fiv. — Með dekkjum 6.00x16 og 10x28. Verð frá kr. 104.000.00 með sölusk. MF-65 ný. Þessi 56% ha. dieseldráttarvél er sem kjörin til jarðræktar- starfa og annarrar erfiðari vinnu. Hefur alla sömu kosti og MF-35 vélin auk nægs vélarafls og margvíslegan aukaútbún- að, s.s. power-stýri, mismunadrifslás o fl. Verð frá kr. 123.500.00 með sölusk. FRAMTÍÐIN ER FERGUSON. TEF-20 MF-35 MF-25 MF-65 DRATTARVELAR H.F. Sambandshúsinu — Iteykjavík — Sími 17080. Jeppaeigendur Vatnsþétt kveikja í jeppa til sölu, með innbyggðu 6 volta háspennukerfi. Einnig ódýr- ir dýnamóar í jeppa og aðra bíla, 6 oð 12 volta, 40 ampera. Tilboð sendist blaðinu merkt „Jeppaeigendur“. Nauðungaruppboð verður haldíð í Tollskýlinu á hafnarbakkanum hér í bænum, eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl. o. fl. fimmtudaginn 15. marz n.k. kl. 1.30 e.h. Seld verða alls konar húsgögn, skrifstofuáhöld, ísskáp- ar, þvottavélar, saumavélar o. fl. Enn fremur ýmsar vörur tiiheyrandi Verzluninni Selás h.f. þb. svo og vörur til lúkningar aðflutn- ingsgjöldum eftir kröfu tollstiórans í Reykjavík. Borgarfógetinn f Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.