Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 15
Banaslys í gær Klukkan 15.30 á sunnudag varð maður fyrir bíl á Reykjanesbraut milli húsann?. nr. 42 og 44. Maður- inn, Jónas Sigurðsson frá Suður- eyri í Súgandafirði, kastaðist út fyrir veginn og út í grjót, og lézt hann af meiðslum nokkru eftir klukkan 16. Jónas, sem var starfsmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, var á göngu á Reykjanesbraut, þeg ar á móti honum kom bifreiðin Afvopnunarráðsfefna Framhald af 3. siðu. um Berlín standa ekki í neinu sam- hengi við afvopnunarráðstefnuna, en fróðir menn benda á, að þau hafa haft greinileg áhrif á and- rúmsloftið á ráðstefnunni. Þeir Gromyko og Rusk eru taldir hafa látið skarplega í Ijós skoðanir sínar á Berlínardeilunni á fundi sínum í dag. Gromyko sagði eftir fundinn, þegar hann var spurður um, hvort hann hafi leitt til meiri bjartsýni um árangur afvopnunar- ráðstefnunnar: — Það mundi ég ekki segja. Rusk og Gromyko hittast aftur á morgun, þriðjudag. Gromyko hef- ur ekki enn rætt við Home lávarð, en mun sennilega einnig eiga við ræður við hann á morgun. Schröder ræðir við hina „sfóru" Utanríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, Gerhard Schröder, borðaði í dag kvöldverð með Home lávarði. Hann hafði fyrr í dag talað við Rusk og Segni, utanríkisráðherra ítalíu. Á morgun hyggst hann ræða við Gromyko, en snýr síðan aftur heim til Bonn. Vestur-Þjóð- verjar hafa mikilla hagsmuna að gæta í sambandi' við útkomu af- vopnunarráðstefnunnar. í Sovézkt bréf til U Thant TASS birti í dag bréf frá Grom- yko til U Thant, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Þar segir m. a., að Sovétríkin séu fús til að lofa að afhenda ekki öðrum löndum kjarnorkuvopn, ef Banda- ríkin, Bretland og Frakkland geri slíkt hið sama. Hann lýsti jafn- framt yfir stuðningi sínum við þær tillögur, sem miði að því, að viss svæði jarðar afsali sér kjarnorku- vopnum, og nefndi þá Mið-Evrópu, Afríku og Austur-Asíu með Kyrra- hafi, Suðvestur-Asíu og Balkan- skaga. URden og Bapacki (Framhald af 3. síðu) acki-áætluninni um hlutlaust belti í Mið-Evrópu. „Klúbburinn" þýðingar- mikill Finnska stjórnin svaraði U Thant og sagði, að hlutleysisstefna Finnlands hindri, að kjarnorku- vopn eða önnur erlend hernaðar- tæki verði geymd í Finnlandi. Hún sé fús til að taka þátt í samningi um algera afvopnun og bann við kjarnorkutilraunum. Myndun kjarnorkuvopnlauss svæðis sé án efa mjög þýðingarmikið fyrir betra samkomulag í alþjóðamálum, seg- ir í svarinu. Tillaga Undens va'r send U Thant 16. febrúar síðast liðinn og svör Póllands og Finnlands bárust í síðast iiðinni viku. Féiag framsokRarkvenna Skemmtifundur verður í félags- heimilinu aS Tjarnargötu 26 fimmtu daginn 15. þessa mánaðar. Félags- konur mega hafa meS sér gesti. Skemmtinefndin. G-174. Bifreiðin var á leið frá Keflavík inn í Ytri-Njarðvík. I henni voru auk bílstjórans tvær unglingsstúlkur. Bifreiðarstjórinn ber, að hann hafi séð til manns- ins úr um 150 metra fjarlægð, og var hann þá á vegarkantinum og kom á móti bifreiðinni. Skyndilega ætlaði hann yfir veginn, en varð þá fyrir bílnum, þar eð hann var kominn mjög nálægt. Bílstjórinn hafði snarhemlað, en það nægði ekki til, en förin eftir bifreiðina hafa verið mæld, og reyndust þau vera 6 metrar. Bifreiðaeftirlitið skoðaði bifreið- ina og kom í ljós, að handhemill er óvirkur, og sömuleiðis var hr'aða mælir ekki í lagi, en annar örygg- isútbúnaður var í lagi. Enn stend- ur yfir rannsókn í málinu. Jónas Sigurðsson var fæddur 16. júní árið 1903. Alsírstyrjöldin Framhald ai 3. síðu. að halda allri opinberri starfsemi gangandi í 24.tíma verkfallinu, sem OAS hefur boðaö til, þegar lýst verður votnahléi í landinu. Gilda tilskipanirnar fyrst og fremst um starfsmenn við út- varp, gasstöðvar, rafmagnsstöðv ar og vatnsveitur. 5000—6000 rík isstarfsmenn í Alsír hafa fengið sérstaka skiþun um að starfa daginn, sem OAS-verkfallið skell ur á. 21 hryðjuverk var framið í A1 sír í dag. Létust 12 menn í þeim. OAS-menn stálu sjónvarpssendi Oran, sama sendi og þeir lokuðu, þegar de Gaulle hélt síðustu sjón varpsræðu sína um Alsír. Allt flug nema áætlunar- flug bannað Þar sem franska stjórnin hef- ur fyrirskipað auknar öryggis- ráðstafanir við Aunoy-höll, þar sem Ben Bella og fleiri SéiFkja- leiðtogar sitja fangar, er talið, að þeir verði látnir lausir mjög bráðlega. Einn liður í öryggis- ráðstöfununum var að banna allt einkaflug og farþegaflug annað en áætlunarflug í land- inu. Almenningsálitið mjög gegn OAS Hálftíma mótmælaverkfall gegn OAS lamaði neðanjarðar- járnbrautina og strætisvagna Parísar síðdegis í dag og stöðv- aði vinnu á hundruðum verk- smiðja og skrifstofa. Öll verka- lýðsfélögin studdu verkfallið. Sprenging OAS-manna í úthverf inu Issy-les-Moleineaux hefur valdið því, að almenningsálitlð í Frakklandi gegn OAS hefur blossað upp. lilljéna sjótjón (Framhald af 1 síðu) undir Samábyrgðina eða eru tryggð hjá öðrum félögum. Þó að þetta tjón, sem um er að ræða, skiptist að formi niður á tvö ár, hafa mánuðirnir þrír, sem fyrr var getið, verið óvenjuharðir, hvað tjónið snertir. Tjónið er vitanlega mismikið í hvert skipti og fer eftir stærð og öllum útbúnaði skipsins, en öll tæki fara sífellt hækkandi, og nemur tjónið milljónum. Ef til vill má að nokkru rekja orsakir hins mikla tjóns til þess, að veðr- átta var ill og óstöðug á þessu tíma- bili og úthald bátanna lengist alit- af, svo að nú má t. d. segja, að síld- veiði sé stunduð einlivers staðar hér við land allan ársins hring og vertíðir nái saman. Þrír mjög velkir (Framhald af 1. síðu). fyrir veikinni. í fyrsta lagi fyrir því að fá ekki innflúensuna, en ef ekki yrði sloppið við hana, ,að fara ekki of snemma á fætur og ekki út, ofreyna sig ekki eða ofþreyta. Það er betra að vera nokkrum dögum lengur við ból- ið, þótt menn telji sig ekki svo sjúka að þess þurfi, heldur en eiga fylgikvilla flensunnar á hættu, sem eru margir og sumir lífshættulegir. Eldur á Geldingalæk (Framhald al lB. síðu) og kviknaði eldurinn út frá hon- um. Heimilisfólkið tók eftir því snemma í gærmorgun, að reyk iagði upp úr kjallara, og komst það niður og gat slökkt eldinn. Tjón varð aðallega af völdum reyks, og er það metið á 93 þúsund krónur. Húsið var tryggt. Eigandi Geldingalæks er Skúli Thorarensen, útgerðarmaður í Reykjavík, en bóndinn, sem þarna býr, heitir Ole Seeher, danskur maður, en kona hans er íslenzk og heitir Stella Jensen Seeher. Auk þeirra hjóna eru til heimilis að Geldingalæk 3 ung börn þeirra hjóna og einn vetrarmaður. Laus staða Ljósmóðurstarfið í Neskaupstað er laust til um- sóknar. Veitist frá 1. júní 1962. Umsóknarfrestur til 1. maí 1962. Nánari upplýsingar gefur undirrit- aður. Bæjarstjórinn í Neskaupstað, 8. marz 1962, Bjarni ÞórSarson. Jörð til sölu Jörðin Gerði í Innri-Akraneshreppi er til sölu, með eða án áhafnar. Laus til ábúðar í næstu fardögum eða fyrr. Skipti á húseign í Reykjavík koma til greina. Nán- ari upplýsingar hjá Böðvari Bjarnasyni, Framnes- vegi 38, Reykjavík. BAMFORD ber af © Tilraun, framkvæmd af Verkfæra- nefnd ríkisins sýndi að Bamford múgavél með vírhjólum rakar betur en nokkur önnur vél. • Bamford múgar me’S ótrúlegum af- köstum og vandvirkni. »+ Bamford rifjar einnig í 2 garða. O Bamford múgavélin er sterk og vel byggð, létt í drætti, auðveld í notk- un og hana má tengja við hvaða dráttarvél sem er, jeppa eða önnur ökutæki. © Bamford er ódýrasta 6 hjóla múga- vélin á markaðnum. Berið saman verð við aðrar tegundir. •m* Bamford rifjar í sex rifgarða. • Breyting á vinnslustöðu vélar úr múgun í snúning eða öfugt tekur um 1 mínútu fyrir 1 mann. © Lesið skýrslu Verkfæranefndar ríkisins og kynnið yður sérstaklega umsögn hennar um múgavélar. ® Varahlutir jafnan fyrir hendi. • Kaupfélögin um land allt gefa nánari upplýsingar og taka við pöntunum. SAMBAND ÍSL. SAMVIN N U FÉLAGA VÉLADEILD T f M I N N, þriftjudagur 13. marz 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.