Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 3
13 farþegar léto Iífi8 og yflr 100 særðust á fimmtudaginn var, þegar 700 manna hraSlest þaut meS þrefalt melri hraSa en leyfllegt er yfir brautarsamskeyti og út af telnunum. Lestln veltist í þrjár áttir, einn hlutinn lenti á húsi og klesstist gjörsamlega. Myndin er tekin rétt er slysiS var nýskeS. Áætlanir Rap- acki og Undens verða ræddar NTB—Stokkhólmur og Geneve, 12. marz. Allar líkur benda til þess, að bæði Svíþjóð og Pólland muni bera fram á afvopnunar- ráðstefnunni í Geneve tillögur utanríkisráðherra sinna um hlutlaust og kjarnorkuvopna- laust svæði í Evrópu. Unden frá Svíþjóð mun þá bera fram tillögu sína um svokallaðan „kjarnorkuvopnalausanklúbb" og Rapacki frá Póllandi með hina gömlu tillögu sína um hlutlaust belti í Evrópu frá norðri til suðurs. Rapacki, utanríkisráðherra Pól- lands, kom í dag til Geneve og lét við komuna í Ijós góðar vonir um árangur afvopnunarráðstefnunnar. Hann sagði, að sér þætti ánægju- legt, hversu vel Vesturveldin væru farin að taka áætlun sinni um hlut lausa beltið í Evrópu. Unden fer til Geneve f Svíþjóð var í dag tilkynnt, að Östen Unden, utanríkisráðherra, muni fara í broddi sænsku sendi- nefndarinnar til Geneve á fimmtu daginn kemur, en ráðstefnan hefst á miðvikudaginn. Talið er víst, að Unden muni þá fylgja sjálfur til- lögu sinni úr Maði á ráðstefnunni með langri greinargerð. Svíþjóð tekur þátt í ráðstefnunni sem hlut laust ríki og er eina Norðurlandið, sem þar á sæti. Þreyttir menn í Evian eftir langdregna fundi NTB—Evian og Algeirsborg, 12. marz. Hryðjuverkin héldu áfram í Alsír í dag og franska stjórnin jók enn varúðarráðstafanir sínar gegn hugsanlegum ör- þrifaráðum OAS-manna, á meðan friðarsamningarnir héldu áfram í dag. Ekkert varð af næturfundinum, sem hafði verið ráðgerður, af því að fulltrúarnir voru orðnir dauðþreyttir. Þeir höfðu þing- að í þrjá tíma í rfíorgun og fimm tíma síðdegis. Próðir menn í Evian telja, að erfiðleikarnir á síðasta spöl við- ræðnanna stafi af kröfu Serkja um, að Frakkar samþykki skoð- anir sínar á allmörgum málum. Markmið Serkja er að fá Prakka til að gefa eftir í ýmsum smáatr iðum, sem enn eru ekki full- rædd, til þess að endanlega sam komulagið nái meiri vinsældum meðal Serkja heima fyrir. Þegar ákveðið var að halda næturfund í nótt, óttuðust sum ir, að viðræðurnar væri að reka í strand, en sá ótti hvarf, þegar hætt var við að halda þann fund. Fundirnir hófust í dag með öllum meðlimum sendinefnd- anna sameiginlega, en síðan var þeim skipt í tvennt. Annar hóp- urinn ræddi hernaðarleg vanda- mál í sambandi við vopnahléð, en hinn ræddi ýmis smáatriði í sambandi við stjórnmálalega samninginn. í dag birtl franska stjórnin fyrstu tilskipanir til embættis- manna í lykilstöðum í Alsír um ' (Framhalo 8 (5 siðu ■ Sænskt bréf til U Thant Sænska utanrlkisráðuneytið hef- ur fyrir nokkru sent U Thant, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, bi'éf, þar sem gerð er grein fyrir tillögu Undens um kjarnorkuvopnalausan klúbb í miðri Evrópu frá norðri til suðurs, og U Thant beðinn um að kanna jarðveginn fyrir tillögu þessari. U Thant hefur siðan skrifað ýms um ríkisstjórnum bréf óg skýxt frá þessu máli. Hann hefur fengið svar frá Finnlandi og Póllandi, sem bæði taka mjög vel í tillögu Und- ens. Hins vegar hefur Halvard^ Lange, utanríkisráðherra Noregs, opinberlega hafnað tillögunni al- gerlega af hálfu Noregs. í svari pólsku stjórnarinnar sagði, að hún væri fús að taka skil yrðislaust þátt í slíkri áætlun. Hún benti einnig á, að áætlun Undens væri að mörgu leyti svipuð Rap- (Framhald á l& síðu> Það ríkti samt engin svartsýni í Evian, þótt viðræðurnar hafi dregizt nokkuð á langinn og lít- ið hafi gengið á sunnudagsfund unum. Menn telja eðlilegt, að sendinefndirnar taki harða af- stöðu, þegar líða fer að enda við ræðnanna. Um kvöldið töldu menn jafn- vel sennilegast, að vopnahlés- samningur yrði undirritaður á þriðjudaginn, og hafi viðræðurn ar í dag rekið endahnútinn á þráteflið um helgina. De Gaulle semur nú viS Serki um sjálfstœSI Alsír, sem er I raun- inni á valdl OAS, en hefur neitaS aS taka þátt I afvopnunarviSrœS- unum 1 Geneve, þar sem bann við kjarnorkutllraunum verSur of arlega á dagskrá, „Ef þér færðuð yður yfir að okkar borði, de Gaulle hershöfðingi, þá munduð þér alla vega geta samið um hluti, sem þór eigið raunverulega." NTB—Geneve, 12. marz. Kvartanir Vesturveldanna yfir tilraunum Sovétríkjanna til að spilla flugumferð þeirra á flugleiðunum til Vestur- Berlínar hafa valdið því, að bjartsýnisvotturinn, sem hef- ur látið á sér bera, hefur minnkað í dag, tveimur dög- um áður en afvopnunarráð- stefna 17-veldanna hefst í Geneve. Utanríkisráðherrar stórveldanna tveggja, Dean Rusk og Andrei Gromyko, sátu saman í þrjá tíma síðdcgis í dag. Rusk endurtók að- varanirnar, sem hann og brezki ut- anríkisáðherrann, Iiome lávarður, komu með á sunnudaginn um, að Vesturveldiri litu alvarlegum aug- um á framferði Sovétríkjanna á flugleiðunum til V-Berlínar og krefðust þess, að tafarlaust yrði hætt að trufla flug þar. Samtök utanríkisráðherranna (Framhald á 15 siðu) gggrajffigö ■ • • • •• • - [tÚttUsrttíNC#; ■ -.-_• ............ r l öiacíiiai EaHSi ) ii t ,#! * ■ i>'i' fi ’! iii 3 T í M I N N, þriðjudagur 13. marz 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.