Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 6
ViS 1. umr. í neðri deild í gær um frumvarp ríkisstjóm arinnar um aflatryggringasjóð sjávarútvegsins, lýsti Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráð herra, því yfir, að ríkisstjórn in hefði ekki neinar tillögur á prjónunum um að sú leið verði farin til að bæta úr erfiðleikum togaraútgerðar- innar að hleypa íslenzkum togurum inn i landhelgina umfram þær undanþágur, sem ' þeir nú hafa. Eysteinn Jónsson sagðist skilja þetta þannig, að líta mætti þannig á, að rikisstjórn Ríkisstjórnin virðist nú hafa hafnað þeirri leið að hleypa togurunum inn í landhelgina! in hafi nú algerlega hafnað að reyna að leysa vanda tog- aranna með því að veita þeim aukinn rétt til veiða í land helginni. Sagði Eysteinn, að sér þætti það vel farið. í þessu sambandi er rétt 'að minna á, að fyrir áramót- in var cins og Bjami Bene- diktsson væri að prófa hvern ig undirtektir það fengi, að erfiðleikar togaranna yrðu Ieystir með því, að hleypa þeim til veiða í landhelginni og lét í það skína, að ríkis- stjómin væri að velta fyrir sér málinu. Þessi ummæli Bjama, sem höfð voru eftir honum í útvarpsfréttum, vöktu mikla athygli og mót mælum rigndi yfir rikisstjórn ina frá flestum sjávarplássum úti um land ekki síður frá stjórnarstuðningsmönnum en andstæðingum. Eysteinn Jóns son varaði alvarlega við á Al- þingi í tilefni af þessum um- mælum Bjarna, að þessi Ieið yrði farin, því að hún myndi verða til óbætanlegs tjóns fyr ir bátaútveginn og þjóðina í heild, en draga skammt til að bæta úr fyrir togaraútgerð inni. — Á þessu máli sést, hvemig árvökul og skelegg stjómarandstaða getur orðið vegvísir ríkisstjórnar og þing meirihluta, þegar aðvaranir hennar og tillögur til úrbóta finna sterkan hljómgrunn. TOGARANNA VELT YFIR Á BÁTAÚTVEGINN Emil Jónsson fylgdi úr hlaði frumvarpinu um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. Sagði hann frum- varp þetta flutt vegna erfiðleika útgerðarinnar. Togaraútgerðin hefur stundum verið burð- Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. í efri deild var aðeins tekið fyrir eitt mál, frv. um komrækt, sem þeir flytja Ásgeir Bjarnason og Páll Þor- steinsson. Var það til 2. umr. Bjartmar Guðmundsson mælti fyrir áliti meiribl. landbúnaðar- nefndar, en Ásgeir Bjarnason fyrir minnihl. Umræðna er get ið hér á siðunni. — í neðri deild var fromv. um að heimila ríkisstjórninni að kaupa skulda bréf S. Þ. fyrir 80 þús. dollara samþykkt sem lög frá Alþingi. Til máls tóku þeir Gunnar Thor oddsen og Eysteinn Jónsson. — Frumv. um kii'kjubyggingasjóð var til 2. umr. Meirihl. mennta- málan. mælti með samþ. fromv. Minnihl., Einar Olgeirsson, lagði til að málinu yrði frest- að. Til máls tóku við umræð- una þeir Matthías Á. Matthiesen. Einar Olgeirsson, Bjarni Bene- diktsson, Karl Kristjánsson. Halldór E. Sigurðsson og Jó- hann Hafstein. Afgreiðslu á frumv. um landshöfn í Keflav. og Njarðvíkum var frestað. Em il Jónsson fylgdi úr hlaði frv. ur aflatryggingasjóð og töluðu auk hans Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson og var mál- inu vísað til 2. umr. og sjávar- útvegsnefndar að umræðunni lokinni. arásinn í íslenzku efnahagslífi en nú er orðin breyting á til hins verra. Togararnir hafa ver ið hraktir frá veiðisvæðum sín- um með útfærslu landhelginnar. Áætlað væri að heildaraflamagn togaranna hefði aðeins orðið um 70 þúsund lestir á síðasta ári, en 1958 var það tæpar 200 þús., en 1958 var eitt bezta togaraút- gerðarár, sem komið hefur. Frumvarpið kvæði á um að Steypa saman hlutafrygginga- sjóði bátaútvegsins, taka togar- ana þar með og veita þeim fé- bætur, ef áfli þeírra verður minna en 85% af meðalafla und anfarinna ára, en ákvæðin um bætur vegna aflabrests verða al menn og ná til flestra greina útvegsins. Eysteinn Jónsson sagði. að tog araútgerð ætti mjög í vök að verjast nú og þar sem togararn ir hefðu búið stundum við lægra fiskverð en aðrar greinar útgerð ar, vegna þess, að þá var talið að þeir þyldu það fjárhagslega. veitti togaraútgerðinni siðferði- legan rétt til þess að þjóðfélagið komi nú til hjálpar. — Hins veg- ar mætti ekki leggja byrðar á bátaútveginn til að leysa erfið- leika togaranna. Bátaútvegurinn ætti nóg með sig, og ætti að létta byrðum af togaráútgerðinni með stuðningi af hálfu hins opinbera og almannafé, en í frumv. væri ætlazt til að byrðunum verði í verulegum mæli velt yfir á báta útveginn. en það er ókleift og ranglátt eins og nú er ástatt. Taldi Eysteinn affarsælast að halda fjárhag hverrar deildar sjóðsins sér, en síðan kæmi til almannafé til að bæta ur þar sem þörfin væri brýnust. Sagði hann, að aðalfundur útvegs manna sjálfra hefði einnig mjög mælt með, að slikur háttur yrði á hafður. — Ef ríkisstjórnin hyggðist halda fast við fjárupp- tökuna af gengismun sjávarút- vegsins, væri ekki fjarri lægi að hún verði fénu til að aðstoða tog arana og kvaðst sannfærður um að auðvelt yrði að leysa vanda togaranna án þess að iþyngja bátaflotanum. — Þetta frumv ber þann blæ á sér að augljóst virðist, að ríkisstjórnin sé að reyna að dulbúa það uppbóta kerfi. sem í þessu fælist. Er þetta vegna þess, að núverandi stjórn hefur fordæmt slíkar upp bætur, en auðvitað skiptir ekki máli, hvaða nafni slíkar uppbæt ih: eru kallaðar. Þá taldi Ey- steinn nauðsynlegt að endur- skoða löggjöfina um hlutatrygg ingasjóð og gera á henni nauð- synlegar endurbætur, þar sem um breytingar á lögunum um hlutatryggingasjóð er að ræða. Lúðvík Jósepsson taldi, að stuðningi við togaraútgerðina væri hér blandað saman við allt annað og óskylt mál, sem væri hlutatryggingasjóður bátaútvegs ins. Þá taldi Lúðvík nauðsynlegt að niðurstöður nefndar þeirrar, sem. skipuð hefði yerið til að rannsaka afkomu togaraútgefð arinnar. yrðu lagðar fram svo að þingmenn gætu áttað sig á þeim erfiðleikum, sem við væri að glíma. Lúðvík taldi, að orsak ir á hinum minnkandi afla síð- ustu tvö ár, væri ekki eingöngu vegna aflabrests, heldui einnig vegna þess, að togararnir hefðu siglt með aflann og hluti þeirra legið i höfn mánuðum saman. AIl miklar umræður urðu í neðri deild í gær um stjórnarfrum- varp um að hækka framlag ríkissjóðs til kirkjubyggingasjóðs. Einar Olgeirsson taldi rétt að fresta málinu. Taldi frumv. stinga í stúf við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggingamálum einkum þar sem ákvæð! væri í frumvarpinu um að framlagið skyldi hækka með hækkun byggingarvísitölu. Ríkisstjórnin hefði hins vegar fordæmt allar vísitöluhækkanir og taldi Einar að geistlegir hefðu hér snúið á hina veraldlegu. Bjarni Ben. þakkajJi Einari fyrir að bcnda á hættuna á víxlverkanir vísitöluskrúfunnar og taldi rétt að athuga málið nánar. Einar sagði, að nær væri að auka framlag til barnaheimila en kirkna, sem væro alltaf tómar nema á stórhátíðum. Halldór E. Sigurðsson taldi frumv. aðeins stað- festingu á aðgerðum fjárveitingarvaldsins undanfarin ár og sagði marga söfnuðl hafa lyft grettistaki á þessu sviði og sjálf- sagt að ríkisvaldið kæmi til móts við það framtak. AFSTAÐA STJÖRNARLIÐSINS T9L LANDBÚNAÐARINS: Visuiu frumv. um stuBn- ing viS kornrækt frá! ÁSGEIR Frumvarp þeirra Ásgeirs Bjarnasonar og Páls Þorsteins sonar um stuðning við korn raekt var til 2. umr. i efri d. í gær. Landbúnaðarnefnd hafði klofnað um afgreiðslu máls ins og mælti meirihlutinn með því, að málinu yrði vísað frá — vísað ti! ríkisstjórnar iriViar. Bjarfmar Guðmundsson mælti fyrir áliti meirihlutans og sagði, að þar scm verið væri að endurskoða tollskrána og þar sem vænta mætti að tollar yrðu lækkaðir á land- búnaðartækjum og hann viss' enn fremur að landbúnaðar rá'ðherra hefði áhuga á korn ræktarmálum. þá teldi hanr rétt að málinu yrði vísað tii ríkisstjórnarinnar, því a>‘ reynsla undanfarinna tveggjn hinga sannaði, að málið fen;i ist eliki samþykkt í neðri deild. en efri deild hefur sam þyklct þetta frumv. tvisvar en það dagaði upp í efri deild. Ásgeir Bjarnason sagðist telja þetta mál mjög þýðing armikið og taldi að flutnings menn hefðu reynt að leggja það fyrir þannig, að samstaða gæti um það myndazt, þar sem ekki væri um verulegan hagga fyrir rikisstjómina að ræða, en myndi hins vegar án efa hafa í för með sér verulegan sparnað á gjaldeyri vegna fóðurbætiskaupa vegna eflingar kornræktar í Iand inu. Á sl. sumri voru ræktaðar (5 þús. tunnur af korni. Til- raunastjórinn Klemenz á Sáms itöðum, sem hefur haft 'með höndum tilraunir í kornyrkju 39 ár, telur 16 sumur ágæt en aðeins 7 sumur slæm, jafn el á þessum 7 verstr árum 'efur kornið verið mjög vel nothæft. En vísindunum fleyg ;r mjög fram á þcssu sviði og ekki er fjarstæða að ætla að kornyrkja verði i framtíðinni mun arðvænlegri en hún hef ur verið til þessa. Þeim pen ingum, sem til kornyrkju verð ur varið, verður ekki á glæ kastað hvorki af einstakling um eða ríkisvaldinu og þvi höfum við flutningsm. lagt til að styrkur verði veittur til vélakaupa og framlag til vinnslu landsins og leggjum til að frumvarpið verði sam þykkt og enn einu sinni freist að að vita, hvort ekki hafa orðið sinnaskipti í vetur i n.d. og þar muni nú verða fyrir vilji fyrir að afgreiða þetta mál, eins og verið hefur hér í efri deild á undanförnum þing um, Frávísunartillaga 'stjórnar iðsins var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 7 að viðhöfðu nafnakalli. Þrír bingmenn voru fjarstaddir. 6 T f M I N N, þriðjudagur ?3. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.