Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 14
/ Fyrri h/utí: UndanhaH eftír Arthur Bryant Heimi/dir eru STRIDSDAGBÆKUR agalausu og tvístraðu flóttamenn. SameinuB áhrif þessara tveggja atriða hefðu getað skaðag siðferð iskennd og baráttuiþrek brezka leiðangursliðsins, hefði þar ekki komig til greina réttsýni og lög- Mýðni brezka hermannsins. Hann getur haft samúð með bágindum. Hann getur haft afskipti af sið- spilltum og kjarkvana bandarmönn um og þjáðst vegna þeirra. Hann getur orðið að þola ólýsanlega á- reynslu og mannraunir, en þó get ur ekkert raskað staðfestu hans og andlegu jafnvægi. Að mínum dómi er það einmitt þetta atriði, fremur en nokkuð annað, sem hef ur forðað okkur frá margvíslegri óhamingju og stuðlað hvað mest að gengi og góðum árangri brezka hersins. Aldrei hef ég dáð meira, virt, eða þótt vænna um brezka hermenn, en þesSa kvíðvænlegu daga undanhaldsins frá Lourain til (Dunkirk. Eg snéri nú við í áttina til Lomme eftir Armentieres-Lille veginum. Hann var næstum lok- aður af fjórfaldri röð franskra hermanna, sem lcomu á móti mér og stefndu til Armentieres; tvö- faldri röð hestvagna og tvöfaldri röð vélknúinna ökutækja. Öku- mennirnir voru órakaðir, með margra daga skegg og fötin þeirra voru ötuð í for og leðju. Eg sá engan liðsforingja og enga til- raun gerða til að stjórna þessum slkríl. Mleð erfiðismunum tókst mér að komast aftur til Lomme, með dauf, sjúkleg bros slefandi vitfirringa í þykkum vaðmálsföt- uim, er birtust öðru hvoru í daufri birtunni við bílgluggann minn. Það fyllti mig óhug og kvíða, að sjá þennan stjórnlausa fjölda franskra hermanna og ökutækja, er ég minntist Montys og 3. her- deildarinnar hans, er var nú að hefja hina tvísýnu næturferð sfna. Þessi sægur ökutækja gat auð- veldlega heft för 3. herdeildar- innar, ef hann flæddi yfir þá vegi, sem ég hafði ætlað henni að fara. Þegar ég kom til Lomme, lokaði ég deildarstöðvum mínum þar og hélt svo áfram til nýrra bæki- stöðva, sem ég hafði látið gera hjá Ferme de l’Alouette, skammt norðvestan við Ploegsteert Wood og við veginn, sem 3. herdeildin átti að fara. Eg hafði ekki getað komið því við að heimsækja 5. herdeildina frá því um morguninn, svo að ég hélt nú áfram til að hitta Frank- lyn og ræða við hann um bardaga dagsins. Hann var mjög þreytt- ur, en bar sig eins og hetja. Þetta hafði verið honum mjög erfiður dagur, með stöðugum árásum Þjóg verja, en samt hafði honum tek- izt að halda fram línu sinni ó- skeTtri. Það eina, sem olli mér veralegum áhyggjum, var bilið milli 5. og 50. herdeildarinnar. Franklyn tjáði mér að það hefði enn ekki verið nægilega brúað. Eg get nú ekki munað með vissu, hvort það var á þessum tímamót um eða litlu fyrr, sem ég fyrir- ski.paði 4. herdeildinni að senda 1. fótgönguliðsherfylkiff undir stjórn Kenneth Andersons til styrktar 5. herdéild og mælti svo fyrir að það yrði staðsett á Wyt- sehaete Ridge, til þess að verja bilið milli þessara tveggja her- deilda. Er ég hafði rætt við Franklyn um væntanlegt undanhald, fór ég aftur til Ferme de l’Alouette. Eg hafði fyrirs'kipað Johnson að flytja deildarstöðvar sínar til Ferme de Rossignol, aðeins nokkr um mílum fyrir austan mig, svo að auðvelt yrði að ná i hann dag inn eftir. Um kvöldig skrifaði ég: „Þetta hefur verið þreytandi dagur. Erfitt að komast leiðar sinnar vegna frönsku hermanna flokkanna, er dreifðu sér yfir á vegi, sem okkur voru ætlaðir. Belgir hafa því sem næst gefizt upp við að berjast, svo að nú var öryggi vinstri fylkingarhliðar brezka leiðangursliðsins algerlega undir 2. herfylki komið. Eg var bersýnilega of þreyttur og hugdapur til að koma fyllilega orðum að tilfinningum mínum.“ ÞESSA NÓTT náði undan-haldið hámarki sínu. Allt var nú undir því komið, hvort takast mætti að bjarga 3. herdeild Montgomerys úr hinni hættulegu óvörðu stöðu sinni, fyrir framan Roubaix, næst um fimmtíu mílur frá Dunkirk og því nær umkringdri af sjötta þýzka hernum — og flytja hana í dögun til hinna nýju stöðva 25 mílum norðar og hinum megin við hlið 5. og 50. herdeildanna og vama þes-s, að óvinirnir ryddust yfir Yser og lokuðu leiðinni til Dunkirk. Þetta var kvöldið sem Belgir gáfust upp. Á þessari mið- næturvöku f deildarstöðvum sfn- um hjá Ferme de l’Alouette var það sem hi-nn hernaðarlegi að- stoðarmaður Brookes sá yfirboð- ara sinn áhyggjufullan í fyrsta skiptið. Um þessa erfiðu nótt skrifaði Brooke: „Þaff voru litlir svefnmöguleik ar þessa nótt, þar eð 3. herdeild var að fara fram hjá og ég fór hvað eftir annað út til að sjá, hvernig henni miðaði fram hjá. Þeir ferðuðust á sama hátt og við höfðum svo oft gert áður, með 10 slökkt ljós og hvern ökumann horf andi á afturenda næsta ökutækis á undan. Með stöðugum æfingum var 3. herdeildin orðin mjög leik in í þessum ferðaháttum. Vegna lokaðra vega fyrir utan þorpin og margra annarra hindrana af völd um flóttafólks og ökutækja þe's, neyddist herdeildin samt til að nema staðar hvað eftir annað. Ferðin virtist sækjast óbærilega seint. Myrkurstundirnar liðu hver af annarri og í dagsbirtu var hætt við að sprengjur óvinanna gætu gert mikið tjón á vegum svona yf irfullum af fólki og farartækj- um. Fyrir dögun var þó síðasta ökutækið horfið inn í myrkrið í norðvestri og ég svaf nokkurra klukkustunda óværum svefni. 28. maí: Eg lagði af stað norð- ur strax í dögun til þess að vita hvernig Monty hefði gengið hin hættulega næturferð og komst að raun um að honum hafði eins og venjulega tekizt það, sem öðrum virtist nær óframkvæmanlegt. Er ég hafði samglaðzt Monty með sigurinn. snéri ég aftur til deildarstöðva minna við Ferme de l’Alouette, til að finna Ritchie, sem farið hafði snemma um morg uninn á ráðstefnu í aðalstöðvun- um, sem hafði ag þvi er helzt virt ist, borið lítinn árangur. Því næst lokaði ég deildarstöðvum mínum og sendi Neil Ritchie aftur til Vinekem fyrir sunnan Furnes, til þess að opna þar aðrar nýjar. Þegar ég kom nokkru síðar til hinna nýju deildarstöðva minna í Vinekem, beig mín þar sendiboði frá Monty, með þær fréttir, að þýzkur herflokkur hefði þá ný- verið ráðizt inn í Nieupart. Monty vis-si nóg um áætlanir mínar, til þess að skilja þýðingu, þessa nýja og óvænta atburðar. Hann hafði því tafarlaust sent hraðboða af stað og til þess að vera viss um, að mér bærust fréttirnar, sendi hann einn herforingjaráðsmann sinn, „Marino" Brown í bifreið. Mjög skynsamleg forsjálni, sem BJARNI ÚR FIRÐh Stúdentinn i Hvammi i i. Ekki var spáð vel fyrir búskap Guðmundar Guðmundssonar í Hvammi. Hann var kornungur er hann kom í sveitina og tók við jörð og búi í Hvammi. Og svo var hann hámenntaður mpður. Hann var jafnan titlaður með nafnbótinni stúdent. Og sagt var, að hann hefði náð svo háum prófurn, að hann gæti gerzt pres-tur eða sýslu maður, hvenær sem væri og stað ið hvort tveggja til boða, og hafn að því. Og nú tók þessi hámennt- aðí og kornungi einhleypingur það fyrir að gerast bóndi. En fólkið í sveitinni þekkti til hans. Ættfeður hans höfðu mann fram af manni búið í Hvammi og gert garðinn frægan. Og þar var hann fæddur. En móðir hans undi þar ekki. Hún var prófastsdóttir, stórlát kona ag mælt var. Guðmundur stúdent var í reifum, er foreldrar hans fluttu frá Hvammi. Og Hvamnáur, forna óðalssetrið, varð leigujörð. Ábúandinn hét Björn. Gamli Björn hafði setið Hvamm með prýði, þótt alltaf væri hann leiguliði og harðindi og óáran í landinu. En Björn kunni að búa. Hann var vinnuþjarkur hinn mesti, sem hvorki hlífði sjálfum sér né öðrum. En sómakarl, sem engan lét eiga hjá sér. Hann var tvíkvæntur. Barnlaus af fyrra hjónabandi, en með seinni konunni átti hann einn son, Guðmund, sem var sextán ára, þegar faðir hans lézt. Mann- vænlegur unglingur og vinnu- hneigður eins og faðir hans. Þau mæðgin vildu búa í Hvammi, en stúdentinn ungi, sem erfði jörðina sama ár og Björn dó, gaf þess engan kost. Þá vildi Guðmundur Björnsson, ag þau mæðgin flyttu burtu og fengju sér annað ábýli. En stúdentinn baug ekkjunni ráðskonustarf hjá sér, og lét það í veðri vaka, að ef hann þreyttist á búskapnum, eða gerðist embættismaður ein- hvers staðar á landinu, skyldu þau mæðgin njóta jarðarinnar. Guðmundur Björnsson vil'di ekki, að móðir sín gerðist bústýra í Hvammi. En móðir hans hafði fest rætur þar og tók tilboði stúd entsins þvert á móti vilja sonar síns. En þegar hann sá, ag engu yrði um þokað, fékk hann fjár- haldsmann móður sinnar til þess að senija fyrir þeirra hönd. Stúd- entinn vatt honum um fingur sér. En er svo var komið, gekk Guðmundur Björnsson fram og gekk í málið. Það þótti lítt við hæfi, og þýkir það jafnvel enn, að unglingar innan tvítugsaldurs skipti sér af fjárreiðum eldri manna, sem yfir þá eru settir, sakir barndóms. En Guðmundur Björnsson neitaði afdráttarlaust að hlíta samningsgerg fjáriiáða- mannsins og fékk þokað málinu í betra horf. Slík voru hin fyrstu skipti hans og stúdentsins. Þótti þetta merkilegt er menn sáu það, að stúdentinn var engin mann- leysa. Reyndist hann jafnan glögg ur í fjármálum og búhygginn í bezta lagi. Sjálfur gekk stúdentinn ekki að nokkru verki, var snyrtilega bú inn og hreinn sem heldri maður. En hann hafði lifandi eftirlit með hverju einu, og sagði rösklega og hispurslaust fyrir verkum og gætti þess að hjúin nýttu daginn til hins ýtrasta. Hann hafði ekki mörg orð um hvað eina. En eng- um tjáði að færast undan því, sem hann bauð. Féll vel á með hon- um og ekkjunni. En það vissi hún áður en fyrsta sumarið var á enda, ag ekki myndi stúdentinn sleppa jörðinni. Og von hennar um það, að þau mæðgin ættu eftir að búa í Hvammi sem eigendur eða leigjendur, var að engu orð- in. Undir eins fyrsta árið í Hvammi hleypti stúdentinn upp bústofn- inum. Var kvikfénaðurinn þegar á fyrstu haustnóttum stærri en nokkru sinni áður í Hvammi, eft ir því sem elztu menn sögðu. Stúd entinn virtist hafa fullar hendur fjár. Hann keypti auk hinnar stóru búslóðar, þegar á fyrsta ári, tvær nábýlisjarðir sfnar, sem báð- ar þóttu með betri bújörðum. Og valið á skepnunum sýndi, að hann bar gott skyn á húsdýr. Hann stækkaði peningshús jarðarinnar um helming og vandaði þau mjög. Um haustið hafði hann meira hey en nokkur annar bóndi þar um slóðir, enda þótt sumir þeirra lumuðu á drjúgum fyrningum. Hann var því þegar á fyrsta ári kominn í raðir sterkustu bænd- anna. Stúdentinn hafði ekki dvalið meira en misseri í Ilvammi, er það varð almæli, að hann myndi búhöldur góður. Sumir sögðu þó, að annað tveggja hefði sveitinni bætzt óvenjulegt mannsefni, þar sem stúdentinn var, arftaki hinn- ar sterku, fornu bændaættar, sem Hvamm hafði setið til skamms tíma, eða gönuhlaupari. sem sprengdi sig. En allar hrakspár urðu sér til skammar. Stúdentinn varð fast- ur í sessi; búið blómgaðist ár frá ári. Ilann kom ekki með mprgt nýrra búnaðarhátta, sem vænta mátti af manni, sem alizt hafði upp í fjarlægu héraði og mennt- azt vel. En hann kunni tökin á hlutunum, hafði glöggt auga fyrir snyrtimennsku og gætti þess að hvert starf væri vel af hendi leyst. Hann mat iðnismanninn meira en hinn stórvirka, ef hon- um þótti verk dugnaðarmannsins flaustursamt um of. Hann þakk- aði jafnan fyrir með hlýju brosi, ef honum þótti eitthvað starf fara vel úr hendi. Annars var hann að jafnaði fámáll og aldrei lét hann neitt uppi um fortíð sína né einkamál. Nafna sínum, hinum unga syni ráðskonunnar var hann góður og fól honum fljótt umsjá margra starfa. En lengi vel var svo, að hvorugur þeirra ræddi við hinn meira en góðu hófi gegndi. Einu sinni á ári var stúdentinn vanur að spyrja nafna sinn: „Hvag viltu hafa næsta ár?“ Hinn vissi að þar átti stúdent- inn vig kaupkröfu hans. Og ef stóð á svarinu: „Þú lætur mig vita bráðlega, hvers þú krefst. Eg skal ekki draga þig á mínu svari “ En bótt Guðmundur yngri hækk aði kröfur sínar eftir þvi sem hann óx, gekk stúdentinn aldrei frá. Og gaf honum jafnan í árs- lok einhvern kaupbæti. Á yfirborðinu var því ekki hægt að sjá annað, en að vel færi á meg þeim nöfnum. En þeir, sem töldu sig þekkja skaplyndi Guð- mundar yngra, þóttust þess full- vissir, að hann vildi komast burtu og spila á eigin spýtur. En móður hans féll vel rágskonustarf inn, og vildi ógjarnan ráðast í sjálfstæðan búskap með syni sín um, sem enn var lítt af barns- aldri. Stúdentinn skar ekkert við nögl, það er lagt var til búsins, en fylgdist þó vel með hverju einu og krafðist nýtni f hvívetna. Og Margréti brá þar ekki, frá því er hún átti að venjast af eiginmann inum. Spart hafði Björn gamli skammtað, eins og þá tíðkaðist al- mennt. Nú skal þess getið, að þessi saga hefst við aldamótin 1800. Þá var landið vegalaust með öllu og búnaðarhættir einhæfir og ólíkir því er nú þekkist. Rétt við túnið í Hvammi rann á ein mikil. Þar var lax- og sil- ungsveiði og átti Hvammur beztu veiðihylji árinnar Lét stúdentinn sér annt um veiðina og gekk fram í því að laxinn yrði friðað- 14 T f M I N N, þriðjudagur 13. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.