Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.03.1962, Blaðsíða 12
J. Evandt sigraði - setti heimsmet RITSTJORI HALLUR SIMONARSON „Það er annað að keppa hér en heima og hin mikla stemmn ing hjá áhorfendum átti mest- an þátt i hve góður árangur náðist," sagði Johan Chr. Ev- andt frá Noregi eftir keppnina á laugardaginn, þegar hann setti nýtt heimsmet í lang stökki án atrennu. Evandt er mjög snjall stökkvari, sterkur og snöggur, og hann sigraði okkar beztu menn í öllum at- rennulausu stökkunum, þar á meðal þrístökki, sem hann hafði þó ekki keppt í áður. Heimsókn Evandt hingað var mjög ánægjuleg, því auk þess sem hann sýndi mikla hæfni sem íþróttamaður, lagði hann sig einnig fram við að kenna hin- um íslenzku keppinautum sín- um. Og einn þeirra sagði á eftir. „Eg trúi ekki öðru, en við stór- bætum árangur okkar, því að við lærðum svo margt nýtt hjá Evandt." Setti heimsmet A laugardaglnn var keppt I langstökki án afrennu og þegar í fyrsta stökki setti Norðmaður- inn nýtt heimsmet í geysi kröft- ugu stökki. Stökkið mældist 3.65m., — en eldra heimsmetið, sem Evandt átti sjálfur, var 3.57 m. Honum tókst ekki að bæta þennan árangur frekar, en stökk hans voru öll mjög góð. Vilhjálmur Einarsson var rétt við met sitt í greininni, stökk 3.31 m. og skorti því aðeins einn sentimetra á metið. Óskar Al- freðsson, sem vakti svo mikla at hygli á unglingamótinu á Bif- röst, bætti enn árangur sinn og stökk nú 3.27 metra. Jón Ölafs- son var fjórði með 3.24 m. Reyndi við heimsmet Þeim Vilhjálmi og Jóni tókst ekki að veita Evandt jafn harða keppni í hástökki án atrennu og búizt hafði verið við. Norðmað- urinn var einnig öruggur sig- urvegari þar, og fór vel yfir 1.74 og lét síðan hækka í 1.77, sem er aðeins betra en heimsmet hans. Þá hæð tókst honum þó ekki að stökkva að þessu sinni. Jón Ólafsson varð annar, stökk 1.71 m., en tókst ekki að stökkva 1.74 m. Vilhjálmur stökk 1.65 og sömu hæð stökk Halldór Ingva- son. Þá var einnig keppt í hástökki án atrennu og þar stökk Jón Ól- afsson 2.01 m., sem er nýtt inn- anhússmet í þessari grein. Árangur var ekki eins góður í keppninni á sunnudag. Evandt og Vilhjálmur reyndu þá við l. 77 m. í hástökki án atrennu — og var Norðmaðurinn nærri að fara yfir, en tilraunirnar voru ekki eins góðar hjá Vilhjálmi, en hann ásamt Jóni Ólafssyni stökk 1.66 ni. — en sleppti 1.72 m. Jón féll úr á þeirri hæð. Þá var keppt í þrístökki án atrennu og þó að Evandt sé byrjandi í þeirri grein, tókst hon um samt að sigra, stökk 10.03 metra, sem er nýtt, norskt met. Ekki er vafi á því, að hann get ur bætt þann árangur mjög. Vilhjálmur stóð sig prýðilega og var jafnastur keppenda Hann stökk Iengst 10.02 m. og átti einnig 10.01 m., og skorti því nokkra scntimetra á Islandsmet Jóns Péturssonar. Jón Ólafsson stökk 9.58 og Óskar setti drengja met, 9.41 m. Hinn nýi skíðaskáli ÍR Glæsilegur skíðaskáli ÍU var vígður á laugardaginn Skíðaskáli Iþróttafélags Reykjavíkur í Hamragili, í Skarðsmýrarfjalli, skammt ut- an við Kolviðarhól, var vígður s.l. laugardag. Skólinn er um 250 m2 að stærð og allur hinn vistlegasti. Auk aðalhæðarinn- ar eru rúmgóð svefnloft fyrir næturgesti. Allt svipmót bygg- ingarinnai er mjög nýtízku- legt og bjart yfir skálanum í heild. Hörður Björnsson, bygg- ingafræðingur, teiknaði skál- ann í sjálfboðavinnu. Stórátak áhugamanna. Kostnaður við bygginguna nem ur kr. 1.3 millj. eins og málin standa í dag, en enn þá er ým- islegt smávegis ógert. Sjálfboða liðar hafa unnið yfir 20 þúsund vinnustundir, eða fyrir samtals 552 þús. kr. Aðkeypt vinna hefur nmið ca. 4% af heildarkostnaöi. Þá hafa íR-ingar lagt veg alla leið upp á hlað skálans, sem er Evandt í hástökki án atrennu. — Ljósmynd: Biarnleifur. 8—................................ . 1 : > ..-ft UnniS að byggingu skíðaskála ÍR. Fremst á myndinni er Þórir Lárusson, formaður skíðadeildar félagsins. auðvelt að aka. Vígsluhátíð í fögru veðri. Veður var bjart og fagurt á laugardaginn, þegar skálinn var vígður. Fjöldi gesta var viðstadd ur vígsluna. Gizkuðu menn á 2— 300 manns. Albert Guðmundsson, fyrrver. formaður ÍR, stjórnaði vígsluat- höfninni, en aðalræðuna flutti formaður ÍR, Sigurjón Þórðar- son. Margir forvígismenn íþrótta- mála voru viðstaddir og fluttu ræður, þ.á.m. Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi ríkisins og Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ. Vígsluhátíðin fór vel fram og var ÍR til hins mesta sóma. Voru rausnarlegar veitingar fram bornar og allir í hátíðaskapi. Það, sem mesta athygli vakti, var það, að tiltölulega fáir korn ungir menn hafa eytt öllum fri- stundum sínum undanfarin 2— 3 ár við byggingu skálans. Er það gleðilegur vottur þess, að áhugamannaöldin er ekki alveg liðin hjá. Tíminn sendir ÍR-ingum heilla óskir í tilefni þessa merka áfanga, sem þeir hafa nú náð, með byggingu þessa glæsilega skíðaskála. St. Mirren komið í undanúrslitin Fjórða umferð skozku bikar- keppnirnnar fór fram á laugar- daginn og lék St.Mirren þá heima gegn bikarmeisturunum, Dunfermline, og sigraði með eina markinu í leiknum, sem Mc Lean skoraði. Skozku blöðin bár ust ekki í gær, svo að frásögn af leiknum verður birt síðar I öðrum leikjum í umferðinni urðu úrslit þau, að Motherwell vann Stirling með 6—0, Rangers vann Kilmarnock á útivelli 4—2 og Glasgow-liðin Celtic og Partick Thistle gerðu jafntefli 4—4 og verða því að leika að nýju. í gær var dregið um það hvaða lið ieika saman í undanúrslitum og varð niðurstaðan þessi. St,- Mirren leikur gegn Celtic eða Partick, en Rangers leikur við Motherwell. Báðir leikirnir fara fram í Glasgow. st.Mirren leik- ur á leikvelli Rangers, Ibrox en Rangers—Motherwell verður á Hampden Park. Sjötta umferð í ensku bikar- (Framh. á 13. síðu.) 12 TÍMINN, þriðjudagur 13. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.