Tíminn - 14.03.1962, Side 8
ÞJOÐLEIKHUSIÐ:
My Fair Lady
eftir Alan Jay Lernes og Frederick Loewe
Róbert Arnfinnsson og Vala Kristjánsson í hlutverkum sínum
Sýningin á My Fair Lady tókst
meg þeim ágætum, ag hún mark
ar tímamót í sögu íslenzkrar leik-
listar. Eiga leikarar og leikstjórar
mikig lof skilig fyrir frammistöðu
sína og þjóðleibhússtjóri fyrir
dirfsku sína að þora að taka þetta
verk til flutnings.
Þessi söngleikur er byggður á
leikritinu Pygmalion eftir Bern-
hard Shaw og snilli hins brezka
skáldjöfurs gefur honum lit og
lif.
Shaw fjallar hér um uppáhalds
efni sitt, umbreytingu persónuleik
ans, og sérstakléga einn þátt
þeirrar breytingar, málvöndun.
Lenin fullyrti, að kenna mætti
hvaða vinnukonu sem væri að
stjórna riki, og Shaw sýnir, hvern
ig „mannleg nláttúra" er leir í
hendi manns, sem móta má að
vild. Umbreytingin byggist á end
urtekningunni: Þegar hugsun og
athöfn er enduirtekið nógu oft,
breytist hún í venju, venjan verð
ur að hæfileika, hæfileikinn smám
saman ag eiginleika, eiginleikinn
ag eðli.
Henry Higgins prófessor í hljóð
fræði, tekur sér fyrir hendur að
ummynda persónuleika fávísrar
blómasölustúlku og móta hana í
mynd hinnar brezku hefðarkonu.
Tilraunin tekst með ágætum og
prófessornum fer eins og mynd-
höggvaranum gríska, sem bjó til
svo fagra konumynd, að hann
varð sjálfur ástfangin af henni.
Höfundar söngleiksins gæta þess
vel í umsköpun sinni, að láta
Shaw njóta sín og á það ekki slzt
sinn þát.t í vinsældum og gildi
þessa verks.
Fyrirfram höfðu margir haldið
fram þeirri skoðun, að ógerlegt
væri ag sýna þetta verk á íslenzku
leiksviði, því ag hér væri enginn
munur á máli yfirstéttar og al-
þýðu.
Hvað „ladyuna“ snertir, er
þessu bjargað við með því að
láta hana í byrjun tala „mállýzku“
dansks fslendings, sem virðist á-
gæt lausn á málinu. Eftir að nátt-
úrubarnið hefur breytzt í hefðar-
konu, bregður samt fyrir blæ
hinnar fyrri mállýzku, en aðeins,
þegar hún reiðist við prófessor-
inn, — og þag er eins og vera
ber. — Einnig talar Ævar frábær
lega skemmtilega mállýzku í sínu
hlutverki, sein er í aðalatriðum
rammíslenzk! f stuttu máli sagt,
Þag sem hér virtist óleysanlegt,
leysti Þjóðleikhúsið meg prýði.
Valið í aðalhlutverkið hefur tek
izt meg fádæmum vel. Vala Kristj
ánsdóttir, nýliðinn, stígur inn í
hlutverk EHsu Doolitle, sem leik-
kona í fremstu röð, og sjaldan hef
ur íslenzkri leikkonu verið betur
fagnað af leikhússgestum. Það
hefur e.t.v. verið betra fyrir leik
stjórann að móta leik þessa glæsi
lega byrjanda að vild sinni en
fastmótaða leikkonu. Framkoma
hennar var látlaus og full af ynd-
isþokka. Röddin er ekki mikil, en
tónninn hreinn og fallegur.
Bezt tókst Völu upp í þriðja at-
riði fyrsta þáttar og sjöunda atriði
sama þáttar.
Rúrik Haraldsson leikur prófess-
or Higgins, annað aðalhlutverk
leiksins og gerir því glæsileg skil.
Rúrik er bráðlifandi, sérgóður og
sjálfsánægður piparsveinn, fremri
öðrum í sinni grein, og þar af léið1
andi sá miðdepill, sem veröldin
snýst um. í áðra röndina er hann
þó ósjálfbjarga barn, sem ráðskon
an verður að stjórna og hugsa fyr-
ir um veraldlega hluti. — Með öðr
um orðum tveir eiginleikar, sem
Rúrik hefur alltaf gert prýðisgóð
skil.
Róbert Arofinnsson er réttur
maður á réttum stað, — og sann-
færandi enskur heiðursmaður, er
sýnir fræðimannlegan klaufaskap
í umgengni við kvenfólk. — Þó
væri sennilega skemmtilegra að
hann syngi kvæðin í stað þess að
tala þau, sérstaklega í þriðja at-
riði fyrri þáttar, er hann fer með
„Eg er eins og fólk er flest“.
Ein aðalstjarna kvöldsins var
Ævar Kvaran, en hann leikur ösku
karlinn Alfred P. Doolittle, föður
Elizu. Öskukarlinn er svallari, of
fátækur til að vera háður borgara
legu siðferði. Þessi „frumlegasti
siðfræðingur Bretlands" skilur, að
mannleg náttúra leyfir ekki að
venjulegur maður eignist meira en
fimm pund. Fái hann hærri fjár-
hæð í hendur á maðurinn ekki
lengur peningana, heldur eiga þá
peningarnir manninn. — Og ein-
mitt þetta hendir kappann. Hann
fær óvæntan ar’f og verður að
kveðja hið frjálsa líf og íklæðast
spennitreyju „millistéttarmanns-
ins“ og því siðferði og háttu-m, sem
krafizt er af upptyppingum. Ævar
sýnir í þessu hlutverki frábæran
leik.
Árni Tryggvason og Bessi Bjarna-
son fara með lítil hlutverk og
dansa af stórkostlegri list.
Erlingur Vigfússon syngur bezt
af leikurunum og leikur hans er
orðinn dágóður. Þyngslin og við-
vaningshátturinn eru að mestu
horfin.
Af öðrum hlutverkum má sér-
staklega nefna leik Lárusar Páls-
sonar, Regínu Þórðardóttur og Guð
bjargar Þorbjarnardóttur. Sérstak
lega varð Ungverjinn mikill furðu-
karl í meðförum Lárusar Pálsson-
ar.
Ballettinn var mjög góður og
átti hann mikinn þátt í þessum
leiksigri Þjóðleikhússins. Kar'l-
dansarar voru sex og vöktu þeir
Poul Eli og Jón Valgeir mesta at-
hygli. Kvendansarar voru allar ís-
lenzkar og stóðu sig með prýði,
einkum Bryndís og Ingunn Jens-
dóttir.
Carl Billich æfði kórinn, sem
söng ágætlega að vanda.
Leikstjórinn Sven Áge Larsen
á þó örugglega mest lof skilið. —
Hann veit nákvæmlega, hvað hann
er að gera. Leikarar, kór, dansar-
ar og sviðið er allt tekið til jafn
öruggrar meðferðar. Stjórn hans
verður að teljast í sérflokki. Að-
stoðarleikstjóri var Beneoitet Arna-
son.
Ekki fæ ég betur séð en að hið
vandasama verk þýðendanna, Egils
Bjarnasonar og Ragnars Jóhann-
essonar, sé mjög vel heppnað, enda
eru báðir þessir menn með allra
færustu þýðendum.
Það er ástæða til að óska Þjóð-
leikhúsinu til hamingju með þenn-
an einstæða leiksigur, sem ætla
má að marki tímamót í leiklistinni.
Með þessari sýningu hefur Þjóð-
leikhúsið slitið barnsskónum og
sannað í fyrsta sinn, að það er
fært um að leysa hin erfiðustu
verkefni. Gunnar Dal.
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI
Bdmóður
Eg hef verið skógarmaður
frá barnæsku. Að baki bæj-
arins heima er lágt fell, sem
bærinn er við reistur. Hin-
um megin í fellinu vestan
við Skjálfandafljót er gam-
all skógur og stórvaxinn. Eg
fékk ungur drengtrr að
fylgja föður mínum yfir
fellið og „austur í skóg“ til
þess ag hjálpa eftir mætti
að draga samaii í kesti þann
við, er hann hjó. Faðir minn
átti exi mikla er ég nefndi
„Rimmugýgi". Stundum
fékk ég að bera exina
reidda um öxl er upp á fell
ið kom. Heima voru þá forn
sögurnar kærasti lestur, og
Egill Skallagrímsson mesta
hetjan. Þegar öxin mikla
kom á öxl mína var ég ekki
lengur lftill drengur í lágu
felli, heldur mikil víking-
ur að herja í Austurveg. Eg
hjóp á undan niður í skóg
og tók að höggva. Á mig
rann vígamóður. Eg gekk
áhugans
berserksgang til þess að
sýna föður mínum, hvers
ég væri megnugur. Lézt
hann undrast afköst mín.
Og svo var ég Egill. Hjó
ekki smávið, heldur „mann
ok annan.“
—O—
Ekkert stóðst fyrir íslenzk
um víking, þegar á hann
rann berserksgangur úti í
löndum. Sögurnar lýsa því
stundum á skógarmáli. And
stæðingarnir voru kvistaðir
niður eins og hráviði „Eg
bar einn af ellefu," segir
Egill. En hvað er berserkur?
Sá, er klæðist „serki bersa“,
bjarndýrafeldi. B.iörninn var
sterkastur norrænna dýra.
og því var trúað, að hann
hefði mestan blóðhita.
Berserkur var sá, sem öðl-
aðist yl bjarnarins og kraft
hans. En raunar var það
eldur áhuga og skapsmuna
hins sterka vilja, sem stund
um virðist gefa næstum yf-
irmannlegan kraft.
—O—
Þegar ég sofnaði þreytt-
ur eftir skógarförina,
dreymdi mig skóg. Ekki
bognar bjarkir, beygðar af
veðrum og snjóum, heldur
há tré og beinvaxin eins og
komnar væru rætur á hin
miklu tré, sem stundum var
ekið utan af reka, laufguð
og lifandi. Og þessi tré uxu
ekki „austur i skógi“. held-
ur heima í bæjarbrekkunni.
Eg sá þau aftur og aftur í
V8l
T í M I N N, miðvikudagur 14. marz 1962