Tíminn - 14.03.1962, Síða 15
GJÖFTILSTÓRÓLFS
HVOLSKIRKJU
f nóvembermánuði s.l. barst
Stórólfshvolskirkju vegleg og fög-
ur gjöf frá Ljósasjóði Stórólfshvols
kirkju, en hann var stofnaður til
minningar um Margréti Þorsteins-
dóttur, sýslumannsfrú, sem andað-
ist á síðastliðnu vori. Hlutverk
sjóðsins skyldi vera fjársöfnun til
kaupa á ljósatækjum í Stórólfs-
hvolskirkju. Fmmkvæði og forystu
við stofnun sjóðsins ’áttu þær Ingi-
björg Rristjánsdóttir, Hvolsvelli,
og Margrét Sæmundsdóttir, sím-
stöðinni Hvolsvelli, og leituðu þær
framlaga hjá vinafólki Margrétar
heitinnar bæði innan héraðs og
utan og varð vel ágengt.
Síðan aðstoðaði kaupfélagsstjór-
inn hér á Hvolsvelli, Magnús Krist
jánsson, við útvegun á 18 ljósa loft
hjálmi, hinum mesta kjörgrip, sem
afhentur var kirkjunni að gjöf við
hátiðlegt tækifæri um miðjan nóv
ember s.l.
Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju
biður Tímann að færa gefendum
og þeim, sem önnuðust útvegun
og uppsetningu á ljósahjálminum,
allt án endurgjalds, beztu þakkir
og nýjársóskir.
Víðavangur
(Framhald af 2. síðu).
framleiðsluvörur þeirra brutto,
eða 2% beinn skattur á tekjur
þeirra og þótti þó mörgum
nógu hart gengið að bændum
með hinum rangláta verðlags-
grundvelli. Þessar aðfarir kall-
ar Mbl. „eitt stærsta hagsmuna-
mál bændastéttarinnar“.------
Fer bændum nú varla að dylj-
ast lengur, að stærsta hags-
munamál bændastéttarinnar er
að hnekkja meirihlutavaldi nú-
verandi ríkisstjórnar.
Hvers gætu þjóðskáld
krafizt?
'Framhald af 16 síðu)
með orðréttum tilvitnunum, þar
sem greinarhöfundur gefur orð
ið hverjum framangreindra 11
ljóðskálda, og hvert sinn til
samanburðar tekur hann sýnis-
horn úr ljóðabókum Jóns ú
Vör og Matthíasar Jóhannessen.
í greinarlok birtir hann nokkur
sýnishorn úr lofsamlegum dóm-
um um rit Matthíasar Jóhann-
essen: „Hólmgönguljóð". Sjálf-
ur virðist greinarhöfundur kom
ast að gagnstæðri niðurstöðu,
og nefnir, máli sínu til stuðn-
ings, að enginn syngi þessi ljóð
eða rauli fyrir munni sér. Leir-
burður þessi sé andvana fædd-
ur, þó að Ríkisútvarpið hafi
álpazt til að verðlauna kveð-
skapinn.
Af þessu er fullljóst, að hér
er um ritdóm að ræða, og það
jafnvel hvassan ritdóm.
Stefnandi telur, að umbj. m.
Hjálmtýr Pétursson, hafi birt 4
ljóð eftir Matthías Jóhannessen
í umræddri blaðagrein.
Umbj. m. mótmælir þessu
sem röngu. I fyrsta lagi sé ekki
hægt að nefna þessa samsetn-
ingu ljóð, og þó að svo yrði tal-
ið, af hinum virðulega dómstóli,
þá er varla hægt að segja, að
hin 4 erindi, sem í sé vitnað,
geti hvert um sig talizt sjálf-
stæð Ijóð.
Fyrsta tilvitnunin með orð-
unum: „Þú ert viti guðs á göml-
Hádegiskliíbburinn
kemur ekki saman í dag. Næsti
fundur miðvikudaginn 21. marz.
um freknóttum himni og horf-
ir á eftir okkur í golgrænt skol-
ið“, ætti þá að teljast fyrsta
Ijóðið, og birting þess sennilega
bakað höfundi 500 króna tjóni,
að skoðun Rithöfundasambands
íslands.
Næsta tilvitnunin: „Þú ert
morgunblað og þeir senda þig
upp úr hádegi til fisksalans á
framnesvegi“, o. s. frv., heldur
lengra að vöxtum, á þá að vera
annað Ijóðið. Tjón af birtingu
kr. 500.—.
Þriðja tilvitnunin: Þú ert i
kompaníi við allífið og yrkir
eins og þú heldur að guð og
Þórbergur gerðu", o. s. frv. er
þá þriðja, lögverndaða ljóðið,
sem umbj. m. á að greiða fyrir
að birta almenningi 500 krónur.
Fjórða tilvitnunin, í réttri
röð: „Þú ert skip og siglir inn
í nóttina“ o. s. frv. ætti þá einn-
ig að leiða til 500 kr. skaðabóta
greiðslu.
En hvað þá um fimmtu til-
vitnunina? Hví voru Ijóðin að-
eins talin fjögur? Vill Rithöf-
undasamband íslands ekki
kannast við að fimmta tilvitn-
unin njóti lagaverndar: „Þú ert
samvizka óðins þegar hann fer
til annarrar konu sem gleypir
lim hans eins og gráðugur stein
bítskjaftur eins og hafið sólina,
svalar þorsta hans eins og vatns
þró,“ o. s. frv.? Þetta er óljóst
í stefnunni.
Staðr'eynd er, að ljóðin eru
nefnd fjögur talsins, og skaða-
bótafjárhæðin alls kr. 2000.—
svo að jafnaði virðist greinar-
höfundi ætlað að greiða skáld-
inu kr. 500.— fyrir brotlega
birtingu hvers ljóðs. En fimmta
„Ijóðið" ætti þá að vera frjálst
til birtingar, hvert þeirra, sem
það nú er.
Ekki er heldur leitazt við að
skýra það í stefnu, hvers vegna
„tjónið" er metið nákvæmlega
á kr. 2000.— né í hverju tjónið
er fólgið. Er það tjón fyrir Dav
íð Stefánsson, ef vitnað er orð-
rétt í ljóð hans í ræðu eða riti,
eða ef ein-hver Iærir kvæði hans
og fer með þau, að honum for-
spurðum, svo að aðrir hlýða til?
Eða verður hann fyrir tjóni við
orðréttar tilvitnanir í ljóð hans,
þegar einhver ritar blaðagrein
um skáldskap hans?
Allt þetta og reyndar nokkuð
fleira í þessu sambandi er nauð
synlegt að fá skýrt fram hjá
stefnanda, áður en dómur fell-
ur í máli þessu. Af því tilefni
er hér með skorað á stjórn Rit-
höfundasambands íslands,
stefnanda málsins, að koma fyr
ir rétt og tjá sig um framan-
greind atriði, málinu til skýr-
ingar. Sérstaklega er nauðsyn-
legt að stjórnarmenn, hver um
sig, gefi skýringu á því, hvers
vegna þeir telja tilvitnanir um-
bj. m. birtingu á fjórum Ijóðum
Matthíasar Jóhannessen, hvers
vegna þeir telja að grein umbj.
m. geti ekki talizt dómur um
verk hans (ritdómur), og á
hverju þeir byggja skaðabóta-
fjárhæðina.
Ástsælustu ljóðskáld á fs-
landi hafa hlotið lárviðarsveig
af alþýðu manna með tignarheit
inu þjóðskáld. Allt fram til
þessa hefur það verið keppi-
kefli íslenzkra Ijóðskálda að
komast i tölu þjóðskálda. Sagt
er að Bjarni Thorarensen hafi
á banasænginni, mælt til Jónas
ar Hallgrímssonar: „Þegar ég
dey, verður þú eina þjóðskáldið
okkar, Jónas minn“. Þessi orð
þarfnast ekki skýringar. Þjóð-
skáld voru þeir einir, sem ortu
Ijóð, sem almenningur unni og
kunni, og sem verða þess vegna
óaðskiljanlegur hluti af is-
lenzkri menningu.
Rithöfundasamband íslands,
stefnandi í máli þessu, virðist
fylgja allt annarri stefnu, ef
dæma á eftir máltilbúnaðj þeim
sem hér liggur fyrir. í stað
þess að hingað til hefur verið
talið hverju skáldi mest virði,
að verk þess séu kynnt atmenn-
ingr, svo að þau verði lesin og
lærð, þá er þessu máli hampáð
sem rökum fyrir skaðabótum,
að skáldi sé miski gerður með
þvi að vitnað sé orðrétt í ljóð
þess í blaðagrein. Miðað við hin
ar smávægilegu tilvitnanir í
ljóð Matthíasar Jóhannessen i
nefndri blaðagrein hafi bakað
honum 2000 króna tjóni, hlýt-
ur tjón þjóðskálda, vegna sí-
felldra tilvitnana í verk þeirra,
í ræðu og riti, að nema árlega
milljónum króna. Liggur í aug-
um uppi, hvílík fjarstæða þessi
kenning er.
Fullyrðing stefnanda um að
grein umbj. m. hafi verið eitt-
hvað annað en ritdómur, er al-
veg út í hött, enda órökstudd.
Hvað annað en ritdómur er
blaðagreinin? E. t. v. ljóð í nú-
tímasniði?
Svo sem stefnandi sjálfur við
urkennir, taka höfundar ekki
gjald vegna tilvitnana í ritdóm-
um, enda virðast landslög ekki
ætlast til þess, sbr. 15. gr. 1. nr.
13 frá 1905. Þess vegna er eng-
inn grundvöllur fyrir stefnu-
kröfunni. Þrátt fyrir það hefur
verið farið nokkrum orðum um
efni og anda kröfugerðarinnar,
vegna þess, hve fjarstæðukennd
hún er, og víti til varnaðar fyr-
ir íslenzka rithöfunda.
ítreka gerðar kröfur og legg
málið í dóm.
Reykjavík, 12. marz 1962,
Páll S. Pálsson.
Verðlækkun á
¥OLVO
-tJUÆXf
Kostar nú kr. 175.000.00
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
RÍKISÚTVARPIÐ
TÓNLEIKAR
í Háskólabíóinu fimmtudaginn 15. marz 1962, kl.
21.00.
Stjórnandi: JINDRICH ROHAN
Einleikari: EINAR VIGFÚSSON
Efnisskrá:
Beethoven: Egmont-forleikur, op. 84
Tschaikowsky: Rococortilbrigði fyrir celló og
hljómsveit.
Sibelius: Tapiola, op. 112
Mendelssohn: Skozka sinfónían, op. 56, a-moll.
★
Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar, bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skólavörðu-
stíg og í Vesturveri.
Jörð til sölu
Jörðin Kalastaðakot á Hvalfjarðarströnd, er til sölu
ásamt allri áhöfn og tækjum.
Laus til ábúðar á næsta vori. Leiga kemur einnig
, til greina. Nánari upplýsingar gefur ábúandi
Guðbrandur Thorlacius.
Flaíningsmenn óskast
FISKVINNSLUSTÖÐ JÓNS GÍSLASONAR
Hafnarfirði. Símar 50165 og 50865.
Húsgagna- og húsasmiðir
Vantar 2 húsgagna- eða húsaámiði strax. — Helzt
vana verkstæðisvinnu. Löng vinna framundan.
Kraftmikil vél.
Bólstrað mælaborð
4 hraða hljóðlaus gírkassi.
Öflug miðstöð.
Öryggisbelti.
Rafknúin rúðusprauta.
Endursöluverð á
VOLVO
| er hærra en á flestum öðr-
j um bifreiðum.
j GUNNAR ÁSGEIRSSON hf.
! Suðurlandsbraut 16
Sími 35200.
Söluumboð á Akureyri
MAGNÚS JÓNSSON.
Sími 2700.
BYGGIR H.F., sími 34069.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegustu þakkir mínar flyt ég öllum þeim, sem
heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum
og skeytum á áttræðisafmæli mínu, 10. marz s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Ingunn Jónsdóttir,
Skálafelli.
Öllum þeim, er glöddu okkur með stórhöfðingleg-
um gjöfum og heimsóknum á 50 ára afmæli okkar,
sendum við innilegustu þakkir og árnaðaróskir.
Hólmfríður Jóhannesdóttir,
Ársæll Jóhannsson,
Jórvík.
Jeppabifreið
með kerru til sölu. Mjög
hagstætt verð.
Innrlegar þaklcir fyrlr auSsýnda samúð og vlnarhug, í minningu
Birgis Guðmundssonar,
sem fórsf með m.b. Stuðlabergi.
Upplýsingar í síma 36485.
Valdís Valdimarsdóttir
börn og aðrlr aðstandendur
T í M 1 N N, miðvikudagur 14. marz 1962.
15