Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 1
SÖLUBÖRN BSaðiS afgreiff í Bankastræfi 7 á laugardagskvöldum SÖLU3ÖRN Afgreiðsian í Banka- stræti 7 opnuð ki. 7 alla virka daga 74. tbl. — Fimmtudagur 29. marz 1962 — 46. árg. hempunni Ungur togarasjómaður að norðan, sem unnið hefur viku- tíma í Ólafsvík, fékk sér ræki- lega neðan í þvi síðdegis í fyrradag og lagði síðan ieið sína inn í kirkjuna í Ólafsvík. Tók hann hökulinn og rykki- línið og hélt með það á brott. Annað hreyfði hann ekki, en eftir kvöldmat á þriðjudag rpætti verkamaður á staðnum hinum unga sjómanna hökul- klæddum á verbúðargangi vestra, og var hann þá allryk- aður. Pilturinn hafði verið á togara, en þegar togaraverkfallið skall á, hélt hann til Ólafsvikur í atvinnu- leit og hefur unnið þar röska viku. í fyrradag neytti hann nokkurs áfengis, og man hann lítt, hvað gerðist, er leið á kvöldið. Það hef- ur sennilega verið nokkru fyrir kvöldmat, að hann fór inn í kirkj- una, en sjálfur getur hann ekki staðfest tímann. Þar tók hann sem fyrr segir hökul og rykkilín, og þegar verkamaður einn í Ólafsvík var á leið úr mat um kl. hálfátta og hugðist finna félaga sína, mætti hann piltinum í hökli Ólafsvíkur- kirkju á verbúðarganginum. Þótti þetta leitt Þegar betur var að gáð, fannst rykkilínið í herbergi hans, en hann var færður úr höklinum og hann lagður inn í herbergi. Hrepp- stjóranum var gert aðvart, og fór hann ásamt verkstjóra sjómanns- ins og manninum, sem mætti hon- um fyrstur, upp í kirkju seint í fyrrakvöld. Allt var þar óhreyft og í stakasta lagi annað en það, að prestsskrúðann vantaði. — Þegar blaðið spurði Hinrik Jónsson, sýslu (Framhald á 3 :;hu ' Þessi mynd var tekin nýlega í Algeirsborg. Konan steytir hnefann mót byssukjöftunum og lýsir því yfir hástöfum, að hún vilii ekki hafa að menn séu að skemma húsið hennar með því að skjóta á það. TÍMINN BIRTIR NÝJAR MYNDIR FRÁ ALSÍR Á ÁTTUNDU SÍÐU í DAG. HARÐUR DÓMUR UM KÍNA-BÓK KRISTINS E. ANDRÉSSONAR, BYR UNDIR VÆNGJUM, í BIRTINGI SAT í SEX STOFUM ER ADRIR BJUGGU í HELLUM Krlstinn E. Andrésson Æðsti menningarpáfi kommúnista á íslandi, Kristinn E. Andrésson, sem hefur skrifað bók- menntasögu og áratug- um saman gefið komm- únistum hér línuna í bókmenntum, fær harð- ar ákúrur í ritdómi í ný- útkomnum Birtingi, sem Einar Bragi skrifar. Rit- dómurinn fjallar um bók Kristins um Kína, sem nefnist „Byr undir vængjum". Þegar Einar hefur skýrt frá fyrri útgáfum Heimskringlu á Kínabókum og nefnt hið háa verð bókar Kristins (360 kr.), segir hann, að Mál og menning hafi ver ið stofnað til að „gefa út góðar bækur við svo vægu verði, að fá- tækt fólk gæti veitt sér þær“. Þetta hefur Kristinn sýnilega þverbrotið með Kínabók sinni, sem auk þess að vera óheyrilega dýr, er að skoðun Einars Braga „að langmestu leyti skrifborðs- verk“, og verk þar sem Kristinn fjallar „rækilega um þau efni, sem menn þekktu einni bezt áður“. Án þess að roðna! Einar Bragi segir, að í þessari reisubók segi kinnroðalaust frá því, að Kristinn og kona hans hafi fengið allt að sex herbergi til um- ráða á beztu gistihúsum þeirra borga, sem þau heimsóttu. Jafn- framt sé sagt frá fólki, sem búi enn í hellum vegna húsnæðis- skorts. En þetta virðist Kristni af- ar skiljanlegt, einfaldlega vegna þess, eins og hann segir í bók sinni: „í þessu landi er verið um annað að hugsa en ibúðir“. Að þeim orðum töluðum fer Kristinn svo í tehús með skipulagsstjórum, menningartengslafólki, forstjórum og fulltrúum. Þá kvartar Einar yf- ir því, að í bókina skorti ýmisiegt sérkennilegt og heillandi um Kína, sem sé algjörlega ofurliði borið af yfirlætislegri frásögn um alls kon- ar flokkspreláta, sem ryðji úr sér tölum „eins og bókhaldsvélar". Hvílík fegurð! Einari Braga finnst eðlilega, að gróði rikisins sé mikili, eins og frá honum er skýrt í bók Kristins, þegar hann snýr sér að verksmiðju rekstri. Hins vegar getur Einar ekki fundið út hvernig fólk fer að lifa af þeim launum, sem ríkið skammtar iðnverkafólkinu, og eru þetta allt athyglisverðar tölur. Tel ur Einar, að Vegamót og Mál og menning væru ekki á neinum hrak hólum, væri hægt að reka þau eins og þeir gera í Kína. Út yfir tekur þó, að dómi Einars, þegar „íslenzk ur oddviti bókmenntamála“ Stýrir penna sínum á þessa leið: „Eða skoða vélsmíði nútímans: Hvar gef ur að líta meiri fegurð? Er ekki eins og bókmenntir og listir verði vanburða fálm í samanburði við þann galdur, eða hvar er tækni i skáldskap og listum á við tækni í smíði nútíma véla?“ Þrátt fyrir alla yfirburði vél- anna, bendir Einar á, að hugur Kristins hafi orðið á undan þot- unni til Peking. Ljósmyndir frá því .f. K. Ekki fellur Einari við myndirn- ar í bókinni, sem hann segir fengn ar að láni, og segir hann á einum stað í þeirri upptalningu: „Þá eru myndir, sem augsýnilega eru frá Kína, en gætu eins verið frá því (Framhald á 3. slðu). ■mantMiw BESBBEasn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.