Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 13
Kristín Jóhanna Eiríksdóttir IJósmóðir, Hafraiæk Á sorgarhafsbotrú sannlaiksperlan skín, þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. Stgr. Th. Hinn 28. janúar s.l. andaðist fyrrverandi ljósmóðir Kristín Jó- hanna Eirfksdóttir að Hafralæk í Suður-Þingeyjarsýslu. Kristín Jóhanna var fædd að Sandhaugum í Bárðardal 11. febr. 1906. Foreldrar hennar voru: Eiríikur bóndi þar Sigurðsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Eiríkur var sonur Sigurðar bónda á Ingjaldsstöðum Eiríks eonar og konu hans Guðrúnar Erlendsdóttur. Sigurður var sunn- KVEÐJA Fjóia Benjamínsdóttir Mig langar að minnast þín nokkrum orðum. Er ég heyrði andlátsfregn þína, setti mig hljóða. Þá rifjast svo margt upp fyrir mér, að mér finnst það skylda mín að taka mér penna í hönd og skrifa eitthvað um þig, þar sem þú varst mér svo innilega kær. Ég veit, að ég get ekki skrifað um þig eins og mig langar til. Það verða aðeins nokkur fátækleg orð og ekki nema brot af því, sem þú átt skilið. Góð minning um þig verður mér ógleymanleg, því að þú varst svo góð, og ég veit að ég tala þar fyrir marga fleiri, sem þekktu þig. Ég matn ávallt, er þú komst til mín. Þá fannst mér alltaf svo bjart í kringum þig. Það var ein- hver töfraheimur, er þú bjóst yf- ir. Það var svo skemmtilegt og fróðlegt að tala við þig, og þú áttir svo mörg áhugaefni að tala um, að maður gat gleymt stund og stað, er þú varst hjá okkur. Guð geymi þig. Flýt þér vina í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðns, Fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Abigael RINGLAND MYKJUSKÓFLAN hefur náð geysivinsældum í Noregi og vinnu- afköstin við mykjuflutning úr haugi á tún hafa í mörgum tilfellum reynzt jafnmikil og við notkun ámoksturstækis og flutningsvagns. Skúffan rúmar sléttfull um 5.5 hl. en sé mykjan ekki of blaut tekur hún um 7—8 hl. RINGLAND skúffan nýtist við margt fleira en flutning mykju, t. d. flutning á ofaníburði, sandi. mold o. fl. I : Leitið nánari upplysinga. DRÁTTARVÉLARH.F. Sambandshúsinu — Reykjavík Sími 170 80. LAUSAR STÖÐUR Stöður fulltrúa I. stigs og II. stigs og bókara I. stigs hjá pósti og síma eru lausar til umsóknar. Áherzla er lögð á kunnáttu í erlendum tungumálum og í bókhaldi. Nánari upplýsingar fást hjá forstjóra hagdeildar pósts og síma. Urpsóknir skulu hafa borizt póst- og símamála- stjórninni fyrir 25 apríl 1962. Reykjavík, 28. marz 1962. lenzkur að ætt, bróðir Önnu Guð- rúnar konu Jóns Borgfirðings. Foreldrar Guðrúnar konu Sig- urðar á Ingjaldsstöðum voru Erlendur bóndi á Rauðá Sturlu- son og kona hans Anna Sigurð- ardóttir frá Gautlöndum Jónsson- ar. Kona Eirfks á Sandhaugum, móðir Kristínar Jóhönnu, var Guð rún Jónsdóttir, bónda í Víðikeri Þorkelssonar bróður Jóhanns dóm- kirkjuprests í Reykjavíik, og seinni konu hans: Jóhönnu Sig- urðardóttur Erlendssonar frá Rauðá. Börn Eiríiks og Guðrúnar á Sandhaugum voru, — auk Kristín ar Jóhönnu: Anna kona Bjöms Sigurbjörns sonar bankagjaldkera á Selfossi. Guðrún, á héima I Kaupmanna höfn, ógift. Jóhanna Sigríður, ljósmóðir á Stokkseyri gift Siguxði Sigurðs- syni formanni þar, dáin af slys- förum 1954. Rebekka, gift Halldóri Kristjáns syni bónda á Kirkjubóli. Sigurður Jón, bóndi á Sand'aug um, kvæntur Steinunni Kjartans dóttup frá Miðhvammi. Hér er um að ræða merkt fólk og mikilhæft. Kristín Jóhanna fór ung að heiman. Réð sig í vistir sem þá var títt. Gekk í héraðsskólann á Laug um. Fór síðan í Ljósmæðraskól ann og útskrifaðist þaðan 1930. Réðst sama vor ljósmóðir í um- dæmi Aðaldælahrepps. Árið 1935 giftist hún Þórhalli Andréssyni frá Sílalæk, vöskum manni og góðum dreng, og flutt ,ist.l?til; ^gps að Hafralæk. Árið 1936 fæddist hjónunum hraustur sonur og efnilegur, er hlaut nafn ið Ásgrímur. En um það leyti — eða litlu síðar — fór Kristín Jó'hanna að kenna lömunar. Eignaðist hún þar eftir þrjú börn, sem öll dóu (tvö í fæðingu og eitt var andvana fætt). Lömunin ágerðist smátt og smátt. Ljósmóðurstörfin rækti hún, þrátt fyrir þetta, áratuginn á enda af mikilli alúð, en fann sig þá ekki mann til þess lengur að fullnægja við þau störf kröfum sjálfrar sín. og dró sig í hlé. Síðustu níu æfiárin var hún alger lega rúmliggjandi. Kri-stín Jóhanna var greind kona og fjölhæf. Að eðlisfari var hún hneigð til félagsstarfsemi og forgöngu í þeim efnum. Hún beitti sér fyrir stofnun Kvenfélags Nessóknar í Aðaldal og var fyrsti formaður þess, og tók, meðan hún gat, mikinn þátt í sönglífi sveitarinnar. Á heiimili hennar áttu mörg börn og unglingar sumardvalir. Hún var þeim umhyggjusöm og nærgætin sem bezta móðir. Einn drengur dvaldist á Háíralæk í i sjö ár samfleytt, 'Sigurður A. Friðþjófsson, sem nú er togara- sjómaður. Minntist hún hans jafn an í bænum sínum eins og hann væri hennar eigin sonur. Saga Kristínar Jóhönnu er hetju saga Lömunin svipti þessa vel gefnu og starfsfúsu konu á bezta aldri líkamlegum mætti, svo liún gat ekki lengur tekið beinan þátt í lífi og starfi samtíðar sinnar. En hún hafði svo gott skapsmuna jafnvægi, að hún kvartaði ekki undan örlögum sínum. Trúin veitti henni andlegt þrek. Hún virtist- hafa fundið perluna, sem skáld ið tatar um að skíni á botni sorg arhafsins. Eiginmaðurinn bjó búi þeirra prýðis vel og reyndist auk þess óþreytandi hjálparmaður henn ar. Sonur þeirra, Ásgrímur hin unga vestfirska kona hans. Alma Steingrímsdóttir, og smábörn ungu hjónanna tvö, voru eins og nýr dagur að Hafralæk síðasta áfahg ann. Við þá morgungleði lauk hin margreynda kona lífi sínu. Kristín Jóhanna var jarðsungin ag Nesi í Aðaldal 5. febrúar s.l. Fjölmenni fylgdi henni til grafar Kvennfél. Nessóknar hafði Skreytt kirkjuna fagurlega. Sóknarprest- urinn, Sigurður Guðmunds- son flutti ræðu. Steingrímur Bald vinsson, bóndi í Nesi flutti einnig ræðu, Karl Sigvaldason bóndi á Fljótsbakka flutti 1 frumort kvæði og annað kveðjuljóð var flutt eftir Sigríði Hjálmars dóttur í Haga. Enn fremur var flutt kveðja frá systkinum hinnar látnu, samin af Sigurði bróður hennar bónda á Sandhaug um. Kirkjukór Nessóknar annað ist söng við undirleik Högna Indriðasonar bónda á Syðrafjalli. Guð vors lands blessi minningu þessarar merku konu og láti hjart ans óskir hennar og vonir rætast um hinn nýja dag á Hafralæk. Karl Kristjánsson ASK0RUN UM STRÁKAVEG Siglufirði, 24. marz: Á fundi í bæjarstjórn Siglufjarð ar s.l. fimmtudag var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Bæjarstjórn samþykkir að skora á þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra, að þeir flytji nú þegar, og fái sam- þykktí á yfirstandandi Alþingi, frv. um, að útvegað verði nægilegt fjár- magn til þess að grafa jarðgöng í gegnum Stráka og ljúka Siglufjarð arvegi ytri á næstu tveim árum, þannig að vegurinn verði opnaður til umferðar sumarfð 1964. Jafn- framt samþykkir bæjarstjórn, að senda háttvirtu Alþingi undir- skriftalista þá, er verið er að ganga með til bæjarbúa til áréttingar þessari samþykkt, strax og undir- skriftasöfnun er lokið“. Tillagan var samþykkt með öll- um atkvæoum bæjarfulltrúa. B. J. SÉRSTAKUR PÓSTSTIMPILL f tilefni af degi frímerkisins, 3. apríl n.k., verður eins og áður hef- ur verið tilkynnt notaður sérstak- ur stimpill á póststofunni í Reykja- vík og geta íhenn þann dag fengið stimpluð með honum öll íslenzk frímerki, sem eru í gildi. Þeir, sem þess óska, geta sent frímerkjasölu póststjórnarinnar umslög með álímdum frímerkjum og fengið þau stimpluð með stimpl inum. í því sambandi þurfa menn að taka fram, hvort umslögin eiga sjálf að setjast í póst og þurfa þá að vera með utanáskrift viðtak- enda og að sjálfsögðu frímerkt fyr- ir burðargjaldinu eða hvort þeir vilja láta búa um þau í sérstöku bréfi, en þá verður greiðsla fyrir burðargjaldi að fylgja. Það skal að endingu tekið fram, að hvorki pósthúsin né frímerkja- salan munu hafa til sölu sérstök umslög fyrir dag frímerkisins. (Fréttatilkynning frá Póst og símamálastjórninni). Kennsla í ensku, þýzku, frönsku sænsku, dönsku, bók- haldi og reikningi. Munið vorprófin Pantið tilsögn tímanlega Harry Vilhelmsson Sportjakkar fyrir hesta- og skíðaf ólk: Fermingarföt margar stærð ir og litir. Verð frá kr. 1.275.00. Drengja-jakkaföt frá 6—14 ára. Matrosaföt frá 2—7 ára. Stakir drengjajakkar og buxur. Pilsefni (mohair) frá kr. 80.00. Drengjabuxnaefni kr. 150.00 pr. meter. Sokkabuxur á börn og full- orðna kr. 85.00, 95.00, 100.00, 105,00, 125.00 og 135.00. Æðardúnsængur — Vöggu- sængur. Æðardúnn — Gæsadúnn — Hálfdúnn. Sængurver — Koddar. Patons ullargarnið fræga, Litekta, hleypur ekki. — I Litaúrval. I PÓSTSENDUM. Vesturgötu 12. Sími 1 35 70 T f M I N N, fimmtudagur 29. amrz 1962. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.