Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 8
Þessar myndir eru frá blóðbaði mánudagsins í Algeirsborg, er 41 Frakki lét lífið í bardaga við öryggislögregluna. Öll borgin var eins og eftir loftárás, þegar æs- ingurinn fór að minnka með kvöld sválafium. Hér að neðan er dæmigerð mynd frá mánudagskvöldinu. Mað- ur liggur í blóðpolli á götunni, skór ligája á stangli hér og þar, og hermaður og franskur íbúi Algeirs borgar hreyta ókvæðisorðum hvor að Öðrum. Myndin þar fyrir neðan ei tekin fyrr um daginn, þegar OAS-menn fóru fylktu liði um göt | urnar, sungu baráttusöngva og hrópuðu slagorð. Mótmælagangan varð brátt að óð um hópi skríls, sem laust saman við herlögregluna, er reyndi að hefta för æsingamannanna. Á litlu myndinni í miðri síðunni hefur lögreglan stöðvað hóp ungra Frakika í miðbænum og stendur í orðaskaki við þá. Á stóru myndinni hér til hliðar og á myndinni neðst til hægri er verið að -bera á brott skatt dags- ins, 41 látinn og 180 særðir. Óeirðirnar hófust eiginlega við pósthúsið, þar sem lýðurinn réðst | á bækistöð lögreglunnar. Síðan ' breiddist blóðbaðið út um borg- ina og höfðu leyniskyttur OAS sig mjög í frammi. Herliðið í Algeirs- borg hefur nú lokað versta óeirða- hverfinu, Bab-el-Oued, af, og hefur náð undirtökunum í borginni. i i /'í' /j : \ 8 T í M I N N, fimmtudagur 29. marz 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.