Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 2
Vinveittur skrökormur Hið viðurkennda og víð- 1 lesna bandaríska tímarit, Time, réð nýlega til sín nýjan leiklistargagnrýnanda, Ted Kalem. Þar sem gagn- rýnin í Time þýðir svo oft frægð eða fall fyrir leikrita- höfundinn, er ekki úr vegi að heyra hvaða augum þessi mikli áhrifamaður lítur leik listargagnrýnina: — Ég lít á leiklistargagn- rýni sem eitur frá vinveitt- um skröltoimi! Litla ungfrú Kennedy Caroline litla Kennedy hefur, án þess að hafa hug- mynd um það, neytt tugi lít- illa meðsystra sinna til þess að faia í megrunarkúr. Eng- inn Is, engar sætar kökur, ekkert sælgæti í náinni framtíð! Orsökin til þessa er sú, að herbergisþerna Caroline, Helen Lee, hefur lánað lady Ogilvie 50 af kjólum hennar til þess að r y __ . . .. - * sýna þá á tízkusýningu. Nú er hún litla ungfiú Kennedy svo grönn, að það reyndist ógerlegt að finna 50 litlar dömur, sem kæmust í kjól- ana hennar. En nú hafa þær lofað sínum gremju- fullu mæðrum, að þær skuli losa síg við nokkur purid — þær vilja nú líka gjarn- an sjálfar fá tækifæri til að H vera Caroline-mannequiner. LítiS á hann! Nú á að draga enn einn stórlaxinn ærlega fram í dagsljósið. í þetta sinn er það Frakkinn Aristide Bri- and, sem í kringum 1920 var milljónum manna tákn mælsku, stjórnmálasnilli og mannkærleika. Nú hefur fyirverandi ráðherra, Pierre Cot, tekið að sór að skrá ævisögu hans. Pierre Cot hefur varað við bókinni fyrirfram með svohljóðandi orðum: — Ég hef þegar gert mín- ar athuganir. Hann virtist þó vera einn af stórlöxum stjórnmálaheimsins, en í hreinskilni sagt:þegar mað- ur kemst ögn nær honum, þá er ekki mikið við hann. GUOHRÆODIR GLÆPAMENN! Þrátt fyrir allan æsinginn í réttarsalnum, voru hinir fjórir ákærðu alltaf jafn ró- legir. Þeir sátu hreyfingar- lausir og bærðu varirnar, virtust vera að þylja bænir. Áhrifin voru eðlileg, sak- borningarnir voru fjórir Capuchin-munkar í fullum skrúða, sem ásamt þremur leikmönnum voru ákærðir fyrir að skipuleggja rán- morð á óaldarlýðseyjunni Siciley. Glæpaman’iDaflokkuxiTin hóf aðgerðir árið 1956 í litla sjávar þorpinu Mazzarino, þar sem hið 200 ára gamla Capuchin klaust- Uir er staðsett. Eitt af fyi'stu fórnardýrum þessa glæpamanna- flokks, að því er vitað er, var bróðir Agrippino. Eina nóvember nótt var hinn æruverðugi munk- ur á bæn, þegar hann var skyndi lega truflaður í guðrækni sinni við það, að skot small í vegginn fyrir framan hann. Annað var það ekki í það skiptið. Snyrtileg hótunarbréf Nokkrum dögum síðar kom Carmelo Lo Bartolo, garðyrkju- maður klaustursins til munks- ins og flutti honum þau skelfi- legu skilaboð, að ónefndir bóf- ar krefðust 320 sterlingspunda. Að öðrum kosti mundu þeir hitta betur næst. Bróðir Agripp- ino tókst ac} semja við bófana um að þeir fengju 160 pund. Ekki leið á löngu, unz þessi glæpamaninaflokkur var tekinjn að gerast nærgöngull við fjáðari íbúa þorpsins. Lyfjafræðingur- inn á staðnum fékk hvert hót- unrbréfið á fætur öðru, snyrti- lega vélrituð. Hann lét sig þessi hótunarbréf engu skipta, þangað til lyfjabúðin var brennd til grunna fyrir honum. Þá komu til hans þeir bróðir Agrippino, bróðir Vittorio og hinn virðu- legi bróðir Carmelo, sem nú er orðinn 83 ára, og lögðu fast að honum að greiða gjaldið, sem of- beldismennirnir kröfðust. — Eg er fórnardýr líka, sagði bróðir Agrippino, ef við hlýðum þeim ekki, drepa þeir okkur. Vöndust rölti munkanna Eftir því sem árin liðu, tóku þorpsbúar að venjast því að sjá munkana í kuflum sínum, með hetturnar dregnar fram á enni, á rölti sínu til eins eða annars þorpsbúa, sem þá hafði orðið fyrir hótunum frá glæpamanna- flokknum. Lögreglan gat ekkert gert í málinu, þýí að hana skorti’ allar sannanir. Einn auðmannanna virti allar hótanir að vettugi og var skot- inn til bana af þremur grímu- klæddum mönnum. Lo Bartolo, garðyrkjumaður, var handtekinn sem vitorðsmaður, en fannst skömmu síðar hengdur í rekkju voð sinni í klefanum. Aðeins verkfæri? Loks fannst sönnunargagn í málinu fyrir tveim árum, þegar lögreglan fann ritvél í klefa bróður Vittorio og tókst að sanna, að nokkur hótunarbréfin höfðu verið rituð á þá vél. í réttinum í Messina hafa leik menn varizt allra sagna, minn- ugir afdrifa garðyrkjumannsins Þeir vildu ekki fyrir nokkra muni veita neina hjálp til að svara þeirri spurningu, sem lög- reglunni er mest í mun að leysa: Voru munkarinr aðeins verk- munkanna á Siciley og raunar meðal allar eyjarskeggja. Faðir Sebastino, yfirmaður reglunnar Munkarnir fyrlr rétti — þuldu bænir án afláts. færi í höndum óþekktra fyiir- liða, eð^ stjórnuðu þeir aðgerð- unum sjálfir? Hvort heldur sem er, þá hafa gjörðir þeirra vakið mikla hryggð og i'eiði meðal Capuchin á eynni, sem sjálfur hafði orðið fyrir hótunum frá glæpamönnum, sagði, þegar upp komst up reglu- bræður hans: — Jafnvel bkkar á meðal kemur fyrir, að mistök eiga sér stað. Anita Ekberg breiðir úr sér á beddanum í öllum sínum yndis- þokka. Hennar mikilfenglegi barmur er vel sýnilegur. Það er eins og Vesúvíus sé að hvísla að Fujiyama. Hún er 60 feta löng. Þetta er reyndar bara mynd af Anitu á auglýsingaskilti, sem aug- lýsir mjólk. Anita heldur á mjólk urglasi í hendinni, og hátalari glymur í sífellu: — Drekkið mjólk — mjólk — mjólk! Maður kemur út úr húsi hinum megin götunnar. Hann er siðferð- ispostuli mikill, sem njósnar um elskendur í almenningsgörðum og ávítar þá og ógnar eilífri út- skúfun og öðru þvílíku. Hann- heldur á bænabók undir armin- um. Hann mænir upp til Anitu og grátbiður hana um að stíga niður úr þessu skilti og hætta að spilla hugsunarhætti fólksins, sem leið á um götuna. — Allt í lagi, segir Anita. Hún stígur út úr skiltinu í allri sinni dýrð, tekur náungann upp og þiýstir honum að barmi sér. ★ Þegar ítalirnir sáu þessa dýrð á frumsýningunni á hinni lang- þráðu kvikmynd „Boccaccio ’70“. tóku margir því með geysilegum fögnuði, flautuðu mikið óg æptu gleðióp, en aðrir púuðu af öllum kröftum til að sýna fyrirlitningu sína á þessum aðgerðum. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Carlo Ponti, ei’ginmaður Sophiu Loren. „Boccaccio ’70“ segir fjórar sögur. Engin þeirra er tekin beint upp úr Decamer- on, sem Gi'ovanni Boccaccio reit fyrir sex öldum, en þær eru gefnar út fyrir að veia nútíma spegilmynd af hinni kröftugu kímnigáfu Boccaccios, og talan ’70 á að vera tákn þeirrar óskar, að myndin verði enn sýnd við miklar vinsældir eftir átta ár. Og ekki ómerkara blað en Time gef- ur þeirri ósk undir fótinn. Margir frægir stjórnendur koma við sögu. Federico Fellini stjórnar þessum aðgerðum Anitu í fyrstu sögunni. Vittorio De Sica ber ábyrgð á annarri sögunni, þai; sem Sophia Loren fer með aðalhlutverkið. Hún leikur stúlku í fj ölleikaflokki, sem ferðast á milli sýningarstaða. Á hverjum stað stendur fjölleikaflokkurinn fyi'ir teningsspili, og sá heppni (Framhald á 15. síðu) Vwt'S' Anita Ekberg — Ó, Vesúvius. Ó, Fujiyama. Guðmundur f. Guömundsson héit hélt furðulega ræðu á Al- þingi í gær. Sú ræða sýnir þó mönnum inn í kviku þeirrar þýmennsku og undirlægjuhátt ar, sem þessi maður er hald- inn. G.Í.G. sagði, að þegar dr.' Kristinn sendi varnarliðinu til kynnín.gu um að utanríkisráðu neytið væri ráðið í að setja nýjar, strangar reglur um sam skipti varnarliðsins og lands- manna og í því skyni takmiarka sem mest ferðir varnarliðsins út af Keflavíkurflugvell'i, hefðu yfirmenn varnarliðsins neitað liarðlega, og sagzt mundu virða þær reglur sem íslendingar sjálfir settu, að vettugi. — Hins vegar sagði ráðherrann, að varnarliðið hefði sjálft sett reglur um ferðir vamarliðs- manna og íslending’ar hefðu engu um þær ráðið. Hér er um furðuleg ósann- indi og ósvífni að ræða, og með þessu er utanríkisráðherrann beinlínis að kasta steinum að Bandaríkjastjórn og taka undir við hatursáróður kommúnista. Svona getur þessi maður lagzt lágt til að reyna að bjarga flekkóttu skinni sínu út úr Iiinu ógeðfelda sjónvarpsmáli. Góð samvinna Guðmundur í. Guðmundsson reyndi að henda gaman að fyr irrennara sínum dr. Kristni Guðmundssyni fyrir að setja reglur um ferðir varnarliðs- manna og bæta það vandræða ástand, sem skapazt hafði í ut anrfkisráðherratíð Bjarna Bene diktssjnar. Reyndi hann að gera lítið úr störfum dr. Krist- ins, og sagði að hann hefði þá engu ráðið uin reglurnar, sem settar voru, heldur hefði varn- arliðið sett þær reglur, sem því þóknaðist og neitað að fara eft- ir reglum utanríkisráðuneytis- ins. Framsóknarmenn lýstu því yfir, er þeir tóku við utanríkis- málum, að þeir myndu setja reglur um ferðir varnarliðs- manna, og þær reglur voru settar af dr. Kristni í góðri samrvinnu við varnarliðið. — Dr. Kristin.n féllst liins vegar á um sama leyti að varnarlið- ið fengi leyfi til að reka sjón- varp, — en með því skilyrði, og eingöngu, að því skil- yrði algerlega fullnægðu, (og því var Ieyfið veitt til bráða- birgða) — að sjónvarpið yrð'i takmarkað við Keflavíkurflug- voll. Verður uokkur hissa? Þessi ræða Guðmundar sýnir hvernig haldið er á varnarmál unum og samskiptum hersins og landsmanna, hve botnlaus undirlægjuhátturinn og þræls lundin er. — Hverjum kemur á óvart eftir slíkar yfirlýsing- ar æðsta manns þessara mála af íslands hálfu, þótt unglings- stúlkur séu sóttar í drykkju- samkvæmi á Keflavíkurvöll með ráðherrabréfi frá Guð- mundi í. Guðmundssyni. , Bandaríkjamönnum fer áreið aíilega að verða ljóst, að það er varasamt að treysta því, að nú- verandi utanríkisráðlierra ís- lands túlki álit og vilja meiri- hluta þjóðarinnar. — Er von- andi að þeir gefi honum langt nef í þessu máli og virði vilja þjóðarinnar, því að með því styrkja þeir vestrænt samstarf, í sír ,.ess að því er hætta búin. T í M I N N, fimmtudagur 29. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.