Tíminn - 29.03.1962, Síða 7

Tíminn - 29.03.1962, Síða 7
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franikvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7. Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj. kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr, 3 eint. — Prentsiniðjan Edda h.f. — Góðæri framundan Margt bendir til þess, að árið; 1962 verði íslenzku efnahagslífi hagstætt ár, eins og síðastl. ár var. Það, sem af er árinu, hafa aflabrögð víðast verið góð og kemur þar enn í ljós árangur af útfærslu fisk- veiðilandhelginnar 1958. Bersýnilegt er, að hún muni reynast bátaútveginum ómetanleg lyftistöng. Hin nýju tæki, sem hafa komið til sögu við síldveiðar, eru líkleg til þess að tryggja það, að síldveiðarnar gangi ekki síður vel‘ í ár en í fyrra. Verðlag flestra útflutningsvara fer nú hækkandi og benda allar líkur til þess, að sú þróun muni haldast. Allar ytri aðstæður styðja þannig að því, að árið 1962 verði efnahagslífinu hagstætt. Hið eina, sem virðist geta hamlað gegn því, er röng stjórnarstefna. Það gefur nú nokkrar vonir um, að ríkisstjórnin sé að byrja að hlusta á rök andstæðinga sinna og muni taka upp eitthvað hyggilegri stefnu, að viðskiptamála- ráðherra lýsti yfir því á Alþingi í fyrradag, að útláns- vextir yrðu lækkaðir alveg á næstunni og færðir í sama horf og þeir voru í fyrir „viðreisnina". Verði þetta gert, mun það mjög hjálpa til að örva oa efla atvinnulífið- Sömu áhrif myndi það hafa, ef ríkisstjórnin færi einnig að ráðum andstæðinga sinna og hætti hinni heimskulegu frystingu sparifjárins í Seðlabankanum. Það verkefni, sem nú er nálægast, þegar við blasir góðæri, er að tryggja réttlátari skiptingu hinna vaxandi þjóðartekna og þjóðarauðs. Með gengislækkuninni í fyrra- sumar, 'var hagur launafólks og bænda skertur algerlega að þarfíausu. Það, sem nú ber því fyrst að gera, er að nota hinar vaxandi þjóðartekjur til þess að bæta þeim. sem urðu fyrir tjóni af gengislækkuninni í fyrra. Fyrsta takmarkið hlýtur að verða það, að bændum og launafólki . verði hið allra bráðasta bætt umrætt tap og þeim tryggð réttlátari hlutdeild í þjóðartekjunum og þjóðaraúðnum. Þeir, sem versl eru ieiknir Það er óumdeilanlegt, að gengisfellingar- og kjara- skerðingarstefna ríkisstjórnarinnar hefur leikið verst unga fólkið, sem er að byrja að stofna heimili, og aðra þá, sem eru efnalitlir, en eru að reyna að ryðja sér braut með kostnaðarsömum framkvæmdum. Þannig hefur stjórnarstefnan lagt þungar byrðar á þá, sem sízt skyldi, og lamað framtak unga fólksins og annarra efnalít- illa framtgfemanna. Þetta hefur verið gert með því að gera allt miklu dýr- ara en það áður var. Því fer svo fjarri, að stjórnarherrar reyni að ráði að bæta úr þessu. Aukin opinber lán til íbúðabygginga. sem stjórnin ráðgerir nema t.d. tæplega helmingi kostn- aðaraukans, sem „viðreisnin" hefur valdið, auk þess, sem vaxtakjöriii eru gerð miklu verri en áður. Sama gildir um efnalitla menn, sem vilja hefja búskap, útgerð eða iðnrekstur. Allur kostnaður hefur stóraukizt samtímis því, sem opinber aðstoð hefur stórminnkað hlutfallslega Þetta er það, sem stjórnarflokkarnir kalla að ná ,,viðunandi“ árangri. ' Walfer Lippmann t ifar um alþjóðamál: Mikilsvert fyrir alla Afríku, ef samkomulagið í Evian heppnast SAMKOMULAGIÐ, sem náð- ist í Evian og tilkynnt var sunnudaginn 18. þ.m. er jafn- gilt samningi milli frönsku rík- isstjórnarinnar og þjóðfrelsis- hreyfingarinnar (FLN), sem staðið hefur að ófriðnum í Alsír. Þessi samningur ber öll merki framsýni og fullrar viður kenningar á sameiginlegum hagsmunum Frakklands og Alsír. Höfundar þessa samnings hafa gengið út frá tveimur grundvallarsannindum. Annað er, að Alsírbúar hljóta að ver-ða frjáls þjóð. Hitt er, að Frakk- land og Alsír eru mjög háð hvort öðru. Þrátt fyrir þetta vita allir, að enginn vissa er fyrir því, að þessi samningur komi til framkvæmda. Þetta er samning ur milli tveggja stjórna og verndar meginhagsmuni beggja. En það er enn mjög á huldu, hvort de Gaulle hershöfðingi eða þjóðfrelsishreyfingin eru hinir raunverulegu stjórnend- ,ur Alsir. Hefur .de Gaulle vald til að ábyrgjast samkomulagið frá Evian og þjóðfrelsishreyf- ingin vald til að játast undir það? ■ Tónleikar Kammermúsikklúbbs ins vorú haldnir í samkomusal Melaskólans 23. marz s. 1. Efnis- skráin var helguð Mozart og Beet hoven og gafst mönnum kostur á að hlýða þar á þrjú úrvals kammerverk þessara höfunda. Hornsónata Beethovens op. 17 hefir nú ekki heyrzt á tónleikum hér um árabil. Ilerbert Buchner blásari úr sinfóníuhljómsveit ís- lands flutti verkið með pianó-að stoð Karel Paukert. Leikur Buchners var tæpast svo góður sem skyldi, veldur þvi máske taugaóstyrkur að einhverju leyti. Var tónmyndun hans heldur óviss og tvístraðist heildarsvipurinn DE GAULLE UR ÞESSU VERÐUR að skera áður en friður kemst á. Hvort þetta verður gert, — hvort eða hvernig það er mögu- legt — Veltur á því, hvort de •GauHentekst að kveða nijður uppreisn leynihersins, sem heldur uppi ógnarstjórn í Alsír. Það er erfitt að mæla styrk þessarar uppreisnar. Að henni standa menn, sem ekki hika við neinn glæp og slíkir ofbeld isflokkar ná oft miklu meira valdi en ætti að vera eftir fjöl- menni, þeirra. Undanfarna mán- uði héfur þessum óaldarflokki tekizt að skelfa og kúga óbreytta borgara í borgum Alsír og framkvpema vilja sinn Vegn franska hérnum þar, lög- reglunni og öllum öðrum stofn unum laga og réttar. Satt að segja bendir ýmislegt lil, að leyniherinn OAS sé sterkasta aflið, víðast hvar í Alsír. Sé þetta rétt, þá tekst ekki að kveða hann niður með. neinu öðru en því, að dé Gaulle takist að sannfæra þorra inn- fluttra Evrópumanna um, að beztu framtíðarvonir þeirra séu tengdar samkoniulaginu í Evi- an. Iíann verður einnig að sann færa hina ábyrgari meðlimi OAS um, að allri hernaðarorku Frakklands verði' beitt gegn þ.eim. Sú stund er því runnin upp, að fulkomin festa og al- vara í stuðningnum við sam- komulagið í Evian er óhjá- kvæmileg. TILRAUN sú, sem Frakkar eru nú að gera, er táknræn og mikilvæg og allijT eiga mikið undir því, að hun takist. Til- raunin ætti að skera úr um, hvort takast má að mynda líf- vænt ríki í nýlendum, þar sem búa tvö eða fleiri þjóðarbrot, sem hafa mismunandi mál og trúarskoðanir. Enn hefur eng- um tekizt þetta. Víða í Asíu og Afríku veltur friðurinn á því, að lánast megi að stofna fylkingasambönd eða bandalög, en Sviss er einmitt afburðagott dæmi um J)ess hátt ar samfélag. Þetta tókSt ekki í Palestínu. Það var með öllu ó- mögulegt á því svæði, sem Ind- land nefndist og laut Bretum. Það hefur ekki lánazt á írlandi. Samkomulagið í Evian er djörf og drengileg tilraun til að láta .þetta takast í Alsír. EF TIL VILL gefur það bezta átyllu til að þora að vona að þetta takigt í Alsír, að engin önnur fær ’leið virðist fyrir hendi. Það er ekki hægt að endurreisa hina gömlu skipan. hvaða hryðjuverk, sem OAS kann að vinha. Níu milljónir af íbúunum eru Múhameðstrú ar, en ein milljón kristinna manna og Gyðinga. Minnihlut- inn er of mikilvægur, óf nauð- synlegur þjóðlífinu i Alsír og Kammertónleikar of stór til þess, að hægt sé að undiroka hann eða útrýma hon um. Fyrir nokkrum árum hefði ef til vill verið unnt að skipta Alsír á svipaðan hátt og Palest- ínu var skipt. En þó að það kunni að hafa verið mögulegt þá, er það með öllu ómögulegt nú. Skipting mundi þýða enda- lausan ófrið. VIÐ Bandaríkjamenn höfum ríkar ástæður til að stuðla að framgangi samkomulagsins í Evian. Á það ber ekki einungis að líta, að samkomulagið getur fært frið og lokið langvinnum hildarleik. Hitt er ekki minna um vert, að ef viðunandi sam- félag sundurleitra þjóðerna get ur þrifizt í Alsír, þá er víðar von, ekki sízt á ýmsurn svæðum á meginlandi Afríku, þar sem uggvænlega horfir. Enn eru engar horfur á að takast megi að stofna til líf- vænlegs samfélags sundurleitra þjóðerna í Rhodesíu, Kenya, Angóla eða Suður-Afríku. — Vegna þessa eru Bandaríkin í\ stökustu vandræðum og þora hvorki að fylgja sinum fyrri bandamönnum í Evrópu né hin úm nýju ríkjum í Afríku, sem þeim er þó full þörf á að ving- ast við. Ef samkomulag reyndist fram kvæmanlegt í Alsír, þá sæi rofa fyrir skímu við endann á löng- um og myrkum jarðgöngum. nokkuð við það. Piano-aðstoð Karel Paukers vig blásarann var vel af hendi leyst. Þá voru kvintett op. 16 eftir Beethoven og K. 452 eftir Mozart fluttir af blástirum úr sinfóníuhljómsveit- inni , þeim Karel Paukers óbó; Gunnar Egilsson klarinet, Herbert Buchner horn, Sigurður Magnússon fagott og Guðrún Kristinsdóttir píanó. Samleikur þeirra fimm- menninganna í þessum tveim heill andi verkum var jafn og áferðar fallegur. Píanóþáttur var þrótt mikill og Beethoven þar ósvikinn Voru þessir tónleikar ánægju- legir mjög og verkefnin vel valin. U. A. T I M I N N, fimmtudagur 29. amrz 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.