Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 3
Sorgar- dagur Frakka i Alsír NTB — Algeirsborg, 28. marz: í stærstu boEgum Alsír ríkti í dag sorg meðal Frakka til minningar um mennina 41, sem féllu í bar- dögum æsingamanna við ör- yggislögregluna á mánudag- inn var, en útför þeirra var gerð í dag. í Bone ríkti alger kyrrð @ í eina klukkustund, sem var jfl aðeins rofin af einnar mín- p útu hringingu kirkjuklukkna S borgarinnar. Gluggatjöld § voru dregin fyrir í frönsku 8 hverfunum, göturnar voru auðar og fánar voru hvar- vetna í hálfa stöng. Svipuð saga er að segja um aðrar borgir Alsír. Þrátt fyrir Ijómandi sól- skin ríkti drungi yfir öllu. Verzlanir voru lokaðar og einnig skrifstofur flestra fyr irtækja og opinberra stofn- ana vegna verkfalls OAS. NTB — Buenos Aircs, 28. marz: í dag var talið, að her- sveitjr væru á leiðinui til höfuðborgar Argentínu, Buenos Aires, ti! þess aS gera endanlega ujsp reikn ingana við Frondizi for- seta, sm neifar stöðugt að segja af sér, þráft fyrir endurteknar kröfur og hótanir yfðmanna hers ins. Hershöfðingjarnir höfðu gert Frondizi tvo kosti, að hann segði af sór fyrir klukkan tíu í kvöld, eða þeir settu hann frá með valdi. í kvöld tilkynnti Frondizi síðan enn einu sinni, að hann ætlaði alls ekki að segja af sér. Herinn ekur um, göturnar Herdeildir hafa hertekið ráðhús Buenos Aires, símstöðina og út- varpsstöðina, og hafa einnig aðra mikilvæga staði í borginni á sínu valdi. Hersveitir óku um göturnar, en annars var allt með kyrrum kjörum í borginni, verzlanir voru opnar og fólk var á gangi úr og í vinnu. Fánar Argentínu og Eng- lands blöktu hvarvetna við hún til heiðurs hertoganum af Edinborg, manninum drottningarinnar í Eng landi, sem nú er í heimsókn í land- inu. Fundur með varnar- máiaráðherra Herforingjar höfðu farið fram á það, að mynduð yrði ný samsteypu- stjórn, með þátttöku hershöfð- ingja. Fóru yfirmenn landhers, flughers og flota í dag á fund varn armálaráðherrans og lögðu þessar kröfur fram enn einu sinni. Varnarmálaráðherrann stakk upp á því, að herinn myndaði eig- in ríkisstjórn og tæki hún einnig að sér löggjöf landsins. Yfirmenn- irnir höfnuðu þessari tillögu. Síð- an sendu þeir Frondizi úrslitakost ina um að segja af sér fyrir kl. níu um kvöldið, en hann varð ekki við því eins og fyrr segir. Stjórnarkreppa þessi hefur ríkt í Argentínu síðan úrslit þingkosn- inganna urðu kunn fyrir rúmri viku, en þá unnu Peronistar mik- inn sigur. Þá lýstu yfirmenn hers- ins yfir því, að þeir mundu aldrei þola, að Peronistar kæmust til á- hrifa í landinu. Sat í sex stofum (Framhald af 1. siðu). fyrir byltingu, fyrir aldamót, jafn- vel fyrir Krists burð, ef Ijósmynda vél hefði þá verið til". Niðurstaða Einars í þessum rit- dómi er sú, að þetta sé fánýtis verk og fullt fordildar, „sem Heimskringla hefði átt að neita að gefa út. En það hefur nú kannski verið hægara ort en gjört“. Já, það var lóðið. Klæddist hempunni (Framhald af 1. síðu). mann, sem fór til Ólafsvíkur og réttaði í málinu í gær, um tildrög þess, sagði hann að pilturinn hefði verið mjög sleginn yfir þessari skyssu sinni og þótt þetta leitt. Hann mun vera á förum frá Ólafs- vík. Hann lofaði' að borga þær skemmdir, sem hann kynni að hafa valdið á prestsskrúðanum, en síð- an er það saksóknara ríkisins að Hljómleikar (Framhald af 6. síðu). tíma, snilldarlega samið og gælir við eyru hlustandans en ristir ekki djúpt að sama skapi. Einleik á celló lék Einar Vig- fússon og tókst honum vel að gæða þetta verk því lífi sem það útheimtar. Var leikur hans áferð arfallegur og látlaus. Jean Sibelius er ekki oft á efnis skránni og var verulegur fengur í að fá að' hlýða á Tapiola, sinfon iska mynd, þess mikla meistara. Þetta verk er allt í senn dular- fullt og seiðmagnað, og býr yfir sérstæðum tónhrifum. Túlkun þessa verks er vandasöm og erfið, og skorti nokkug á, að leikur hljómsveitarinnar væri nægilega sannfærandi. Fjórða og síðasta verkið var skozka sinfónían eftir F. Mendels sohn. Létt og aðgengilegt, en und urfallegt á að hlýða, og má segja að margt það bezta hjá Mendels sohn sameinist í þessu verki. Flutn ingur sinfóníunnar var ágætur öruggur og tiltakanlega falleg túlkun á adagio kafla verksins. Stjórnandinn hr. Jindrieh Rohan á þakkir skildar fyrir mikla og góða vinnu og örugga stjórn. U.A. Róttækir gera NTB — Damaskus, 28. marz: 3 aftureldingunni í morg- un g@r$i sýrlenzki herinn Hættulegt að eitra ísinn Kaupmannahöfn, 28. marz: — Einkaskeyti. Jökulbreiður Græniands eru mun yngri en hingað til hefur ver- ið álitið. Fram að þessu hafa jökl- arnir verið taldir 10000 ára gaml- ir, en Aktuelt skýrði nýlega frá því, að nýjar athuganir hefðu leitt í ljós, að þeir væru ekki nema 3000 ára. Þetta hefur í för með sér, að uppástunga um að varpa geislavirkum efnum á jökulbreið- urnar og nota þær þannig sem ruslakistu fyrir hættuleg efni, verð ur ekki að veruleika Þar sem ís- inn skríður til hafs á stuttum tímá, getur það haft alvarlegar afleið- ingar að eitra hann með geislavirk um efnum. Þessir óvæntu útreikn- ingar á aldri ísbreiðunnar á Græn landi verða lagðir fram í kvöld á fundi í Eðlisfræðikynningarfélag- inu og mun dr. phil. Welle Dams- gárd gera grein fyrir þeim. Dams- gárd tók árið 1958 þátt í sameig- inlegum rannsóknarleiðangri Dana Norðmanna og Ameríkumanna á Grænlandi, þegar 11 jöklar voru kannaðir, og nú hefur hann skýrt frá þessum athyglisverðu niðurstöð um. — Aðils. í Sýrlandi bylfingu og fók öll völd í landinu, leysfi upp þingið og lokaöi landamærun- um. Ehgu skofi var hleypf af í bylfingunnií Hershöfðingjarnir gáfu þá skýr- ingu á byltingunni, að ríkisstjórn- in hefði svikið byltinguna í Sýr- landi, sem gerð var fyrir hálfu ári, er landið sagði sig úr tengslum við Egyptaland. Jafnframt til- kynntu þeir, að hin nýja stjórn hersins mundi hafa hlutlausa en jákvæða afstöðu í' utanríkismálum og virða allar alþjóðlegar skuld- bindingar. Innanlands segjast þeir ætla að koma á arabiskum sósíal- isma og efla félagslega framsókn bænda og verkamanna. Nýja stjórnin hefur lýst yfir því, að stefna sín sé byggð á einingu Arabaríkjanna, og lítur hún, á Pal- estínuvandamálið, sem alvarlegasta mál Arabaríkjanna á þessum tím- um. Hún er séistaklega hlynnt ná- inni samvinnu við írak og Egypta- land. Spilltir valdhafar í yfirlýsingu hershöfðingjanna segir einnig, að þjóðþingið hafi misnotað aðstöðu sína til að þre- falda laun þingmanna og það hafi notað hin opinberu upplýsinga- og áróðurstæki til þess að efla eigin stjórnmálahagsmuni. Þrátt fyrir aðvaranir hersins hefðu þeir hald- ið áfram niðurrifsstarfsemi sinni og jafnvel reynt að koma af stað spillingu og sundrung í hernum. Forseti landsins, Nazdem Kudsi, skrifaði í dag yfirmönnum hersins bréf, og segist þar láta af embætti af heilsufarsástæðum. Stjórnin hef- ur einnig sagt af sér og herinn hefur samþykkt það. Spillingin upprætt Herinn hefur lofað að hershöfð- ingjastjórnin muni láta völdin aft- ur í hendur borgaralegrar stjórnar, strax og spillingin hefur verið upp- rætt og unnt verður að mynda trausta stjórn. Allt var með felldu í Damaskus i dag. Verzlanir voru opnar og sam- göngutæki voru í umferð að venju. Ekki var vitað um neinar óeirðir. Herinn hefur allt framkvæmda- og löggjafarvald í sínum höndum, og hefur gefið ráðuneytisstjórun- um ráðherravald í sínum umdæm- um. Frumvarp um Samvinnubanka í gær lagSi ríkisstjórnin fram frumvarp til laga um Samvinnubanka íslands. Frum- varpið er flutt að beiðni stjórn ar Samvinnusparisjóðsins. Frumvarpið er samið í sam- ræmi við óskir Samvinnuspari- sjóðsins og ákvæði þess eru að flesti^ leyti hliðstæð þeim laga- ákvæðum, sem gilda um Verzl- unarbanka íslands. Bíll í gegnum skúr BORGARAFUNDUR Á inorgun, föstudag, verður hald inn borgarafundur í samkomuhús- inu á Akureyri og verður þar rætt um Efnahagsbandaiagið. Fundurinn hefst kl. 9 og liafa þeir Eysteinn Jónsson og Ilelgi Bergs framsögu. Um klukkan 11 fyrir hádegi í gær, er menn voru að tygja sig af stað til suðurferðar frá Varmahlíð, skeði það, að áætl- unarbíllinn, sem fer milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og stóð á hlaðinu í Varmahlíð tók allt í einu að renna, og staðnæmdist ekki fyrr en hann lenti á söluskúr við af- leggjarann upp að Varmahlíð. Bílstjórinn hafði brugðið sér inn til þess að ná í póst, og í bílnum voru aðeins tvö lítil börn. Allt í einu tóku menn eftir því, að bíll- inn fór af stað og stefndi niður eftir afleggjaranum, sem er nokk- uð brattur. Á vegamótunum, þar sem af- leggjarinn kemur á aðalveginn, stendur söluskúr, og lenti bíllinn á honum. Fór hann í gegnum vegg- inn og síðan í gegnum trévegg inni í skúrnum. Skúrinn var fullur af gosdrykkjaflöskum, sælgæti og ýmsum olíum og benzíndunkum, þar eð þarna er einnig selt benzín. Fór þetta allt í einn hrærigraut, og seint í gær var enn ekki búið að rannsaka fyllilega, hvort um mikið tjón hefði verið að ræða, en nokkuð mun þó a. m. k. hafa brotn- að af gosdrykkjaflöskunum. Börnin tvö, sem í bílnum voru urðu skelfingu lostin, þegar þetta skeði og grétu hástöfum, er. að var komið, en ekki munu þau hafa hlotið meiðsli, enda voru þau aft- arlega í bílnum. Bíllinn sjálfur er eign Gísla bónda á Sleitustöðum, og sér hann um áætlunarferðir utan af Sauðárkróki og fram í Varmahlíð. Bíllinn skemmdist nokkuð, m. a. brotnaði framrúðan og yfirbygg ingin laskaðist. Enginn veit hvernig á því stóð, að bíllinn tók upp á því að renna niður brekkuna, þar eð ekki voru aðrir í honum en börnin tvö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.