Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 15
Jéti Jénsson, feóndS á Steini á leykjaslröiid Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks 20 ára Þann 19. febrúar sl. var til mold ar borinn Jón Jónsson bóndi á ! Steini á Reykjaströnd, tæpt sjö tugur að aldri. j;on var fæddur að Efra:Nesi í Sliefilsstaðahreppi, sonur hjón- anna Jöns Jónssonar, bónda þar og'konu hans Maríu Jóhannsdótt ur. Föður sinn missti Jón þegar hann var á fyrsta ári en ólst upp hjá Sigurfinni Bjarnasyni bónda á Meyjarlandi og konu hans, Jó- hönnu Sigurðardóttur, fram að tvítugu. Árið 1916 byrjaði Jón að búa á Syðri-Ingveldarstöðum, en flutt ist 1921 að Daðastöðum og kvænt ist um iþað leyti eftirlifandi konu sinni Sigfríði Jóhannsdóttur bónda á Hóli á Skaga. Ekki er ég nægilega fróður um ætt Jóns, en hann var ættaður af Skaga í Skagafirði. Foreldrar hans höfðu bæði verið vel greind enda var hann greindur. Aftur á móti er ætt Sigfríðar konu hans talin komin af sr. Jóni á Bægisá í föð urætt. Jóíhann Jónatansson var bróðir Sigtryggs bónda á Fram- nesi og þeirra systkina. Á Daðastöðum bjuggu þau hjónin til ársins 1946 og þar fæddust þeim fimm mannvænleg börn, ein dóttir og fjórir synir, sem öll eru á lífi. Fjóla Valgerð- ur er elst, gift Tryggva Haralds- syni, verzlm. hjá KEA á Akur- eyri. Páll, rafvirki, líka búsettur á Akureyri, kvæntur; Friðvin, kvæntur og búsettur á Hofsósi, sjómaður. Sigurfinnur, sjómað- ur. Halldór, ókvæntur, bóndi á Steini, bjó á móti foreldrum sín- um og hefur verið þeim stoð og stytta í ellinni. Heilsteyptur var Jón í stjórn- málum sem öðru.. Alla tíð eftir að Framsóknarflokkurinn var stofnaður, var hann ákveðinn fylgjandi þess flokks. Jón var atorkusamur dugnað- armaður með heilsteypta skap- Ijjróttir Framhald af 12. síðu. Símoin Símonarson er fæddur 24. september 1933 í Reykjavík. Hann stundaði nám í Verzlunar- skóla íslands og lauk þaðan prófi 1952. Að loknu námi fór Símon til Þýzkalands og dvaldist þar um stundarsakir yið íþróttanám, en hóf skömmu síðar starf við Iðn- aðarbanka íslands og hefur starf að þar síðan. Símon kvæntist 1959 Eddu Finnbogadóttur úr Reykja- vík og eiga þau einn son. Þorgeir Sigurðss°n er fæddur 11. september 1934 í Reykjavík. Hann er sonur hins kunna íþrótta frömuðar Sigurðar Halldórssonar, núverandi formanns Knattspyrnu deildar KR. Þorgeir varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1954 og hóf síðan nám við endurs'koð- un og lauik prófi 1960. Hann starf ar hjá endurskoðunarskrifstofu Manscher & Co. Þorgeir kvænt- ist 1955 Þórhildi Sæmundsdóttuv úr Reykjavík og eiga þau 2 börn. Þeir Þorgeir og Símon hófu keppnisbridge fyrir alvöru árið 1955 í sveit Halls Símonarsonar, og hafa þeir haldið tryggð við þá sveit Síðan. Stærstu sigrar þeirra til þessa eru: Árið 1958: íslandsmeistarar í sveitakeppni Árið 1959: fslandsmeistarar í tvím.keppni. Árið 1960: íslandsmeistarar í sveitakeppni og tvímenningskeppni. Árið 1961: Reykjavíkurmeistarar í tví- menningskeppni og Bikar- meistarar. (Frá Bridgesamb. fslands). gerð. Hann bjó ekki stórbúi á nútíma mælikvarða, en þó var hann í góðum efnum og búskap- ur hans farsæll og auðkenndist af snyrtimennsku og umhyggju- semi. Sjaldan féll honum verk úr hendi, enda með allra dugleg' ustu mönnum til allrar vinnu. Ef nokkur tök voru á að Jón gæti unnið utan heimilis, sem hann og stundum gerði, þá vildu allir fá hann umfram aðra menn. Hann var af þeirri manngerð, að öll hans störf auðkenndust af trúmennsku, enda tók hann hart á þeim, sem voru gjarnir á að draga af sér við hvaða starf sem var, og vildu viðhafa augnaþjón- ustu. Börn sín vandi hann á að vera trúvirk, enda eru þau öll atorku- og dugnaðarfólk, sem öll um fellur vel að vinna með, og er það meira en hægt er að segja um alla, sem selja vinnu sína nú til dags. Vel greindur var Jón, enda komst hann ekki hjá því að vera kosinn í trúnaðarstöður. Hann var hvatamaður að stofnun lestr arfélags hér í Skarðshreppi á- samt fleirum og formaður lestr arfélagsins um langt skeið. Sat oft aðalfundi K.S. sem fulltrúi forðagæzlumaður úm langt skeið. Það sagði mér SigUrður Sigurðs son sýslumaður og bæjarfógeti á Sauöárkróki, að Jón sinn á Steini kæmi alltaf með bezt færðu skýrslurnar og alltaf fyrsti mað ur til að skila þeim. Þannig kom þar fram sem og í öðru, sem Jón gerði af samvizkusemi og trú- mennska voru ráðandi öflin í öll um hans störfum. Kona Jóns, Sigríður, var hörku duglieg og var sízt eftirbátur manns síns við búskapinn óg upp eldi barna þeirra og á hún sinn mikla þátt í að þau eru jafnvel gerð og þau eru. Svo enda ég þessi fáu orð með því að votta ekkjunni og börnun um mínar dýpstu samúðarkveðj ur. Reykjum, 7. marz 1962 Gunnar Guðmundsson. 2. silían hlýtur Sophiu í vinning. I þorpi einu hittir Sophia mann, sem hún verður ástfangin af á stund- inni. Til þess að vinna hylli hans, lætur hún sigurvegarann í teningsspilinu hafa alla fjárfúlg- una — en enga blíðu. • Þriðja sagan, sem Luchino Vis conti stjórnar, leikur þýzka leik- konan Romy Schneider eigin- konu kvennabósa, sem er á sí- felldum hlaupum eftir kvenfólki og borgar þeim 1000 pund fyrir nóttina. Eiginkona hans ákveð- ur að fara frá honum, en segir honum um leið þurrlega, að hann geti vitjað hennar, hvenær sem honum þóknast fyrir 600 pund. Þessi hugljúfa saga endar með því, að eiginkonan fækkar fötum, döpur í bragði, á meðan maður hennar skrifar ávísun, sýnu ánægðari með viðskiptin en hún. Fjórða sagan er frábrugðin hinum, segir frá ungum hjónum, sem láta vígja sig í kyrrþey, af því að vinnuveitendur unga mansins banna starfsmönnum sínum að giftast fyrr en þeir hafa unnið hjá þeim í þrjú ár. Boccaccio ’70 er, hvað sem öðru líður, líkleg til að verða drjúg telcjulind. Fyrstu tíu dag- ana, sem hún gekk á ítalíu, skilaði hún 200,000 sterlings- punda hagnaði, og fór með því fram úr La Dolce Vita (Hið ljúfa líf), og er ætlan margra, að hún eigi eftir að slá þá marg- umræddu kvikmynd algjörlega út. — lefinm gefal endað rá hafsbofai (Framhald af 16. síðu). tprýðilega. Hánn er gamall sjóimað- vur og var alltaf í talstöðinni, þang- ;að til hann skipaði að yfirgefa skip- iið. Þá vissum við, að aðrir selfang- jarar voru ekki; eins langt undan og við hefðum getað haldið, því að við sáum ekki til þeirra, enda orð- jið dimmt. En við gátum samt ekki tekið neinn farangur með. — Já, við náðum flestir einum eða tveimur hlutum. Ég náði koff- orti og sjópoka, það vai'ð ég að skilja eftir, þó að það væri komið upp á ísinn, en ég er hér með lít- inn kassa, segir Edvin Houm, einn af hásetunum, og bendir á pappa- kassa utan af Álaborgarákavíti, sem liggur á borðinu með bleika tdúknum við hliðina á opinni biblíu hersins. — En mér þótti verst, að ég var með dálítið af peningum með mér um borð, og þá missti ég. Það voru um 4000 kr. norskar, ca. 24.000 ís- lenzkar, og ég fæ ekki vexti af þeim hér eftir, segir Houm og slær pípunni við bakkann. — Hvað voruð þið svo lengi á ísnum? — Það var ekki nema um hálfur annar tími, þangað til við komum um borð í Polaris, og þar var okk- ur vel tekið, og við tókum vel til matar okkar. Þó að við værum ekki lengi á ísnum, var sumum orð- ið nokkuð kalt, þegar við komum um borð í Polaris, því að við náð- um ekki I skjólföt, áður en við fór- um. — Og svo kom þyrlan á sunnu- daginn? — Já, þeir höfðu samband við Salvator strax og við komum um borð, og þeir sögðu okkur að vera rólegir. Þeir myndu senda þyrlu. Og hún kom á sunnudag og flutti okkur um borð í eftii'litsskipið; hún varð að fara fimm eða sex ferðir. Við vorum svo margir. I gær komúm við svo í land á Akur- 'éyrj-úm hádegið. - — Eruð þið ekki fegnir að vera á heimleið heilir á húfi? — Jú, það verður „bra“ að koma heim, en nú ætlum við að gera okkur glatt í geði I kvöld sagði einn sjómannanna; hann var í blárri peysu, spurði um helztu dansstaði og fékk sér einn úr flösku, sem geymd var undir borði í kastalan- um. (Framhald af 16. síðu). hann að stýrisútbúnaðurinn hafo'i skemmzt nokkuð við strandið. Óð- inn dró togarann inn til Reykjavík- ur og var komið með hann hingað kl. rúmlega 3 í gærdag. Skipstjóri á Steingrími Trölla er Jakob Ólafsson, og hefur hann að- eins verið með skipið undanfarna 5 daga, en það er gert út af Jak- obi Sigurðssyni í Reykjavík. Hafði togarinn farið í 5 sjóferðir undan- farna daga og fengið milli 40 og 50 lestir. Sjópróf í málinu fara fram í dag og hefjast kl. 1,30. Sápaðist út (Framhald af 16. síðu). telja, að honum hefði ekki gengið eins vel að bjarga sér í Þorláks- höfn, hefði hann ekki verið vanur að synda í sjó. Ekki mun Guðna hafa orðið meint af þessu volki, en hann rif- beinsbrotnaði, og er hann aftur kominn á sjó. Elvar meiddist ekki. íslenzkt megrunarduft (Framihald af 16. síðu). daginn, kostar frá framleiðendum lcr. 28.70. Síðan leggja smásölur 28% á og 3% söluskatt, svo að hver dós mun í smásölu kosta 37 til 38 krónur. Erlendu tegundirn- ar kostuðu 50—70 krónur dag- skammturinn. Framleiðendur hafa fengið leyfi til þess að selja duftið í matvöru- verzlunum. Sauðárkróki, 20. febr. 1962. Iðnaðarmannafélag Sauðáikróks hélt árshátíð sína og minntist 20 ára afmælis síns í félagsheimilinu Bifröst laugardaginn 17. þ. m. Fé- lagið var stofnað í júlí 1942. Stofn- endur voru 14 iðnaðarmenn. Fyrsti formaður félagsins var Guðjóq Sigurðsson bakarameistari. Nú.eru félagsmenn 67. Formaður félags- ins er Adolf Björnsson rafveitu- stjóri og hefur hann verið það í s. 1. 10 ár. Formaður félagsins Adolf Björns son stjórnaði hófinu. Við þetta tækifæri var afhjúpaður nýr fé- lagsfáni, sem stjórn félagsins hafði látið gera eftir teikningu frá Sig- urði Gunnlaugssyni á Siglufirði. En Stefán Guðmundsson húsasmið- ur hafði borið fram tiHögu á fundi í félaginu á s.l. hausti, að félagið kæmi sér upp sínum eigin fána, sem yrði tilbúinn á 20 ára afmæl- inu. Þá var við þetta tækifæri Ög- mundur Magnússon söðlasmiður heiðursfélagi Iðnaðarmannafélags- ins sæmdur heiðursmerki Lands- sambands iðnaðarmanna úr silfri. Ögmundur er 83 ára að aldri og á einnig 60 ára starfsafmæli á þessu' ári og gengur enn til vinnu. Hann er traustur og góður iðnaðarmað- ur og nýtur vinsælda allra er til þekkja fyrir vandaða vinnu og sanngirni í viðskiptum. Síðan var samfelld dagskrá. Sveinn As- mundsson rakti í stórum dráttum byggðasögu Sauðárkróks frá því að fyrsta húsið var reist þar 1871 —72 og næstu 50 árin eða til um 1930. Stefán Guðmundsson flutti frásögu eftir Adolf Björnsson um iðnaðarmannafélagið eldra, sem var stofnað 1904 en mun hafa hætt1 störfum 1 byrjun fyrra stríðs. Jó-1 hann Guðjónsson rakti sögu félags- ins þessi 20 ár sem það hefur starf- að. Að lokum söng tvöfaldur kvart- ett úr félaginu undir stjórn Eyþórs 1 Stefánssonar nokkur lög við góðan orðstír. Síðan var dans stiginn fram undir morgun. G. Ó. 15 Ögmundur Magnússon, söðlasmiSur, heiðraður.' ÞAKKARÁVÖRP Við brottför okkar frá Bolungarvík, sendum við öllum Bolvíkingum, og öðrum vinum okkar í N.-ísafjarðarsýslu, kærar kveðjur og árnaðaróskir. Við þökkum öllum þeim, er vottuðu okkur vinarhug með því að stofna til virðu- legs kveðjuhófs í tilefni af brottför okkar, og sérstak- lega þökkum við fagrar og dýrmætar gjafir er okkur voru voru færðar að skilnaði. Guð blessi ykkur öll. Kristín GuSmundsdóttir, ÞórSur Hjaltason. Sendum kveðjur og þakkiæti til allra þeirra, er sýndu Þorsteini Þorsteinssyni á Húsafelli vinsemd og virðingu við andlát hans og jarðarför. Börn og tengdabörn. Móðir mín Ragnheiður Tómasdóttir, sem andaðist 23. þ.m. að heimili sínu, Víðimel 30, Reykjavfk, verður jarðsett laugardaginn 31. þ.m., Athöfnin hofst í Fossvogskapellu kl. 10,30. Inglbjörg Pálsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.