Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.03.1962, Blaðsíða 9
-- v-i,- ÍN Pliistli ICKLANDJC MATJiES HERRING FILIETS (•ACU D ftV $.S. JtStUfjOWdt (f í tANtí Ólafur G. Jónsson, framkvæmdastj. leiðbeinir og kennir stúlkunum rétt handtök MINNING: Karl A. Maríusson, læknir í dag verður gerð frá Fossvogs- kapellu útför Karls Andreasar Maríussonar, læknis. Karl var fæddur í Reykjavík 21. apríl 1925, sonur hjónanna Karól- ínu Andreasdóttur og Maríusar Ólafssonar, sem bæði eru ættuð frá Eyrarbakka. Hann ólst upp í for- eldrahúsum, lauk stúdentsprófi úr máladeild Menntaskólans í Reykja- vík vorið 1945, innritaðist í lækna- deild Háskóla íslands sama haust og lauk kandidatsprófi vorið 1952. Á háskóla- og kandídatsárum sín- um gegndi hann héraðslæknis- stöifum í forföllum í ýmsum lækn- ishéruðum. Karl kvæntist 20. marz 1952, eftirlifandi konu sinni, Fjólu Kristjánsdóttur frá Þórshöfn. Eign uðust þau þrjú mannvænleg börn; Örn, sem nú er níu ára, Svein- björgu, átta ára og Stein á öðru ári. Að námi loknu þjónaði Karl fyrst Djúpavogslæknishéraði frá 1954 til 1956, og síðan Eskifjarð- arhéraði þar til á miðju síðasta ári, er hann fluttist til Reykja- víkur ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar til dauðadags. Þetta er í örfáum orðum ævi- ágrip þess skólabróður míns og vinar, sem mér hefur þótt hvað mest til koma. Tókust náin kynni með okkur á menntaskólaárum okkar og hélzt sú vinátta ætíð síðan. Karl var óvenjulegum hæfi- leikum búinn. Ég tel hann með allra gáfuðustu mönnum, sem ég hef kynnzt, og á ég hér bæði við námsgáfur og almennar gáfur í víðari merkingu. Allt nám sóttist honum mjög vel, svo sem vænta mátti, því að auk greindar var hann gæddur ríkri samvizkusemi og nákvæmni. Naut hann því ætíð álits kennara sinna og skólasystk- ina. Hanjn bjó yfir miklum al- mennum fróðleik og kunni vel að meta fagrar listir. Að eðlisfari var Karl dulur og jafnvel seintekinn, en allra manna skemmtilegastur og frumlegastur í vinahópi, og það svo orð var á gert. Hann var stórvel hagmælt- ur, og mun hafa fengið þá gáfu frá föður sínum. Kímnigáfu hans var viðbrugðið, og gat hann fyrir- varalaust teiknað afbragðsgóðar skopmyndir. Voru sendibréf Karls sem jafnan var mikill fengur að, oft prýdd slikum teikningum. Mig brestur þekkingu og að- stöðu til þess að fjölyrða um lækn isstörf Karls, en ég hef gjörla orðið þess var á þeim slóðum, sem hann hefir stundað læknisstö^f, að fólki er mjög hlýtt til hans, og undrar mig það ekki. Vil ég í nafni skólasystkina Karls heitins votta ekkju hans. börnum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úð, Karl A. Maríusson er fallinn frá langt fyrir aldur fram, en það er von min og ósk, að tíminn. sem græðir öll sár, og minningin um mætan dreng megni að milda ástvinum hans hinn þunga trega. j Bjarni Jensson. Eins og frá hefur verið skýrf í fréttum, tók nýlega til starfa ný verksmiðja á Siglu- firði, er það Niðurlagningar- verksmiðja Síldarverksmiðja ríkisins. Verksmiðjan er byggð með það1 fyrir augum, að hægt verði að selja hina Ijúf- fengu, íslenzku síld til út- landa í neytendaumbúðum, í stað þess að senda hana út í tunnutali sem hráefni fyrir er- lendar verksmiðjur. Aðeins helmingur hverrar síld- ar kemst til neytendanna, hitt er úrgangur, bæði bein og roð, og því augljóst, að heppilegast er að að- eins flök séu seld til útflutnings. Lítið hefur verið um niðursuðu og niðurlagningu sjávarafurða hér á laii^i,:^ó 'fíafa verið reistar nokkrar’ vericsriiiðjur í þeim til- gangi, en þær framleiða þó aðal- lega fyrir innlendan markað, því að erfiðleikum er bundið að afla vörunni markaða erlendis. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins ákvað fyrir um ári, að hefja undir búning að því að reisa litla verk- smiðju á Siglufirði, og átti þar að- allega að vinna að niðurlagningu kryddsíldar og sykursíldar í dósir. Carl Sundt Hansen, verkfræðing- Ólafur G. Jónsson, verksmiðjustjóri, og hinn norskl sérfræSingur, Bernt T. Björnsson frá Stavangri, sem hefur skipulagt byrjunarstarfiö ur frá Stavangri var fenginn til aðstoðar, en hann er af góðu kunn ur í íslenzkum niðursuðuiðnaði. Byggingu var þannig háttað, að hún gæti verið upphaf að stærri byggingu, og því er verksmiðjan, sem nú hefur verið tekin í notkun aðeins 14 af því, sem síðar á að verða. Það er Sigvaldi Thordarson arkitekt, sem sá um teikninguna, en verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsens annaðist alla útreikn inga. Páll Jónsson, byggingameist- ari SR annaðist byggingaframkv., og hefur hann séð um að reisa 3000 fermetra byggingu á aðeins 5 mánuðum. Önnur störf önnuðust starfsmenn Síldarverksmiðja ríkis- ins. Þar sem ákveðið var að reisa þessa verksmiðju var síld sérstak- lega valin síðastliðið sumar með það fyrir augum, að nota hana til framleiðslunnar. Nú er ætlunin að leggja niður um 400 tunnur, en til að byrja með verða þetta aðallega sýnishorn, en þó verður einhver hluti framleiðslunnar seldur hér- lendis. y Dósirnar, sem síldin verður lögð niður í, eru framleiddar í Stav- angri, og eru þær litprentaðar. Teikning þeirra og áletrun er eftir Atla Má, auglýsingateiknara. Tvær dósastærðir eru notaðar 40 og 90 gramma. Einnig verða lögð nið ur heil flök í 2 og 8 flaka dósir. f upphafi er ætlunin að vinna mestmegnis í höndunum, en síðar verður verksmiðjan búin nýtízku- legum vélaútbúnaði, ef vel 'geng- ur. Til kennslu og til þess að skipu leggja byrjunarstarfið var fenginn norskur sérfræðingur Bernt T. Björnsen frá Stavangri. Þar hefur Björn starfað í 20 ár og rekur þar einnig litla verksmiðju. Kryddsós- urnar sem nýja verksmiðjan á Siglufirði notar eru einnig eftir uppskrift Björns. Tvær vélar eru nú í notkun í verksmiðjunni, þ.e. lokunarvél og þvottavél fyrir dós irnar. Nú sem stendur koma allar dósirnar frá Noregi, en í ráði er að framleiða þær hér heima síðar meir. Kostnaður við byrjunarfram-, kvæmdir í sambandi við verk-' smiðjuna nema nú 2 og hálfri millj. króna, og er þá ótalið, það sem farið hefur í kaup á hráefni og umbúðum. Síldarútvegsnefnd hefur veitt 250 þús. króna styrk til rekstrarins, en atvinnuleysissjóður hefur heitið 2 millj. kr. láni. Verksmiðjustjórinn er Ólafur G. Jónsson frá Reykjavík. Verið aö leggja niður i dósirnar ♦ T f M I N N, fimmtudagur 29. amrz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.