Tíminn - 29.04.1962, Page 2

Tíminn - 29.04.1962, Page 2
Stærsta uppeldisvandamál f Ameríku nú á dögum er, hvernig ber að aga börnin. Dr. Milton J. E. Senn, sem er forstöðumaður hinnar frægu uppeldisfræðistofnunnar við Yale háskólann, hefur greint frá því, að foreldrar, sem leiti ráða hjá honum, komi með fleiri spurningar varð- andi aga en nokkurt annað, sem viðkemur barnauppeldi. Þó eru margir foreldrar — að' maður minnist nú ekki á barn- laust fólk — sem telja sig vera sérfræðinga í því, hvernig aga ber börn. Eftirfarandi spurningar, sem settar eru fram af sérfræðingum í barnauppeldi, eru allar byggð- ar á ofur venjulegum atvikum, sem hljóta að koma fyrir hjá flestum foreldrum eða barnaupp- alendum. Þær eru ekki eingöngu settar fram fyrir ameríska for- eldra, heldur foreldra um allan heim, og eiga að hjálpa til að skilja á hlutlausan hátt afstöðu barns og fullorðins gagnvart hvort öðru. Skyldir ÞU ekki hafa gagn af því líka! Spurningar 1. Þú átt sex ára gamlán patta, sem þú hcfur neitað um rjóma- ís, rétt fyrir hádegisverðinn. Hann i'eiðist, grenjar, segir að þú sért nízk(ur), og að hann hati þig. Mundir þú: a) . senda hann upp í herbergi ásamt hótun um, að hann fái ekki að borða með hinu fólk inu? b) . .bíða róleg(ur), unz óveðrinu slotar og ræða þá málið í næði? c). .neita honum um rjómaís það- an í frá? 2. Sjö ára gamalt barn þitt segir orð, sem kemur þér til að roðna. Og þú: a) . .þværð munn þess með sápu? b) ..lætur sem þú heyrir það ekki? c) .. segir því, að þú þolir ekki slíkan talsmáta? 3. Fimm ára gamall sonur þinn er alltaf að lúskra á leikfélaga sínum. Mundir þú: a) ..senda leikfélaga hans heim? b) ..segja leikfélaga hans að lúskra á synL þínum í stað- inn? c) ..koma þeim til að leika ein- hvern leik, sem ekki leiðir til slagsmála? 4. Sex ára gömul dóttir þín heimtar að fá að taka þátt í leik með níu ára gamalli systur sinni og leikfélaga hennar. En leikur- inn er of erfiður fyrir hana, auk þess sem eldri börnin vilja ekki hafa hana með. Mundir þú: a) ..biðja eldri börnin að leika einhvern einfaldari leik? b) . .hjálpa þeirri litlu til að| finna upp á einhverju, sem hún getur gert í staðinn? c) . . segja henni, að hún sé of ung og skuli láta eldri börn-| in í friði? 5. Sjö ára gamalt barn þitti hnuplar peningum úr skúffu þinni. Mundir þú: a) ..flengja það og segja því, að fólk, sem stelur, lendi í fang elsi? b) ..taka frá því eitthvað, sem því er kært til þess að leiða því fyrir sjónir, hve slæmt það er fyrir þann, sem tekið er frá? c) . .læsa skúffunni og skýra fyrir barninu, að með því viljir þú hjálpa því til að muna, að það mcgi ekki taka pening- ana? 6. Tólf ára son þinn langay til að sjá sérstakan þátt í sjónvarp- inu og hann segir þér, að hann sé búinn að læra undir morgun- daginn. En næsta morgun sérð þú hann vera að lesa bækurnar fyr- ir morgunverðinn.( Hann er e. t. v. ekki vanur að skrökva, en í þetta sinn gerði hann það vissu- lega. Mundir þú: a) ..ræða um þetta við hann í næði eftir skólatíma og láta hann vita, að þú sért ekki ánægð(ur) með slíka hegð- un? b) . láta kyrrt liggja, af því að slíkt kemur svo sjaldan fyr- ir? c) láta hann viðurkenna, að hann hafi skrökvað og segja honum, hvað þú ert leið(ur) yfir þessu? 7. Níu ára gamall sonur þinn er alltaf að skipa sex ára bróður sínum eitt og annað, og Sá litli verður auðvitað fokreiður. Mund- ir þú: a) .banna eldri drengnum að leika við bróður sinn, þangað til hann hættir að vilja ráða yfir honum? b) . segja yngri drengnum, að hann sé minni og verði því að taka því, að honum sé stjórnað? c) . .kenna eldri drengnum, hvern ig hann á að stjórna, án þess að vekja reiði? Svör 1. (Rjómaís fyrir miðdegis- verð). b) Með því að vera róleg- (ur), sýnir þú, að þú ert þolin- móð(ur) og ástrík(ur), þó að þú teljir það nauðsynlegt að neita honum um það, sem hann langar í, segir dr. Allan Fromme, virtur barnasálfræðingur. Rólyndi gagn vart ofsa kennir barninu, að upp reisn hefur engin áhrif. 2. (Ljót orð). c) Þegar barn segir Ijótt orð í fyrsta sinn, er óviturlegt að bregðast reið(ur) við. Með því freistar þú bamsins til að nota orðið aftur til þess að ná sér niðri á þér, segir ameiísk- ur uppeldisfræðingur. Réttast er að láta barnið vita það ákveð- ið, að siðað fólk noti ekki slík orð og að þú bannir því að nota þau. 3. (Lúskrar á leikfélaganum). a) Uppeldisfræðistofnunin við Yale háskólann telur, að sé barn inu refsað með því að senda leik félagann á brott, þá neyðist það til að hugsa um það, sem það hefur gert, og það mun skilja hverju það tapar með hegðun sinni. 4. (Leika sér við eldri börn). b) A. D. Buchmueller, kunnur uppeldisfræðingur: — Það er yf- irleitt óviturlegt að biðja börn að leika sér á einfaldari hátt, svo að yngri börn geti verið með. Sé yngra barninu vísað frá, verður það sært. Auðvitað getur ' þú reynt að fá eldri börnin til að láta yngra barnið hafa eitthvað hlut- verk í leiknum, sem það getur ráðið við. En bezt er að fá það til að leika sér upp á eigin spýt- Stjórn Áburðarverksmiðjunnar eða meirihluti hennar hefur riú loks birt ákvörðun sína um verð tilbúins áburðar á þessu vori og lætur blöðin flytja „skýringar“ sínar á því. Allt er þetta nokkuð síðbúið miðað við ákvæði laganna um Áburðarverksmiðju, er mæla svo fyrir að áburðarverðið skuli I ákveðið fyrir 1. marz. ; En verkið var torsótt og vand- gert, enda var að því unnið viku eftir viku af hinum rcikningsfæ^- ustu mönnum, með hinum full- komnustu reikningsvélum — þó ekki rafeindaheilum — þar til loks að „hagstæð" niðurstaða fékkst, nærri tveimur mánuðum síðar en ákveðið er. Það sem menn taka fyrst eftir í auglýsingunni um verðið, er hin stórfellda hækkun þess frá síðasta ári, sem nemur upp undir tuttugu af hundraði eða nærri einum fimmta verðsins, sem þá gilti. — Nánar tiltekið 16.25—19,20% Þrífosfat hækkar um kr. 380,00 úr kr. 2320,00 í kr. 2700,00 Klórsúrt kali hækkar um kr. 260.00 úr kr. 1600,00 í kr. 1860,00 Br.steinssúrt kali h. um kr. 430,00 úr kr. 2350,00 í kr. 2780,00 Blandaður áb. h. um kr. 480,00 úr kr. 2500,00 í kr. 2980,00 Tröllamjöl hækkar um kr. 620,00 úr kr. 3340,00 í kr. 3960,00 Er hér alls staðar miðað við eina smálest. Menn rekur í rogastanz, er þeir sjá þessar tölur eftir allar yfir- lýsingarnar um lækkun á áburð- arverðinu fyrir tilverknað áburð- arverksmiðjustjórinarinnar, sem ur eða finna því leikfélaga á svip uðum aldri. 5. (Hnuplið). c) Margir for- eldrar eru afar skelfdir yfir fyrsta hnuplinu. En það er nú samt sem áður algengt, að börn frá 5—8 ára aldurs „finna“ ýmis legt, áður en það „týnist". Sér- fræðingar segja, að í flestum til- fellum vari þetta hnupltímabil fremur stutt. Svo að bezta ráðið er að læsa hlutina niðri og skýra fyrir barninu, að þú viljir hjálpa því að muna, að það má ekki taka þessa hluti. 6. (Fyrsta lygin). a) Dr. Barn- ey Katz, sálfræðingur, telur, að aldrei eigi að neyða börn til að viðurkenna, að þau hafi sagt ósatt. Auðmýking leiðir aldrei til góðs. Barnið skal vissulega látið vita, að vitneskja er fyrir ósann- sögli þess, en ekki er rétt að ýkja ástandið. Bezt er að sýna barn- inu fram á, að það getur vænzt skilnings hjá foreldrinu. 7. (Stjórnsemi eldra bróður). c) I tilfellum sem þessum er eldra barnið vissulega að reyna að koma fram eins og fullorðinn, vera þýðingarmikill og hjálpsam- ur, en fer ekki rétt að. Sálfræð- ingar telja réttast að beina stjórn seminni inn á réttar brautir. Einkunn Og nú geturðu athugað, hversu góður uppalandi þú ert. Gefðu þér tíu stig fyrir hvert rétt svar. Þú kynnir að bregðast við á ann- an hátt en talið er upp í liðum a), b) og c), þegar svipuð atvik koma fyrir með þín börn, en þá skaltu miða við það, sem stend- ur því næst. Fáirðu 60—70 stig, ertu hrein- asti snillingur við að ala upn böm! 30—40 stig þýða, að þú ert nokkuð góður uppalandi. En inn- an við 20 stig benda til þess, að nær lagi væri að segja, að börnin ælu þig upp! meðal annars ko;m skýrt fram í hinni frægu „fréttatilkynningu“ hennar í febrúar. Og enn talar þessi sami stjórn- armeirihluti um lækkun frá í fyrra, í sömu andránni og hin mikla verðhækkun er tilkynnt. Annað atriði í „skýringum“ stjórnarhlutans sem vekur eftir- tekt, er „verðjöfnun" sem gerð er milli hinna erlendu áburðarteg- unda. Eru engin rök fyrir henni færð, en aðeins sagt, að verðjöfnun milli teg. sé talin æskileg“. En skýringar á því, hvers vegna hún sé það og af hverjum hún sé tal- in það eru engar af hálfu stjórn arinnar. Verðjöfnun þessi er þannig gerð að þrífosfat er lækkað í verði sem nemur eftir frásögn framkvæmdastj. verksmiðjunnar, rúðlega 1.4 millj. króna en allar hinar erlcndu tegundirnar eru hækkaðar í verði um tæplega 1.3 millj. króna. Einkum er það bland aður áburður og brennisteinssúrt kali sem bera hækkunina. Engar sérstakar ástæður eru kunnar fyr ir verðjöfnun þessari og virðist því gerð alveg út í bláinn. . Allur áburðurinn er keyptur á því verði, sem markaðurinn býð- ur, og engar ástæður til annars en það komi fram hér í sömu lilut föllum, og án allra sjónhverfinga. Markaðsverðið á að njóta sín á hverri tegund sem er seld. Verksmiðjustjórinn segir að af tilfærslum þessum eigi „hvorki að verða hagnaður né tap fyrir á- (Framhald á 12. síðu) Nýlega gafst meSllmum frægs íþróttafélags í Moskvu kostur á því aS raeSa við rússnesku þióóhetjurnar Yuri Gagarin og Gherman Titov, geimfara. — Hér sést íþróttakonan Larisa Latinina, á tali v!3 hetjurnar. Jón ívarsson: Aburðarverðið hækk- ar stórkostlega 2 T 1 )1 I N N, sunnudagur 29. aprfl 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.