Tíminn - 24.05.1962, Síða 16

Tíminn - 24.05.1962, Síða 16
Nú eru aðeins 3 dagar til kosninga og enn er eftir að inna mikla vinnu af höndum. B-listann vantar því sjálf- boðaliða til starfa nú þegar. Stuðningsmenn B-listans, hringið strax í aðalskrifstofuna, Tjarnargötu 26, og látið skrá ykkur til starfa. Allar hjálparhendur cru vel þegnar. Sjálfboðaliðar, látið B-Iistanum í té allan þann tíma. sem þið mögulega getið, eftir að daglegum skyldustörfum er Iokið. Munið, að 3 dagar eru skammur tími. Símar sknfstofunnar eru 1-55-64, 2-47-58, 2-41-97 og 1-29-42. _______________________ SJÁLFBODALIÐAR Fimmtudagur 24. maí 1962 117. tbl. 46. árg. SÝNAGOn Gömlu Blönduhlíðarhúsin standa enn uppi. Þau eru inni á lóðum fjölbýlishúsanna nr. 20 og 22 við Eskihlíð. Þcssi hús á að vera búið Tekinn og játaði I gærmorgun kl. 6 tók varðskip- ið Þór togarann Yardley GY 81 að ólöglegum veiðum 0,9 sjómílu innan við fiskveið'itakmörkin út af Eystra Hoini. Þór fór með togarann til Eski- fjarðar og kom þangað um M. 10:30. Málið var tekið fyrir hjá sakadómi SuðurMúlasýslu af Ax- el Tuliníus sýslumanni, en með- dómendur hans voru Arni Hall- dórsson og Kristinn Karlsson skipstjórar. Skipstjórinn á Yardley, Joshua Baxter, játaði brot sitt. Dómur í málinu var kveðinn upp kl. 20 í gærkvöldi. Skipstjórinn var dæmdur í 200 þúsund króna Framhald á 15. síðu að rífa fyrir löngu. íhaldið hefur lofað íbúum fjölbýlishúsanna æ of- an í æ, að húsin yrðu rifin „alveg á næstunni", en ekkcrt hefur orð- ið að því. Svo hefur gengið til ár- um og inánuðum saman. íbúum fjölbýlishúsanna er mikill bagi af þessum gömlu húsum inni á lóð- inni og þeim var farið að leiðast þessi eilífu svik. f húsinu nr. 20 mun vera mjög margt stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins, fólk, sem kosið hefur Sjálfstæðisflokk- inn í undanförnum kosningum. Það tók sig til og setti íhaldinu úrslica- kosti. Sagði, að annað hvort 'rði búið að rífa húsið fyrir kjördag — eða Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki eitt einasta atkvæði úr hús- inu. Atkvæðin eru sterk vopn og í fyrradag var byrjað á að bera út úr gömlu Blönduhlíðarhúsunum og því var haldið áfram í gær. Hinn almenni kjósandi í Reykjavík get- ur margt af þessari sögu lært. Hún sýnir, að það þarf að veita Sjálf- stæðisflokknum aðhald til að knýja hann til efnda á loforðum. Með því að veita hinum mikla og yfirgnæfandi borgarstjórnarmeiri- hluta hæfilega aðvörun í kosning- unum á sunnudaginn, er von til þess, að íhaldið reyni að standa við eitthvað af kosningaloforðun- Tíminn málsvari njósna V I B H I N A uggvœn-l legu fregn um tilraun tékk- neska njóemarans Stoehl til þeas að múta islenskum I „siðleysi". | Tvaer myndaima, sem hérj fylgja, sýna, hvemig málgagn j Framsóknarflokksins notaði | legt, aS Sovétstjórnin mundl nota þá aðstöðn til að afla sér nauðsynlegra upplýsinga um vamarstöðvamar. Þessom að- Siðlaus málflutningur Hérna koina svolítil sýnishorn af málflutningi Sjálfstæðisflokks- ins. Myndin hér að ofan birtist í málgagni hins sléttmála^ og mannlega fjármálaráðherra GÍinn- ars Thoroddsen. Með myndinni stendur m.a.: „Þau lýsa hugarfari framsóknarmanna til borgarinnar. Þeir vilja helzt sjá hana í auðn og eldi“. Þannig svara þeir gagnrýni á stjórn brogarinnar. í Morgunbl: er skýrt frá því, að ein mektarfrú, sem ræðu hélt á kosningafundi hjá íhaldskonum, hafi kallað Framsókn armenn svín og forsætisráðhei'r- ann líkti þeim við svín og ræn- ingja. Hér fyrir neðan er svo mynd af fyrirsögn úr Morgunblaðinu í gær. Hún var hárauð, en Mbl. er nú prentað í rauðum Iit í bak og fyrir, en eins og kunnugt er, telur Mbl. rauðan Iit í Tímanum órækan vott um. kommúnistadekur blaðsins. — Undir þessari fyrirsögn er svo sagt, að Tíminn sé aðalmálpípa sovézka sendiráðsins hér og Tíminn krefjist þess, að landið verði opn- að fyrir njósnurum hinnar komm- únistísku heimsyfirráðastefnu. — Svona siðleysi og lúalegum aðför- um og sorpblaðamennsku þurfa Reykvíkingar að mótmæla á sunnu daginn. 2 lögreglumenn unnu 55 minka Undanfarandi sumur hafa tveir lögregluþjónar úr Rvík, þeir Bjarni Bjarnason og Jón- as Bjarnason, séð um eyðingu minka í Hraungerðishreppi og Biskupstungum á vegum hreppsnefndaroddvitanna þar. Þeir hafa gert eina aðalleit að vorinu og eftirleit síðari hluta júlímánaðar. Á fimmtudaginn var fóru þeir austur til veiðanna og komu aftur á sunnudaginn og höfðu unnið 55 dýr. Blaðið hafði tal af Bjarna Bjarnasyni í gær og spurðist fyr ir um þennan mikla veiðiskap. Hann sagði jafnan mikið um mink á þessum slóðum og kvaðst búast við, að nokkur tröppugangur væri á veiðunum i nágrannasveit um þar eystra. Þeir Bjami höfðu fimm hunda frá Karlsen minkabana sér til aðstoðar, en þeir eru sérstaklega þjálfaðir til veiðanna, þefa mink- ana uppi og króa þá af í grenj- unum. Auðvelt er að rjúfa gren- in, en þau eru flest i mold, og komast þannig að dýrunum, en lögregluþjónarnir skutu þau með haglaskammbyssu. Þeir Bjami störfuðu að þessu um 12 tíma á sólarhring, en leitarsvæðið er mjög stórt. Af 55 dýrum, sem þeir náðu, voru 20—30 fullorðin. Skotlaun fyrir mink eru nú 200 krónur, burt séð frá því hvort hann er nýgotinn eða gamall. STOKKHOLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekström Hvítt: f Ólafsson 28. Rd2 — b3c5c4 29. Rb3al — Rd6f7 Friðrik segir: Hvítur reynir að ráðast að hinu veika peði á c4. B-LISTA FUNDUR B-listinn heldur almennan kjósendafund í Stjörnubíói annað kvöld — föstudagskvöld — og hefst hann kl. 21. Ræðumenn verða þeir: Einar Ágústsson, Kristján Benediktsson, Björn Guð- mundsson, Hörður Helgason, Örlygur Hálfdánarson, Hjördís Einarsdóttir, Þórarinn Þórarins- son og Eysteinn Jónsson. Fundarstjóri verður Helgi Bergs. Allir stuðningsmenn B-listans velkomnir meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.