Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.08.1962, Blaðsíða 2
'pmnvt.jltt Nýja bíó í Reykjavík á rimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Hinn raunverulegi afmælisdagur er að vísu fyrir nokkru hjá liðinn, en fyrsta sýning kvik myndahússins fór fram 29. júní 1912. Þann dag í sum- ar var hins vegar ekki nema annar framkvæmdastjórinn við í bænum, og var því slegið á frest að minnast afmælisins. Fyrir helgina afhenti fyrirtækið svo borg arstjóranum í Reykjavík 75 þúsund króna gjöf, en þeim sjóði á að verja til fegrun- ar bæjarins með listaverk- um. Tíminn átti fyrir nokkru tal við annan framkvæmdastjóra Nýja bíós, Bjarna Jónsson frá Galtafelli í tilefni afmælisins. Danskar myndir á svartan lista — Bíóið byrjaði á Hótel ís- land 29. júní 1912. 1916 keypti ég svo bíóið, en hafði ráðizt að NÝJA BÍÓ, séð frá Lækjargötu. því sem framkvæmdarstjóri tveimur árum fyrr. Bíóið rak ég einn til 1919, en þá seldi ég Guðmundi Jenssyni helming- inn í því, og hefur hann verið sameigandi minn síðan. Um þetta leyti réðumst við líka í að byggja og keyptum lóð við Lækjargötuna, þar sem bíóið stendur enn. — Fyrstu myndirnar voru allar danskar. D'anir stóðu mjög framarlega í kvikmynda- gerð á þeim árum og Nordisk Filmkompani, sem vig skiptum við, var heimsfyrirtæki. En á stríðsárunum fyrri varð þetta mjög erfitt. Þá var svo mikið af myndum sett á svartan lista. Englendingar bönnuðu þær. Þeirra á meðal voru auðvitað allar þýzkar myndir og myndir frá Nordisk Filmkompani; þeir töldu að Þjóðverjar styrktu dönsku framleiðsluna. Þá gerði ég út mann vestur til Ameríku til að kaupa þar myndjr. Það var Guðmundur Jensson, siðast sameigandi minn, sem fór þangað. Þá voru amerískar myndir hér óséðar, og ég keypti 26 prógrömm í einu. Þeirra á meðal voru fyrstu Chaplin-myndirnar, sem hing- ag bárust. — Aðsókn var alltaf góð, en þá kostuðu aðgöngumiðarnir 35 aura. Og fyrsta sýningar- vélin, sem ég lét kaupa, .kost- aði 175 krónur. Áður var not- aður eins konar spólurokkur, handsnúinn, og þurfti tvo menn til að snúa honum til skiptis, og var varla líft í kompunni fyrir hita. En ég keypti sírax vélar til ag snúa spólunum, og síðasta vélin, sem við kcyptvjm, kostaði ná- lægt hundrað þúsund. Svona hefur kostnaðurinn aukizt, en samt er vérð áð^ongumiða langtum lægra hér en nokkurs staðar annars staðar. í Palladi- um í Kaupmannahöfn kosta t.d. miðar í beztu sæti 14 kr. dansk- ar, og annais staðar í húsið 7.50, 4.50 og 3.50, held ég, Hér er hæsta verð 19 krónurv — Annars er það Ólafur, sem getur sagt ykkur miklu betur en ég um allar breyting arnar, sem orðið hafa á kvjk- myndunum og kvikmyndatækn- inni síðan við byrjuðum. Hann er eins og lexikon, man allt, sem við gerum, veit nákvæm- lega, hvenær við sýndum hverja mynd._ Ólafur er Ólafur L. Jónsson, sem verið hefur sýningarstjóri í Nýja bíó síðan 1916, og gegn- ir því starfi enn. Og Bjarni kallar á Ólaf fyrir okkur, svo að hann geti frætt okkur um kvikmynda'SÖguna. — 1906 var fyrsta kvik- myndahúsið stofnað hér á landi. Það var Gamla bíó, og þar var Pedersen, sem þar varð síðar forstjóri, fyrsti sýn- ingarstjórinn. Annars var fyrst sýnd kvikmynd hér á landi vestur á ísafirði í júlj 1903. Það var safn smámynda, og það voru tómar smámyndir, sem hér voru sýndar fyrstu ár kvik- myndanna, oft fjórar myndir á klukkutíma. Á þessum dögum voru ekki til neinar stjörnur, þetta var mest landslag og ein- stök gamanatriði, sem fólk fékk að sjá. Fyrsta heilkvölds- myndin var sýnd hér árið 1911. En 1912, sama árið og Nýja bíó tók til starfa, var Nordisk Film- kompani stofnag í Danmörku og varð skjótt heimsfirma. Það félag átti tvær fyrstu stjörnurnar, þau Valdemar Psilander og Ástu Nielsen. Við fengum strax samband við þetta fyrirtæki, og var fyrsta myndin, sem Nýja bíó sýndi, með Ástu Nielsen í aðalhlut- verkinu. Fram til 1916 voru mest sýndar danskar kvikmyndir, og eitthvað af þýzkum myndum innan um. Eftir 1918 fórum við svo að fá sænsku stórmynd- irnar, Sjö-ström-myndirnar. Fyrsta mynd, sem sýnd var í nýja húsinu, sem var opnað 19. júlí 1920, var einmitt Sig- rún á Sunnuhvoli, sænsk myn$ , gerg eftir sögu Björnsons. Og við sýndum á þeim árum fleiri mynda Sjöströms, Selmu Lag- erlöf-myndirnar Jerúsalem og Helreiðina og svo Fjalla-Ey- vind Jóhanns Sigurjónssonar, Framhalc á 13. síðu BJARNI JÓNSSON frá Galtafelll. ÓLAFUR L. JÓNSSON, sýningarstjóri. SölfunarbanniS Allri þjóðinni blöskrar þa3 sinnuleysi, ráðleysi og raun- veruleg skemmdarstarfscmi ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í síldarsöltunar- banni síldarútvegsnefndar á mi'ðri síldarvertíð, meðan skip- in moka upp úrvalssöltunarsíld bæði austan lands og norðan. Þetta söltunarbann á sér þær forsendur einar, að ríkisstjórn- in hefur gersamlega brugðizt þeirri skyldu sinni að afla mark aða og sjá um sölu á hæfilegu magni þessarar úi-valsvöru, sem raunar er nógur markaður fyrir, og halda opnum leiðum til aukinnar söliu, cf mikið veiddist. Og fyrst þetta var van rækt hef'ði ríkisstjórnin átt að sjá sóma sinn í því að ábyrgj- ast söltun á einhverju tilteknu magni, þótt ekki hefði verið mjög mikið, til þess að söltun gæti haldið áfram meðan geng ið væri frá nýjum sölusamn- ingum. Sjómenn, sfldarsaltendur, starfsfólk í iandi og raunar þjóð in öll fordæmir þetta ráðleysi, sem vcldur því, að daglega er milljónum svo að segja kast- að í sjóinn. Þetta tap jafngildir því að minnsta kosti, að viðskipta- málaráðherrann stæði við gluggann sinn 10 stundir á dag og fleygði einum hundraðkalli á hverri mínútu út um ghigg- ann úr sjóði þjóðarbúsins. — Mundi láta nærri að það borg- aði sig bctur að grciða honum Iaunin sín þessa daga fyrir þá iðju en að stöðva söltunina. Jafnvel Vísi blöskrar Þetta söltunarbann og það ráðleysi stjórnarvalda, sem í því birtist, sætir slíkri fordæm ingu allra skyni borinna manna, að jafnvel dagblaðinu Vísi blöskrar. Það ræðir þetta mál í forystugrein í fyrradag og segir: „Sú ákvörðun síldarútvegs- nefndar a'ð stöðva söltun sfld- ar, annarrar en sérverkaðrar, hefur Icikið sjómenn og útgerð armenn grátt. f mcira en ára- tug höfum við íslendingar beð- ið eftir því, að síidin gangi að landinu og á þeim langa tíma hefur útgcrðin vcrið rekin með miklu tapi! Nú loks eru þéttar torfur í Norðurlandssjó og þar að auki feitari og betri sfld en nokkru sinni áður hefur þekkzt. En hvað gerist þá? Á miðri vertíð verður að stö'ðva söltun þessarar fram ur skarandi sfld- ar. Hún er öll sett í bræðsíu, þótt ekki fáist á þann hátt nema hálfu minna útflutnings- verðmæti miðað við saltaða síld. Það eru ekki aðeins salt- endur, sjómenn og útgerðar- menn, sem bíða fjárhagslegan hnekki fyrir vikið, heldur þjóð in öll . . . Hér er svo mikið alvörumál á ferðinni, að krefjast verður þess, af sfldarútvegsnefnd, að hún geri rækilega grein fyrir þvf, hvaða rök mæitu svo ein- dregið með jafn afdrifaríkri ákvörðun . . . Og það er einn- ig óhjákvæmilegt að spurt sé, hvort ekki hafi verið skynsam- legra að halfla söltun áfram, þótt ekki væri búið að selja allt magnið fyrir fram. Varla gctur áhættan verið ýkja mik- ii“. Þetta segir Vísir, og satt að segja hcfur hann sjaldan birt skynsamlegri forystugrein. Trygging í lagi Þjóðviljinn kemst að þeirri Frarnhald á 13. síðu EFS T f MI N N , miðvikudaginn 1. ágúst 19P2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.