Tíminn - 01.08.1962, Side 4
Þegar Arvakur lagðl strenginn
TTERMANN EINARSSON tók þessar myndir í fyrradag, þegar vitaskipið Árvakur var að leggja raf-
strenginn milli lands og Eyja. Það var mikið umhendis, þegar verið var að koma endanum í land á
Krosssandi, og sést aðgangurinn á myndinni hér til hliðar. Á myndinni að néðan sést, hvernig strengn-
um var fleytt í land á tunnum og belgjum. Árvakur hefur sérstakan útbúnað til þess að leggja sjávar-
strengi, svonefndan „lagningskall“. í fyrrinótt var verkinu lokið.
1 • ‘.•'.•.•.'.y.’.y.y
.yyyy.yy.yy'
. :: ■ ■
fv* '*> 'á
f
Maður gránaður á hár,
burstaklipptur, grannvax-
inn og snöggur í hreyfing-
um með glettnisdrætti í
andlitinu, leit inn á skrif-
stofu blaðsins um daginn.
Við áttum von á honum. Þar
var kominn Rósmundur Árna-
son frá Elfros f Saskatchew-
an og í fylgd með honum kona
hans, frú Elinóra Árnason.
Þau komu hingað í hópferð
Vestur-fslendinga þann 13.
fyrra mánaðar.
Rósmundur sagði okkur þeg-
ar í stað, að hann læsi alltaf
Tímann. — Mér finnnst þinn
stíll nokkuð fjörlegur, sagði
hann við einn ritstjóranna,
Indriða G. Þorsteinsson.
Við báðum hjónin að staldra
við og segja okkur tíðindi að
vestan, en Rósmundur byrjaði
að austan og sagðist fæddur og
uppalinn á Akureyri.
— Við fórum vestur þrettán
saman 13. maí árið 1913 og
komum 13. júní til Winnipeg.
Og nú er ég aftur kominn, 13.
júnf í vor.
Rósmundur segir þetta glað-
beittur á svipinn, og það er
auðséð, að hann er hvergi
smeykur vig töluna þrettán.
— Hefurðu þá ekki komið
til fslands síðan þú fluttist
vestur?
— Einu sinni, 1953. En El-
inóra hefur elcki komið fyrr
til íslands. Hún er fædd í
Manitoba.
Elinóra segir okkur, að for-
eldrar hennar hafi flutzt vestur
milli 1870 og ’80, en þau voru
eyfellsk.
—Við fórum norður í Eyja-
fjörð stuttu eftir komuna til
Reykjavíkur, segir Rósmundur,
og höfum verið á Akureyri
mest síðan. Við komum líka til
Siglufjarðar og sáum snjótrað-
irnar uppi á skarðinu. Sannar-
leg snjóakista þar.
— Þið hafið ekki farið á
síld.
— Það var nú meiningin,
segir Rósmundur. — Ég ætlaði
að láta konuna salta og skaffa
mér pening.
— Ég sneri frá, þegar ég sá,
hvað þær voru handfljótar, seg-
ir Elinóra og hristir höfuðið.
— Fóruð þið víðar um?
— Við fórum til Mývatns,
segir Rósmundur. Við höfum
oftast verið heppin með veður
— nema í Dimmuborgum. Það
rigndi, þegar við komum þar,
og þá söng ég — raun er að
vera rassvotur . . .
aður, raun er að hafa rýrt í
vömb . . .
— Nei, nei, segir Rósmund-
ur, ég söng það ekki allt. Ég
þurfti ekki að syngja meir en
við átti. Ég var ekki syfjaður
og aldrei með rýrt í vömb, en
mér þótti fullmikið af því gert
að ýta í okkur góðgerðunum.
Það var sálarhressing, sem við
þurftum á að halda, frekar en
líkamleg næring. Skilaðu til ís-
lendinga, að þeir taki þetta til
athugunar.
— Hvernig hefur frúnni lit-
izt á fsland?
— O, vel og ekki vel, segir
Elinóra. Það er víða fallegt, en
nokkuð mikið grjót sums stað-
ar.
— í Kópavogi, segir Rós-
mundur. Henni fannst mikið
grjótið í Kópavogi.
— Hafið þið séð grjótið á
Þingvöllum?
gjálífið þangað um daginn.
— Gjálífið,
— Já, ofan í gjánum. Þar er
mikið grjót og fallegt.
— Rósmundur, hvað ert þú
fyrir vestan?
— Ég er sveitamaður, —
„sveitó“.
— Bóndi?
— Ég rækta korn.
— Mikið af því?
— Ég fæ um 4000 bússel í
meðalári. Það er hveiti mest.
— Hvað hefurðu stórt land?
— Á fimmta hundrað ekrur
ræktað og nokkra skanka af ó-
ræktuðu.
— Er þarna gott að vera?
— Ja, víst er það. Annars
voru þurrkar síðast liðið sumar
og hálfgerður uppskerubrest-
ur. Og eftir bréfum, sem við
höfum fengið, gæti það orðið
svipað í ár.
— Svo það er nokkuð mis-
jafnt.
— Það er tröppugangur á
öllu alls staðar. Þú skalt ekki
halda, að við séum ánægðir
með allt.
— Hvað eruð þið ónægðir
með?
— Ég er nú til dæmis óá-
nægður með, að fylkisstjórn-
inni hefur ekki tekizt að koma
á sjúkrasamlagi, en hún var
með það á dagskrá fyrir síð-
ustu kosningar.
— Hvað hindrar stjómina?
— Læknarnir. Þeir hafa ris-
ið öndverðir gegn þessu, og
meira að segja bandarískir
læknar hafa lagt þúsundir
dollara í áróðurinn, til að
drepa þetta niður. Þeir eru
hræddir við sitt heimafólk og
halda, að það vilji fá sjúkra-
samlag, ef við fáum það. Ann-
ars hafa vesturfylkin þrjú spít-
alasjúkrasamlög, en við ætluð-
um að koma heimilislæknis-
hjálp inn í þetta.
nm
— Og það vilja læknar ekki?
— Þeir spilla því eins og
þeir hafa tök á. Þeir hafa
meira að segja varað lækna frá
Englandi við að koma í fylkið
og sagt, að þeim mundi gert
erfitt fyrir. — Það kom nefni-
lega til greina að fá enska
lækna í fylkið.
— Og hvernig heldurðu að
þetta fári, Rósmundur?
— Það er ekki gott að spá
um það. Ég vona, að þetta
komist á. Ef til vill segir stjórn
in af sér og efnir til nýrra
kosninga um málið. Ef almenn
ingur hefði verið látinn af-
skiptalaus, hefði verið allt í
lagi að kjósa um þetta, en nú
er búið að hræra svo í fólk-
inu, að maður er ekki viss um,
hvernig fer.
— Hvers vegna eru læknar
svo á móti þessu?
— Jú, þeir hafa sjálfir rekið
dýrar sjúkratryggingar og
hagnazt á því. Þeir vilja auka
þær tryggingar og hefðu víst
þáð, að þær væru gerðar að
skyldu. Og svo tala þeir um
frelsi. Það er þannig lagað, að
þeir hafa betri aðstöðu til að
svíkja undaii skatti en flestir
aðrir. Svoleiðis frelsi telja þeir
ómissandi. — Annars höfum
við sveitarsamlag í Elfros og
þurfum ekki að staðgreiða ann
að en sérfræðingshjálp, en
skattarnir eru þeim mun hærri.
Sveitarfélagið borgar heimilis-
lækninum kaupið og leggiur
það svo á skattgreiðendur.
— Hvernig lízt þér á trygg-
ingakerfið hér?
— Það er gott, ódýrt. Mér
lízt vel á það. Þið eruð langt
á undan okkur, hvað það snert-
ir.
— Þið hjónin eruð á förum?
— Já, við fljúgum á næst-
unni með Loftleiðavél til New
York. Og við þökkum íslend-
ingum kærlega fyrir móttök-
urnar. Við höfum skemmt okk-
ur prýðilega, en þú skýtur því
að þeim, þessu nim sálina og
matinn. '
— B.Ó.
— ... raun er að vera syfj- — Já, ég tók hana með mér í
RÓSMUNDUR ÁRNASON OG FRÚ. (Ljósm.: TÍMINN-RE).
T f MIN N, miðvikudaginn 1. ágúst 1962
4
i