Tíminn - 23.08.1962, Blaðsíða 1
GRECO-BALLETTINN, UMSOGN
SJA 4. SIÐU
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir
augu vandláfra blaða-
lesenda um allt land.
Tekið er á móti
auglýsingum frá
klt 9—5 í Banka*
stræti 7, sími 19523
191. tbl. — Fimmtudagur 23. ágúst 1962 — 46. árg.
Gífurlegt
tjón í jarð-
skjálftum
NTB— Napolí, 22. ágúst.
í dag urðu enn jarð-
skjáiftar á Suður-ítalíu,
en í gær lék þar allt á
reiðiskjálfi í gífurlegum
jarðskjálftum, sem kost
uðu a.m.k. 14 mannslíf.
Um 200 manns meidd
ust í nátfúruhamförun-
um í gær og mannvirkja
spjöll urðu mjög mikil.
Þusundir manna, sem
flúðu heimili sín í gær-
dag af ótta við að
þau hryndu til grunna,
héldu heimleiðis aftur í
dag.
JarSskjálftarnir komu mjög
niður á mannvirkjum og mönn
um í Napolí, en þar fór lífið að
færast í eðlilegt horf í dag.
Ekki hafa enn verið nein tök
á að gera sér grein fyrir tjóni,
sem orðið hefur af völdum
jarðskjálftanna, en þegar hafa
borizt fréttir um mikil spjöll
íbúðarhús, opinberar bygging
ar og brýr hrundu víða til
grunna, og í mörgum þorpum
og bæjum lokaðist fyrir vatns-
rennsli, og víðast hvar er raf-
magnslaust.
Fr.' .hatd a 15 siön
TÍMINN fékk þessa niynd símsenda frá Ítalíu í gær. Hún er tekin í fyrrinótt á aðal jarðskjálfta-
svæðinu, Montecalvo, þar sem 60% íbúðarhúsa hrundu. Myndin sýnlr hvernig reynt var að lilúa að
börnum á víðavangi, en til vinstri á myndinni gráta konur yfir líki. Eins og segir í frétt hér til
hliðar, hafa 14 manns farizt á jarðskjálftasvæðinu.
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Áletrunin um Bifró er frá tímum Eiríks rauða
FUNDID NORRÆNT
GOD A GRÆNLANDI?
FRÁ ÓEIRÐUM í BERLÍN
5JA 2. SIÐU
Politiken skýrir frá
því í dag, að rúnaristur
með áður óþekktu goða
heiti, hafi fundizt i Nars
saq á Grænlandi í ó-
röskuðum húsatóftum
frá tímum Eiríks rauða.
Blaðíð segir, að téftirn-
ar sýni, að víkingabær-
inn hafi auk þess verið
með sérsföku bygging-
arlagi og að rúnarist-
urnar afhjúpi goðveru,
sem hafi verið aiger*
lega óþekkt tíl þessa.
Politiken ræðir við C. L. Ced-
bæk, safnvörð, sem stjórnaði
leiðangrinum til Narssaq, og
spyr hann 'm. a., hvort þetta
sé fyrsti hreinræktaði vikinga-
bærinn, sem fundizt hafi.
—Það hafa fundizt margir
bæir norrænna manna, svaraði
Vedbæk. í Eystri-byggð Græn-
lands þekkjum við u. þ. b. 210
slíka bæi, og í Vestribyggð
næstum 100. En um alla þessa
bæi, að svo miklu leyti sem
við höfum komizt að raun um
með rannsóknum, gildir það. að
nýjar kynslóðir hafa stöðugt
bætt við táknum sinna tíma,
byggt ofan á húsatóftirnar, auk
ið og endurbætt byggingalag
eldri tíma, svo að byggingalag
fyrstu víkingabæjanna er okk-
ur næsta óljóst.
— Um þennan bæ, sem við
köllum Eystri-byggð nr. 17 a,
gegnir allt öðru máli. Enginn
hefur reynt að breyta uppruna
legu byggingarlagi hans. Allir
hinir bæir norrænna manna, er
grafnir hafa verið upp, hafa
fengið viðbyggingar, sem hafa
spillt langhússtílnum, en þessi
hefur varðveitzt með uppruna-
legu byggingarlagi, og því hef-
ur reynzt mögulegt að rannsaka
snilldarlega gerða framræslu,
— vatnsveitukerfi, sem er frá
tímum fyrstu víkinganna í
Grænlandi.
Blað'ið segir enn fremur, að
rúnaristurnar, sem fundust i
Narssaq segi til um, að bærinn
sé frá fyrstu landsnámstíð, og
dr. Erik Moltke segir blaðinu,
að rúnirnar séu með svo göml-
um einkennum, að Eiríkur
rauði kunni að hafa rist þær.
, i|Mil|||WW| ||||||||i,l|,t,|n„|||| BlllWÍIfW'l'—Ml 1
Síðan segir Politiken, að með
hjálp dr. Moltke sé nú hægt að
upplýsa leyndaidóm áletrunar-
innar með miklum líkindum á
þennan hátt:
„Á hafinu er launsátursstað-
ur ásanna Bifrau heitir sú
mær, sem situr á hinni bláu
himinhvelfingu."
Og þetta túlkar Erik Moltke:
„Hafið er svikult, og við vitum
það, en á himinblámanum sit-
ur Bifrau, og með hjálp henn
ar náum við takmarkinu."
Að lokum segir Moltke, að
enn þá verði að líta á túlkun
hans sem tilgátu, en hann sé
viss um, að Bifrau, Bifrey og
Bifro hafi verið til, og að hér
hafi verið afhjúpuð vera, sem
hvorki Snorri né nokkur annar
hafi nefnt. — Aðils.
mmmummmmmmmmm
i