Tíminn - 23.08.1962, Qupperneq 14
um það hafði ekki verið að villast
um morguninn úti á flekanum og
hvað hafði Mario sagt: „Hefur
hann sannað yður, aS hann sé sá,
sem hann læzt vera?“ Sannað, nei,
hún hafði aðeins orð hans fyrir
því að hann var John Graham.
En hver annar gat hann verið?
Hún var orðin alvarlega óróleg.
Rose líkaði heldur ekki við hann,
jafnvel þótt hún segði að það
væri aðeins hugboð. En Elenor
taldi þag gæti ekki verið siður rétt.
Hún var kona sjálf. Mamma henn-
ar var sífellt að fá hugboð og oft-
ast hafði hún rétt fyrir sér, þegar
á reyndi. Og allt í einu fylltist
hún heimþrá, löngun eftir að sjá
foreldrana, en þá fór hún líka að
hugsa um föður sinn og alla þá
vinnu, sem hann hafði lagt í rann
sóknir sfnar og hún kerti hnakk-
ann. Don Manuel, sprengingar,
byltingar og ógnanir — ekkert
skyldi koma í veg fyrir að hún
fyndi manninn, sem hún leitaði
að og afhenti honum skjölin.
En Jeffrey? Henni hafði verið
sagt, að hann væri einn gáfaðasti
starfsmaður stjórnarinnar brezku,
en hingað til hafði hún ekki orðið
mikið vör við gáfur hans. Hvað
var það, sem Ray Evans sagði við
hana kvöldið í Kingston? Hún
strauk hendinni um ennið og
reyndi að muna það. Það var eitt-
hvað í þá átt, að hann lifði sig
inn í hlutverkið, sem hann lék
hverju sinni. Enginn heilvita mað
ur gat sagt, að Jeffrey Greene
væri sérstaklega sannfærandi Ijós
myndari. Að vísu hafði hann eytt
deginum í borginni með ljósmynda
vélar sínar, en þegar ólætin hóf-
ust, flúði hann eins og fætur tog
uðu. Og Elenor brosti fyrirlitlega,
er hún minntist þess, sem hann
hafði sagt. Auðvitað hefði hann
getað særzt, en það gat Mario
líka, þegar hann stoppaði til að
hjálpa öðrum, sem slasaðir voru
í borginni. Og voru blaðamenn og
Ijósmyndarar ekki alltaf fyrstu
menn á vettvang þar sem eitthvað
var um að vera? Bylting á þessari
litlu eyju hlaut að teljast til frétta,
eða hvað? Hún strauk aftur þreytu
lega um ennið. Ekkert kom heim
og saman. En hann hlaut að vera
John Graham, sendur til Santa
Felice til að veita henni alla þá
aðstoð, sem hún þarfnaðist. En
henni líkaði illa við hann og því
meira sem hún hafði saman við
hann að sælda, þess sannfærðari
varð hún um ódugnað hans.
Hún heyrði skothvelli ekki langt
í burtu og hún reis upp af rúm-
inu og lagði við hlustir. En fleiri
skot heyrðust ekki og loks af-
klæddjst hún og lagðist fyrir. En
eins og allir aðrir gestir í Palace
hóteli svaf hún órólega og laust
þessa nótt og var langt frá því að
vera útsofin um morguninn.
Hún var með höfuðverk, þegar
hún fór á fætur og ekki batnaði
skapið, þegar hún opnaði pakk-
ann, sem Mario hafði munað eftir
að sækja fyrir hana kvöldið áður.
Hún horfði hugsandi á verðlapp-
ann innan í þar sem verðið var
þrem shillingum lægra en utan á
pappímum, svo varp hún mæðu-
lega öndinni. Mario hafði þá tekið
þrem skildingum meira en hon-
um bar, en það var vissulega ekki
stór fjárupphæð, en minnti hana
á, að hann var bara leiðsögumaður
og þrátt fyrir að hann hafði reynzt
henni vel, var hans eina hugsun
að útvega sér peninga með ein-
hverju móti. Hún var vonsvikin
og sjálfri sér rejð, þegar hún
gekk niður til þess að snæða morg
unverð. Og hún varð þegar vör
við að andrúmsloftið var hlaðið
spennu eins og kvöldið áður.
Matsveinninn hafði að vísu hert
upp hugann og tekizt að framreiða
skikkanlega máltíð og allir gest-
irnir tóku duglega til matar síns.
— Kannske fær hann annað
taugaáfall fyrir hádegisverðinn,
sagði Terry afsakandi, þegar hann
fékk sér í fjórða sinn.
Elenor brosti ekki ei'nu sinni
ag spaugi hans og Rose íeit spyrj
andi á hana. — Þú ert ekki glað-
leg, Elenor, sagði hún vinalega,
— svafstu illa?
— Já, sagði hún. — Eg hef
aldrei verið stödd þar sem gerð
hefur verið bylting fyrr og það
er undarleg tilfinning, einkum
vegna þess að vita, að við kom-
umst ekki héðan. Svo er ég reið
út í Mafio. Hann lagði á sig að
sækja þvottinn minn í gærkveldi
en sýnir þá frekju að hafa af mér
þrjá shillinga!
Jeffrey leit til hennar yfir rönd
ina á kaffibollanum.
— Sagði ég þér ekki, að treysta
ekki þessum náungum, sagði hann
hrokafullur. — Þeir myndu glaðir
myrða ömmu sína fyrir fáeina
pesosa.
Rose, sem var mjög elsk að leið-
sögumanninum, tók þegar upp
vörn fyrir hann: — Þegar öllu er
á botninn hvolft, fær hann ekki
aðra peninga en þá, sem þú borg
ar honum, Elenor, og hann hlýtur
að eiga fullt í fangi með að fæða
sig og klæða fyrir það, kannske
þarf hann Ifka að sjá fyrir fjöl-
skyldu.
— Kannske, en hann hefur eng
an rétt til að gabba peninga af
þeim, sem ráða hann til sín, sagði
Jeffrey kuldalega.
Elenor lejt á hann og óskaði af
öllu hjarta, að hún hefði ekki
minnzt orði á þessa árans peninga.
Jeffrey tók að segja Terry frá
öllum þeim skjptum, þegar reynt
hafði verið ag snuða hann hér á
eyjunni. Og Elenor ýtti stólnum
harkalega frá og reis upp
— Eg fer út í bílinn, tautaði
hún við Rose, — sé ykkur á eftir.
Gremja hennar dvínaði, þegar
hún opnaði dyrnar að skúrnum og
sá alla benzínbrúsana. Hún gat
fyrirgefið Mario mikið vegna
þeirra, hugsaði hún, þegar hún
losaði tappann á þeim fyrsta og
lyfti honum upp til að hella benzín
inu á bilinn. Hún flýtti sér sem
hún g»t, en brúsarnir voru þung-
ir og ómeðfærilegir og þegar tank
urinn var loks orðinn fullur, setti
hún hina brúsana aftur í bílinn.
Mario kom inn og var að rifna
af morili.
— Ó, senora Clarence sagði
mér, að þér væruð hérna, hrópaði
hann glaðlega, — var senorita
ánægð að fá benzínið?_
— Þakka þér fyrir, Mario. Hún
þurrkaði sér lauslega um hend-
urnar á skítugum tvisti, sem hún
fann.
— Og er það hérna, sem á að
hella því?
— Eg er búin að fylla tankinn,
Mario.
Honum hnykkti við, — Þér hefð
uð átt að bíða. Eg, Mario, hefði
gert það, ef þér hefðuð sagt mér,
hvar átti að hella. Brúsamir voru
alltof þungir fyrir senoritu. Rödd
hans var ásakandi, en svo varð
hann þess var, hve kuldaleg hún
var og leit forviða á hana.
— Er senorita áhyggjufull í
dag?
Elenor sneri í hann baki og
furðaði sig á að hún skyldi vera
svona fjúkandi vond út af þessum
þrem skildingum, sem hann hafði
^puðað hana um. Mario hafði sagt
ag henni væri óhætt að treysta
honum fullkomlega og leggja líf
sitt í hans hendur og svo sýndi
hann þá dæmalausu ósvífni fáein-
um stundum síðar að snuða hana
um fáeina vesala skildinga!
— Þvotturinn, byrjaði hún og
hann leit undan. — Hvað borgaðir
þú þeim, sem þvoði, mikið?
— Þag stóð á umbúðunum, taut
aði hann og horfði niður á tærnar
á sér.
— Það var verðmiði innan í,
svaraði hún, — og þar var verðið
þrem skildingum lægra.
Hann svaraði ekki og fáein sek-
139
grámunkinn, sem verið hafði leið-
sögumaður okkar og ókum aftur
til Lydda flugvallarins. Þagan
lögðum við af stað til Cairo og
komum þangað um hádegisverðar-
leytið. Við komu okkar til flug-
vallarins fengum við þær fréttir,
að forsetinn og forsætisráðherrann
væru væntanlegir eftir nokkrar
mínútur . . .
Það verkefni, sem enn var
óleyst, var útnefning yfirmanns,
er stjórna skyldi „Overlord“-árás-
inni yfir Sundið. Og þar sem hann
skyldi vera Bandarikjamaður, þá
var ákvörðunin að mestu undir
Roosevelt komin. Einnig þurfti ag
ákveða, hvaða ráðstafanir skyldi
gera til að styðja Tyrkland, en nú
þótti orðið ólíklegt að hægt yrði
að telja það land á að fara í stríð
ið. Þar var aðeins Churchill sem
enn var þrjózkulega bjartsýnn og
jók með því tortryggni Bandarikja
manna um allan helming. Loks
þurfti að afla nægilegra árásar-
skipa til þeirra hernaðaraðgerða
á Indlandshafi, sem Chiang Kai
shek hafði verið lofað að skýldu
gerðar, til árásar yfir Sundið og
landgöngu á Suður-Frakklandi.
3. desember. Cairo. Byrjuðum
með herráðsfundi til að reyna að
greiða eitthvað úr mestu flækjun-
um. Fór svo klukkan 12,30 e. h.
tjl fundar við forsætisráðherrann
og komst að raun um, að hann
hafði verið að spilla möguleikum
okkar með því að stinga upp á
því við Leahy, að ef vig gerðunv
ekki árás á Rhodes, þá gætum við
a. m. k. svelt staðinn til uppgjafar.
Við borðuðum svo hádegisverð
með forsætisráðherranum og fór-
um aftur klukkan 2,30 e. h. á fund
með bandarísku herráðsforingjun-
um. Við urðum nær orðlausir af
undrun, er okkur var tjáð, að fund
inum yrði að ljúka í síðasta lagi
á sunnudag (á fjörutíu og átta
klukkustundum), þar sem forset-
inn væri á förum. Engar afsakan-
ir — ekkert! Þeir hafa algerlega
eyðilagt fundinn með því að sóa
tíma okkar í þras við þá Chiang
Kai-shek og Staíin, áður en við
höfðum útkljáð nokkurt mál við
þá. Og nú, meðan enn hefur ekki
náðst samkomulag um neitt, er
máli skiptir, hyggjast þeir hverfa
út í buskahn frá öllum meginmál-
um ráðstefnunnar hálfköruðum. j
Þetta virðast vera ein þ^u verstu j
hrekkjabrögð, sem ég hef verið,
vitni að . . . “
„Sein'na: Eg er hræddur um, að
ég hafi verið óþarflega dómharð-
ur um bandarísku herráðsforingj- j
ana. Eg tek aftur allt, sem ég sagði
,um „hrekkjabrögð" og \er sann !
færður um það, að Marshall hefði |
ekki þolað neitt, sem kallazt gæti j
því nafni. Eg hef sjaldan á - lifs-
leiðinni kynnzt vandaðri og áreið- j
anlegri manni en honum
4. dssember, Fyrst herráðsfurd
ur til þess að athuga og ákveða,
hvernig trezt væri að fást við hina
amerísku vini okkar. Fundurinn
stóð yfir frá klukkan 9,45 til 10,15
f. h. en þá fórum við að finna for-
sætisráðherrann. Hann var í æstu
skapi vegna síðasta skeytis frá
Dickie Mountbatten, sem bað um
liðsauka til að hertaka Andaman-
eýjarnar.
Fór svo klukkan 11 f. h. til frétta t
viðtals við forsætisráðherrann ogj
forsetann. Forsætisráðherrann!
hélt langa ræðu og bað mig því
næst að gera grein fyrir mínum!
sjónarmiðum. Eg sagði. að þessij
ráðstefna hefði verið mjög ófull-j
nægjandi. Venjulega höfðum við
á öllum þessum fundum, unz við
komum okkur saman um ályktún,
sem við lögðum fyrir forsætisráð-
herrann og forsetann til samþykkt
ar eða umbóta. í þetta skipti hafðj |
slík málsmeðferð verið ómöguleg
Okkur hafði verið skellt fyrirvara-!
Sigur vesturvetía, eftír
Arthur Bryant Heimildir:
laust og án undirbúnings á ráð-
stefnu með Kínverjunum líenni
hafði svo naumast verið lokið,
þegar við vorum. i skyndi sendir
til Teheran á áþekka ráðstefnu
með Stalin.
Við héldum fram þeirri skoðun
okkar, að æskilegt væri að hæt'.a
við fyrirhugaða árás á Andaman-
eyjarnar, til þess að einbeita okk
ur að vígstöðvunum í Evrópu, en
þar mættum v;ð strax stjórnmála-
legum erfiðleikum. Forsetinn
hafði hei.tið Chiang Kai-shek hern
aðaraðgerðum þar og vildi ekki
ganga á bak orða sinna . .
Flýtti mér heim og snæddi há-
degisverð með þejm Sosokowski
og Anders. Fóru því næst klukkan
2,30 e. h. aftur á ráðstefnu með
Ameríkumönnum, sem bar lítinn
árangur. Borðaði loks miðdegis-
verð með Winston einum og ræddi
við hann aðkallandi herstjórnar-
mál. Forsetjnn háfði í dag ákveð-
ið, ag Eisenhower skyldi hafa á
hendi yfirstjórn hernaðaraðgerð
anna í Evrópu. Eg stakk upp á
því, að „Jumbo“ Wilson yrði yfir
hershöfðingi Miðjarðarhafsherj-
anna, Alexander æðst.j stjórnari
landhérsins á Italíu, Paget i Mið
Austurlöndum, Mountgomery vara
maður hans og Oliver Leese vara-
maður Montys. Winston var ekki
frá því að fallast á þessar tillögur
mínar, en sagðist um tíma hafa
ætlag mér yfirstjórn Miðjarðar-
hafshersins, enda, þótt sennilega
væri bezt, að ég yrði kyrr þar sem
ég nú væri.
^ Eg viðurkenndi, að það myndi
I vera bezt, þar sem „Jumþo“ Wil-
son væri manna kunnugastur á
Miðjarðarhafi. Eg vona, að hann
ski.pti ekki aftur um skoðun.
Forsætisráðherrann var mjög
þreyttur þetta kvöld og það var
með erfiðismunum að mér tókst
að fá viðtal við hann. Eg hafði
þaulhugsað það, sem ég þurfti að
ræða um við hann og gert mér
glöoga mynd af því í huga mér.
í fyrsta lagi, þá var útnefning Eis-
enhowers í stað Marshalls góð ráð-
stöfun. Eisenhower hafði nú öðl-
azt talsverða reynslu sem hers-
höfðingj og var byrjaður að fá
fast land undir fótum, ef svo mætti
segja. Á hinn bóginn hafði Mar-
shall aldrei stjórnað neinu i stríði,
nema — að því er ég held einu
herfylki í fyrri heimsstyrjöldinni.
Bxottflutningur Ikes frá Miðjarð
arhafinu olli skarði, 'sem erfitt var
að fylla aftur. Ég vildi hvorkF
setja Alex né Monty í það, þar
eð ég taldi þá ómissandi vi.ð hern-
aðaraðgerðirnar á Ítalíu. Eg kom
þess vegna þvi til leiðar, að „Jum-
bo“ Wilson var skipaður eftirmað
ur Ikes . . .
5. desember. Cairo. Mjög erfið-
ur dagur með hcrráðsforingjafundi
og fundi með Bandarfkjamönnum
en samningar náðust ekki, þar
sem við lýstum okkur algerlega
andvíga árás á Andaman-eyjar, en
forsetinn taldi sig hins vegar skuld
bundinn til að vera henni fylgj-
and vegna loforða sinna við Chiang
Kai-shek. Það sannaðist svo að
ekki varð um deilt, að við höfðum
haft rétt fyrir okkur, þegar við
kröfðumst þess (án árangurs) að
Chiang Kai-shek kæmi í fundarlok
en ekki byrjun hans.
Síðdegis annar herráðsforingja-
fundur, þar sem þeir Stopford og
Troubridge voru mættir til þess
14
T f MI N N , fimmtudaginn 23. ágúst 1962