Tíminn - 04.11.1962, Page 8

Tíminn - 04.11.1962, Page 8
TANNLÆKNIR sést hér nota nýja sjónvarpstökuvél, sem endurvarp- ar mjög stækkaðri mynd á sjónvarpsskerm. Myndin er tekin meS mjórri framlengingarlinsu, og er taeklS bæSi notaS vlð sjúkdóms- greiningar, tannaðgerðir og auk þess við kennslu. í snúrunni, sem tekur myndirnar, eru 10.000 glertrefjar, sem grípa Ijósið og flytja það i vélina, sem síðan endurvarpar myndinni, sem stækkuð er 35 sinnum. Síðan má svo taka Ijósmyndir af myndinn! á skerminum til sfðari afnota. RAFEtNDATÆKI, sem notar sjónvarpstökuvél og gegnlýsingartæki tll að taka myndir af líffærum, þannig að geislalæknirinn getl fylgzt með sjúklingnum án þess að verða fyrir nokkurri geislun, enda yrði hann naumast langlifur, ef hann yrði daglega fyrir einhverju magni af geislun. Hægt er að snúa rannsóknarborðinu á alla vegu, þannig að unnt er að rannsaka líffærin úr öllum áttum. Sjónvarpið er nú orðið mikilvægur þáttur á sviði lækninga í Bandaríkjun- um. Með aðstoð þess hafa miklar framfarir átt sér stað á undanförnum árum, og nota læknar nú sjórj- varpið sér til aðstoðar við lækningar sínar, allt frá tannlækningum til al- mennra sjúkdómsgxein- inga og rannsókna. Þegar röntgenmyndir eða gegnumlýsingar eru notaðar við sjúkdómsgrein ingar, nota læknar sjón- varp til að sýna starfsemi hjartans, lungnanna eða annarra líffæra, sem erf- itt er að komast að. Kvik- myndirnar eru síðan varð veittar og endursýndar, þegar frekari rannsókna er þörf. Sjónvarpsmyndir þessar má stækka, hvenær sem þess gerist þörf. til ná kvæmari rannókna. Má geta nærri, að hve miklu gagni þessar „lifandi mynd ir“ koma við sjúkdóms- rannsóknir eða við lækna- nám. Við uppskurði er sjón- varpis hið mesta barfa- þlng. Aðstoðar- og hjúkr- unarfólk læknisins, getur, fylgzt nákvæmlega með öll um aðgerðum læknistns og orðið honum að betra liði, og aðrir læknar og nem- endur geta „unnið með“ skurðlækninum samtímis Við geislalækningar er sjónvarpið beinlínis orðið nauðsynlegur liður nú á dögum. Læknirinn getur nú unnið við þessar lækn- lngar sínar í annarri stofu með aðstoð sjónvarpsins. óhindraður af geislunlnni. Enn sem komið er hefur sjónvarpið verið notað að- allega sem skemmtl- og fréttatæki hjá hinum ýmsu þjóðum heims. En í framtlðinni eru bundnar við það miklar vonir á sviði heilbrigðismála. SJÓNVARP LÆKNIR meö „sjónvarpssjá" á höfðinu rannsakar hér á myndinni nef á sjúklingi, og kemur myndin fram á sjónvarpsskermi, sem ekki sést hér. Tækið, sem er samansett úr lítilii sjónvarpsmyndavél, hring- sjárlinsu, spegli og prisma, er notað til að sjónvarpa myndum af kverkum og nefkoki til frekari rannsóknar. Þegar Ijósið skín á svæð- ið, sem rannsaka skal, safnar sjónvarpstökuvélin myndinni með spegli og hringsjárlinsu. Læknirinn getur hæglega beint myndavéi- inni á það svæði, sem til rannsóknar er. Hægt er að sjónvarpa mynd- unum í fleiri en eitt móttökutæki, þannig að bæði læknir og lækna- nemar geti fyigzt með því, sem fram fer. LUNGUN á lítilli stúlku rannsökuð í nýju sjúkdómsgreiningartæki, sem tekur röntgenmyndir og sjónvarpar þelm á sjónvarpsskerm til nánari rannsóknar. Höfundur þessa nýja tækis, sem nefnist Telavex, er Bertram R. Girdani (á myndinni) læknir vlð barnaspítalann í Pitts- burg í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Tæki þetta tekur myndir með röntgengeislum og endurvarpar þeim, stækkuðum 1500 sinnum. Tæki þetta verndar bæði lækni og sjúkling gegn of mikilll geislun, auk þess hefur það þann kost, að myndin sést vel í dagsbirtu og er mun skýrarl en myndir, sem teknar hafa verið með öðrum sambæri- legum tækjum. Hægt er að sýna Televex-myndina á mörgum sjón- varpsskermum í senn, auk þess sem hægt er að taka bæði Ijósmynd- ir og kvikmyndir til síðari rannsókna. Friðrik Olafsson skrifar um skák: LETTMETE Allir hafa gaman af stuttum skákum og snjöllum og í þættin- um í dag skulum við venda okkar kvæði í kross og athuga hvað ólympíuskákmótið í Varna hefur upp á að bjóða í þeim efnum. Verður þá fyrst á vegi okkar skák, sem tefld var á 4. borði í viður- eign V-Þýzkalands og Hollands i A-riðli aðalkeppninnar. Hvítu mönnunum stýrir hinn ungi og efnilegi ÞjóðVerji, Morlok, en and síæðingur hans er einn reyndasti skákmaður Hollendinga, Kramer. Hvítt: Morlok Svart: Kramer Spánski leikurinn 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, a6 4. Ba4, d6 5. d4 (Fyrir sóknar- skákmenn er þessi leikur ákjósan- legur hér. Hinir varkárari velja áframhaldið 5. c3.) 5. —, b5 6. Bb3, Rxd4 ). Rxd4, exd4 8. c3 (Þessi peðsfórn er lykilleikurinn í stöðunni. Taki hvítur hins vegar peðið á d4, fellur hann í gildru, sem kallast „Örkin hans Nóa“: 8. Dxd4, c5 9 Dd5, Be6 10. Dc6t, Bd7 11. Dd5. c4 og hvíti biskupinn á b3 fellur.j 8 —, d3 (Svarti geðj- ast ekki að stöðunni, sem kemur upp eftir 8. —, dxc3 9. Rxc3 (Hvít ur gæti tekið hér jafntefli með þrátefli; 9. Dd5, Be6 10. Dc6t, Bd7 11. D5. en það hefur áreiðan- lega ekki vakað fyrir Morlok að gera neitt slíkt.) Hann afræður! því að láta peðið af hendi aftur til að tefja fyrir liðskipan hvíts.) 9. a4! (Sterkur leikur, sem setur svart í mikinn vanda.) 9. —,Bd7 ! (Eftir 9. —, bxa4 10. Bxa4t, Bd7, 11. Dxd3 yrði erfitt fyrir svart að . verja a-peðið áföllum.) 10. axb5, | axb5?? (Svartur býst einungis við uppskiptum a a8 og er því algjör-; lega óviðbúinr næsta leiks hvíts. I 11. Dh5í (Nú vofir yfir hvort tveggja í senn 12. Dxf7 mát og Dd5 og svartur fær við ekkert ráð ið, því að hann á þess ekki kost að leika 11 —, Rh6. Hánn grípur því eins og drukknandi maður í ríðasta hálmstráið.) 11. —, d2f 12. Bxd2! (Hvítui er vel á verði og gerir út um síðustu von svarts. Hefði hann drepið með riddaran- um, átti svarfur þess kost að leika 12. —, Rh6., 12. —, g6 13. Dd5 og svartur gafst upp. o-0-o í næstu skák er það hinn gamli skákjöfur Najdorf, sem yfirspilar Nauðsynlegt var 10. —, Bxb5.) Framhald á bls 13 ÍTÍMIN N, sunnudaginn 4. nóvember 1962j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.