Tíminn - 08.11.1962, Qupperneq 1

Tíminn - 08.11.1962, Qupperneq 1
 öuglýsinga bjónustön jaugavegi 28 símilóó 88 GARÐYRKJUSÝNINGIN í HAMBORG Ekki áhugi var svarið! IGÞ—Reykjavík, 7. nóv. í dag barst Tímanum bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því, að ráðuneytið hafi sent boðið um þátttöku í garðyrkjusýn- ingunni í Hamborg til Sölu- félags garðyrkjumanna, sem hafi svarað ráðuneytinu á þá lund, að enginn áhugi væri á umræddri sýningu. Þessi fregn kemur allmikig á óvænt, þegar sjálf sölusamtök garðyrkjumanna hafa fengið þetta boð í hendur, en ákveðnir garð- yrkjumenn snúa sér hingað til blaðsins til ag kvarta yfir því að boðið hafi ekki séð dagsins Ijós. Þá er sú yfirlýsing Sölufélags- ins um, aö enginn áhugi sé á þátttöku í umræddri sýningu al- veg öndverður við þann áhuga, sem heimildarmenn blaðsins hafa á þessu boði. Hér fer á eftir bréf landbúnaðar láðuneytisins: i „í forsíðufrétt í dagblaðinu j Tímanum i dag, er þess getið, að j íslenzkir garðyrkjumenn verði af þátttöku í alþjóðlegri garðyrkju- sýningu í Hamborg á næsta ári fyrir þá sök, að íslenzk stjórnar- völd hafi ekki komið boðum um þá þátttöku á framfæri við garð-j yrkjumenn. Af þessu tilefni vill ráðuneytið upplýsa, að með bréfi dags. 29. i ágúst 1961 sendi ráðuneytið Sölu- j félagi garðyrkjumanna öll gögn j um téða sýningu og óskaði þess. j „að sölufélagið kanni, hvort ein- j hver sam.ök garðyrkjumanna mundu hafa áhuga á að taka þátt í þargreindri garðyrkjusýningu í Hamborg á árinu 1963“. Sölufélag Garðyrkjumanna svar aði bréfj þessu 9. október 1961 þannig: „Vér þökkum bréf yðar dags. 29. ágúst 1961 varðandi garðyrkju-. sýningu i Hamborg á árinu 1963 og leyfum oss að tilkynna, að eng- inn áhugi er fyrir þátttöku í um- ræddri sýningu." Frainh. á 15. síðu ÍTÁVEITA -MAUÐUGIR VILJUGIR? BÓ-Reykjavík, 7. nóv. NOKKUR óvissa ríkir nú í fcveim sambyggi'ngum við Kleppsveginn og snýst um það, hvort íbúarnir fái að vera lausir vig hitaveitu eða verði þvingaðir til að taka við henni. Hér er um að ræða prentara- blokkina (Laugarnesvegur 114, 116, 118 og Kleppsvegur 2, 4, 6) og Klepnsveg 8, 10, 12, 14 og 16. í báðum þessum byggingum hefur verið komið upp dýrum kyndingartækjum, sem eru hins vegar mjög ódýr i rekstri. Flest ir íbúanna munu hitaveitunni mótfallnir, en hitaveitutram- kvæmdir eru á næsta leiti. Blaðið talaði í dag við Guð- laug Hjörleifsson, vélaverk- fræðing, formann húsnefndar í prentarablokkinni, en hann kvað málið hafa verið borið undir húseigendur almennt og hefðu lang flestir reynzt hita- veitunni mótfallnir. Húsnefnd- in ritaði síðan bréf til hita- veitustjóra. þar sem honum var tilkynnt ósk' húseigenda um að vera lausir við hita- veitu, a. m. k. að svo stöddu Guðlaugur taldi heimilt, lögum samkvæmt, að þvinga menn til að taka við hitaveitunni, en vissi ekki til. að því ákvæði hefði verið beitt. Hins vegar sagði hann kunnugt, að menn hefðu fengið undanþágur frá hitaveitu. Guðlaugur sagði, að hver hitaeining frá hitaveitu væri ódýrari en sú kynding, sem notuð er í prentarablokk- inni. Hins vegar mundi ekkert sparast við hitaveituna því for- hitara og aðrar breytingar þarf til, auk heimæðargjalds, er samanlagt nemur mjög háum upphæðum. Þá sagði Guðlaug- ur, að húsið væri ekki fullfrá- gengið og vildu íbúarnir held- ur verja fé sínu til að ljúka frágangi en kaupa hitöveitu og selja kyndingartæki sín fyrir slikk. — í prentarablokkinni eru 59 íbúðir og 2 verzlanir Samtals er húsið 20 þúsund rúmmetrar. Þá talaði blaðig við Jens Hólmgeirsson, fulltrúa, for- mann húsnefndar á Klepspveg 8—16. Jens kvaðst hafa rætt málið við hitaveitustjóra, og hefðu þær viðræður farið fram í mestu vinsemd Hefði hita- veitustjóri sagt, ag ekkert vrði hreyft við húsinu í vetur. Jens sagði heimæðargjald í bygging una nema fast að 150 þúsund um króna og forhitara hátt í annað eins, þar við bættust ým is lítt fyrirsjáanleg útgjöld. (Ljósm. TÍMINN-RE). -A LEIKSÝNINGAR í Iðnó hefjast ineð seinna móti í haust. Það má því búast við að um muni, þegar Leikfélagið byrjar. Frumsýning verður á sunnudagskvöldið, en þá verður sýnt nýtt leik- rit Jökuls Jakobssonar „Hart í bak“. Aðstandendur þessa leikrits, eins og leikstjórinn, Gísli Halldórsson og höfundurinn, hafa lítið látið uppi um efni og inntak verksins, og eru menn famir að bíða með nokkurri óþreyju eftir að sjá sýninguna. Iðnó hefur verið lagfært að undanförnu, og stendur nú síðast á nýjum stólum, en þeir verða komnir upp á sunnudagskvöldið. Myndin er tekin á blaðamannafundi í Iðnó í gær, en þar sjást, talið frái vinstri, Steinþór Sigurðsson, sem málaði leiktjöld, Jökull Jak-| obsson og lengst til haqgri Helgi Skúlason, formaður L. R. SJA 15. SÍÐU B YFIRLÆKNAR FA NÚ SJÁLFDÆMI KH — Reykjavík, 7. nóv. Ástandið fer stöðugt versn,andi af völdum læknadeilunuar, og dæmum þess, að kalla þurfi sér- fróða lækna til að sinna verkefn- um á sjúkrahúsunum, fer fjölg- andi með degi hverjum. Nú liefur heimild sú, sem ríkisstjórnin veitti yfirlæknum 1. nóv. til að kveðja til sérfróða lækna til ein- stakra brýnna nauðsynjaverka, ver ið rýmkuð, til þess að reyna enn að bæta úr vandræðimum svo framariega sem borigarráð sam- þykkir hcimildina. Yfirlæknar eíga dagleigar við- ræður við sjúkrahúsnefnd Reykja víkur, þar sem þeir setja fnam sín sijónarmið um vandamálin. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur sam þykkti á fu.udi sl. mánudag, að heimila yfiriæknum að tilkalla 'alla þá sérfræðilega læknishjálp, sem þeir telja nauðsyn'lega ein- stakra sjúklinga vegna. Með þess- ari samþykkt er heimildin rýmk- uð verulega og yfirlæknum er al gjörlega í sjálfsvald sett hvernig þeir túlka h,ana. Yfiriækuiar liéldu með sér fund í gær en þar komu engar tillögur fram til úrbóta, og sagði einn þeirra blaðinu í da,g, að í þeim efnu.m yrði vart að hafzt fyrr en um helgina, þegiar framvinda málsins væri betur kom in í Ijós. Landsspítalinn hefur þessa vik- una svokallaða akút-vakt, þ. e. þamgað faria öll skyndileg veik- indatilfelli af vö'Idum slysa o. s. frv. Skapar það eðlilega aukið erfiði fyrir þá fáu Iækna, sem þar starfa nú. Einn læknanna sem hætti á Landssipít.alanum 1. nóv. sl. sagði blaðinu í dag að verkefnin væru stöðugt að aukast í bænum, af því, að fólk leitaði síður til sjúkra húsanma og Slysavarðstofunnar, með.an þetta ástand ríkti. Taldi hann, að flestir þeirra lækna, sem hættu störfum á sjúkrahúsunum um mánaðamótin síðustu, hefðu meira en nóg að gera, nema e.t.v. þeir, sem svo til eingö,ngu hafa fengizt við rannsóknarstörf. Lækn arnir eru mjög óánægðir með máls meðferð sín,a og finna sig svipta réttarfarslegu oryggi með því að láta málið aðeins fara gegnum eitt dómstig. Staðfestu breytínguna NTB — París, 7. nóv. Franska rikisráðið sam- þykkti í dag stjórnlagabreyt- ingu þá, er meirihlutafylgi fékk í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 28. okt. s.l. Eins og kunn- ugt er kveður stjórnlagabreyt ing þessi á um það, að for- seti lýðveldisins verði kjör- inn í þjóðaratkvæðagreiðsl- um, en áður var forsetinn kjörinn af sérstöku kjörráði. Jafnframt vísaði ríkisráðið frá kæru Gaston Monnerville, ins, en hann hafði kært kosn- forseta öldungadeildarinnar. SIGUR DEMÓKRATA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.